Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Sovézkir iðnaðarnjósnarar af hjúpaðir íNoregi: SOVÉZKUM SENDI- RÁÐSMÖNNUM VAR VÍSAÐ ÚR LANDI Frá Sigurjóni Jóhannssyni, frétta- ritara DB í Ósló: í gær ákvað norska utanríkisráðu- neytið að vísa þrem sovézkum sendi- ráðsstarfsmönnum úr landi og munu þeir aldrei framar fá landvistarleyfi í Noregi. Starfsmennirnir þrír voru i viðskipta- deild sendiráðsins og hafa reyndar tveir þeirra þegar yfirgefið landið. Upplýs- ingar sem hafa verið gefnar um starfs- mennina þrjá eru enn af skornum skammti en talið er að þeir hafi stundað iðnaðarnjósnir. Rannsóknar- lögreglan norska gaf Knut Frydenlund utanríkisráðherra skýrslu um þessi mál áður en hann fór til Moskvu í desember sl. Þeir tveir sem þegar þafa yfirgefið landið, heita G. G. Petrov (kom til Noregs 1977 og fór í apríl í fyrra) og E. S. Mirinenko (kom í janúar 1977 og fór í september sl.). Þriðji maðurinn heitir C. A. Besedin. Sovézki sendiherrann hér heitir Juri Kiritsjenko og var hann sendiherra á íslandi 1973—1975. Reiulf Steen hefur að því er virðist sætt sig við að sitja i skugganum af forsætisráðherranum Gro Harlem Brundtland og hefur hann nú tvívegis vikið fyrir henni, fyrst er hann gaf eftir I. sætið á framboðslista Verkamannaflokksins í Osló og nú er hann lætur henni eftir formannsembættið. REIULFSTEEN VÉK FYRIR GRO Reiulf Steen, formaður norska Verkamannaflokksins, lýsti þvi yfir i upphafi landsþings flokksins, sem hófst i gær, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Fram að því hafði allt stefnt í hörð átök um formanns- embættið á milli Steens og Gro Harlem Brundtland sem er þeirrar skoðunar að sami maður eigi að gegna formanns- embætti og forsætisráðherraembætti. Þes^i tilkynning Steens kom því mjög á óvart því heyrzt hafði að honum hefði þótt nóg að gefa eftir 1. sætið á framboðslista flokksins í Osló þó hann viki ekki einnig úr formanns- embættinu fyrir forsætisráðherranum. Steen lýsti því yfir að það væri and- stætt hans eðli að vilja láta fara fram átök um persónu sína og taldi það einnig óheppilegt fyrir Verkamanna- flokkinn að harður slagur færi fram um formannsembættið. Talið var að Steen og Gro hefðu svipað fylgi innan þingflokksins en skoðanakannanir sýndu að hinn al- menni kjósandi vildi að forsætisráð- herrann yrði formaður flokksins. Eftir síðustu brennivmshækkanir í Svíþjóð kostar þriggja pela viskíflaska þar meira en lítrafiaska fbúð í Danmörku: Svíar næla sér í ódj/rt brennivín handan Eyrarsunds Brennivínsdropinn er dýr á íslandi, að minnsta kosti að mati þeirra sem eiga það til að skunda í ,,Ríkið” og fá sér flösku. Bindindismennirnir telja á hinn bóginn verðið aldrei of hátt og brosa breitt við hverja áfengishækkun. En þeir sem á annað borð kaupa vín hérlendis eiga i fá hús að venda önnur en „Ríkið” til að nálgast varninginn sinn fyrir færri krónur. Stundum þefa menn þó uppi farskip sem koma að landi færandi varninginn heim og telja sig gera góð kaup um borð. Sumir bjarga málinu fyrir horn með bruggun úr geri, sykri og alls kyns efnaglundri. Svíar leysa málið með því að skreppa til Danmerkur og gera stórinn- kaup á áfengi. Þar eru veigarnar mun ódýrari en í heimalandinu. Sænska Dagblaðið Dagens Nyheter greinir svo frá að sala á sterkum vínum, léttum vínum og bjór í áfengisútsölunum í Helsingborg hafi dregizt saman um 20%. Ætla mætti að þessar fréttirværu gleðilegar fyrir stjórnvöld í Svíþjóð og þá sérstaklega bindindishreyfinguna sem glímir linnulaust við Bakkus. En svo einfalt er málið ekki. Það kemur nefnilega í ljós að sölumenn áfengra drykkja í Helsingör Danmerkurmegin Eyrarsunds eru ákaflega lukkulegir með rekstur fyrirtækja sinna. Reikn- igar þeirra sýna hvorki meira né minna en fjórfalda söluaukningu. Og það eru Sviar sem eru ábyrgir fyrir aukning- unni! Þannig lenda ófáar milljónir króna (skattur af áfengissölu) í dtjnskum ríkiskassa sem annars ættu að lenda í sænska ríkiskassanum. Meiri skattheimta en góðu hófi gegnir? Þannig er mál með vexti að Svíar hafa hækkað verð á áfengum drykkj- um mun meira en til dæmis Danir undanfarið. Með aukinni skattheimtu ætla sænsk stjórnvöld að laga dapur- lega stöðu í ríkisfjármálum. Sala hefur dregizt saman að meðaltali um 9% í landinu öllu en samdrátturinn er meiri því nær sem dregur Danmörku og ódýrum drykkjum þar í landi. í hérað- inu Malmöhus sem er næst Danmörku er 12% samdráttur í áfengissölunni en í Helsingborg 20% sem fyrr segir. Helsingborgarar eru fljótir í förum ef þeir skreppa yfir til Helsingör að gera innkaupin, enda aðeins fjórir kíló- metrar á milli. í Danmörku kaupa Sví- arnir til dæmis dýrasta Álaborgaráka- víti fyrir 60 ísl. krónum lægra verð en í búð í Svíþjóð. Lítersflaska af ágætis viskíi, til dæmis Long John, kostar minna en þriggja pela flaska sömu teg- undar í Svíþjóð. Sænskurinn birgir sig ólmur upp af göróttum drykkjum og tekur sömu ferju til baka yfir sundið. 1 Helsingborg voru áður 5 áfengisút- sölur en eru aðeins 3 eftir. Þar eru mun minni viðskipti en áður þekktust. Dan- irnir sjá um það. Sænsk unglingavandamál í Danmörku Blaðamaður Dagens Nyheter heim- sótti áfengiskaupmenn í Helsingborg til að heyra í þeim hljóðið. Þeim bar saman um að Svíar flyttu óhemju magn áfengis inn frá Danmörku, án þess að hægt væri að geta sér til um tölur í þvi sambandi. Þrátt fyrir að tollalögin meini hverjum ferðamanni að taka með sér meira en einn lítra af sterku víni, annan af léttu og sex litra af sterkum bjór þá safnast þegar saman kemur. En allar hliðar þessa máls eru ekki Ijósar gagnvart Dönum. Það hefur nefnilega komið í ljós að hluti af ungl- ingavandamáli Svíþjóðar hefur flutzt yfir til Danmerkur. Minnst þriðji hver unglingur sem lögreglan í Helsingör hefur afskipti af sakir fyllirís og óspekta er sænskur. Verst er ástandið í bænum á föstudagskvöldum og laugar- dögum. Menn hafa hugsað um hvernig reyna megi að ráða bót á vandamálun- um. Ein hugmyndin er sú að banna áfengissölu um borð í ferjunum milli Helsingör og Helsingborg á kvöldin. Einnig hyggjast borgaryfirvöld í Helsingborg auka starfsemi meðal unglinga til að forða þeim frá því að lenda í óreglu. Norska ríkisstjórnin fær um nógað hugsa á næstunni: Verkfall 250 þúsimdmanna er yfirvofandi Frá Sigurjóni Jóhannssyni, frétta- ritara DB í Ósló: Aðfaranótt 1. apríl leit út fyrir að 250 þúsund launþegar innan norska alþýðusambandsins myndu hefja verkfall vegna þess að langvarandi samningaumleitanir eru komnar i strand. Á síðustu stundu kom LO- forystan (LO = norska alþýðusam- bandið) með merkilegt útspil: Við frestum verkfallsaðgerðum og frekari samningaumleitunum þar til ríkis- og bæjarstarfsmenn hafa gengið frá sínum samningum. í fljótu bragði kann þetta að líta út sem skemmtilegt herbragð. Ríkis- og bæjarstarfsmenn hafa gert öllu hærri kröfur um launahækkanir heldur en LO og vinnuveitendasambandið norska stendur illa að vígi ef ríkið verður að gera „óhagstæðari” samninga við sitt starfsfólk. í gær benti Dagbladet á að LO-for- ystan hefði verið i alvarlegri klemmu þar sem landsþing norska Verka- mannaflokksins hófst í gær (2. apríl) og hefur flokkurinn við næga erfið- leika að glíma þó að ekki bætist við verkfall 250 þúsund manna. Þá er landsþing LO eftir mánuð og margt bendir til að LO-forystan vilji hafa frið fram yfir landsþingið áður en lokaslagurinn við vinnuveitendasam- bandið og ríkið hefst. Ýmis verkalýðsfélög virðast lítið hrifin af þessu bragði LO og þetta útspil kom forystumönnum ríkis- og bæjarstarfsmanna í opna skjöldu. Eitt er víst að ríkisstjórnin fær um nóg að hugsa á komandi vikum þar sem yfirlýst markmið hennar er að halda niðri launum og verðbólgu sem mörgum hér finnst vera orðin all- skæð. Aigeng sjón í áfengisútsölum i Helsingör I ferðina hcim til Helsingborgar. Danmörku: Sænskur ferðamaður byrgir sig upp af göróttum drykkjum fyrir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.