Dagblaðið - 03.04.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 03.04.1981, Qupperneq 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. I Menning Menning Menning Menning I Bók menntir ............................... Ásluug Ragnars: HAUSTVIKA. Bókaútgáfsn úm og örlygur, 177 bls. Gunnar Gunnarsson: MARGEIR OG SPAUGARINN. Iflunn, 141 bls. Jón Blrglr Pétursson: EINN A MÓTI MILLJÓN örn og örlygur, 141 bls. Innlendar skemmtisögur má auðvitað greina sundur eftir efnivið og frásagnaraðferðum þeirra eins og aðrar skemmtibókmenntir. Þá er fyrst fræga að telja „þjóðlegu sveita- söguna” sem jafnan er ástarsaga af einhverju tagi. En ásamt með eða i framhaldi þeirra sagna er líka til að dreifa nútímalegri „ástarsögum” sem gerast nú á dögum í, bæ eða byggð, sumt af þessu hreinar og beinar borgarsögur. Ef Guðrún frá Lundi er höfuðskáld sveitasögunnar þá er Ingibjörg Sigurðardóttir fremsti og fyrirferðarmesti höfundur ástarsagna. Og liggur væntanlega í augum uppi hvernig fyrrgetnar sögur eftir Aðalheiði Karlsdóttur, Guðbjörgu Hermanns- dóttur, Snjólaugu Bragadóttur skipast í sveitir að þessu leyti. Um skaf lajón Loks koma á seinni árum jafnan út ýmislegar „spennu-” op „sölusögur” sem látnar eru ske reykvísku samtíðarumhverfi. Inn- lendar sakamálasögur eru að vísu ekki beinlínis nýjung í bók- menntunum — muna má Ólaf við Faxafen og snilldarsögu hans siðan fyrir stríð, Allt í lagi í Reykjavík, fyrir nú utan Val Vestain, Dag Austan og Valentínus þann sem orti um leyndardóma Reykjavíkur.. En hvað sem þessum venslum líður hafa innlendar sakamála- og lögreglu- sögur enn ekki öðlast staðfestu á meðal skemmtibókmennta og á bókamarkaði í likingu við fyrrnefnd- ar sagnagreinar — nema ef það er að verða nú á síðustu árum. Ekki þarf lengi að skimast um á meðal þessara bókmennta til að átta sig á því hvað siðarnefndu sagna- greinarnar, ástarsögurnar og spennusögurnar, eru miklu fjarlæg- ari en sveitasögurnar frá upprunaleg- um efnivið og frásagnarhefð innlendra skáldsagna, hinu epíska raunsæi. Meira að segja jafnfrumstæð saga og Spor á vegi eftir Aðalheiði frá Garði hefur í og með ævisöguefninu, sveitalífs- lýsingunni til að bera einhvers lags vísi „epískrar fjarvíddar” sem ekki gætir í sögum Guðbjargar eða Snjólaugar. En víst er eftirtektarvert frá þessu sjónarmiði hið flókna net frændsemi, mægða og vensla sem Guðbjörg ríður um sögufólk sitt í Víða liggja leiðir og virðist með ein- hverju móti samþætt vitund sögunnar um dulin öfl, örlögin eða æðri máttarvöld, sem hlutist til um hagi sögufólksins. Vissulega eru einnig nútima- sögurnar raunsæislega sagðar og stílaðar skáldsögur eins og raunar allur þorri skemmtibókmennta. En síðarnefndu sögurnar eru miklu háðari ýmsum erlendum fyrirmynd- um, allt frá dönsku blöðunum til alþjóðlegra metsöluhöfunda og gengur að vísu misjafnlega að semja innlent frásgnarefni þeirra að slíkum skaflajónum. Af ættmóður Eir n á móti milljón eftir Jón Birgi Pétursson er kyndugur bastarður sakamála- og reyfarasögu sem eiga víst að tengjast saman í inngangs- og niðurlagsköflunum, en eru í rauninni lítt skyldir að öðru en því að hrá- efnið er hið sama í báðum þáttum. Fyrri hluti sögunnar segir frá dular- fullu mannshvarfi og rannsókn Elías- ar eggjabónda og einkaspæjara, sem Jón Birgir hefur áður samið um sögu, Vitnið sem hvarf, á þvi sakarefni. í seinni hluta eru aftur á móti rakin ævintýri brotthlaupsmannsins Kolbeins, á ýmsum stöðum erlendis uns fundum þeirra Eliasar ber um síðir saman og Kolbeinn er heimtur heim í sögulokin. Eftirtektarverðast við þessa sögu finnst mér að sé samfélagslýsing hennar. Kolbeinn er í sögubyrjun úr- kynjað afsprengi mikillar ættar. En það sýnir sig brátt að ættarveldið riðar til falls, allt grafið innan og undan þvi, fyrirtæki fjölskyldunnar gjaldþrota og raunverulegar tekjur hennar runnar frá eiturlyfjaprangi. í því efnisatriði tengjast atburðarásir söguþáttanna heima í Reykjavik og úti i Amsterdam. Samt sem áður hefur þessi fjölskylda þau völd sem hún kýs í þjóðfélaginu. Og samt sem auglýsinga og stjórnmála, kjara- baráttu og fréttanna. Einnig að öðru leyti geymir Haustvika eftirtektarverð tilbrigði við frekar en afbrigði frá frásagnar- formúlum ástarsögunnar, en saka- málið í sögunni, manndráp, sjálfs- morð, morð, er nánast eins og krydd með öðru efni hennar. Sagan gerist á meðal efnafólks eða yfirstéttar í Reykjavík, og er lýst með mun meiri líkindum en svipuðum heimi hjá Jóni Birgi. Söguhetjan er ekki lengur þessi unga, fríða, blíða stúlka ástar- sagnanna heldur fullþroska kona, komin á fimmtugsaldur og hefur meira að segja misst annað brjóstið — þótt hún hafi fengið bestu bót sem læknavísindi geta veitt við meini sínu og standi í sögunni í kvenlegum blóma. Að gefnum forsendum yfir- stéttarheimsins, svo náskyldum þeim, sem lesa má um í vikublöðum, sjá í auglýsingum, er í sögunni lögð veruleg rækt við staðháttalýsingu og persónugerð, ýmsan efnivið veruleikalýsingar og má vel þekkja sig þar, og hún er lipurt og læsilega stíluð. Úr hefðbundnum efnivið ást- arsögu, um konu á milli tveggja manna, endurleysandi mátt ástar, er hér ort óskasaga um kvenlegan þroskaferil til frelsis. Og frelsið er lífsgæði, neysla. Af bókum og börnum Margeir og spaugarinn, Haustvika eru báðar mjög svo læsilegar sögur, veita hvor um sig með sínu móti góða afþreyingu, skemmtun á meðan hún varir. Ólíku saman að jafna við þann frumstæða frásagnarbrag, sem jafnan hefur auðkennt okkar hefðbundnu sveita- og ástarsögur. En þótt innlendar skemmtisögur aukist að kostum og fjölbreytni er hlutdeild innlendra höfunda á markaði þeirra lítil á við allt hið erlenda og aðfengna efni. Á hinum fjölskipaða vettvangi skemmtibók- mennta, eru Alistair MacLean, Theresa Charles og Bodil Forsberg, Sven Hazel, með allra atkvæðamestu samtíðarhöfundum á íslensku um þessar mundir og verða sjálfsagt enn um sinn. Líka er vert að taka eftir því að flestallar barna- og unglingabækur eru hreinar og beinar skemmtibók- menntir, allur þorri þeirra þýddar sögur af sama tagi og tegundum og skemmtisögur hinna fullorðnu og sumt frekar iðnaðarvara en eiginlegar bókmenntir. Það vænti ég að liggi í augum uppi, hvað t.a.m. sögur Snjólaugar Bragadóttur eiga náskylt við ýmsar algengar skáldsögur um og handa litlum stúlkum — eins og líka hitt hvað margar frumsamdar sögur handa börnum og unglingum eru samdar við sama leist og innlendar og erlendar skemmtibókmenntir. Kannski spurning hvort „barna- sagan” heyri ekki, sem bókmennta- grein, skemmtibókmenntum til. Gagn að bókum Svo mikið er vist að skemmtibókmenntir okkar með kostum sínum og göllum, verðleikum og takmörkunum, eru runnar af djúpum lindum. Þær eru sprottnar af nauðsyn eins og viðgangur þeirra á meðal lesenda skýrast sýnir. Til að átta sig á þeim er brýnast að skilja að þær eru sinnar sérstöku tegundar og hafa þar með aðra tilætlun en annarskonar bókmenntir. Þær geyma ekki né miðla neins konar uppbót á dauflega ævi lesandans, þótt því sé einatt haldið fram í einhvers lags fásinnu, né þá heldur ímyndaðri endurbót þess sem les- andanum hefur mistekist í sínu dag- lega lífi. Þær fela þessvegna hvorki i sér lífsflótta né veruleikafölsun. Svo vitgrannir erum við lesendur ekki. Aftur á móti birta þær viðbót við lífið og veruleikann eins og hann gengur og gerist. Og það vita lesendur þeirra auðvitað allra manna best. Þá er líka ljóst hvað greinir á milli skemmtibókmennta og hins góða skáldskapar, skáldbókmenntanna. Samkvæmt eðli og ætlun sinni eru skemmtibókmenntir umfram allt gagnlegar bækur, gera lesanda það gagn sem hvíld má veita. (Fyrri greinar um „bækur og bókmenningu", «am nú eru ioksins á enda, birtust sem hér sogir um bókaútgófu og bókamarkað 16. og 17. febrúar, um spennu- og reyfarasögur 20. febrúar, 3. mars, 10. mars, um óstarsögur 16. og 17. mars, 23. mars. Fyrri grein um innlendar skemmtisögur birtist 31. mars). HVÍLD ER GÓD sakamanni. Væntanlega er sagan samin undir fyrirmynd eða áhrifum frá sænsku höfundunum Sjöwall og Wahlöö sem einnig eru hér á bóka- markaðnum. Þótt margt sé gott um sögu hans, og ég veit enga betri frumsamda sakamálasögu á íslensku, er eins og Gunnar hafi enn ekki allskostar komið höndunum utan um frásagnarefnið. En það er alveg óhætt að vona að þriðja saga hans af Margeiri verði reglulega góð skáld- saga. Fram til freisis Haustvika, fyrsta skáldsaga Áslaugar Ragnars, fjallar bæði um sakamál og ástir. Samt er eins og hvortveggja sé nánast til málamynda, einkum til þess ætlað að fá frá- sagnarefninu farveg. Efnið er þroskasaga, eins og líka Aðalheiður Karlsdóttir, Snjólaug Bragadóttir vilja segja þroskasögur í sínum bókum, og þroskaleiðin liggur um ástina. Sif söguhetja lýsir því sjálf í fyrstu persónu hvernig hún vex frá eiginmanni og ástmanni sínum, og burt frá ástinni sjálfri um síðir. Hér er hafnað öllum rómantískum hug- myndum um endurlausn tilfinninganna i og með eiginorði, andlegt gildi ástalífs. Niðurlagsorð sögunnar urðu strax fleyg i ritdómum um hana í vetur: „Ég verð að venja mig af því að hugsa um sjálfa mig sem helming af einingu, sem ófullkominn ein- stakling. Ég er ein manneskja, ekki hálf. Sjálf hef ég valið mér það hlutskipti að vera ein. Það er enginn betri helmingur.” í þessu efni brýtur Áslaug Ragnars þvert í bága við venjubundnar ástarsögur. Eins og að sínu leyti líka saga Gunnars Gunnars- sonar er Haustvika til marks um það hvemig skemmtibókmenntir semja sig að breyttri hugmyndatísku og gildis- mati, nýjum frásagnarefnum og aðferðum, þar sem það á við. Aftur á móti er ástin eftir sem áður nauðsyn- leg í sögunni: ástalífið sjálft geymir endurlausn til frelsisins. Eins og i mörgum erlendum skemmtisögum hefur tilfinninga- og ástalífið í Haust- viku alveg ótvírætt neyslugildi, til jafns við og umfram önnur þau gæði sem standa til boða í heimi hennar. Og neyslugildin eru hér hin hinstu eða æðstu gildi — rétt eins og i heimi Bækur og bókmenning: Áslaug Ragnars, höfundur Haust- viku. með uppljóstrun sakar og saka- manns. Samt er sögulausnin sjálf ansi tæp: konulikið síðan í sögubyrjun er eftir sem áður ókunnugt lík, þótt takist að koma á það nafni og veit enginn deili-á því né erindi þess í söguna. Morðið í Margeiri og spaugaranum verður af tómu óhappi, slysni eða slysalegri endingu. Sökin stendur dýpra. Sakarefnið er tilfinningakreppa, tilfinningakuldi, einangrun manns frá manni og angist og hrottaskapur sem af henni sprettur — allt tóm tilviljun. Þótt sakborningur finnist og sakamanni sé refsað er sökin sjálf óbætt. Eins og margar aðrar sakamálasögur um þessar mundir rúmar Margeir og spaugarinn raunsæislega og gagnrýna samtíðarlýsingu, leitar sálfræðilegra og félagslegra skýringa á sakarefni og hrein og bein lögreglusaga: fjallar um rannsókn Margeirs lögreglufulltrúa á líkfundinum og sakarefnum, sem undir búa og upp koma um síðir. Þetta er ljómandi vel stíluð, læsileg frásögn, ætlar sér og tekst raunar til furðu mikillar hlítar að lýsa og láta atburði gerast í raunhæfu reykvísku og íslensku samtíðarumhverfi. Það er enginn vandi að þekkja sig í heimi sögunnar og meðal fólksins sem tekur þátt í henni. Aftur á móti verða kynleg rof í formgerð sögunnar þegar á hana líður og vikið er af sjónarhól lög- reglunnar og rannsóknarinnar og frá réttri tímaröð atburða, farið í staðinn að lýsa innan að forsögu atburðanna og þátttakendum í sjálfu því sakar- efni sem rannsóknin beinist að, horfnu konunni og friðli hennar. Þá er eins og lögreglusagan sé í bili að hugsa um að verða annarskonar saga, „sálfræðileg glæpasaga” sem svo má kalla og hefur sakamann, sak- borning eða sökunaut fyrir söguhetju. Svo er aftur hætt við þetta og verða venjubundin málalok áður gefa sögulokin til kynna að með þeim sé allt sem á undan gekk grafið og gleymt og nýtt blómaskeið vegs og valda bíði nú fjölskyldunnar. Aðalhugmyndin virðist vera sú að' þrjóturinn Kolbeinn hafi mannast svo á hrakningnum erlendis að hann muni nú reisa ættina við með vitur- legri försjá sinnar góðu frú móður, Sigurdísar. Aftur á móti gerir ruglingslegur frásagnarháttur, síhvarflandi sjónarhorn sögunnar og hinn óskilmerki stílsháttur les- andanumbýsna öruðugaþá hluttekningu í hug og háttum sögufólksins, Elíasar, Kolbeins, Sigurdísar ætt- móður, sem nægi honum til að festa trú á það og hið annarlega umhverfi þess — þó ekki væri nema rétt á meðan maður er að lesa söguna. Tóm tilviljun Margeir og spaugarinn, önnur saga Gunnars Gunnarssonar um sömu söguhetju, snýst líka um dular- fullt mannshvarf. Þar er það raunar ókunnugt lik sem finnst á reki og enginn veit hvert það er. Þetta er

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.