Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981. SÚRÁUÐ FRÁ ÁSTRALÍU TIL ÍSAL VÁRALLT 0F DÝRT1974 —endurskoðun Coopers & Lybrands ekki lokið en langt komið siðastliðinn vetur. Meðal annarra meginerfiðleika telur E.R. Mayer árásir iðnaðarráð- herra á fyrirtækið meö ásökunum um skattsvik. Hafi hann til dæmis haldiö þvi fram að Alusuisse heföi okrað á súráli frá Ástralíu, sem það seldi dótturfyrirtækinu ísal. Árabilið, sem E.R. Mayer vitnar sérstaklega til, tekur ekki til ársins 1974 sem skýrsla fyrirtækisins og reikningar 1975 greina frá. Nókkrar en takmarkaöar upplýs- ingar hafa enn borizt frá Coopers og Lybrands um rannsóknir á reikning- um og viðskiptum fsal og Alusuisse. Samkvæmt heimildum DB er þeirri athugun ekki enn lokið þrátt fyrir margra mánaða vinnu. Er enn ekki séð hvenær rannsókninni lýkur. Samkvæmt heimildum, sem DB telur áreiðanlegar, er það mat Coop- ers & Lybrands að verðið á súráli árið 1974 frá Alusuisse til fsal hafi verið allt aö 30% hærra en ætlast mátti til samkvæmt þeim viðskiptaháttum sem að mati sérfróðra íslenzkra aðila máttu teljast eðlilegir. BS. Það er álit brezka endurskoðunar- fyrirtækisins Coopers & Lybrands að fsal hafi greitt hærra verð til Alu- suisse fyrir súrál árið 1974 en hægt hafi veriö að búast við i viðskiptum óskyldra aðila. Þetta kemur fram i skýrsiu sem fyrirtækið hefur sent iðn- aðarráðuneytinu. Endurskoðunarfyrirtækið Coopers og Lybrands er i London. Vinnur það að gagngerðri endurskoðun á reikn- ingum fslenzka álfélagsins hf. fyrir iðnaðarráðuneytið og rikisstjórnina, sérstaklega með tilliti til viðskipta fyrirtækisins við Alusuisse, móður- fyrirtækið sem hefur selt þvi aöföng til framleiðslunnar, svo sem súrál. Er þessi endurskoðun meöal ann- ars gerð vegna grunsemda um að verðlagi á aðföngum hafi verið hag- rætt, meðai annars i þeim tilgangi að afkoma fyrirtækisins sýnist lakari en ella hefði veriö, með þvi að heildar- kostnaður viö framleiðsluna verði í reikningum hærri en hagkvæmustu kaup á aðföngum hefðu leitt til. í ræðu Emanuel R. Mayer, stjórn- arformanns svissneska álfélagsins, á hluthafafundi hinn 22. april siðastlið- inn, sagði meöal annars: „Gjörðir okkar voru i samræmi við samning- inn. Á tlmabilinu frá 1975 fram að miöju ári 1980 seldi Aiusuisse tifalt magn af súráli til bræðslna innan samsteypunnar og til þriöja aðila eða keypti frá þriðja aðila, á samsvarandi verði og stundum á hærra verði en selt var til íslands. Sannleikurinn er sá að það má jafnvel ásaka okkur fyrir að selja súr- ál til Islands á of lágu verði. Þetta at- vik undirstrikar þá hættu á póUtisk- um árekstrum sem stafar af innbyrðis verðlagningu á vörum og þjónustu milli dótturfyrirtækja og alþjóða- samsteypu. í þessu máU förum við eftir reglum OECD og sérstaklega fyrirmælum varðandi „transfer pric- ing” og „arms length standard”. Við höfum alltaf fylgt þessum reglum, einnig gagnvart fslandi.” Fyrr í ræðu sinni sagði stjórnarfor- maðurinn að ísland ylli Alusuisse miklum erfiðleikum og vanda. Bendir hann á niðurskurð á orkusölu Landsvirkjunar vegna vatnsskorts Álverid í Straumsvík. Súrálsskip í höfninni. Frumvarp til laga um raforkuver: Engin ákvörð- un um næstu stórvirkjun —stefnt að því að auka orkuvinnslugetu þeirra virkjana sem fyrir eru á Suðurlandi Frumvarp iðnaðarráöherra til laga um raforkuver, sem lagt verðuí fram á Alþingi einhvern næstu daga, tekur ekki afstöðu til þess hvaða virkjunar- kostur verði næstur fyrir valinu. Ákvörðun um slíkt er frestað a.m.k. fram til loka þessa árs. Sá möguleiki er jafnvel fyrir hendi að ákvörðun verði ekki tekin fyrr en einhvern tíma á næstaári. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra kynnti blaöamönnum frumvarp sitt i gær. í því er gert ráð fyrir að Alþingi veiti rikisstjórninni heimild til aö semja við Landsvirkjun um að reisa og reka Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkj- un, Viilinganesvirkjun i Skagafiröi og Sultartangavirkjun. Takist samningar ekki við Landsvirkjun um þrjár fyrst- töldu virkjanirnar er gert ráð fyrir þvi aö Rafmagnsveitur rikisins verði virkj- unaraðili. Einnig er óskaö eftir að ríkisstjórnin fái heimild til að ieyfa Landsvirkjun stækkun Hrauneyjafossvirkjunar í allt að 210 megavött og að gera ráðstafanir til að tryggja rekstur orkuveranna á Þjórsársvæðinu og koma vinnslugetu þeirra í eðlilegt horf, meðal annars meö svokallaðri Kvíslaveitu, stækkun Þóris- vatnsmiðlunar og stiflu við Sultar- tanga. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi að ákvarðanir um framkvæmdir í virkjun- armálum, þar á meðal um fram- kvæmdaröð, skuli staðfestar af Alþingi. Einnig er gert ráð fyrir þvi að fjáröflun til einstakra virkjunarþátta verði nánar ákvörðuð með lánsfjárlög- um hverju sinni en samkvæmt frum- varpinu fær rikisstjórnin þegar i ár heimild til að taka lán upp á 50 milljón- ir nýkróna (5 milljaröar gamalla) til undirbúnings fyrrgreindra virkjana umfram það fjármagn sem þegar hefur verið ákveðið í því skyni. í greinargerð meö frumvarpinu er sett fram stefnumótun í virkjunar- málum fram á næsta áratug en slikt hefur ekki áður verið gert. Til grund- vallar er lögð ný orkuspá sem orku- spárnefnd hefur sent frá sér. í greinargerðinni er gert ráð fyrir því að framkvæmdir fram til ársins 1986 verði einskorðaðar við Þjórsár- og Tungnaársvæðið. Fyrst verði hafízt handa við að auka orkuvinnslugetu raf- orkukerfisins með vatnaveitum til Þór- isvatns, aðgerðum til aö auka miðlun- arrými vatnsins. Auk þess er gert ráð fyrir stíflugerö við Sultartanga svo og stækkun Hrauneyjafossvirkjunar. Þessar aðgerðir, sem kæmu til fram- kvæmda i áföngum á næstu fjórum til fimm árum, eiga að fullnægja innan- landsþörf fyrir raforku til 1986 og gefa möguleika á byggingu meðalstórs iðju- vers. Með meðalstóru iðjuveri er átt við verksmiðjur eins og kísilmálmverk- smiðju, pappírsverksmiðju eða magn- esiumvinnslu en iðnaðarráðherra boð- aði i gær að á næstu misserum væri von á frekari skýrslum um einstaka iðnað- arkosti. hann lagði ríka áherzlu á aö uppbygging iðnaðaryröi.i höndum ís- lendinga en taldi þó að einstaka þætti gæti verið skynsamlegt að hafa samráð við útlendinga. I greinargerð með frumvarpinu er krafan um virk, íslenzk yfirráð yfir framleiðslu, tækniþróun og markaðsstefnu ein af meginlínunum. Hins vegar er ekki talið timabært á þessu stigi að taka ákvarðanir um ein- staka kosti i orkufrekum iönaði. Spurningunni um næstu stórvirkjun, Blöndu-, Fljótsdals- eða Sultartanga- virkjun, er sem fyrr sagði ekki svarað í frumvarpinu. Þó fellur Sultartanga- virkjun úr myndinni en Blanda og Fljótsdalur eru báðar inni. Stefnt er að því að önnur þessara virkjana geti hafið rekstur á árunum 1986—87 og hin um 1990. Þar til ákvörðun verður tekin um hvor virkjunin verður á und- an er gert ráð fyrir að undirbúningi við þær verði haldið áfram og verkhönnun lokið. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við báðar þessar virkjanir muni skarast að einhverju leyti og jafnvel getur einnig komiö til greina að framkvæmd- ir við Sultartanga- og ViUinganesvirkj- un skarist við þær fyrrnefndu. -KMU. Grundarfjörður: BÍÓSÝNING UM B0RD HJÁ S0VÉTMÖNNUM —. ógregluvakt hætt við sovézka skipið og tekin upp eðlileg samskipti skipverja og landans Sovézkt skip, Mikhaylo Lomono- sov, sem verið hefur í Grundarfirði undanfarna daga, fór þaöan i gær- morgun. Skipið, sem er 2288 tonn að stærð, kom með kolmunna fyrir Reykhólaverksmiðjuna, en landaði í Grundarfirði. 47 manna áhöfn er á skipinu og þar af fjórar konur á aldr- inum frá 24 ára tU 51 árs. Mjög strönd vakt var framan af viö skipiö og fengu engir aö fara um borð nema lögreglumenn og tollþjón- ar. Það breyttist þó þegar á dvöl skipsins leið í Grundarfjarðarhöfn. Þá urðu samskipti skipverja og Grundfirðinga hin beztu. 1 fyrra- kvöld, kvöldið áður en skipið lét úr höfn, buðu skipverjar börnum í Grundarfirði til bíósýningar um borð. Þá voru Sovétmennirnir ósínk- ir á póstkort og annað frá Sovétríkj- unum. -BC-Grundarfirði. • • • en það breyttist og tekin voru upp eðlilegri samskipti og m.a. biósýning um borð fyrir börnin i Grundarfirði. DB-myndir Bæring Cecilsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.