Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAl 1981. 5 Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra á Alþingi: „NA TO-aðiM fslands aklrei brými en nú” Mikill eldhúsdagur varð á Alþingi í gær er til umræðu var tekin skýrsla Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra um utanrikismál. Utanríkisráðherra og leiðtogar hinna flokkanna þriggja mættu með skrifaðar ræður. Er fundi var frestað kl. 5 höfðu Geir Hallgríms- son og Benedikt Gröndal lokið máli sínu (auk ráðherra) en Svavar Gestsson var i miðjum klíðum sins máls. „Margar dökkar blikur eru á lofti og óvíst hvenær úr greiðist um vanda heimsmálanna,” sagði Ólafur Jóhann- esson. „Alvarlegri horfur blasa nú við en um langt skeið. Viðleitni til lausnar vandamálunum er þó vakandi. Beri hún ekki árangur er voðinn vís. ” Ráðherrann vék að heitustu punkt- um heimsmálanna. í Afgari.stan hafa Sovétríkin ekki orðið við eindregnum áskorunum Allsherjarþingsins um að draga heri sína til baka og í E1 Salvador ríkir ógnarstjórn og hryllileg hermdar- verk eru unnin. „Æðimörg lönd eru það sem ekki búa við lýðræði. Fullyrða má að meiri- hluti íbúa heims búi við ofurvald minnihluta i þjóðfélögum sínum, þar sem kjarninn er alls staðar sá sami; af- neitun lýðræðis og mannréttinda.” Ráðherrann sagði að sumir teldu lýð- ræði hér á landi svo sjálfsagt að ekki þyrfti um það að ræða. En það væri öllum hollt að hugleiða málin og at- huga hver staða lýðræðis i heiminum væri. Ráðherrann vísaði til prentaðrar skýrslu sinnar um utanríkisstefnuna. Drap hann á einstök atriði hennar. Hann kvað slökunarstefnuna einu færu leiðina og einu leiðina sem afstýrt gæti voða. Ráðherran taldi að vegna hinnar nánu samvinnu við Norðurlönd væri e.t.v. ástæða til sérskýrslu og sérum- ræðu um hana en lét nægja að vitna i fyrri ummæli sín og prentaða skýrslu. Taldi hann einnig að sérstaklega þyrfti að hlúa að samvinnunni við Grænland. Um samskipti íslands við Atlants- hafsbandalagið sagði ráðherrann: „Hafi á sínum tíma verið ástæða fyrir þátttöku íslands í störfum NATO og fyrir varnarbandalagi við Bandarikin er það samstarf allt enn brýnna nú.” Hann minnti á örlög Eystrasaltsþjóð- anna sem fengu fullveidi sitt sama ár og íslendingar en hurfu síðan úr tölu sjálf- stæðra þjóða fyrir tilverknað sterkari afla. Kvað Ólafur þessi siðustu orð sin hafa hlotið gagnrýni sumra manna og sagði: „Þó við getum ekki breytt sög- unni er óþarfi að gleyma henni og dap- urlegum staðreyndum hennar.” Þá ítrekaði ráðherra þá skoðun sína að hann „teldi það höfuðatriði í örygg- ismáium okkar að við tökum þátt í starfsemi Atlantshafsbandalagsins og leggjum með því fram okkar skerf til að komið verði í veg fyrir styrjöld i okkar heimshluta. 1 því starfi okkar eigum við að leggja megináherzlu á að bandalögin í austri og vestri leiti allra skynsamlegra leiða til raunhæfra samn- inga um samdrátt í vígbúnaði.” Ráðherrann kvað íslendinga hafa frumkvæði og áhrif í hafréttarmálum heimsins þó margt væri þar enn óunnið og mörg hagsmunamál okkar enn ekki í höfn. f þróunarmálum kvað Ólafur Jóhannesson lángt í land með að ís- lendingar legðu fram 1% af þjóðar- tekjum til hjálpar vanþróuðu.n en það mark hefðu flestar vel búandi þjóðir heims sett sér. í þessum málurn yrðu ís- lendingar að gera nýtt átak. -A.St. Geir Hallgrímsson um utanríkismál: ,35 STRÍÐ í HHMINUM SfeAN NATO VAR STOFNAД „Á þeim rúmu 30 árum sem liðin eru frá stofnun Atlantshafsbandalagsins hafa ekki oröið færri en 35 stríð í heim- inum, 6 milljónir manna hafa í þeim týnt lífi auk allra annarra hörmunga sem þau hafa valdið,” sagði Geir Hailgrímsson (S) í upphafsorðum sín- um i umræðunni um utanríkismál í gær. Geir kvaö íslendinga hafa illilega verið á það minnta hve gagnslausar hlutleysisyfirlýsingar væru. Þó íslend- ingar hefðu lýst yfir ævarandi hlutleysi við fullveldisstofnunina 1918 hefðu Danir áfram ráðið utanríkismálum þar til Bretar gengu hér á land 10. maí 1940. Á þeim fyrsta degi sem fslending- ar fóru með utanríkismál sín sáu þeir hve einskis nýt hlutleysisyfirlýsingin var. Geir taldi að með stofnun NATO hefðu aðildarríkin m.a. forðað þvi að ófriður brytist út á „þeirra svæði”. Geir taldi ljóst að dvöl varnarliðs hér þýddi nokkra kvöð. En hann taldi eng- ar horfur sjáanlegar á að varnarlið yrði hér óþarft eins og ástandið væri í heimsmálunum. Frekar væri ástæða ríkari nú til þátttöku í starfi NATO. Hann kvað fslendinga vera feimna að taka þátt i umræðu um þessi mál en þau kæmu okkur sannarlega við. Fagn- aði hann frumvarpi um sérstakan sér- fræöing til starfa hér á landi um varn- armál. „Einn flokkur hér á landi hefur skorizt úr leik í samstöðu íslenzkra stjórnmálaflokka i að byggja upp sjálf- stæði og öryggi,” sagði Geir. Ræddi Geir í alllöngu máli um sérstöðu Al- þýðubandalagsmanna, „arftaka sósíal- ista og kommúnista”. Árið 1978 hefðu þeir gengið til vinstri stjórnar án skil- yrða í herstöðvarmálum nema sam- stöðu flokka um ákvarðanir. Við sátta- málagerð um núverandi stjórn settu þeir engin skilyrði. Komst þó síðar upp um leynisamninginn, sem skýrði málið, sagði Geir. „Það er mjög óeðlilegt að slikt ákvæöi sem i leynisamningum er geti komið i veg fyrir að vilji Alþingis fáist framkvæmdur,” sagði Geir. Síðan vék Geir að byggingu eldneyt- isgeyma í Keflavík og byggingu flug- stöðvar, sem hann kvað Álþýðubanda- lagið hafa tafíð eða stöðvað þó utanríkisráðherra einn ætti að fjalla um ákvarðanir i máiunum. „Hræðsluáróður er eina vopn Alþýðubandalagsins í herstöðvarmál- inu. Flokkurinn fullyrðir að hér séu kjarnorkuvopn þó vitað sé að svo er ekki. Aiþýðubandalagið stendur ein- angrað i utanríkisstefnu sinni eins og kommúnistar áður,” sagði Geir. Geir lagði áherzlu á að vel væri hug- að að yfirráðum og rétti fslands tíi auðæfa lands og sjávar og ákveðinnar stefnu í hafréttarmálum. Hann lagði áherzlu á mikiivægi við- ræðna um Jan Mayen sem framundan væru svo og viðræðna um hagsmuni á Rockall svæðinu. Geir gagnrýndi tvennt sem skaöað hefði viðskiptahagsmuni fslands. Kvað hann viðskiptaráðherra hafa sýnt víta- vert seinlæti varðandi aðild fslands að alþjóða orkustofnuninni, en í fórum hans væri frumvarp sem kvæði á um aðild. Þá taldi hann fullyrðingar iðnaðar- ráðherra í súrálsmálinu dæmi um hvernig illa væri farið með orðstír ís- lendinga og taldi að gagnrýni ætti rétt á sér en meiri likur væru til árangurs ef komið hefði verið fram að hætti sið- menntaðra þjóða. Geir vék að ýmsum öðrum þáttum í utanrikismálum, m.a. aðstoðinni við þróunarlöndin og einnig að Kortsnoj- málinu sem hann kvað sígilt dæmi um afstöðu stórþjóðar sem vildi friðsam- lega sambúð þegar það væri henni í hag en teldi málin ekki koma öðrum við þegar slíkt væri óþægilegt fyrir hana. -A.St. Benedikt Gröndal um Alþýðubandalagið: „ÞEIM ER ALDREIAÐ TREYSTA VEGNA SÍFELLDRA SVIKRÁÐA” „Alþýðuflokkurinn er andvígur þeirri stefnu að stefnuyfirlýsing rikis- stjórnarinnar sé einhver biblía í utan- rikismálum, eins og fram kom enn í inngangi skýrslu utanrikisráðherra,” sagði Benedikt Gröndal í utanríkis- málaumræðunni á þingi í gær. Benedikt furðaði sig á einu atriði stefnuyfirlýsingarinnar, því „að undir- búa skuli öflugt átak til atvinnuupp- byggingar á Suðurnesjum”. Kvað hann ekkert hafa verið gert til að standa við þetta. En þar sem ljóst væri að Aðal- verktakar hefur orðið vellauðugt félag af starfsemi sinni á Vellinum, og þar sem ríkið ætti beint 25% i félaginu og því veitti því hina ábatasömu einokun, ættu Aðalverktakar, að hans dómi, að reisa myndarlega iðngarða á Suður- nesjum eins og þingmenn Alþýðu- flokkshefðu lagt til. Benedikt rakti með dæmum hversu oft á síðustu mánuðum ótrúlega litlu hefði munað að heimsfriðnum lyki. Hafréttarmálið taldi hann í sjálf- heldu og ekki væri annað að vona í þeim efnum en Bandarikjamenn sæju að sér og legðu ekki fram umfangs- miklar breytingartillögur sem kollvörp- uðu þyí sem áunnizt hefði á sl. tveimur árum. Einnig ræddi Benedikt Jan Mayen samkomulagið og viðræður við EBE um grænlenzku landhelgina. Meginþungi ræðu Benedikts fjallaði um alþýöubandalagið og þá „stað- reynd að þeim flokki væri aldrei hægt að treysta, þar rikti kommúnistískt sið- leysi og sífelld svik við sina eigin stjóm og samstarfsmenn”. Benedikt gat fjölritaðra skjala frá aðalfundi Alþýðubandal. i nóvem- ber. „Af þeim mætti glöggt sjá hvers vegna hin nýja forysta bandalagsins leggur mikla áherzlu á áróðursherferð um varnarmálin. Áróður skal fólkið fá þótt málstaðurinn verði svikinn í hvert sinn sem ráðherrastólar eru i boði.” Benedikt minnti á að „íslendingar hefðu takmarkaö mannfjölda varnar- liðsins og umsvif þess við eftirlitsstöð með allmikinn varnarmátt. Vitað væri að á alvarlegum hættutimum þyrfti liðsauka til varnar landinu. Liðs- aukinn væri tilbúinn í Bandaríkjunum og gæti komið hingað með nokkurra klukkustunda fyrirvara. En til þess þarf leyfi íslenzkra stjórnvalda. Ekki væri ljóst hvort utanríkisráðherra gæti einn veitt það leyfi eða hvort samþykki ríkisstjórnarinnar allrar þyrfti til. Ef svo væri gæti Alþýðubandalagið með neitunarvaldi hindrað komu liðsauka og veikt varnir landsins. -A.St. atiistell SENDUM MYNDALISTA Svavar Gestsson á þingi: „Alþingi var hunds- að er herlið var kallað til íslands” „Herlið var til íslands kallað án þess að Alþingi væri kallað saman til að fjalla um slíkt mál,” sagði Svavar Gestsson í utanrikismálaumræðu á þingi í gær. „Þrátt fyrir þá staðreynd kalla þau öfl sem þessu réðu sig lýð- ræðisflokka. Þetta var þó ekkert annað en stjórnarskrárbrot.” Svavar raktí í rituðu og mjög hratt lesnu máli sögulega þróun mála varð- andi varnarlið á íslandi. Stóð hann tengi viö atriði er hann taldi „sannindi sem komið hefðu fram nýlega í leyni- skýrslum Breta og Bandaríkjamanna. Svavar sagði að i ljós væri komið að á sínum tíma hefði verið gripið til allra tiltækra ráða til að fá íslendinga til að samþykkja bandarískar herstöðvar á íslandi, m.a. fisksölumál og að her- stöðvar væru skilyrði aðildar íslands að Sameinuðu þjóðunum og NATO. Svavar sagði að herstöðvaandstæð- ingar hefðu oft orðið að sætta sig við að skammt miðaði í óslitinni baráttu fyrir því að hér væru ekki herstöðvar. Tekizt hefði hins vegar að koma í veg fyrir að Bandaríkin næðu hér frekari fótfestu en orðið var í herstöðva- málum. Svavar taldi að stjórnaryfirlýsing 1958 hefði endanlega stöðvað Banda- ríkjamenn i ásælni þeirra til frekari ítaka hér. Svavar sagði að þróun Keflavíkur- stöðvarinnar hefði mjög breytzt á síð- ustu tkeimur áratugum. Nú væri hún stjórnstöð. -A.St. GLIT GREIÐSLU KJÖR HÖFÐABAKKA 9. SIMI 85411

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.