Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. 10 frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagbiaöifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoðarritstjóri: Haukur Heigason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Monning: Aflalsteinn ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjamoson, Atli Rúnar Halidórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gfsli Svon Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonordóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólofur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlerfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Holldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsfmi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Dagbloflifl hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverfl á mánufli kr. 70,00. Verfl f lausasölu kr. 4,00. Norskir trúarhópar iðnir við að reka út illa anda: KYNFERÐISLEG MIS- BEITING í TENGSLUM VIÐ „BROTTREKST- URILLRA ANDA” Örþrifaráð íjafnréttismálum? Athygli hefur nú enn beinzt að jafn- réttismálum kynja vegna frumvarps Jó- hönnu Sigurðardóttur um tímabundin forréttindi konum til handa. Jóhanna leggur til, að grein í lögum um jafnrétti kvenna og karla verði orðuð þannig: „Þegar um er að ræða starf, sem frekar hafa valizt til karlar en konur, skal konunni að öðru jöfnu veitt starfið. Gildir þetta jafnt um embættisveitingar hjá hinu opinbera sem og á hinum almenna vinnumarkaði. Ákvæði þetta skal endurskoðað að 5 árum liðnum.” Guðrún Helgadóttir ber fram breytingartillögu við frumvarp Jóhönnu, þess efnis að hið sama gildi, ef konur hafa fremur valizt til starfsins en karlar, og skuli þá karli að öðru jöfnu veitt starfið. Jóhanna Sigurðardóttir lýsir frumvarpshugmynd sinni sem „neyðarúrræði”. Nú er ekki ástæða til að fjalla ítarlega um frumvarpið fyrir þær sakir að það eigi miklu fylgi að fagna á Alþingi. Frumvarpið mun ekki ná fram að ganga. Hitt skiptir máli, að margt af því, sem flutningsmaður færir fram máli sínu til stuðn- nings, er býsna rétt, enda þótt fáir geti samþykkt, að niðurstaða Jóhönnu sé við hæfi. Jafnréttislögin voru sett 1976 til að stuðla að jafn- rétti kynjanna, ekki hvað sízt til atvinnu og launakjara. Þau hafa ekki leitt til þeirrar umbyltingar, sem jafn- réttissinnar vonuðu. „Reynslan hefur þó sýnt, að þrátt fyrir góðan til- gang laganna frá 1976 eru þau alls ekki virk í reynd og að óbreyttum þeim lögum er torsótt að ná því marki, sem lögin áttu að tryggja,” segir Jóhanna. íslenzka karlveldið er tregt til breytinga. Þó munu flestir telja, að breytingar séu að verða og jafnrétti vaxi í reynd, einkum meðal ungs fólks. Róðurinn er kannski þyngstur í atvinnulífinu. Til- hneiging er rík til þess, að konur safnist í lægstlaunuðu störfin, og þær sitja gjarnan eftir við stöðuhækkanir. Til breytinga þarf fyrst og fremst samheldni og afl kvenna, sem til þessa hefur mjög skort. Rætt er um, að konum fjölgi ekki á Alþingi, en þó eru prófkjör algeng í seinni tíð, þar sem konur geta fylgt fordæmi núver- andi forseta íslands, haslað sér völl og sigrað, njóti þær nægilegs fylgis kynsystra sinna. Jóhanna nefnir sjálf jákvæð dæmi um, að þrýst- ingur aukist frá konum í slíkum efnum. Hún segir: „Með aukinni menntun og virkni kvenna í allri þjóð- félagsuppbyggingunni er því í vaxandi mæli að skapast sá þrýstingur, að ekki verður lengur við unað, að réttur kvenna samkvæmt lögum sé fyrir borð borinn.” Það er einmitt slíkur þrýstingur frá konum, sem til þarf, þrýstingur til að sjá til þess, að lög um jafnrétti nái fram að ganga, og konur notfæri sér þá aðstöðu, sem þær nú þegar hafa samkvæmt lögum. Hafi nægi- lega margar konur áhuga á þessu, geta þaér brotið á bak aftur hina hefðbundnu íhaldssemi í þjóðfélaginu með tilliti til verkaskiptingar kynjanna. Ný lög, sem kveða á um nýtt misrétti, leysa engan vanda. Ekki stoðar að bæta úr böli með nýju böli. Kynferðisleg misbeiting^og i)fbeldi hefur átt sér stað við svonefndan „brottrekstur illra anda” í Noregi á undanförnum árum. Því halda fram trúarbragðafræðingarnir Eva Lund- gren, Daniel Apollon og Elisabeth Úr kvikmyndinni Exorcist sem sýnd var hér á landi. Fjölmennir trúarhópar f Noregi trúa á illa anda og telja sig kunna ráð til að reka þá út úr þeim sem þeim eru haldnir. HERNAÐAR- NET SOVÉT- RÍKJANNA Formaður islensku Friðar- nefndarinnar, Haukur Már Haraldsson, skrifaði grein um hernaðarnet Bandaríkjanna i Þjóðviljann 10. mars sl. Sjálfsagt eru upplýsíngar Hauks nærri lagi og sýna glöggt hve óhugnanleg og hættuleg bandaríska hervélin er í raun og veru. En Haukur gerir um leið sem minnst úr illsku, yfirgangi og herðnaðarmætti Varsjárbanda- lagsins enda fremur vinsamlegur i garð Sovétríkjanna. Ekki hefur Þjóðviljinn séð neina ástæðu til þess að gera grein Hauks að umtali nema hvað Hjalti Kristgeirsson benti réttilega á slagsíðu hennar og gagnrýndi Hauk í dagskrárgrein i blaðinu. Ég tók saman grein til mótvægis við grein Hauks og sendi Þjóðvilj- anum — ekki vegna hlýhugs til NATO, heldur vegna þess að mér finnst nóg gert að þvi að hrópa: „Úlfur, úlfur” og benda í vestur þegar bangsi urrar að baki manns. En viti menn, greinin birtist ekki og er þar með fjórða grein mín um her- stöðva- og öryggismál frá því í vor er leið sem hefur „týnst” í Síðu- múlanum hjá blaði þjóðfrelsisins. Nú finnst þeim Þjóðviljamönnum greinar mínar vafalaust vondar en það þarf mikið kjarkleysi og ömur- lega siðfræði til þess að halda vfs- vitandi aftur af umræðu um mikil- væg mál. Þjóðviljagreinin birtist því hér, örlitið stytt. Þökk sé Hauki Formaður íslensku Friðarnefndar- innar hefur sannarlega lagt sig í líma við að tíunda upplýsingar úr vestræn- um hemaðarritum um hernaðar- net Bandaríkjanna (Þjóðv. 10. mars). Ekki treysti ég mér til að draga þær í efa, fremur en Haukur formaður (sjá töflu), en minnist þess að hafa heyrt velmeinandi alþýðubandalagsmenn muldra eitthvað um „falskar CIA- tölur” þegar menn hafa verið að nota þær. Tölurnar sem Haukur notar eru þær einu sem til eru og sannarlega ógnvekjandi. Við Haukur erum sam- mála um að nú skuli menn berjast gegn þessari hernaðarvél. En ósam- mála erum við um baráttuna gegn hernaðarvél hins risaveldisins, sem Haukur hvítþvær með grein sinni! Heimabökuð grýla Ég hef undir höndum bunka af heimildarritum í svipuðum gæða- flokki og ritin sem Haukur notar. ^ „Mér finnst nóg gert að því að hrópa „úlfur, úlfur” og benda í vestur, þegar bangsi urrar að baki manns.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.