Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAl 1981. sagður óþolandi — ekki er allt gull sem glóir Illar tungur segja að Alan Alda, sem lék Haukfrán t sjónvarpsþáttun- um Spítalalíf, sé langt frá því aö vera sem sýnist á þeim vettvangi. I Spítala- lifi virðist hann vera skapgóður og hress vinur vina sinna og hvers manns hugljúfi. En það er nú aldeilis eitt- hvað annað, segja sumir, sem halda þvi fram að hann steli annarra manna hugmyndum og setji fram sem sínar, þoli engum viðurkenningu — nema sjálfum sér, vitaskuld. Hann á jafn- framt að ráða bókstafiega öllu í gerð umræddra þátta, og gera svo af ein- stakri frekju og yfirgangssemi. Síðan kemur nú það alversta: Hann er sagð- ur taka upp aftur hvert einasta atriði, þar sem hann sjálfur ieikur, enda- laust, ef með þarf. Hvað aðra leikara varðar er það vist ekki nærri eins mikið mál. Skapgóðuroghress... ? Alan Alda, eða Haukfránn, fylgist með upptöku á Spltalallfi. öðrum leikurum i Spitalalifiá þó að gremjast einna mest hversu um- fangsmikOhlutverk hans eru orðin, og finnst hann haga málum þannig, að sjálfur sé hann örugglega potturinn og pannan i bókstaflega öllu. Þvi verður nú ekki af sanngirni neitað, ef maður hugsar máUð, að það fer nú ekkert smávegis litið fyrir kappanum. Áðurnefndar Ula tungur segja einnig aö Alan Alda sé með ólikind- um ókurteis og óþægUegur i allri um- gengni. Á það að ganga jafnt yfir aUa — sem hlýtur nú að skoöast sem mikil bót í máli, jafnvel málum. Það leiðir hugann að þvi hvort þetta ber ekki vott um þróaða réttlætiskennd, jafnvel háþróaða, svo þar komum við haukfránu auga á aUa vega einn ljósan punkt. Og, ef einn hvitur krummi finnst, nú þá geta ekki aUir krummar kaUazt svartir. Annars ætl- um við að geyma svona heimspekUeg- ar vangaveltur tii betri tima. En, i ljósi þessa erum viö ekki viss um að við trúum þessu um hann Haukfrán okkar, svo við seljum það ekki dýr- ara en við keyptum það. Hvað er konan að gera? Hvað er konan eiginlega að gera? varð okkur að orði þegar við sáum þessa mynd. Það er ekki um að viUast. Myndin lýgur ekki. Konan bítur karlmanninn á viðkvæmum stað og svipbrigði hans leyna sér ekki. Ekki treystum við okkur til að segja hvort þau lýsa sársauka eða annarri tilfinningu . . . Þetta atriði kemur fyrir í leikriti sem danskt leikhús sýnir um þessar mundir og nefnist Hajre side farst. Þau tvö eru sem sagt bara að leika. KROPPURINN LORRAINE lALLRA KVIKINDA LlKI t Lorraine sem saklaus rúllu- skautastelpa. Dallas-kvendið Lucy Etving? Nei, ekki alveg. Ljósu lokk- arnir eru þama komnir á kollinn á Lorraine. Hin unaðsfríöa Lorraine Paul gerir kærasta sinum Ufið leitt á stundum. AUt stafar þaö af þvi að hann veit aldrei á hverju hann á von, eða hvort hann þekkir sina heitt elskuðu næst þeg- ar hann litur hana augum. Lorraine Utla hefur sum sé gaman af því að taka á sig hin margvislegustu gervi. Hún bregður sér á rúUu- skauta, sakleysisleg meö fléttur i hári. Áður en þú áttar þig er rúlluskautastelp- an komin meö sitt Uðað hár og má varla sjá mun á henni og Lucy Ewing í DaUas- þáttunum vinsælu. Islenzkir sjónvarpsáhorfendur eru byrjaðir að njóta þeirrar sápuóperu, sem kunnugt er. En Lorraine er ekki leng- ur ljóshærð en hún þarf. Svart hárið gerir hana lik- asta söngkonunni Kate Bush. Og þar sem hún er ekki um of jarðbundin tekur hún einnig á sig svip geimstúUcu. AUt þetta feUur þó i skuggann fyrir þvi þegar Lorraine er hún sjálf. Hún er sá kroppur að hún þarf trauðla að bregða sér i aUra kvikinda liki. En það getur jú verið gaman að svekkja kærastann. En bezt er hún eins og hún er I raun og veru, brjóstgóð og mjaðmanett. DoUy Parton Dolly fær keppinaut Á meðan DoUy Parton sinnir nýjasta tómstundagamni sinu sem eru dans- timar, er enn einn fjölskyldumeðlimur hennar að feta sín fyrstu skref á tónlist- arbrautinni. Sjálfsagt þykir fiestum nóg að vita af Dolly og systur hennar Stellu en við segjum ykkur engu að síður frá hinum unga Randy Parton. Sá sendi nýlega frá sér sina fyrstu hljómplötu. Heitir hún Hold Me Like You Never Had Me. DoUy Parton er langþekktust úr þessari fjölskyldu en Stella er einnig vel kunn í Bandarikjunum þó að hróður hennar hafi enn ekki borizt til Islands. Munu frekar hafa samfarir WiUiam C. Westmoreland sem eitt sinn var einn af æðstu yfirmönnum bandaríska hersins segir að konur eigi ekki að vera i eldlínunni i striðsátök- um. Hann segir að ef kona og karl lendi saman í greni þá muni þau hafa samfarir frekar en berjast við andstæð- inginn. Hershöfðinginn fyrrverandi var á samkomu fyrrum yfirmanna í flugher Bandaríkjahers þegar hann sagði þessi orð. Hann sagði einnig við sama tæki- færi: „Hver maður með snefU af skyn- semi viU ekki að konur berjist.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.