Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 11.03.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981. 3 Vetrarbúnaður bfla oft ákaflega lélegur —alltaf nokkrir bflar í algjörlega óökuf æru ástandi —■ ekki nóg að skafa smáblett áframrúðu Bílstjóri hringdi: Alveg er ég yfir mig hissa á sam- borgurum minum, margir hverjir virðast ekkert hugsa um hvað þeir eru að gera þegar þeir leggja af stað í vinnuna á morgnana. Vegna veðurfarsins að undanförnu hefur það komið mjög vel í Ijós hve mjög misjafnlega bílar hér á Reykja- víkursvæðinu eru búnir til vetrarakst- urs. Þegar ég er á leiðinni í vinnuna mæti ég alltaf nokkrum bilum sem má segja að séu ekki í ökufæru ástandi, bæði hvað varðar útbúnað hjóla og útsýni bílstjóra. Það er nefnilega ekki nóg að skafa snjóinn af smábletti á framrúðu. Það verður að hreinsa allar rúður bílsins vel, annars skapa þessir bílar stór- hættu í umferðinni. Sama má segja um hjólabúnað, það er alltof algengt að sjá bíla spóla og festa sig svo að þeir tefja eðlilega umferð þeirra sem betur eru búnir. Bílstjórar ættu að taka þessi mál til alvarlegrar íhugunar. Annars verður lögreglan að blanda sér í málið og sekta þá ökumenn sem valda töfum í uniferðinni vegna vanbúnaðar. n Betra er að hreinsa vel af bilnum áður en lagt er af stað á morgnana. DB-mynd Einar Ólason. Ríkisútvarpið stendur ekki f stykkinu — Er ekki kominn tími til að fleiri aðilar fái að reyna sig við útvarpsrekstur? Þröstur Guðlaugsson skrifar: Ég var að lesa það í blöðunum að Útvarpssagan: Góður þáttur á röngum tíma Soffía hringdi: Ég vil finna að flutningstíma mið- degissögunnar. Það er góðra gjalda vert að útvarpið skuli hafa hafið aftur flutning á miðdegissögu, en það er bara tíminn sem er afleitur. Á þessum tíma stendur yfir heim- sóknartími á spítölunum og sjúkl- ingar geta ekki hlustað því að það er ekki hægt að vera að hlusta á útvarp- ið með öðru eyranu þegar ættingj- arnir koma í heimsókn. Ég skora því á útvarpið að flytja söguna ágamla tímann, kl. 14.30. það eigi að fara að stytta útsend- ingartíma sjónvarps. Finnst ykkur þetta vera hægt, finnst fólki ekki vera kominn tími til að taka i taumana? Fyrst Ríkisútvarpinu er ókleift að rækja menningarhlutverk sitt er þá ekki kominn tími til að aðrir fái að reyna sig? Það eru örugglega margir sem eru tilbúnir að reka útvarp og senda út jafngóða eða jafnvel betri dagskrá en nú er send út í Ríkisút- varpinu. Afnotagjöldin þyrftu ekki að hækka og það þyrfti ekki að byggja einhverja skrauthöll fyrir þá til þess að vinna í. Ef fleiri aðilar fengju að komast að þá skapaðist samkeppni og það er einmitt það sem þarf á svo mörgum sviðum í þjóðfélagi voru. Raddir lesenda GISLI SVAN EINARSSON FERÐAÞJÓNUSTA Á ÍSLANDI RÁÐSTEFNA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM 12. MARZ1981 DAGSKRÁ Sliinnrímur Kl. 12.15—13.00 Hádegisverður í Víkingasal 13.00—13.30 Ávarp: Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra. Kristalssalur: 13.30— 14.00 Skilyrði til ferðaþjónustu á íslandi: Steinn Lárusson, for- maður FÍF. 14.00—14.30 Þáttur ferðaþjónustu í þjóðar- búskap íslendinga: Bjarni Snæ- björn Jónsson, hagfræðingur Ví. 14.30— 15.30 Framtíð ferðaþjónustu — möguleikar Íslands sein ferða- mannalands: Heimir Hannes- son, formaður Ferðamálaráðs, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf„ Áslaug Alfreðs- dóttir, formaður SVG. 15.30— 17.30 Kaffi. Almennar umræður. Ályktanir. 17.30 Ráðstefnuslit. Sigurdur Ásbuu Vinsamlegast tilkynn- iö þátttöku til Verzl- unarráðs íslands í síma 11555. FEL. ÍSL. FERÐASKRIFSTOFA VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS dagsins iS-------------------------4 Hefurðu komið til Grænlands? Skúli Jóhannesson sjómaður: Nei, og mig langat ekki heldur þangað. Inga Ólafsdóttir afgreiðslustúlka: Nei, en ég vildi gjarnan fara þangað. Kristján Guðmundsson, nemi i HÍ: Nei, ég hef aldrei komið til Grænlands. En ég hef hugsað mér að fara þangað og er ekki ósennilegt að það verði af því i sumar. Bjarki Þórlindsson, nemi i HÍ: Já, það var bara gaman, ég gæti vel hugsað mér að fara þangað aftur. Ásgerður Tryggvadóttir hjúkrunar- fræðingur: Nei, ég gæti vel hugsað mér að fara þangað, það er fallegt landslag þarna. Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir: Nei, en það væri ábyggilega mjög gaman að koma þangað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.