Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981.. Walas við háskólann í Bergen í greinargerð sem þau hafa sent biskupum landsins. Trúarbragða- fræðingarnir fyrrgreindu segjast vita um milli 170 og 180 tilfelli þar sem um hefur verið að ræða „brottrekst- ,ur illra anda” á allra síðustu árum. í ýtarlegri greinargerð sem send verður biskupafundinum í Utstein klaustri við Stavanger sem haldinn verður nú í byrjun mánaðarins er að finna miklar upplýsingar sem þre- menningarnir fyrrnefndu hafa safnað varðandi framkvæmd „brottrekst- ursins”. „Illir andar og brottrekstur þeirra” var meginefnið á þriggja daga seminari háskólans í Bergen í síðustu viku. Troðfullt hús var jafnan á fyrirlestrum þeim sem fluttir voru á seminarinu. Að sögn trúarbragðafræðinganna hefur það einkum verið félagsskapur- inn „Ungdom í Oppdrag” (Ungt fólk með hlutverk), kristilegt skólafélag og ýmsir fríkirkjuhópar sem stundað hafa þessa iðju svo og hreyfingar sem kenna sig við náðargáfur, svokallað- ar karismatískar hreyfingar. Við athöfnina notar presturinn Jesúnafnið mjög mikið ásamt með hrópum og köllum. Játningar þess sem álitinn er haldinn illum aiida eru taldar mikilvægur liður í athöfninni. Þannig er algengt að hann beri fram játningu í sífellu meðan á brottrekstr- inum stendur, til dæmis: „Já, ég er haldinn illum anda. Frelsaðu mig Jesú,” o.s.frv. í einstaka tilfellum fara fram ákveðnar athafnir í sambandi við brottreksturinn sem eiga að greiða fyrir honum. Auðvitað treysti ég þeim álíka var- lega og Haukur sínum — sum eru bandarísk, önnur bresk, enn önnur sænsk, fáein kínversk og nokkur frá t.d. ELFP í Eritreu. Yfirlit mitt er því heimabökuð grýlukaka — en Haukur segir einmitt að mat vondra manna á hernaðarmætti og ætlunum Sovét- manna sé uppspuni, enda eins víst að a-þýskir andófsmenn, afganskir skæruliðar, þreyttir Eritreumenn og kínverskir generálar séu á mála hjá Pentagon. Dálítill fyrirvari Ég vil benda mönnum á að hafa einkum tvennt í huga þegar rætt er um hernaðarmátt: staðsetningu heraflans og gæði hans. Og beiting herafla ræðst mest af efnahagslegum og pólitískum þáttum, því má ekki gleyma. í grein sinni sýnir Haukur hvernig Bandaríkin / NATO / Kína um- kringja Sovétríkin og austurblokk- ina. Hann ber saman mannafla og hann segir hertækni Sovétmanna, litla. Listinn hér meðfylgjandi á að sýna staðsetningu og samþjöppun Varsjárbandalagsherja. Einkennin eru heist tvö. Heraflinn myndar fáeina yfirburðafleyga og hann er staðsettur við alla hernaðarlega mikilvægustu staðina á norður- hvelinu. Baráttuhæfni Varsjárherjanna er í raun meiri en Haukur gefur í skyn. Tölvutækni þeirra hefur stórbatnað, m.a. með aðstoð vestrænna auð- hringa. Ný herskip Sovétmanna, s.s. kjarnorkuskipið Kiroff, flugvéla- móðurskip á borð við Kíef, 40 þús. tonna djúpkafbátur og Kresta-eld- flaugaskipin eru öflugri vopn en til eru „hinum megin”. Þá má nefna að Varsjárliðið er að stórum hluta til- búið, toppþjálfað og staðbundið lið en NATO-liðið (álíka mannmargt, skv. Hauki) er að minnihluta þannig. Kinverja er ekki hægt að telja með samtímis vegna þess að þeirra lið er að mestu fátæklegt en mannmargt heimavarnalið og hinn eiginlegi her Þar getur til dæmis verið um að ræða hreinsunarsiði og ýmiss konar helgisiðaform eða að kveikja á tylgis- kertum. Handayfirlagning er snar þáttur I athöfninni, heitstrengingar koma þrásinnis við sögu og stöku sinnum kynferðislegar athafnir og valdbeit- ingar sem stöku sinnum hafa leitt til líkamlegra áverka að sögn trúar- bragðafræðinganna þriggja sem rannsakað hafa þessa hluti. Þremenningarnir segja það einnig athyglisvert að í fiestum tilfellum eru það nær eingöngu karlmenn sem framkvæma „brottreksturinn” og að það séu oftast konur á aldrinum 16— 25 ára sem séu haldnar hinum illa anda. Trúarbragðafræðingarnir vekja einnig athygli á að oft verði mjög náið samband á milli þess sem rekur andann út og þess sem hefur verið haldinn honum. Jafnframt benda þeir á að athöfnin hafi oft í för með sér mikla andlega erfiðleika þess sem sagður er hafa verið haldinn illum anda. Þannig hafi „brottreksturinn” og hreinsunarsið- irnir þrásinnis leitt til þess að við- komandi hafi hafnað á geðsjúkrahúsi til langrar dvalar. Trúarbragðafræðingarnir þrír, sem sýnilega eru ekki yfir sig hrifnir af því sem þeir hafa komizt að í sam- bandi við þessa iðju ýmissa trúar- hópa í Noregi, segjast gjarnan vilja koma á fund biskupanna og greina þeim munnlega og ýtarlega frá því sem þeir hafa kynnzt. Sumir biskupanna hafa látið í ljós efasemdir um að brottrekstur illra anda sé jafn algengt fyrirbæri í norsku trúarlifi og fjölmiðlar þar í landi hafa haldið fram að undan- förnu. Norskir fjölmiðlar skýrðu nýverið frá alvarlegum afleiðingum sem urðu af tilraun nokkurra manna til að reka út illan anda. Það atvik átti sér raunar stað í Bandaríkjunum. Þar tók andinn sér bústað í einum þeirra er tók þátt í athöfninni með þeim af- leiðingum að hann myrti vin sinn. Verjandi morðingjans heldur því blá- kalt fram að skjólstæðingur hans hafi verið á valdi djöfulsins er hann framdi morðið og beri að skrifa það á reikning hans. Frá því máli var greint í erlendri grein í Dagblaðinu síðast- liðinn miðvikudag. allt að 20 árum á eftir tímanum — hvað sem hugsanlegri samvinnu milli Kína og NATO kann að líða. Þá vil ég minna á að nýjustu (og mörgu) MiG-orrustuvélar og Tu-árásarvélar Sovétmanna standa NATO-vélum fyllilega á sporði og nýrri skriðdreka- tegundir og FROG/SS-eldfláugar þeirra ekki síður. Loks má ekki gleyma því að Varsjárbandalagið á sér afar eindregna bandamenn „í hring óvinarins” — t.d. aðalherveldi SA-Asíu, Víetnam, auk Kúbu, Lýbíu og Sýrlands. Ályktanir? Ekki veit ég hvaða ályktanir les- endur Þjóðviljans draga af saman- burði greina okkar Hauks. Ég vil gera mikið úr herstyrk Sovétríkjanna og ógnun þeirra við heimsfriðinn — jafnvel þótt það kosti svo voðalegan prís að verða 30% sammála íhaldinu — sem er jú bannað i pólitik eins og allir vita. Þessi afstaða mín og and- staða við NATO ráða svo stefnu- mótun minni í íslenskum öryggis- málum. Ari T. Guömundsson. Kjallarinn AriT. Guðmundsson Trúarbragðafræðingarnir Elisabeth Walas, Daniel Apollon og Eva Lundgren leggja fram skýrslu um 170—180 tilfelli þar sem brottrekstur illra anda hefur átt sér stað í Noregi á siðastliðnum 5—6 árum. Drög að yfirliti yfir hernaðarumsvif og hernaðartengsl Sovétríkjanna 1. A-Þýskaland, Pólland.Tékkóslóv- akía, Ungverjaland og Búlgaría með yfir 300 þús. sovéskum her- mönnum, skriðdrekum stórskota- liöi, flugvélum og „taktískum” kjarnasprengjum. 2. Murmansk-Kolasvæöið: þar eru m.a. 50 kjarnorkuvopnaðir kaf- bátar, um 60 beitiskip, tundur- spillar og freigátur, um lOOvenju- legir kafbátar, 16 landgönguskip, 1 flugmóðurskip, 2—300 árásar- vélar, 20—30 eldflaugastöðvar, m.a. meö skammdrægum kjarna- vopnum, 3 viðbúin herfylki og um 400 skriðdrekar (1979). 3. 3. stórir flotar eru bundnir við Eystrasalt, Svárta- og Miðjarðar- haf og Vladivostok / Petropavl- ovsk — 20—30 skip í hverjum. 4. Sovétmenn hafa öflugar herstöðvar í Mongóliu, utan eigin landamæra. 5. Nýlegar herstöðvar á Kúrileyjum, norðan Japans, flug- og flotastöð með um 15.000 manns. 6. Flotastöðvar í Víetnam, stöðugt kafbátabelti í Malakka- og Sundasundi. Indlandshafsflotinn er 20—30skipa. 7. í hinu hernumda Afganistan eru 80—100 þús. menn og öflugar herstöðvar. 8. Náin hernaðarsamvinna er við Víetnam, sem hefur hernumið Kampútseu og hersitur Laos með yfir 50 þús. manna liði. 9. Nýjar flotastöðvar i S-Jemen (Aden), á Socotra-eyju, á Dalahk- eyjum undan Eritreu og á Perim- eyju mitt I Bab-el-Mandeb sundi, sem er innsiglingin í Rauðahaf og að Suez-skurði. 10. Bein hernaðarátök, herstöðvar, ráðgjafar eða hermenn í: Eþíopíu / Eritreu, Lýbíu og Chad, Angóla, Mósambík í Afríku. 11. Fregnir um herstöðvar á Scychell eyjum austan Afríku. 12. Nýr og mjög mikilvægur hern- aðarsamningut við Sýrland (i stað Egvptalands). 13. Bein afskipti og not af Kúbuher, sem er mjög öflugur. Listinn er ekki tæmandi. Af honum má ráða að samþjöppun liðs beinist að: Siglingaleið milli Ind- lands- og Kyrrahafs, Persaflóa og siglingaleiðum um Rauðahaf og Súez-skurð, botni Miðjarðarhafs og austurlandamærum Evrópuríkja, Eystrasalti / Noröursjó og loks að GIUK-hliöinu milli Grænlands og Bretlands. Tafla sem sýnir áætlaðan herstyrk risaveldanna 1979 /1980 Bandarikin Bandar. og NATO* Sovétríkin Sovétr. og Varsjárb. Heildarfjöldi kjarnaspr. 9200 9582 6000 6000 Langdrægar ICBM-flaugar 1056 1056 1398 1398 Meðaldr. IRBM/MRBM 18 18 600 600 Kafbátaflaugar SLBM 660 1020 1015 1015 Heildarmannafli 2050.000 6700.000 4400.000 7100.000 Tilbúin herfylki (misstór) 95 159 Varalið með stuttum fyrirvara (herfylki) 8 73 Skriðdrekar um 15 þús. 27000 40000 65000 Þungar sprengjuvélar 349 5-600 156 156 Ýmsar árásarvélar 3800 8760 — 8700 Flugmóðurskip 13 30 4 4 Beitiskip 30 37 Tundursp./freigátur — 164 — 76 Kjarnorkuvopnaðir kafb. 41 50 87 87 Aðrir kafbátar 39 — 140 — Stórskotaliðsvopn — 22400 — 34000 Aðalheimild: IISS og Center for Defence Information Washington / London. (m.a. i Newsweek okt. 1980) * Frakkland meðtalið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.