Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981. Stuggað harkalega við fimm ára gömlu barni: Virtust ekki gera sér Ijóst hve alvarlegur atburðurinn var —óskandi að yfirmenn þeirra eða einhverjir þeim nákomnir geri þeim það Ijóst svo að slíkt endurtaki sig ekki Gylfi Hallvarðsson (2643-7385) skrif- ar: Þriðjudagskvöldið 21. april klukk- an 21.30 kom yngri drengurinn minn inn úr dyrunum heima hjá sér riðandi á fótunum, blár og þrútinn í framan. Eldri bróðir hans sagði mér að Raddir lesenda Ekki hægt að opna glugga hérí Njarðvíkum — heldur ekki hægt aðfaraút þvíþarer lyktin ennþá sterkari Njarðvíkingur hringdi: Lyktin sem kemur frá bræðslunni í Keflavík er svo vond að það er ekki hægt að opna glugga hér í Njarðvík- um. Ekki er hægt að fara út þvi þar er lyktin ennþá sterkari. Við Njarðvíkingar viljum endilega losna við þessa lykt og beini ég því þeirri áskorun til þeirra sem standa fyrir þessari ólykt að bræða aðeins þegar vindur ber þennan fnyk á haf út. Njarðvikingur er óánægður með lyktlna sem berst frá bræðslunni i Keflavik. DB-mynd Ragnar Th. AKIÐ MEÐ ÖKUUÓSIN Á! — það er ódýrasta og bezta tryggingin Pálina Magnúsdóttir hringdi: Mig langar til að biðja bílstjóra að muna eftir því að hafa kveikt á öku- ljósum bifreiðanna þegar sólin er lágt á lofti. Því þegar sólin er iágt á lofti er hún hættulegri en svarta myrkur. Ég hef oftlega orðið vör við að bíl- ar sem bíða við aðalbraut, aka blind- andi inn á, þetta hefur vitanlega leitt til margra árekstra. Akið með ökuljósin á, það er ódýr- asta og bezta tryggingin. tveir starfsmenn Coca-Cola verk- smiðjunnar væru að afferma bil við sjoppuna að Tindaseli 3 og annar þeirra hefði lagt hendur á drenginn með þeim orðum að hann ætti ekki að flækjast fyrir. Sjálfsagt hefur hann og fleiri verið fyrir, því töluvert var þarna af börnum, og börn eru forvitin og þurfa alltaf að fylgjast með ef eitthvað er um að vera og sér- staklega ef um undradrykkinn kók er að ræða sem gerir mönnum kleift að ná toppnum á sviði hamingju og íþrótta (sjá auglýsingar í sjónvarpi). Börn eru heilaþvegin með hamingju- auglýsingum Coca Cola verksmiðj- unnar og dá og dýrka þennan drykk og eru þar af leiðandi stærs_tu við- skiptavinir þessarar verksmiðju. En í stað þess að ýta drengnum til hliðar, réðist þessi maður af fólsku og fanta- skap á hann, þreif í hálsmálið að aft- anverðu, hífði hann upp og þeytti honum út i loftið. Ég ætlaði með drenginn upp á slysavarðstofu en gat ómögulega fengið hann með mér, og þar sem hann virtist jafna sig nokk- urn veginn á öllu nema skelfingunni við þennan árásarmann, þá hætti ég við það en ákvað þess i stað að fara og tala við manninn. Ég hitti fyrir tvo menn sem voru að afferma Coca Cola bifreið, en ég hefði haft miklu meira upp úr því að skammast við grillið framan á flutningabílnum því vitið virtist allt vera í vöðvum þeirra, sem þeir notuðu til að kasta með Coca Cola kössunum inn í sjoppuna. Þeir viðurkenndu að annar þeirra hefði lagt hendur á drenginn en stögl- uðust sífellt á því að hann hefði verið fyrir og hann hefði ekki mátt vera úti, þar sem komið væri kvöld. En þeim varð svara fátt þegar ég spurði þá hver hefði veitt þeim vald til að dæma um hvaða barn mætti vera úti og hvaða ekki, því þarna var töluvert af börnum og nokkur á sama aldri og sonur minn. En það sem mér fannst grátlegast við þessa menn var það, að þeir virtust ekki gera sér það ljóst hversu alvarlegur atburðurinn var. Likamsárás og það á fimm ára barn er mjög alvarleg og það er ósk- andi að annað hvort yfirmenn þeirra eða einhverjir nákomnir geri þeim það ljóst svo slikt endurtaki sig ekki. Börn geta oft verið ærið galsafengin, en það afsakar þó ekki þá framkomu sem bréfritari 'lýsir. DB-mynd Hörður. Við teljum að notaðir VOL VO hílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. V0LV0244GL '79 BEINSK. EKINN 20.000 V0LV0244 GL '79 BEINSKIPT. EKINN 35.000 V0LV0244GL '79 SJÁLFSKIPT. EKINN 30.000 V0LV0245L '78 BEINSKIPT. EKINN 36.000 V0LV0244DL '78 BEINSKIPT. EKINN 45.000 V0LV0244DL '78 BEINSKIPT. EKINN 52.000 VOLV0244DL '78 SJÁLFSKIPT. EKINN 45.000 V0LV0244L '77 BEINSKIPT. EKINN 78.000 V0LV0343DL '79 SJÁLFSKIPT. EKINN 34.000 KR. 115.000,- KR. 110.000. KR. 110.000, KR. 90.000, KR. 87.000, KR. 85.000, KR. 87.000, KR. 75.000, KR. 78.000, VOLVO m VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Magnús Arni Skúlason, nemandi I Hvassaleitisskóla: Já, það er ágætt, þá getur maður verið meira í fótbolta. Ég æfi nefnilega með Fram, bezta félag- inu. Magnús Kristinsson, nemandi i Hvassaleitisskóla: Mjög gaman, þá hef ég meiri tíma fyrir fótboltann. Spurning dagsins Finnst þór gaman að vera bú- inn í skólanum? Þorólfur Jóhannesson, nemandi í Hvassaleitisskóla: Alveg æðislega, þrátt fyrir að Hvassaleitisskólinn sé bezti skólinn. Hörður Jónasson, nemandi i Hvassa- leltisskóla: Æðislega gaman, meiri timi til að æfa með bezta félaginu, sem er Fram. Ólafur Þórður Kristjánsson, nemandi í Seljaskóla: Æ jú, það er alveg ágætt. Bjami Hálfdánarson, nemandl i Selja- skóla: Jú, það er ágætt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.