Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 1
7 7. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981 — 79. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11,—AÐALSÍMI 27022. Yfírheyrðurnakinn á trébekk ogreyttíhann einogein spjörá meðan: Dómsmálaráðuneytið bið- ur um skýringar frá RLR - vegna fréttar Helgarpóstsins - „Dæmigerður kjaftaskur,” segir rannsóknarlögreglustjóri ríkisins „Ætli þetta sé ekki týpískur kjaftaskur. Það er mikil reisn yfir kjaftaski íslands. Meira hef ég ekki um þetta mál að segja,” sagði Hall- varður Einvarðsson rannsóknar- lögreglustjóri er blaðamaður DB innti hann álits á frétt Helgarpóstsins um aðferðir í yfirheyrslu hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. í frétt Helgarpóstsins segir að við rannsókn frímerkjamálsins svonefnda hafi rannsóknarlögreglan beitt mann einn, qr talinn var tengjast málinu, miklu harðræði við yfir- heyrslu. Hafi manninum verið haldið linnulaust í yfirheyrslu i 13 klukku- stundir þótt ekki megi halda mönn- um lengur í yfirheyrslu en 6 klst. í einu. Einnig hafi maðurinn verið ber- háttaður við yfirheyrslu og skipað í sturtu. Hann hafi síðan verið settur allsnakinn á trébekk og yfirheyrslum haldið áfram yfir honum og reytt í hann ein og ein spjör. Að sögn Helgarpóstsins mun maðurinn hafa fengið bæði snert af hjarta- og tauga- áfalli og þurft að fara inn á sjúkrahús fáeinadagaáeftir. DB hafði í morgun samband við þann mann sem þarna á að hafa átt hlut að máli en hann kvaðst alls ekki vilja ræða málið. Að sögn Helgar- póstsins vill maðurinn ekki gera meðferðina sem hann sætti að fjöl- miðlamáli en hann hefur í hyggju að rekja það á öðrum vettvangi. Hjalti Sóphóníasson hjá dóms- málaráðuneytinu sagði í samtali við DB í morgun að ráðuneytið hefði af þessu tilefni beðið um skýrslu frá RLR. Hann sagðist þó fyrirfram þeirrar skoðunar að þetta væri alveg rakalaust og spurning væri hversu langt ætti að ganga í að elta ólar við fleipur blaðanna. „En við ætlum að sjá, hvort einhver fótur er fyrir þessu,” sagði Hjalti. Stundakennararí Háskólanum búasttil langvarandi átaka: Verkfalls- vakt, verk- fallssjoður — allsherjarverkfall stúdenta á þridjudaginn Kjaradeila stundakennara i Há- skólanum og ríkisvaldsins harönar stöðugt og er engan bilbug að sjá á aðilum. í dag tekur til starfa verk- fallsvakt kennaranna í Félagsstofn- un, simi 28699. Og í gær stofnuðu þeir verkfallssjóð til að safna aurum til hinna mögru daga sem framundan eru, dragist verkfallið á langinn. Stundakennarar eiga ekki aðgang að öðrum verkfallssjóðum af neinu tagi. Ólafur Jónsson, samningamaður stundakennara, sagðist í morg- un vonast til að ráðamenn í fjár- mála- og menntamálaráðuneytum færu að „gera upp við sig hvort þeir vilja semja. Við gerum þá sjálfsögöu kröfu að þeir viðurkenni rétt samtaka okkar til að semja um kjör stunda- kennara.” Starfsemi t Háskólanum er með minnsta móti, enda annast stunda- kennarar yfir 50% kennslunnar. Stúdentar í mörgum deildarfélögum hafa lýst fullum stuðningi við baráttu þeirra. Búizt er við að stúdentar boði allsherjarverkfatl á þriöjudaginn og stúdentar í íslenzku, bókmennta- fræði, málvísindum og dönsku í heimspekideild hafa samþykkt að mæta ekki til kennslu hjá fastráðnum kennurum fyrr en ríkið hefur samið við stundakennarana. Itrekað var í morgun reynt að ná sambandi við Þorstein Geirsson í fjármálaráðuneytinuog Þröst Ólafs - son, aðstoðarmann fjármálaráð- herra, aðaltalsmenn ríkisins i málinu — en árangurslaust. í kvöld þrefa Þröstur og Ólafur Jónsson um stundakcnnarakröfurnar í Frétta- spcgli sjónvarps. - ARH Aukið hemadar- bröltálanda- mærum Póllands — sjá erlendar fréttir á bls. 8-9 Regnhlífin er þarfaþing helgarinnar íbúar við sunnan- og vestanvert landið verða að klæðast rigningar- galla um helgina ætli þeir sér út fyrir hússins dyr án þess að blotna. Veður- stofan spáir að hvassir vindar úr suðri til vesturs leiki um landið um helgina og að því fylgi slydda eða rigning á suðvestanverðu landinu. íbúar Norður- og Austurlands geta hins vegar gert sér vonir um skárra veður. Þar verður að mestu þurrt og ekki eins hvasst. Landsmönnum til huggunar skal þess getið að hiti verður á bilinu 4—7 stig og reyndar verður bærilegasta veður suðvestan- lands inn á milli. En er annars nokkur ástæða til að kvarta undan rigningu? Hún skolar óhreinu göt- urnar og virkjunarlónum á hálendi kvað ekki veita af smávætu. - KMU / DB-mynd Einar Ólason. BMEBUWB Helgardagbók: Útvarps- og sjónvarps- dagskránæstuviku La Bohéme frumsýnd íÞjóóleikhúsinu Menningarvaka í Hafnarfiröi Bók vikunnar: Gíslarí 444daga Hljómplata vikunnar: LögJóns Múla Árnasonar Aukþess: Messurumhelgina Málverkasýningar íþróttír Skemmtistaöir Matsölustaöir — ogmargtfleira — sjá Helgardagbók DBábls.13,14,15, 16,17,18,19, og 20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.