Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. Sigrlður Jóhannsdóttir frá Kirkjubóli, sem lézt 22. marz, fæddist 2. marz 1895. Foreldrar hennar voru Guðríður Guðmundsdóttir og Jóhann Sigurðs- son. Ung að aldri réðst Sigriður í vinnu í Álftafirði og fór þaðan til ísafjarðar þar sem hún lærði karlmannafata- saum. Árið 1932 fluttist hún til Kaup- mannahafnar þar sem hún vann síðan við iðn sína. Einar Júliusson, Keflavík, sem lézt 24. marz, fæddist 29. nóvember 1918 i, Hábæ í Keflavík. Foreldrar hans voru Sigríður Sv. Sveinsdóttir og Júlíus Björnsson. Fyrstu starfsárin var Einar í fiskverkun hjá bræðrum sínum, síðan stundaði hann vöru- og leigubílaakstur og nú síðustu 10 árin starfaði hann hjá Oliufélagi íslands á Keflavíkurflug- velli. Árið 1940 kvæntist Einar Nikulínu Sverrisdóttur og áttu þau einn son en einnig ólu þau upp fósturdóttur. Einar verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju í dag, 3. apríl. Gunnar Héðinn Stefánsson, sem lézt 29. marz, fæddist 5. apríl 1925 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Vigdís Sæmundsdóttir og Stefán Guðnason. Árið 1942 lauk Gunnar prófi frá Verzl- unarskóla íslands og hélt síðan til framhaldsnáms við verzlunarskóla i Englandi. Síðan stundaði hann verzl- unar- og skrifstofustörf í Reykjavík. Árið 1956 lauk hann prófi í flugum- ferðarstjórn og hóf sama ár störf á Keflavíkurflugvelli þar sem hann starfaði síðan. Árið 1958 kvæntist Gunnar Þóru S. Ólafsdóttur og áttu þau 5 börn. Gunnar verður jarðsung- inn í dag, 3. april. Guðfinna G. Bjarnadóttir frá Garös- horni, sem lézt 25. marz, fæddist 2. janúar 1916 á Hóli, Bolungarvík. For- eldrar hennar voru Friðgerður Skarp-- héðinsdóttir og Bjarni Bjarnason. Guð- finna ólst að mestu upp hjá hjónunum Bergþóru Jónsdóttur og Sigurði Jónas- syni í Botni í Mjóafirði. Árið 1940 fluttist hún norður til Eyjafjarðar og giftist árið 1942 Frímanni Pálssyni. Áttu þau 8 böm. Guðfinna verður jarðsung- in í dag, 3. apríl, frá Bægisárkirkju. Haraldur Jensson, Borgarholtsbraut 59, lézt 2. apríl. Einar Jónsson, Skólavöllum 4 Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14. Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði, sem lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu Nes- kaupstað 28. marz, verður jarðsunginn frá Stöðvarkirkju laugardaginn 4. apríl kl. 13. Björn Bergmundsson, Nýborg Vest- mannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14. Minningarathöfn um Elias Kærnested Pálsson fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 4. april kl. 14. Hafsteinn Gislason, sem lézt 16. marz, fæddist 13. júlí 1926 í Vesturkoti á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Foreldrar hans voru Guðfinna Sigurðardóttir og Gísli Jónsson. Hafsteinn gerðist snemma vörubifreiðarstjóri og gegndi því starfi æ síðan. Árið 1953 kvæntist hann Sigríði Guðbjörnsdóttur og áttu þau 3 börn. Föstuvaka í Hafnarfjarðar- kirkju á menningarviku Sunnudaginn 5. aprll vcröur haldin föstuvaka í Hafnarfjaröarkirkju. Hefst hún kl. 20.30. Aðal- ræöumaður verður sr. Heimir Steinsson rektor. Kín- Veðrið Gert er ráð fyrir sunnanátt á öllu lendinu, rignlngu á Suður- og Vestur- lendi en snýst í sunnan- og vestenátt með slyddu. Þurrt verður fyrlr norðan og eustan. Klukkan 6 voru suðaustan 6, rign- ing og 7 stig ( Reykjavík, sunnan 9, rigning og 7 stig á Gufuskálum, suð- suðvestan 4, rignlng og 8 stig á Galtarvita, sunnan 4, skýjað og 6 stig á Akureyri, suðvestan 3, skýjað og 3 stig á Raufarhðfn, sunnan 6, skýjað og 3 stig á Dalatanga, suðsuðvastan 4, úrkoma og 4 stig á Hðfn og suðsuð- austan 8, þokumóða og 6 stig á Stór- höfða. ( Þórshöfn var alskýjað og 2 stig, skýjað og 5 stig f Kaupmannahöf n, al- skýjað og 1 stig ( Osló, skýjað og 3 stig ( Stokkhólmi, mistur og 7 stig i London, hálfskýjað og 7 stig í Ham- borg, þokumóða og 9 stig ( Par(s, skýjað og 5 stig (Madrid og heiðskirt og 11 stig f New York. Kirkjustarf Artdiát verski gítarsnillingurinn Joseph Fung leikur klassísk gítarverk. Margrét Pálmadóttir sópransöngkona syngur einsöngu. Þorvaldur Steingrímss., leikur á fiðlu og kór kirkjunnar syngur valin kórverk undir stjórn organista kirkjunnar, Páls Kr. Pálssonar. Föstuvaka þessi er framlag Hafn- arfjarðarkirkju til þeirrar menningarviku sem nú er að hefjast i Hafnarfiröi. Fastan tjáir í boðskap sínum þær kenndir mann- legs lífs er dýpst standa, vonina. um ljós í myrkri, styrk í þjáningu og sigur fórnar og kærleika í hverri baráttu. Sönn menningarviöleitni og göfug list sækir í þá von og trú, fyrirmynd og leiðsögn. Megi margir njóta góðrar stundar á föstuvöku í Hafnarfjarðarkirkju. AA-samtökin l dag föstudag verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12 og 21. Tjarnargata 5b kl. 21 (opinn). 14 og 21 (uppi). Neskirkja kl. 18 og 21, Hallgrímskirkja kl. I8. Akureyri: Geislagata 39 (96-22373) kl. 12, Húsavík: Garðar kl. 20.30, Egilsstaðir: Safnaðarheimili kl. 20, Flateyri kl. 2I, Hellissandur: Hellisbraut 18 kl. 21. I hádeginu á morgun, laugardag, verða fundir sem hér segir: Langholtskirkja kl. 13. Tjarhargma 5b kl. I4. Akureyri: Kvennadeild Geislagata 36 kl. 14. Flóamarkaöur og kökubasar Hinn vinsæli flóamarkaður og kökubasar Þróttar- kvenna verður í fclagshcimili knattspyrnufélagsins Þróttar við Sæviðarsund laugardaginn 4. apríl kl. 14. Kvennadeild Eyfirðingafélagsins verður með kökubasar að Hallveigarstöðun sunnudaginn 5. apríl kl. 14. Happdrætfi Happdrætti 4. bekkjar Verzlunarskóla íslands 1. Utanlandsferö nr. 6210 2. Orgel nr. 2006 3. Hljómtæki nr. 2395 4. Skíði nr. 6428 5. Alfatnaður nr. 3929 6. Pennasett nr. 6211 j, 7. Armbandsúr nr. 282 Tilkymiingar HLfÐARENDI: Næstsíðasta klassíska kvöldið Nú er komið að næstsíðasta „Klassíska kvöldinu” á veitingastaðnum Hliðarenda á þessum vetri. Það verður næstkomandi sunnudagskvöld, 5. apríl, en þá skemmta listamennirnir Rut Magnússon söng- kona og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Leikin- verða lög eftir Hándel, ensk lög frá 17. öld, islenzk lög — Árni Thorsteinsson, Atli Heimir Sveinsson, þjóðlög. Kvennadeild Slysavarnafólags íslands Aöalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélags tslands í Reykjavík var haldinn 12. marz sl. í húsi SVFÍ á Grandagarði. Þær breytingar urðu á stjórn að frú Hulda Victorsdóttir, sem veriö hefur formaður sl. átta ár, baðst undan endurkosningu og Erna Antonsdóttir, sem veriö hefur meöstjórnandi, gaf ekki kost á sér áfram i stjórn. Frú Guörún S. Guðmundsdóttir, sem verið hefur ritari deildarinnar, var kosin formaður. í stjórn komu tvær nýjar konur, Maria R. Gunnars- dóttir og Jóna Helgadóttir, sem áöur var endurskoð- andi kvennadeildarinnar. Á siðasta ári varð kvcnnadeildin 50 ára og var þá ýmislegt gert til að minnast afmælisins, t.d. var gefið út kynningarrit, gerður fallegur postulínsplatti og haldið veglegt hóf aö hótel Sögu aö kvöldi afmælis- dagsins. Hlutavelta var haldin sl. haust og tókst með ágætum og útibasar á Lækjartorgi í desember og gekk hann mjög vel. Fundir hafa verið nokkuð vel sóttir. Nýlega var merkjasala og gekk hún ágætlega. Eins og allir vita vinna slysavarnakonur að þess- um fjársöfnunum til styrktar SVFÍ og björgunar- deildum þess. Þetta er óhemju mikið starf og lendir því miöur á herðum alltof fárra kvenna sem af fórn- fýsi og kærleika gefa sinar fristundir til starfsins en þetta gefur líka mikla gleöi i aöra hönd. Allir landsmcnn sjá hvcrsu mikils virði starfsemi SVFÍ og allra deilda þess er; oft er kallað út til leitar að týndu fólki og vegna sjóslysa og annarra slysa. Og björgunardeildir þurfa mikinn og dýran búnað. Kvennadeild SVFÍ í Reykjavík mun áfram eins og hingaö til vinna ötullega aö fjársöfnun þeim til styrktar. Kvd. SVFÍ þakkar öllum sem í áraraðir hafa hjálpað henni með ýmsu móti, svo sem merkja- kaupum, gjöfum til hlutaveltu og stutt hana á ýmsan hátt og tekið hlýlega þegar farið hefur verið fram á aðstoð. Afmælisfundur veröur fimmtudaginn 9. apríl nk. í húsi SVFÍ á Grandagarði og hefst kl. 20 stundvíslega. Góður matur, mjög góð skemmtiat- riði. Konur eru beðnar að láta vita í síma 84548 (Svala), 85476 (Þórdís) og síma SVFÍ 27000 á venju- legum skrifstofutíma fyrir 4. eða 6. apríl. Þá verður rætt um skemmtiferð sumarsins, Færeyjaferð. í stjórn Kvennadeildar Slysavarnafélagsins i Reykjavík eru þessar konur: Guðrún S. Guðmunds- dóttir formaður, Salome H. Magnúsdóttir gjaldkeri, María R. Gunnarsdóttir ritari, meðstjórnendur: Þórdis Karelsdóttir, Jóna Helgadóttir, Jóhanna Árnadóttir, Ingibjörg Auöbergsdóttir, Dýrfinna Vitalín, Lilja Sigurðardóttir. 8. Matur á Holti nr. 1104 9. Sól hjá JSB i\f. 2436 10. Plötuúttekt nr. 4079 11. Plötuúttektnr. 2566 12. Plötuúttekt nr. 8389 13. Plötuúttekt nr. 5816 Danssýning Þjóðdansafélags Reykjavíkur Þjóðdansafélag Reykjavíkur efnir til nemendasýn- ingar í Háskólabiói laugardaginn 4. april kl. 14.00. Sýndir veröa dansar frá ýmsum löndum, svo sem Ameríku, Ítalíu, Rússlandi, Ítalíu, Balkanlöndum, íslandi o.fl. 1 sýningunni koma fram um lOOdansar- ar, börn og fullorðnir, undir stjórn Kolfinnu Sigur- vinsdóttur hópar barna og unglinga, undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur hópar úr gömlu dansa nám- skeiði og úr þjóðdansafiokki og undir stjórn Svavars Guðmundssonar hópur úr þjóðdansaflokki. Undir- leikarar á sýningum verða þau María Einarsdóttir, Þorleifur Finnsson og Þorvaldur Björnsson en veru- legur hluti tónlistar er þó fiuttur af tónböndum. Umsjón með búningum hefur Ásta Guðmunds- dóttir. Kynnir verður Guðmundur Guðbrandsson. Þjóðdansafélagið hefur á undanförnum árum komið sér upp verulegu safni af innlendum og er- lendum þjóðbúningum og lagt sérstaka áherzlu á að hafa þá sem upprunalegasta að allri gerð. Sýningar félagsins eru byggðar á þjóðlegri tónlist, skrautleg- um búningum og dansi, sem að sjálfsögðu takmark- ast af því hve nemendur eru mislangt komnir í dansins list. Vart mun fyrirfinnast i heiminum þjóð- dansafélag sem hefur gert jafnmikið að þvi að færa upp erlenda dansa og Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Flestir þjóödansahópar erlendis sýna nær eingöngu dansa sins heimalands. Gull og silfur 10 ára Föstudaginn 3. april á skartgripafyrirtækið Gull & Silfur h/f 10 ára afmæli. Fyrirtækið hóf starfsemi sína að Laugav., 35 hér í borg og starfar þar enn. Með árunum hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt og vinsældir þess aukizt. í upphafi var rekin verzlun og verkstæði á sama stað en á fimm ára afmælinu var' verzlunin stækkuð og verkstæðið flutt að Lauga- vegi 33a, þar sem það er nú til húsa. Jafnhliða verzlun og verkstæði hefur Gull & Silfur rekið heild- verzlun síðan 1973, aðallega fiutt inn vörur sem tilheyra gull- og silfuriðnaðinum og hefur m.a. umboö fyrir Svissn?ska gullbankann hér á landi. í upphafi voru starfsmenn aðeins tveir, en með auknum umsvifum eru starfsmenn þess átta í dag. Gull & Silfur h/f hefur lagt mikla áherzlu á sölu demanta á undanförnum árum og hafa starfsmenn þess aflað sér sérþekkingar erlendis í því sambandi. I tilefni afmælisins gefur fyrirtækið 10% afslátt til viðskiptavina sinna og að auki verður i gangi örlítið afmælishappdrætti sem viðskiptavin- irnir geta tekið þátt i og verður dregið í því á hádegi laugardaginn 4. apríl og þá vinningshafa tilkynnt heppnin. Vinningurinn er 14 karata hvítagulls- hringur með perlu og demöntum aö verömæti um 4.000 nýkrónur. Myndin er af starfsfólki og eigendum. Nýr skólastjóri Bœnda- skólans að Hólum Landbúnaðarráðherra skipaði sl. föstudag Jón Bjarnason frá Bjarnarhöfn skólastjóra Bændaskól- ans að Hólum i Hjaltadal. Jón er stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1967 og kandidatsprófi frá Landbúnaðarháskólanum i Ási i Noregi 1970. Jón starfaði sem kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1970—1974. Hann hefur jafnframt rekið búskap i Bjarnarhöfn i Helgafellssveit frá 1970. Jón hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagssamtök bænda og heimabyggð sina, Helgafellssveit, þar sem hann er oddviti. Jón er giftur Ingibjörgu Sólveigu Kolka Bergsteinsdóttur og eiga þau 4 börn. Grohe-skákmót í Borgarnesi Sunnudaginn 5. apríl nk. gengst skákdeild Umf. Skallagríms í Borgarnesi fyrir skákmóti í Hótel Borgarnesi. Mótið hefst kl. 13 og verða tefldar 15 mínútna skákir, ellefu umferðir eftir Monradkerfi. Vegleg verðlaun, sem Þýzk-íslenzka verzlunarfélagið gefur, eru i boði og þátttaka er öllum heimil. Þátt- tökugjald er kr. 30. Skákstjóri verður Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Vestur- landi. Jónas Þorvaldsson skákmeistari mun tefla fjöl- tefli við þá þátttakendur í mótinu sem mæta kl. 10 f.h. á mótsstaö. Vegna tímaskorts getur þó þurft að takmarka fjölda þeirra. Vegna óvissu um þátttöku er mjög æskilegt að væntanlegir þátttakendur taki meö sér töfl og klukk- ur. Opið hús Laugardaginn 4. apríl verður opið hús fyrir þroska- hefta í Þróttheimum við Sæviðarsund (Félagsmið- stöð Æskulýðsráðs) kl. 15—18. Veitingar eru gos, is og sælgæti og allt á vægu verði. Skemmtanir þessar hafa verið vel sóttar í vetur og hafa allir skemmt sér hið bezta. Hlaðborð fyrir alla hjá Fáki Fákskonur efna til kaffihlaðborðs laugardaginn 4. apríl nk. í félagsheimili Fáks við Bústaðaveg. Að venju verða miklar kræsingar. Allir eru velkomnir, jafnt hestamenn sem aðrir samborgarar. Veitingarn- ar hefjast kl. 15. Tilgangur kvennadeildar Fáks með kaffihlað- borðinu auk þess að gleðja samborgarana er að safna til verðugs verkefnis. Engu að síöur munu gestir sannfærast um að verðinu er mjög í hóf stillt. Ný dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum Kjallarakvöldin svonefndu í Þjóðleikhúskjallaran- um á föstudags- og laugardagskvöldum hafa mælzt mjög vel fyrir og þótt góð upplyfting i vetrarskamm- deginu. Nú er orðin völ á nýjum réttum í þessari ábót sem matargestir fá því ein ný skemmtidagskrá hefur leyst aðra af hólmi og byggist hún eins og hinar dagskrárnar á stuttum gamanatriðum úr ýms- um áttum. Þar koma fram Þóra Friöriksdóttir, Gísli Alfreðsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Sigurður Sigurjónsson ásamt Carl Billich. Þá kemur íslenski dansflokkurinn einnig fram með létt dansatriði. Það er Sigríður Þorvaldsdóttir sem hefur umsjón með þessum lið I starfsemi Þjóðleikhússins. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 65 — 2. APRÍL1981 Ferðamanna gjaldoyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 6,518 6,536 7,190 1 Sterfingspund 14,579 14,619 16,081 1 Kanadadollar 5,514 5,529 6,082 1 Dönsk króna 0,9874 0,9901 1,0891 1 Norsk króna 1,2131 1,2165 1,3382 1 Saansk króna 1,4215 1,4254 1,5679 1 Finnsktmark 1,6064 1,6099 1,7709 1 Franskur franki 1,3173 1,3209 1,4530 1 Balg. franki 0,1897 0,1902 0,2092 1 Svissn. franki 3,4072 3,4166 3,7583 1 Hollenzk florina 2,8053 2,8130 3,0943 t^V.-þýzkt mark 3,1098 3,1184 3,4302 1 Itöisk l(ra 0,00623 0,00625 0,00688 1 Austurr. Sch. 0,4394 0,4406 0,4847 1 Portug. Escudo 0,1151 0,1154 0,1269 1 Spánskur pesetj 0,0766 0,0768 0.0845 1 Japansktyen 0,03066 0,03074 0,03381 1 írsktDund 11,333 11,364 12,500 SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,0042 8,0263 * Breyting frá siðustu skráningu. Sfensvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.