Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. Utvarp 31 D Sjónvarp MaOurinn sem missti minniO reynir aO fá vísbendingar um fortíö sína hjá veitingamanni. MÁNUDAGUR — sjónvarp kl. 22,30: Vaknar einn morgun á bekk við götu í París — hef ur ekki minnstu hugmynd um fortíð sína Kvikmynd sjónvarpsins í kvöld er að þessu sinni frönsk og nefnist hún Mánudagur. Hún fjallar um mann nokkurn sem verður fyrir þeirri óþægi- legu lífsreynsiu að missa minnið. Hann vaknar mánudagsmorgun einn á bekk við götu í Paris en hefur ekki minnstu hugmynd um hvernig hann komst þangað né hver hann sé í raun. Hann hefur gleymt allri sinni fortíð. Hann á ekki annarra kosta völ en að fara að grafast fyrir um fortíð sína og það eina sem hann hefur til að styðjast við eru fötin sem hann er í og þeir hlutir sem eru í vösum hans. Maðurinn heldur af stað til að spyrj- ast fyrir um sjálfan sig og i fyrstu virðist sem leit hans að sjálfum sér sé vonlaus. Hann fer á staði þar sem hann heldur að hugsanlega væri hægt að fá einhverjar vísbendingar um hver hann sé. Þeir sem hann talar við eiga eðlilega bágt með að skilja þær spurningar sem maðurinn setur fram og bregðast því misjafnlega við. Aðalhlutverk eru í höndum Bernhard Le Coq, Francoise Dornet og Pierre Etaix en leikstjóri er Edmond Sechan. - KMU Bítlarnir flytja She Loves You og Twlst and Shout. SKONROK(K) - sjónvarp kl. 21,20: Blanda af nýjum og gömlum lögum Skonrok(k)ið í kvöld er blanda af gömlum og nýjum lögum sem bæði vel þekktir og lítt þekktir tónlistar- menn flytja. Helmingur laganna er frá árunum í kringum 1965. Bítlarnir syngja tvö af sínum vinsælustu lögum, She Loves You og Twist and Shout. Animals syngja sitt heimsfræga lag House of the Rising Sun og félagarnir Peter og Gordon sem voru í sviðsljósinu ’64— ’65 flytjaeitt lag. James Taylor flytur ásamt J.D. Souther lagið Her Town Too en það er á hraðri leið upp bandaríska vin- sældalistann. Við heyrum Sailor flytja lagið Range on the Titanic og enska hljómsveitin Lover Boy sem nýkomin er fram á sjónarsviðið, sýnir getu sína. Auk þeirra sem búið er að telja upp koma nokkrir minna þekktir tón- listarmenn fram, Honeycops, Duran Duran og Randy Meisner. - KMU SÍÐDEGISTÓNLEIKAR - útvarp kl. 16,20: leikur fingrameiðsla. John Williams hefur ekki eingöngu haldið sig við klassíkina. Árið 1979 stofnaði hann rokkhljómsveitina Sky og er hún nýbúin að senda frá sér sína þriðju hljómplötu. Hann hefur einnig komið nálægt jazzinum því hann hefur leikið inn á hljómplötu með jazzsöngkonunni Cleo Lane. Sjálfsagt muna flestir eftir titillag- inu úr Deer Hunter en það var ein- mitt John Williams sem lék það. -KMU John Williams og nokkrir félagar úr Fíladelfíuhljómsveitinni leika á siðdegistónleikum útvarpsins í dag Concierto de Aranjez fyrir gítar og hljómsveit eftir Joaquin Rodrigo. Stjórnandi er Eugene Ormandy. John Williams er af mörgum talinn fremstur klassískra gítarleikara í heiminum í dag. Árið 1974 kom hann hingað og lék á lisahátíð fyrir troð- fullu Háskólabíói. Hann átti einnig aö leika á listahátíð 1976 en þá for- fallaðist hann á síðustu stundu vegna John Williams. VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sala — Skiptí Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR OPIÐ Á LAUGARDÖGUM Söluskrá okkur verður í Dagblaðinu á morgun KJÖREIGN SF. ARMÚLA21 SÍMAR 85988 85009 DAN V.S. WIIUM LÖGFRÆÐINGUR BILTOLVUR BILTÖLVUR Nýr valkostur í orkusparnaöi ! Hreyflshúsinu VG rensásveg S:82980

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.