Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981. Loftur Jónsson frá Vilborgarstöðum, semlézt2. maisl., fæddist 13. júlí 1891 að Vilborgarstöðum í Vestmannaeyj- um. Foreldrar hans voru Sigríður Sig- hvatsdóttir og Jón Eyjólfsson. Ungur að aldri var Loftur tekinn í fóstur af hjónunum Þorsteini Ólafssyni og Ingi- björgu í Háagarði. Loftur fór ungur á sjóinn og árið 1913 keypti hann ífélagi við frænda sinn vélbátinn Braga en seldi hann árið 1924. Þá keypti Loftur hlut í Maí VE 275; átti hann sinn hlut í bátnum til ársins 1945 en hætti þá út- gerð. Hóf hann þá störf i landi og vann lengst af í Fiskiðjunni, einnig stundaði hann búskap að Vilborgarstöðum. Árið 1913 kvæntist Loftur Ágústínu Þórðardóttur og áttu þau 1 dóttur. Árið 1973 fluttist Loftur til Reykja- víkur og bjó þar síðan. Guðmundur Þórðarson læknir, sem lézt 3. maí sl., fæddist 25. október 1923 að Efri-Úlfsstaðahjáleigu í Austur- Landeyjum í Rangárvallasýslu. For- eldrar hans voru Þórður Þorsteinsson og Ólöf Guðmundsdóttir. Árið 1941 lauk Guðmundur gagnfræðáprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1945 lauk hann stúdentsprófi frá MR, læknisprófi lauk hann árið 1958 og fékk takmarkað lækningaleyfi árið 1960. Árið 1963 réðst hann til starfa hjá Krabbameinsfélagi íslands og það sama ár til Rannsóknarstofu Háskól- ans. 1969—72 var hann settur for- stöðumaður Blóðbankans i Reykjavik. Margrét Jóhannsdóttir frá Neðri- Brunná, sem lézt 27. april sl., fæddist 21. ágúst 1898 í Skógum á FeÚsströnd. Margrét giftist Sæmundi Guðmunds- syni og fluttust þau að Neðri-Brunná í Saurbæ árið 1945: Margrét nam ljós- móðurfræði og var ljósmóðir í sinni sveit í um 30 ár. Síðar gerðist hún sím- stöðvarstjóri að Neðri-Brunná. Mar- grét fluttist til Reykjavíkur fyrir nokkr- um árum. Þau Sæmundur og Margrét áttu 4 böm. Fríðrik Bergmann Bárðarson, sem lézt 5. maí, fæddist 25. júní 1943 í Ólafs- vík. Foreldrar hans voru Áslaug Ara- dóttir og Bárður Jensson. Friðrik ólst upp í Ólafsvík og um fermingu hóf hann að stunda sjómennsku. Var það atvinna hans síðan. Friðrik var kvæntur Þórdísi Hjálmarsdóttur, áttu þau 5 börn og bjuggu á Dalvík. Vigfús Gestsson, sem lézt 1. maí, fæddist 4. marz 1896 á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Foreldrar hans voru Þuríður Vigfúsdóttir og Gestur Bárðar- son. Árið 1921 tók Vigfús við búi á föðurleifð sinni Ljótarstöðum. Þar bjó hann til ársins 1944 en þá keypti hann Hjallanes I í Landssveit i Rangárvalla- sýslu. Árið 1963 bregður hann búi og flyzt til Reykjavíkur og býr þar síðan. Vigfús vann um tíma í Hampiðjunni á meðan heilsa leyfði. Árið 1921 kvæntist Vigfús Kristínu Árnadóttur, áttu þau 4 syni. Jón Jósep Jóhannesson, sem lézt 5. maí, fæddist 11. marz 1921 að Hofs- stöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jóhannes Björnsson og Kristín Jósepsdóttir. Árið 1942 varð Jón stúdent og cand. mag. í íslenzku frá Háskóla íslands árið 1949. Að loknu Spáð ar austlægri og sfðan suO- austlaogrl átt á landlnu í dag, þykknar upp sunnan til mafl rlgningu efia súld þegar líöur á daginn. Vaflur far hlýn- andi. Klukkan 8 voru austnorðaustan 2, skýjafl og 1 stlg í RaykjavBc, austan 3, léttskýjafi og 1 stlg á Gufuskálum, austnorflaustan 3, skýjafl og 3 stlg á Galtarvita, suflaustan 1, skýjafl og —1 stig á Akureyrl, austan 3, skýjafl og 2 stig á Raufarhöfn, austnorflaustan 3, þokumófla og 2 stig á Dalatanga, ausan 4, alskýjafl og 6 stlg á Hflfn og austsuflaustan 5, háHskýJafl og 6 stlg á Stórhöffla. ( Pórshflfn var skýjafl og 7 stig, létt- skýjafl og 14 stlg í Kaupmannahflfn, léttskýjað og 18 stlg í OsUS, haifirikt og 11 stlg í Stokkhólml, þoka og 10 stig í London, halflrikt og 17 stlg ( Hamborg, skýjafl og 10 stig ( Par(s, skýjafl og 11 stlg í Llssabon og skúrlr og 14 stig (New York. Veðrið 1 Andtát ka ■ T------:-----v I GÆRKVÖLDI ------------ii Æ, SÚ KVÖD Það er orðið alvarlegt áhorfsmál hvort hægt er að ætlast til að fólk liggi heilt kvöld framan við sjónvarp og hlusti á útvarpið að auki. Framan af tilvist þessa dálks hér í blaðinu var þetta ekki slæm,kvöð, yfirleitt var alltaf eitthvað sem horfandi var á og útvarpið lumaði alltaf á einhverju bitastæðu. En það er ekki lengur, að minnsta kosti ekki fyrir minn smekk. Ég man satt að segja ekki hvað langt er orðið siðan ég hef sjálfviljugur setið við út- varp eða sjónvarp heilt kvöld. Það viðurkennist að vísu að viljinn til þeirra hluta, eftir að bjart er orðið á kvöldin og mófuglar syngja í Mjódd- inni, er ekki stórkostlegur. Yngsta manni heimilisins fannst hins vegar að Múmínálfarnir væru stórkostlegir og þurfti svo mikið að tala um þá eftir sýningu að hann var orðinn illa rangeygður af syfju þegar nóg var talað. í stað þess að fylgjast með íþrótta- þættinum hlustaði ég á bráðfróðlegt og skemmtilegt gamalt erindi Ingi- mars heitins Óskarssonar grasafræð- ings um íslenzk vorblóm — það kom manni í hina réttu stemmningu við að stinga niður nokkrum trjáhríslum í stað brekkuvíðisins sem bannsettur maðkurinn var svo gott sem búinn að eta upp til agna á fáum sumrum. Virtist gilda einu hversu baneitruðum vökva var sprautað yfir víðinn og ormafjölskyldurnar, það virkaði allt eins og margrómaður kínalífselexir. Nú er allt draslið komið í viðeigandi félagsskap á öskuhaugunum. Það sama fannst góðum gesti hjá okkur í gærkvöld að ætti að gera við Strindberg-leikritið sænska, sem síð- ast var á dagskrá sjónvarpsins í gær- kvöld. Sjálfur sagði ég ekki margt en hugsaði mitt og gafst upp við setuna. Á flandri um borg og bí í gær höfðum við hins vegar ágæta skemmtun af mánudagssyrpu þeirra Páls og Þorgeirs og þá ekki síður af skemmtilegri uppákomu í hinu íslenzka útvarpinu, þ.e. útvarpi her- stöðvarinnar í Keflavík. Þar héldu menn nokkuð sem þeir kölluðu „radiothon” og notuðu tækifærið til að safna tugum þúsunda króna til styrktar björgunarsveitum sínum (og okkar). Fyrir 107 dala framlag fengu landgönguliðar leikna á klukku- stundarfresti hörmulega upptöku á eigin hörmulegum söng inn á milli rokks, sveitatónlistar og diskós, og varð ekki lát á fyrr en annar hópur verndara hafði lagt fram 108 dali til að koma í veg fyrir áframhaldandi flutning óskapanna. Þegar siðast fréttist höfðu verndararnir safnað á þriðja þúsund dölum. Eitt lag úr þeirri syrpu er mér nokkuð minnisstætt, kannski ekki sízt með tilliti til þessa dálks: „Take This Job & Shove It (I Ain’t Working Her Nomore)”. En ég segi þó eins og konan: Hvers vegna getur ekki ís- lenzka útvarpið verið skemmtilegra? -ÓV prófi réðst hann sem kennari að Skóga- skóla og kenndi þar í 12 ár. Árið 1960 fluttist Jón til Reykjavíkur og hóf kennslu við Vogaskóla og síðar við Vél- skóla íslands. Jakob Einarsson, Norður-Reykjum Mosfellssveit, lézt 10. maí á Reykja- lundi. Andrés Björnsson lézt í Landspítal- anum 9. maí. Ragnar Gislason frá Viðey, Sólvalla- götu 52, lézt í Borgarspítalanum 10. maí. Ágúst Óskar Sæmundsson rafvirkja- meistari, Skólabraut 1, lézt á gjör- gæzludeild Borgarspítalans 8. maí. Þórdis Gestsdóttir frá Hjarðarholti í Kjós lézt að Vistheimilinu Kumbara- vogi, Stokkseyri, 8. maí. Minningarathöfn um Jóel og Bjarna Guðmundssyni, Eyjaholti Garði, sem fórust með mb. Báru VE 141 4. marz fer fram frá Útskálakirkju laugar- daginn 16. maí kl. 15. Sigriður Jónsdóttir, Hvammi Eyjafjöll- um, lézt í Borgarspítalanum 8. maí. Guðriður Jónsdóttir, Hátúni lOb, sem lézt 3. maí verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju 13. maí kl. 13.30. Björgvin Emilsson, Fögrubrekku 1 Kópavogi, sem lézt af slysförum 5. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 13.maikl. 15. Ágústa Jónsdóttir, Æsufelli 4 Reykja- vík, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju 13. mai kl. 10.30. Ragnar Valur Jónsson veitingamaður, Sóllandi við Reykjanesbraut, lézt 8. maí. Afmæl! Áslaug Hafberg kaupkona Laugavegi 12a er 60 ára 1 dag 12. mai. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar að Selgörðum 8 Seltjarnarnesi eftir kl. 20 i kvöld. Ferðafólag fslands Miövikudaginn 13. maí kynnir Feröafélag íslands í máli og myndum ferðir félagsins sumarið 1981 aö Hótel Heklu, Rauðarárstíg'18, kl. 20.30 stundvis- lega. Allir velkomnir. Veitingar í hléi. AA-samtökin í dag, þriðjudag, verða fundir á vegum AA- samtakanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 12010), græna húsið, kl. 14 og 21, Tjarnargata 3 (s. 91- 16373), rauða húsið, kl. 12 (samlokudeild) og 21, Neskirkjakl. 21. Akureyri, (96-22373) Geislagata 39..........kl. 21. ísafjörður, Gúttóvið Sólgötu............kl. 20.30. Keflavik, (92-1800) Klapparstíg 7...........kl. 21. Keflavikurflugvöllur.....................kl.íl.30 Laugarvatn, Bamaskóli.......................kl. 21. ólafsvík, Safnaðarheimili..................*kl. 21. Siglufjörður, Suðurgata 10...................kl. 21. Staðarfell Dalasýsla (93-4290) Staðarfell. .. . kl. 19. í hádeginu á morgun, miðvikudag, verða fundir sem hér segir: Tjamargata 5 (s. 91-12010) kl. 12 og 14. íbúasamtök Vesturbæjar FramhaldsaAalfundur íbúasamtök Vesturbæjar boða til framhaldsaðal- fundar i kvöld, 12. mai, kl. 20.30 að Hallveigar- stöðum. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns um störf samtakanna undanfarið ár. 2. Endurskoðaðir reikn- ingar lagðir fram. 3. Kosning þriggja manna í stjórn og endurskoðenda. 4. Árgjald ákveðið. 5. Laga- breytingar. 6. Starfsstefna komandi árs. 7. önnur mál. Tónleikar að Kjarvalsstöfium íkvöld Bjami Guðmundsson túbuleikari og William Gre- gory básúnuleikari halda tónleika að Kjarvalsstöð- um í kvöld, 12. maí, kl. 20.30. Þeir leika verk eftir Hindemith, Krenek, Vaughan Williams o.fl. Með þeim koma fram Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Þor- kell Sigurbjörnsson píanóleikarar, David Johnson lágfiðluleikari og Nora Komblueh sellóleikari. Jóhann Sigurjónsson fjallar um lif naðar- hættí hrefnu í kvöld, 12. maí, heldur Jóhann Sigurjónsson erindi á vegum Liffræðifélags íslands, sem hann nefnir „Um lifnaðarhætti hrefnu og nýlegar rannsóknir á stofninum hér við land”. Erindið byggir að mestu á þeim rannsóknum sem á undanförnum ámm hafa farið fram á vegum Hafrannsóknastofnunar og beinst hafa aö öllum þeim þáttum er auðvelda kunna stjórnun hrefnuveiðanna hér við land. í erindinu verður stuttlega fjallað um almenna lifnaðarhætti hrefnunnar og útbreiðslu hennar skoð- uð með tilliti til veiðanna. Með dyggum stuðningi hrefnusjómanna hefur á undanförnum árum tekizt að afla sýna af stórum hluta veiddra dýra. Athugun sýna hefur m.a. leitt í ljós að aldursákvörðun hrefnu við ísland er mun erfiðari en t.d. hrefnu í Suður-ls- hafi. Engu að síður má af þessum rannsóknum draga ýmsar nytsamlegar ályktanir um aldur og frjó- semi hrefnu við Island. Erindlð veröur haldið í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvisindadeildar, Hjarðarhaga 2—4 og hefst kl. 20,30. öllum er heimill aðgangur. Taugadeild ekki geðdeild í texta í blaðinu í gær um nýtt húsnæði Taugadeildarinnar á Akureyri var ein villa. Þar sem standa átti tauga- deild stóð óvart geðdeild. En það var taugadeildin sem flutti að Skólastíg 7 og hafði áður verið að Álfabyggð 13. Er beðizt velvirðingar á þessum mis- tökum. Hann Siggitýndi gleraugunum sínumogádálítið bágtmeðsjón Hann Siggi litli fæddist með sjón- skekkju sem góðum skurðlækni tókst að lagfæra að mestu leyti. Þó varð Siggi að nota gleraugu talsverðan tíma og getur ekki án þeirra verið. Nú eru gleraugun týnd og Siggi á dálítið bágt. Hann á heima í Háberginu í Breiðholti. Hefur hann líklegast týnt gleraugunum, sem eru með silfurlitri stálumgerð, einhvers staðar á venjulegu leiksvæði sinu. Hafi einhver fundið þau í Háberg- inu, Hamraberginu, Suðurhólum eða annars staðar í því nágrenni er sá eða sú vinsamlega beðin að láta vita í síma 75786. -BS. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna NR. 87 — 11. MAl 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Koup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 8,800 8,818 7,500 1 Sterlingspund 14,341 14,379 16,817 1 Kanadadollar 5,689 5,884 8,258 1 Dönsk króna 0,9621 0,9547 1,0502 1 Norsk króna 1,2089 1,2121 1,3333 1 Sœnsk króna U989 1,4026 1,5429 1 Rnnskt mark 1,5858 1,6900 1,7490 1 Franskur franki 1,2434 U487 1,3714 1 Belg. franki 0,1830 0,1835 0,2019 1 Svissn. franki 3,2882 3,2949 3,6244 1 Hollenzk floripa 2,8965 2,7037 2,9744 1 V.-þýzktmark 2,9943 3,0022 3,3024 1 Itölsk llra 0,00801 0,00802 0,00882 1 Austurr. Sch. 0,4241 0,4262 0,4877 1 Portug. Escudo 0,1127 0,1130 0,1243 1 Spánskur pesoti 0,0749 0,0751 0,0826 1 Japanskt yen 0,03123 0,03131 0,03444 1 frakt Dund 10,970 10,999 12,099 SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,0585 8,0779 . - . Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.