Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. 5 „Nokkrar mæður greiða nú meðlög með börnum sem eru í forsjá feðra sinna,” sagði Hilmar Björgvinsson. Meðlag með 10 þúsund börnum 1979: Ekki tækni- lega f lókið - að greiða meðlag árinu lengur,” segirHilmar Björgvinsson íTrygg- ingastofnun ríkisins „Það verður ekki tæknilega flókið fyrir okkur þótt meðlagsaldur verði hækkaður um eitt ár,” sagði Hilmar Björgvinsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. „Þetta er allt tölvuvætt hjá okkur og við þurfum ekki að breyta nema smá- þætti.” Hann sagðist halda að ef til vill yrði það erfiðara fyrir innheimtu- stofnun sveitarfélaganna að ná meðlögunum inn því mörgum feðrum reyndist erfitt að greiða það sem þeim bæri skylda til með börnum sínum þótt mæðrunum fyndist upphæðirnar ekki háar. „Meðlag með barni er nú 643 kr. á mánuði,” sagði Hilmar. „Auk þess fá mæðurnar laun frá hinu opinbera, kr. 110 með einu barni, 599 með tveimur og 1197 með þremur. Þau mættu gjarnan vera hærri.” Loks sagði Hilmar að nokkrar mæður greiddu nú meðlög með börnum sem væru í forsjá feðra sinna og væri þar greinilega um áhrif frá jafnréttisbaráttunni að ræða. Hjá Margréti Thoroddsen á sömu stofnun fengum við þær upplýsingar að 1979 hefðu 7905 börn fengið endurkræfan barnalífeyri en 2580 óendurkræfan (þá er annað foreldrað látið eða öryrki eða þá barnið er ófeðrað). Ennfremur fengi lítill hópur barna tvöfaldan óendur- kræfan lífeyri (ef báðir foreldrar eru látnireða öryrkjar). Hún sagði að samkvemt tölum fyrir allt landið frá árunum 1977 — 79 virtist sem þeim börnum hefði heldur fækkað sem fengju endur- kræfan barnalífeyri, hver nú sem ástæðan væri. Hugsanlegt væri þó að þeim hefði fjölgað í Reykjavík á þessu tímabili. -IHH. Undir sérstökum kringumstæðum verður meðlagsskylda með bami framlengd til tuttugu ára aldurs: Eftir fimm og hálft ár: Bamalögin loksins samþykkt —enöðlastekki gildi fyrrenum næstu áramöt Jæja, þá eru nýju barnalögin af- greidd frá hálfu alþingis. Þau hafa verið nokkuð lengi i deiglunni og öðlast raunar ekki gildi fyrr en 1. janúar 1982. Þá verða ein sex ár liðin frá því þau fyrst voru lögð fram sem frumvarp. Börnin sem fæddust um það leyti verða því komin í skóla og farin að stauta Litlu, gulu hænuna (eða er hætt að nota hana til upp- fræðslu?) þegar þetta allt er komið í kring. DB hafði samband við nokkra aðila og spurði um álit þeirra á lögunum og hverjar væru helztu breytingar. Auk þess sem þeir segja má bæta því við að lögin miða í átt að auknum réttindum barnsins. Barnið verður sjálfstæðara og foreldrar hafa í auknum mæli skyldur gagnvart því, í minna mæli vald til að ráðskast með það að geðþótta. „Almenn með- lagsskylda lengist um 1 ár - úr sextán ísautján”, sagði Guðrún Erlendsdóttir „Ég er ánægð yfir því að þetta er komið í gegn,” sagði Guðrún Er- lendsdóttir, ein lögfræðinganna fjög- urra í sifjalaganefndinni, sem samdi nýja barnalagafrumvarpið. Hinir eru Auður Auðuns, fyrrv. dómsmálaráð- herra, Baldur Möller ráðuneytisstjóri og dr. Ármann Snævarr hæstaréttar- dómari, og er hann jafnframt for- maður nefndarinnar. „Þetta er þáttur í endurskoðun sifjalaganna í heild,” sagði Guðrún. „Ný lög voru sett um stofnun og slit hjúskapar árið 1972, ný lög um ætt- leiðingu árið 1978, nú koma þessi barnalög og þá verður næsta skrefið að endurskoða lögin um réttindi og skyldur hjóna. Þau lög eru frá 1923 svo það er kominn tími til að sam- ræma þau kröfum okkar tíma.” Frumvarp til barnalaga hefur legið fyrir Alþingi í fimm sex ár og tekið nokkrum breytingum. DB spurði Guðrúnu hverju hefði helzt verið breytt frá því að það var lagt fram í vetur og þangað til það var samþykkt nú í vikunni. „Til dæmis hvað varðar heimild til að framlengja meðlagsskyldu af sér- stökum ástæðum, vegna menntunar eða starfsþjálfunar barns eða veik- inda. Við höfðum lagt til að miðað yrði við allt að 24ra ára aldur en alþingi færði það niður í tuttugu ár.” DB spurði hvar forsjárforeldri ætti að sækja um framlengingu meðlags og sagði Guðrún að í Reykjavík bæri að snúa sér til sakadómara en úti um land til sýslumanns eða bæjarfógeta. „Ennfremur eru lögin rýmkuð þannig að auðveldara verður fyrir eiginmann að höfða mál ef hann hefur rökstuddan grun um að hann sé ekki faðir barns sem eiginkona hans fæðir. Samkvæmt eldri lögum var þaðmjögerfitt.” Guðrún nefndi ýmsar aðrar breyt- ingar, svo sem að nýju lögin gerðu réttarstöðu skilgetinna og óskilget- inna barna jafnari en áður hefði verið. Það væri einnig mikilvægt að sambúðarforeldrar fengju með lög= unum sameiginlega forsjá barna sinna. Þá væri með þessum lögum slegið föstu að barn ætti rétt til að umgangast báða foreldra sína. - IHH Ólöf Pétursdóttir í dómsmálaráðuneytinu: „Mikil bótaðfáí einum lagabálki — ákvæði um réttarstöðu bama” „Ég fagna frumvarpsins,’ dóttir fulltrúi afgreiðslu barnalaga- ’ sagði Ólöf Péturs- í dómsmálaráðuneyt- „Það er mikil bót að því að fá í einum lagabálki ákvæði, er varða réttarstöðu barna.” Jóhanna Kristjónsdóttir, Félagi einstæðra foreldra: „Vonbrigði að barnalögin taka ekki gildi fyrr en um næstu áramót — ætlum að reyna að fá þvíbreytt” „Við erum rétt að átta okkur á lög- unum,” sagði Jóhanna Kristjóns- dóttir, blaðamaður og ritari Félags einstæðra foreldra.” „Þetta er mikil framför en okkur brá i brún þegar við sáum að þau eiga ekki að öðlast gildi fyrr en um næstu áramót.” Jóhanna sagði að öll börn sem yrðu sautján ára á næstunni misstu af ..þeirri hagsbót sem hækkaður meðlagsaldur veitir, en lögin gera ráð fyrir að meðlagsskylda lengist um eitt ár og standi þangað til barn verður átján ára. „Frestun gildistöku laganna býður einnig heim ýmsum persónulegum harmleikjum,” sagði Jóhanna. Hún sagði frá máli sem er þannig vaxið að ungur piltur á von á barni með stúlku og fæðist það væntanlega í júlí. Stúlkan vill gefa það burt og hefur hingað til ekki léð máls á því að faðir- inn fengi það — eins og hann óskar eftir. „Við viljum eindregið að lögin öðlist gildi sem fyrst,” sagði Jóhanna ,,og höfum þegar farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að svo verði. Okkur sýnist ekki þurfa langan umþóttunartíma til að venjast þessum nýju lögum. Það þarf heldur ekki að byggja upp stofnanabákn til að framfylgja þeim.” Jóhanna sagðist vera nokkuð ánægð með lögin. Þó fyndist henni sum ákvæðin heldur loðin og óþarf- lega oft talað um heimildir í staðinn fyrir rétt, eins og til dæmis í ákvæðinu um að foreldrar séu fram- færsluskyldir með barni ef með þarf vegna menntunar eða sjúkleika þangað til það nær 20 ára aldri. Henni fannst einnig að þegar lög væru samin ætti að ræða þau við umsagnaraðila strax í byrjun fremur en biðja um álit þeirra eftir á, eins og gert hefði verið í þessu tilfelli. (Samkvæmt upplýsingum Guðrúnar Erlendsdóttur stendur þetta atriði til bóta við næstu lagasetningu). -IHH. Þegar hún var spurð hvort hjá ráðuneytinu lægju mál þar sem skipti sköpum að lögin öðlast ekki gildi fyrr en 1. janúar 1982, kvað hún svo ekki vera. Mál það, sem upp kom í vetur og fjölmiðlar birtu fréttir af, þar sem faðir óskaði eftir forráðum yfir barni, sem móðir vildi gefa burtu, „Fyrir ráðuneytinu liggja engin ágreiningsmál þar sem skiptir sköpum að nýju lögin öðlist gildi strax,” sagði Ólöf Pétursdóttir. hefur breytzt og beinzt í annan farveg þannig að lausn þess verður ekki lengur bundin hinum nýju lögum. „Én á undanförnum árum hafa ráðuneytinu borizt margar fyrir- spurnir frá feðrum sem óska ýmist eftir umgengnisrétti eða forræði yfir börnum sínum. En eins og lögin hafa verið — og verða þangað til nýju lögin taka gildi — hafa barnsfeður engan rétt haft á þessu sviði hafi þeir ekki verið kvæntir mæðrum barna sinna. Eini möguleiki sem þeir hafa þá haft til að fá forræði barns hefur verið að fá móður dæmda óhæfa til að annast umsjá barnsins og þar með svipta hana forsjá þcss.” Ólöf sagði að samkvæmt nýju lög- unum yrði ráðuneytið úrskurðaraðili í ágreiningsmálum sambúðarforeldra með sama hætti og það nú gæti skorið úr ágreiningi giftra foreldra varðandi umgengnisrétt, forræði og meðlög. -IHH. Guðrún hefur setið f nefnd þeirri sem samdi frumvarpið að barnalögunum og nú tekur hún til við að semja laga- frumvarp um réttindi og skyldur hjóna, en lögin um það efni eru frá 1923. v____ „Jóhanna: „Það býður heim persónulegum harmleikjum að fresta gildistöku laganna — þau þurfa engan umþóttunartima.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.