Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981.
/
D
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Er Sutcliffe að blekkja geðlæknana?
„Efástæðan ergóð geta
morðin ekki talizt synd”
—Sækjandinn í Yorkshire-morðmálunum segir morðin þrettán haf a verið f ramin af yf irvegun og rósemi
MANNFAGNAÐUR ^
Þarft þú að halda
stjórnarfund, kokkteilpartí,
b/aðamannafund, aðalfund? Þá
ska/tu halda hann á HLÍDARENDA
í hádegi. Við leigjum út sa/inn frá
kl. 10.00 f.h.—17.00. Munið: Á
Hjá okkur eru a/lar ^
veitingar. ^
t
IARi ENDM
mki\0m w
BRAUTARHOLTI 22
OPNAR KL. 18.00
ÖLL KVÖLD.
BORÐAPANTANIR
FRÁ KL. 14.00
í SÍMA 11690
Salur fyrir lokuð samkvœmifrá kl, 10 till 7.
Sönnunargögn i Yorkshire-morðmálunum flutt til réttarins i Old Bailey f London. Meðal sönnunargagna voru hnífar, skrúf-
járn og hamrar sem Peter Sutcliffe notaði við morðin þrettán.
Er Peter Sutcliffe kaldrifjaður og
kænn morðingi, sem hefur vísvitandi
leikið á geðlækna þá er hafa rann-
sakað hann og fengið þá með lyga-
sögum til að trúa því að hann sé geð-
veikur eða trúir hann því virkilega
sjálfur að það hafi verið guð sem
skipaði honum að myrða vændiskon-
urnar?
Þetta er spurning sem rétturinn í
Old Bailey í London verður nú að
leita svara við. Sækjandinn í þessu
mesta morðmáli sem um getur á Bret-
landseyjum, sir Michael Havers,
heldur því fram að tvennt bendi til
þess að Sutcliffe reyni að'virðast geð-
veikur til að sleppa við refsingu: í
fyrsta lagi mun fangelsisvörður hafa
heyrt Sutcliffe segja við konu sína er
hún kom í heimsókn að hann ædaði
sér að látast geðveikur til að fá minni
refsingu.
„Ég fæ þrjátíu ár ef mér tekst ekki
að sýnast geðveikur,” á hann að hafa
sagt við konu sína. „Takist mér það
hins vegar verð ég tíu ár á geðveikra-
hæli.”
Annar fangelsisvörður mun hafa
sagt geðlæknunum að Sutcliffe hafi
sagt sér að hann væri alveg eðlilegur
og hann væri að springa úr hlátri yfir
því að læknarnir tryðu allri þeirri vit-
leysu sem hann fóðraði þá á.
Sutcliffe hefur við réttarhöldin
haldið því fram að hann hafi ekki
verið með sjálfum sér á þeirri stundu
er hann framdi morðin þrettán sem
hann hefur játað á sig. Hann kveðst
hafa farið eftir vilja guðs sem hafi
falið honum að myrða og refsa
vændiskonum á þann hátt. Það var í
ljósi þessara fullyrðinga sem dómar-
inn frestaði málinu um nokkra daga
meðan tekin væri afstaða til þess
hvort Sutcliffe gæti talizt sakhæfur.
„Ég átti ekki annarra kosta völ en
að drepa. Það var skjpun guðs og
þrátt fyrir að ég væri því andsnúinn
þá hlýddi ég röddinni. Ég trúði þvl
að ég væri undir verndarhendi guðs
og að hann mundi hjálpa mér. Núna
er hins vegar komið á daginn að það
gerir hann ekki.”
Er einn læknanna spurði Sutcliffe
hvort honum fyndist sem guð hefði
nú yfirgefið hann svaraði hann: „Ég
hef kannski unnið fyrir hvíld frá
verkefninu. Guð hefur talað til mín
hér í fangelsinu og það er vilji hans
aðégverði hér.”
Sutcliffe segist gera sér grein fyrir
þvi að það sé rangt að drepa en ef
ástæðan til morðanna sé góð þá geti
þau ekki tafz' nein synd. Hann segir
að öll morðin sem hann framdi séu
réttlætanleg og yrði hann látinn laus
mundi hann taka þráðinn upp að
nýju.
„Vændiskonurnar eru ennþá úti á
götunum. Mér er sagt að þær séu
fleiri en nokkru sinni fyrr og þess
vegna er hlutverki mínu ekki lokið,”
sagði Sutcliffe.
Sækjandinn segir að Sutcliffe sé
kaldrifjaður, greindur morðingi.
Engin' hinna hroðalegu morða hafi
borið þess vitni að þau væru framin í
örvinglan eða að morðinginn hafi
ekki verið með sjálfum sér. Þvert á
móti hafi þau sýnilega verið framin
með köldu blóði af rósemi og yfír-
REUTER
vegun.
Peter Sutcliffe ásamt Sonju eiginkonu sinni á brúðkaupsdaginn fyrir sex árum.