Dagblaðið - 03.04.1981, Side 9

Dagblaðið - 03.04.1981, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. 9 Erlent Erlent Erlent Erlent Bandaríkjamenn áhyggjuf ullir vegna heræf ínga við Pólland: Aukid hemaðarbrölt á landamærum Póllands Caspar Weinberger varnarmilaráfl- herra. — Aðstoðarf orsætisráöherra Póllands er kominn til Bandaríkjanna. — Pólska stjórnin segir óhugsandi að hún geti gengið lengra ítilslökunum við verkamenn. — Pólverjar fá mikil matvæli frá Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn hefur látifl i Ijós auknar áhyggjur vegna hugsanlegrar innrásar Sovétmanna i Pólland eftir að henni hafa borizt nýjar leynilegar upplýsingar um aukið hernaðarbrölt Sovétmanna á landamærum Póllands. Varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, Caspar Weinberger, sagði í gær að Sovétmenn hefðu síðustu tvo daga bætt aðstöðu sína til inn- rásar. „Ástandið hefur versnað,” sagði Weinberger þingnefnd um æfingar Varsjárbandalagsherjanna við Pól- land. Bandarískir embættismenn sögðust hafa fengið leynilegar upp- lýsingar sem sýndu nýjan þátt undir- búnings Sovétríkjanna. Ekki var skýrt frekar hvað við væri átt. Skiptar skoðanir voru þó innan bandaríska utanríkisráðuneytisins um hvaða þýðingu þetta hefði og einn af embættismönnum ráðuneytis- ins sagðist ekki trúaður á að Sovét- menn hefðu tekið ákvörðun um inn- rás. Upplýsingar þessar komu á sama tíma og aðstoðarforsætisráðherra Póllands, Mieczyzlaw Jagielski, er staddur í Bandaríkjunum. Hann átti viðræður við George Bush, varafor- seta Bandaríkjanna, sem tilkynnti eftir fund þeirra að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að aðstoða Pólverja vegna matvælaskortsins í landinu. Sagði hann að Pólverjar fengju keyptar umframbirgðir af þurrmjólk og smjöri á lágu verði. Utanríkis- ráðuneytið sagði að hér væri um að ræða matvæli að andvirði 70 milljón dollar og fengju Pólverjar að greiða með verðlausum gjaldmiðli sínum. Frá London bárust á sama tíma þær fréttir að Pólverjar væru að ná samkomulagi við ýmsar vestrænar lánastofnanir um að frestað yrði greiðslu á erfiðustu skuldum landsins í þrjá mánuði. George Bush sagði að loknum fundinum með Jagielski, að stefna Bandaríkjanna væri sú að blanda sér ekki í innanríkismál Póilands. Hann kvaðst vona að Sovétmenn fylgdu sömu stefnu. í gærkvöldi sagði annar aðstoðar- forsætisráðherra Póllands, Miec- zyslaw Raokowski, í sjónvarpsviðtali i New York að stjórnin í Varsjá gæti ekki veitt óháðu verkalýðsfélögunum frekari tilslakanir. Hann sagði að það mætti ekki gerast að róttæklingar næðu völdum í Einingu því það gæti hreinlega leitt til hruns pólska ríkis- ins. Ótti Bandarikjamanna við að Sovétmenn ráðist inn í Pólland hefur vaxiðá ný. Ronald Reagan. James Brady. Thailand: Byltingartil- raun út um þúfur Prem Tinsulanonda, forsætis- ráðherra Thailands, sendi her- sveitir stjórnarinnar inn í höfuð- borg landsins í gær og ríkisút- varpið sagði að stjórnarherinn hefði nú fulla stjórn á borginni og byltingartilraunin hefði farið út um þúfur. Útvarpið hvatti byltingarher- sveitirnar, sem eru undir stjórn Sant Chitpatima hershöfðingja, til að leggja niður vopn. Vanir rafsudumenn og menn til logskurðar óskast J. Hinriksson hf. Súöarvogi 4. — Símar 84677og84380. „Frábær fram- för” Reagans vinsældir forsetans hafa vaxið mjög Heilsa Reagans Bandaríkjaforseta fer nú dagbatnandi eftir skotárásina sem hann varð fyrir á mánudag og segja læknar að hinn sjötíu ára gamli forseti taki „frábærri framför”. Reagan vann í gær ýmis stjórnunar- störf þar sem hann liggur á sjúkrahúsi George Washington háskólans. James Brady, blaðafulltrúi forsetans, sem skotinn var í höfuðið, er einnig sagður á batavegi. Tilræðismaðurinn John Hinckley var eftir fyrstu geðrannsókn úrskurðaður hæfur til að koma fyrir rétt en hann mun gangast undir frekari geðrannsóknir. Hinckley, sem sagður er hafa gert morðtilraunina í örvæntingarfullri til- raun til að vinnahylli kvikmyndastjörn- unnar Jodie Foster, mun sitja í fangelsi í allt að þrjá mánuði meðan geðlæknar reyna að kanna geðrænt ástand hans á þeirri stundu sem hann skaut á forset- ann og þá sem með honum voru. Full- víst þykir nú að Hinckley hafi ætlað að vinna leikkonuna Foster á sitt band með því að skjóta forsetann. I íbúð hans fannst bréf sem hann hafði ritað til hennar þar sem hann sagðist ef til vill mundu devja í tilraun til að „ná Reagan”. Talið er að Hinckley hafi verið undir áhrifum frá kvikmyndinni Taxi Driver þar sem Foster lék annað aðalhlutverkið. Fjármálaráðherrann Donald Regan sagði í gær að mistök hefðu átt sér stað er leyniþjónustan var ekki látin vita af þvi að Hinckley hafi verið handtekinn með þrjár skammbyssur í Nashville í Tennessee í októbermánuði síðastliðn- um, sama dag og Carter forseti var staddur þar. Hann sagði einnig að forsetinn hefði átt að vera í skotheldu vesti á mánudag en hann hefði alltaf klæðzt því þegar lífverðir hans hefðu ráðlagt það. Skoðanakannanir sýna að vinsældir Reagans hafa vaxið mjög eftir tilræðið við hann. PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR SEM FYRST ÓDÝR EINANGRUN Hin vinsæia 6 ' og 3 1/2" glerullareinangrun m/ái- pappa komin aftur W- HÚSEINANGRUN Sound Control Batts AUDBREKKU 44-46. SÍMI 45810. (Ekið inn frá Nýbýlavegi).

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.