Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981. 15 Sþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir l ishátíð ærdag Valsmenn minntust á veglegan hátt sjötiu ára afmæiis félags sins i gær. Útisamkoma var við minnisvarða séra Friðriks Friðriks- sonar, stofnanda Vals, i Lækjargötu i hádeg- inu. Séra Friðrik stofnaði Val ásamt 15 ungum piltum i KFUM11. maf 1911. Pétur Sveinbjarnarson, formaður Vals, efri myndin, flutti ávarp og Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Vals og heiðursfélagi, lagði blómsveig að minnisvarðanum, neðri myndin. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, minntist mannvinarins séra Frið- riks. Fjölmenni var við athöfnina. Síðar um daginn var opið hús að Hlíðar- enda og þar var einnig fjölmenni. Tveir fyrr- verandi formenn Vals, Sveinn Zoéga og Úlfar Þórðarson, voru gerðir að heiðurs- félögum Vals. Báðir þökkuðu þann heiður með ræðum. Þá voru ýmsir menn sæmdir heiðursmerkjum í tilefni afmælisins. Full- trúar sérsambanda fluttu ávörp og Val bárust ýmsar góðar gjafir. Afmælisins verður síðar minnzt nánar hér í blaðinu. DB-myndir Bjarnleifur. „Ég var aldrei boðaður” —sagði Sæbjöm Guðmundsson. KR-ingar fengu ekki leyfi til að leika í pressuleiknum ÞaO vakti nokkra gremju meðal landsliflsnefndarmanna og blaða- manna i gær að enginn þelrra þriggja KR-inga sem valdir voru f leikinn f gær- kvöld skyldi geta leikið með. Var sú skýring gefln að allir þrir ættu við litils háttar meiðsl að striða. Formaður knattspyrnudeildar hringdi um kl. 23 á sunnudagskvöld í Helga Danieisson og kvað Sæbjörn Guðmundsson ekki geta leikið vegna smávægilegra meiðsla. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir kl. 16 í gær sem formaðurinn tilkynnti að þeir Ottó Guðmundsson og Börkur Ingvarsson gæti ekki leikið vegna „smávægilegra meiðsla” eins og það mun hafa verið orðað. Til hvers þessi skrípaleikur? Var ekki bara hægt að koma hreint fram og segja að þessir menn mættu ekld leika. „Ég hef aldrei verið boðaður i þennan leik — las þetta í blöðunum,” sagði Sæbjöm Guðmundsson við einn blaðamanna i gærkvöld og var greini- lega svekktur yfir því að fá ekki tæki- færi til að spreyta sig. Ekki var meiðsl- unum fyrir að fara hjá honum. Ekki fékkst vissa fyrir þvi hvort þeir Ottó og Börkur ættu við einhver meiðsl að striða en sá grunur læðist óneitanlega að mönnum að þar hafi sama ástæðan •verið. Þeir hafi ekki fengið leyfi til að leika. KR-ingar eru að gera leik- mönnum sinum versta grikkinn með þessu þvf slikir leikir eru einmitt til þess að koma mönnum á framfæri við landslið — ekki til að útiloka þá. -SSv. Maraþonhlaup meistaramóts- firein f friálsum íbróttum Á sl. ársþingi FRÍ var samþykkt að bæta við tveimur nýjum keppnisgrein- um á Meistaramóti íslands f karla- flokki, 25 km hlaupi og maraþon- hlaupi. Maraþonhlaupið fer fram 20. september nk. en 25 km hlaupið nk. laugardag, 16. mai, kl. 14. Hlaupið m ■ hefst við fþróttavöllinn i Keflavik og verður hlaupið sem leið liggur út úr bænum og eftir veginum út f Garð. Þaðan verður hlaupið til Sandgerðis og loks sem leið liggur yfir Miðnesheiði til baka til Keflavfkur og endað við iþróttavöllinn. Er búizt við fyrstu hlaupurunum i mark um kl. 15:30. Skráning i hlaupið fer fram á staðnum og eru væntanlegir keppendur beðnir að mæta timanlega. Þátttökugjald er kr. 15. Nánari upplýsingar um hiaupið veitir Sigfús Jónsson, simi 28531 íþróttir Svíar komust ekki í úr slitin í körfuboltanum —Töpuðu fyrir Tyrkjum íB-keppninni íTyrklandi ígær Grikkland, Engiand, Vestur-Þýzka- iand og Tyrkland tryggðu sér sæti i A- keppni Evrópumótsins i körfuknatt- leik, sem háð verður i Tékkóslóvakiu um mánaðamótin. Þessi lönd urðu i fjórum efstu sætunum i B-keppninni i Tyrklandi, sem lauk i gær. Þá sigraði Grikkland Vestur-Þýzka- land 81—79 eftir að vestur-þýzka liðið hafði haft níu stig yfir 1 hálfleik, 47— 38. Tyrkir unnu Svía örugglega í hinum þýðingarmikla leik iiðanna, sem réð úrslitum um það hvort liðið komst áfram. Lokatölur 69—55 fyrir Tyrk- land eftir 40—35 í hálfleik. Það var síðasti leikur keppninnar. Holland sigr- aði England 96—82 en þau úrslit skiptu enska liðið ekki máli. Það hafði þegar tryggt sér sæti i A-keppnina í Tékkó- sióvakíu. Grikkland var eina landið í B- keppninni, sem ekki tapaði leik. Grikkland og Engiand verða í riðli með Frakklandi, Tékkóslóvakíu, Spáni og ísrael í A-riðli A-keppninnar en Vestur-Þýzkaiand og Tyrkland verða í B-riðli með Sovétrikjunum, Júgó- slaviu, Póllandi og Ítalíu. = adidas S K Ó R F3 PATRICK DiKofinn Skóla vörðustíg 14 — Sími 24520 ODYRIR ÆFINGASKOR Stærðir30-39 Kr. 110,00 Stærðir40-46 Kr. 125,00 Litur: BLátt m/hvítum röndum Mikið úrval af háum og lágum BÓMULLARSOKKUM í öllum litum. Verð frá 20 kr. Lady TRX, hvitir og bláir. StæriUr 51/2-9. Kr. 292,00 TRX Training, biáir og hvitir. Stærðir S-12 1/2. Kr. 286,00 skór Keegan Junior. Nr. 31—35 Svartir og gráir. Kr. 160,00 Miami. Nr. 39-46 Gráir og svartir. Kr. 266,00 AVUS, bláiroghvitir. Stærðir 61/2-13. Kr. 286,60 Universai, hvitir og svartir. StærðirS 1/2-121/2. Kr. 280,00 Stockhoim GÍT, bláir og hvítir. Stærðir 31/2-11. Kr. 280,00 1 i ! j -/ J . Copenhagen, hvítir. Nr. 37-45. Kr. 246,00 ÚL-80, gulir, grænir. Stærðir 41/2-10. Kr. 525,00 Klaus Fischer, svartir og hvitir. Stærðir 31/2-11. Kr. 262,00 SUPER CUP Nýi malarskórínn fráAdidas. • Svartir og hvítir. Stærðir7—10. Kr. 410,00

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.