Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. 7 Þær eru frísklegar, þessar stúlkur, enda nýlega búnar að fá sór hressilegan sundsprett Þeð ættu fíeiri að gera - sund er mesta heilsubót, ekki sbrt þegar veður er orðið skárra en það hefur verið lengi. DB-mynd: Sig. Þorri. Samningur gerður við bandarískt stórfyrirtæki um eldsneytismál: Útblásturínn dugar í hitaveitu fyrir fimm þús. manna kaupstað —olfuleit verði hafin á Skjálfanda-, Eyjafjarðar- og Jan Mayen-svæðunum Samningur var gerður snemma á þessu ári við bandaríska fyrirtækið Synthetic Fuels Associates (SFA) um fyrsta áfanga samanburðarathugana á hérlendri framleiðslu á tilbúnu elds- neyti. Jafnframt er haldið opnum möguleikum á samningsgerð á síðara stigi við aðra aðila. Er þetta liður í þvi að teknir verði upp samningar um skipulagða samvinnu við erlenda rannsóknaraðila á sviði eldsneytis- mála. „Neyðarástand myndi skapast ef eldsneytisflutningur til landsins myndi stöðvast eða takmarkaðist verulega,” segir meðal annars í skýrslu eldsneytisnefndar sem iðnaðarráðherra skipaði um mitt ár 1979. Skilaði nefndin skýrslu í nóv- ember síðastliðnum þar sem þetta kemur meðal annars fram. Spurningin snýst um það hvort og þá hvernig íslendingar geti tryggt sér lágmarksframboð af olíuvörum á viðráðanlegu verði þegar fyrirsjáan- legs skorts fer að gæta með tilheyr- andi verðhækkunum eða ef skyndileg breyting yrði á olíumörkuðum heims. Sem dæmi um slikar breytingar mætti til dæmis nefna breyttar póli- tískar aðstæður í Mið-Austur- löndum. Þar hafa á þrem síðustu ára- tugum orðið 7 styrjaldir og 12 bylt- ingar. Þá er vikið að hugsanlega minnkandi útflutningi Sovétríkjanna á olíuvörumn og loks áhrifum styrj- aldarátaka á flutninga til landsins. Er í þessu sambandi rætt um hugsanlega framleiðslu eldsneytis hér á landi. Er fjallað um bæði tæknilega og fjárhagslega þætti. Meðal annars segir: Miðað við framleiðslu tilþúins eldsneytis með rafgreindu vetni er raforkuþörf slikrar framleiðslu um- talsverð eða á bilinu 1000—1500 MW, sem jafngildir að minnsta kosti tvöföldu því vatnsafli sem þegar hefur verið virkjað í landinu. Virkj- unarframkvæmdir í þeim mæli eru að sjálfsögðu meiri háttar átak, sem hlyti að spanna svo langt tímabil að innlend eldsneytisframleiðsla myndi ekki anna eftirspurn fyrr en eftir langan tíma. Meðal kosta, sem nefnt er að athuga þurfi, eru þessir nefndir: 1) Samningar við vinveittar olíufram- leiðsluþjóðir um kaup á oiíuvörum. 2) Framleiðsla bensíns og dísilolíu úr svartolíu eða þungum jarðolíum, meðal annars með rafgreindu vetni. 3) Uppbyggingu orkufreks iðnaðar til framleiðslu á vörum sem ætla má að hækki í verði með hækkuðu olíu- verði. 4) Auknar rannsóknir á land- grunni landsins til að fá úr því skorið hvort finna megi vinnsluhæfa olíu. Ekkert er hægt að gera nema til komi almenn stefnumörkun af hálfu ríkisstjórnar og Alþingis. Umfangs- miklar rannsóknir krefjast fjármagns og skipulagningar, auk þess sem raða þarf verkefnum eftir því hvort þau eiga að hafa forgang. Lagt er til að hraðað verði undir- búningi athugana á því hvort vinnslu- hæf olía finnist hér við land. Sérstak- lega eru þá höfð í huga Skjálfanda- svæðin og Eyjafjörður, setlögin þar, og Jan Mayen-hryggurinn næst land- inu. Frekari rannsóknir verði gerðar á stærð og gæðum mómýranna á land- inu. Rannsökuð verði arðsemi þess að hagnýta koltvísýrling með sérstökum aðferðum. Þannig væri hægt að nýta útblásturinn frá járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga til fullkominnar hitaveitu fyrir 5 þúsund manna byggð. - BS ER STJ0RNIN BUIN AÐ MISSA MNGMEIRIHLUTANN? —þrír stuðningsmenn hennar leggja f ram f rumvarp gegn stefnu hennar í skattamálum „Má búast við stórtíðindum i íslenzka stjórnmálaheiminum á næst- unni og sannarlega verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á þingi,” sagði Albert Guðmundsson (S) í umræðum sem fram fóru í fyrrinótt í neðri deild. Þar var til umræðu frum varp þriggja stjórnarsinna, þeirra Guð- mundar G. Þórarinssonar, Eggerts Haukdals og Jóhanns Einvarðssonar, sem kveður á um að aflétta 7% vöru- gjaldi af sjúkrafæði og lækka vöru- gjald á gosdrykki og fleiri vörur úr 30% í 15%. Alhert kvaðst ekki hafa trú á að Guðmundur G. Þórarinsson gæti treyst þvi að fjármálaráðherra hefði nokkurn hug á eða í hyggju að breyta gjaldinu eða gera aðrar ráðstafanir sem gætu samsvarað breytingunni. „Hafa flutningsmenn frumvarpsins tryggt sér framgang þessa máls í efri deild? Hér er breytingartillaga um stjórnarfrumvarp sem flutningsmenn hafa allir tiltölulega nýlega samþykkt. Það er virðingarvert að Guðmundur G. Þórarinsson sé búinn að sjá að þessi skattur sem hann og meðflutningsmenn hans að frumvarpinu samþykktu fyrir skömmu er of þungur fyrir framleiðslu- fyrirtækin og stefnir atvinnu fólksins í fyrirtækjunum í voða. Þetta er þungur dómur frá þremur stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar sem nú hafa snúizt gegn fylgi við þessa stefnu stjórnar- innar í skatta- og fjármálum. Ástæða er til að spyrja: Af' hverju er þetta frumvarp lagt fram? Hver er tilgangur- inn? Eða má búast við stórtíðindum á næstunni?” spurði Albert en áður hafði Sverrir Hermannsson tekið mjög í sama streng. -A.St. Sölu- og þjónustuskrá verður í Dagblaðinu á fimmtudag KiXEiqna L2£Jmarkaðurinn NÝJA HÚSINU V/LÆKJARTORG. SÍMI 26933. Sveitarstjóri Hofsóshreppur óskar eftir að ráða sveitar- stjóra. Upplýsingar um starfið hjá oddvita í sima 95- 6320 og 95-6341. Umsóknum skal skilað fyrir 10. apríl. Töfluskipti Tökum að okkur að skipta um rafmagnstöflur í eldri húsum, raflagnir og hvaðeina sem við- kemur rafmagni í þjónustu okkar. Leggjum áherzlu á skjóta og góða þjónustu. Uppl. í síma 38275 og 31648. Löggildur rafverktaki. HeHissandur Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Hellis- sandi. Uppl. ísíma 91-27022. Suöureyri Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Suður- eyri. Uppl. ísíma 94-6138, eða 91-27022. iBIABIÐ Fallegasti bfll borgarínnar og sá Lada Topas árg. ’80. Nýr bfll ekinn þægilegasti. Citroén 2400 CX Pallas 5 þús. km. Ný vetrardekk. Útvarp. árg. ’79. Ekinn 38 þús. km. Áleinangraflur. Gylltur. Silsalistar. Fallega rauflur. Kr. 54 þús. Lada Teygjusport árg. ’79. Þessi vinsælu jeppar seljast um leifl og þeir koma. Gúfl dekk. Verð afleins kr. 61 þú/ Mjög gott verð. Skipti möguleg á Subaru. Þeir seljast eins og heitar lummur. Autobianci árg. '78. Brúnsanser- aflur. Gott lakk. Góður sparneytinn bill, var afl koma frá umboðinu úr allsherjarskoðun. Toyota Corolla árg. '19. Gulur. Ekinn afleins 19 þús. km. Vetrar- dekk. Vinsæll og góður endursölu- bíll. Kr. 65 þús. M. Benz 508 árg. ’7J. Disil bíll með stórrí hurfl afl aftan. Rauður og hvitur. Nýjar hliðar. Ryðbættur. Kr. 59 þús. bjlaka.MP liilllilíllll'JlliiRniftlul iJjúAjJjlill llm i mn in^'i^ii.?j]iniiiTiiiííiii"iiimiÆii"iiiii!iiuiiíiiiiiii'iiiiiiii. . SKEIFAN 5 SÍMAR 86010 og* 86030 |

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.