Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 14
íþróftir DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981. íþróttir ° íþróttir Íþróttir íþrótti LANDSUDID SKORAÐI EINA MARK LEIKSINS —en pressan átti a.m.k. jaf ntefli skilið Aldrei fór það svo afl pressullðlð tapafli ekki fyrir landsliðlnu I knatt- spyrnu en naumara gat þafl ekkl verifl I bliflskaparveflri & Melavelllnum I gær- kvöld. Landslifllfl skoraðl eina mark leiksins 6 32. minútu og var þar Lúrus Guðmundsson afl verki eftir slæm mis- tök I vörn pressuliflsins. Fleiri urflu mörldn ekki og það varfl þvf hlutskipt! „snillinganna” sem valdir voru af blaflamönnum afl tapa leiknum. Pressuliðifl átttl a.m.k jafntefU skilið. Leikurinn í gær bauð oft upp á skemmtileg tilþrif — þau beztu sem sézt hafa í vorleikjum til þessa. Það tók bæði liðin nokkurn tima að komast í gang en „pressan” var fyrri til og átti meira i fyrri hálfleiknum án þess þó að skapa sér nein verulega góð færi. í siðari hálfleiknum komust pressu- liðsmenn tvívegis í dauðafæri. Fyrst Helgi Bentsson, sem lyfti knettinum yfir Bjarna Sigurðsson markvörð, en skot hans fór hárfint framhjá. Síðan stakk Jón Einarsson varnarmenn landsliðsins af en skot hans sleikti stöngina utanverða. Landsliðið fékk eitt verulega gott færi eftir beztu leik- fléttu liðsins er langt var liðið á leikinn. Guðmundur Ásgeirsson varði hins vegar snilldarlega frá nafna sinum Torfasyni í landsliðinu. Að öðrum ólöstuðum voru það Blik- arnir í pressuliðinu sem komu einna bezt út. Valdimar geysisterkur i vöm- inni með Dýra og þeir Jón og Helgi stórhættulegir frammi. Guðmundur öruggur í markinu. Landsliðið var afar jafnt en Lárus Guðmundsson var skæður frammi. Áhorfendur vom hátt i 700 á Melavellinum í gær og fengu talsvert fyrir aurana sina. Ætlunin er að annar pressuleikur fari fram í júli. --------- h Hilmar kominn á heimaslóðir Hilmar Haf steinsson þjálfar Njarðvíkinga Hiimar Hafsteinsson mun að öllum likindum þjálfa íslandsmeistara UMFN næsta keppnistimabil. Hilmar leiddi Valsmenn til sigurs i bikarkeppni KKÍ sl. vetur, eins og kunnugt er, en þar áður var hann þjálfari UMFN, í a.m.k. tvö keppnistfmabil. Hilmar er því kominn á heimaslóðir afl nýju en hann er Njarðvikingur og fyrrum leik- maflur UMFN. Ekki liggur enn ijóst fyrir hvort Danny Shouse leikur mefl UMFN á komandi vetri en UMFN hefur gert honum tilbofl sem stendur i þrjár vikur — en á þann tima er langt liflifl, svo lin- urnar fara senn að skýrast. -emm. Nú vilja ensku f é- lögin fá Tony Knapp —en fyrrum landsliðsþjálfari íslenzka landsliðsins vill ekki rifta samningi sínum við Viking í Stafangri „Við Martin Peters erum mjög góðir vinir og ég hef tilboö frá honum. Það er hins vegar Ijóst að ég mun ekki brjóta samning minn við Viking og fara frá félaginu áður en leiktimabilinu er lokifl. Þafl hef ég aldrei gert og kem ekld til með að gera,” sagfli Tony Knapp, fyrrum landsliflsþjálfari is- lenzka landsliðsins i knattspymu, ný- iega f viðtali i Dagbiaðinu norska. Blaðið skýrir frá því að þetta verði síðasta leiktímabil Knapp með Stavanger-liðið. öruggt er, segir blaðið, að Knapp hefur fengið tilboð frá tveimur enskum félögum og einnig þriðja erlenda félaginu. Meðal annars frá Sheffield United, því fræga, enska félagi, en lið þess féll nú í vor niður i 4. deild í fyrsta skipti i sögu félagsins. „Hitt tilboðiö frá Englandi er frá félagi i 2. deild. Stjórnarformaður þess er góður vinur minn og hafði samband við mig, þegar ég var í páskaleyfi á Englandi á dögunum. Hann vildi ná samkomulagi og að ég gæti komið til félags hans í haust. Þessi tvö boð má kalla fyrirspurnir en þriðja félagið hefur gert mér beint tilboð,” sagði Tony við Dagbladet. „Þetta er ekki létt staða fyrir mig sem knattspymuþjálfara. Ef ég hefði sagt já við ensku liðin hefði það þýtt að ég hefði orðið að rifta samningi mínum við Viking. Það getur sem sagt skeð að þegar ég yfirgef Viking hafi ég neitað tilboðum vegna þess, að ég gat ekki hafið störf á þeim tíma, sem óskað var. Einnig annað. Eftir fjögur ár í Noregi líkar mér mjög vel hér. Hef alls ekki geftð á bátinn að vera áfram í Noregi. Það fer auðvitað eftir því hvernig stjórnarmenn í norskum félögum meta störf þau, sem ég hef innt af hendi fyrir Viking,” sagði Knapp. - Viðtalið var tekið eftir að Stavanger- liðið hafði tapað fyrir Lyn í Osló 2—0. Hvað kom fyrir, spyr blaðamaður Dag- bladet. „Ég veit ekki. Leikmenn mínir voru vel undirbúnir fyrir leikinn andlega og líkamlega. Þegar flauta dómarans hljómaði í leikslok voru þeir sem lamaðir. Við höfum farið yfir videó- spólu af leiknum og leikmenn mínir eru sammála um að þeir hafi ekki lagt sig alla fram. Það er eitt, þegar leikmenn mínir leika ekki vel — annað þegar þeir leggja sig ekki alla fram. Þá svíkja þeir mig og þá hefur ekkert að segja hve góðan þjálfara þeir hafa, hver leik- aðferðin er ef þeir vilja ekki leggja sig alla frám. Gegn Lyn vorum við með landsliðsmann á vellinum, sem lék eins og leikmaður úr fimmtu deild,” sagði Tony Knapp að lokum. - hsim. ******* —*- — Tony Knapp á lcikvanginum i Stavanger — hefur fengiö tilboð frá þremur félögum, tveimur á Englandi. Vegleg af mæli Valsmanna í g VÍTASPYRNUR í FA-BIKARNUM Ef jafntefli verflur eftir venjuiegan leik- tfma og framlengingu f úrslitaleik Man. City og Tottenham i ensku bikarkeppninni á fimmtudag, mun vitaspymukeppni ráfla úr- slitum. Ef til kemur verflur það í fyrsta skipti i 100 ára sögu bikarkeppninnar. Enska knattspyrnusambandið ákvað þetta fyrirkomulag í gær frekar en að efna til þriðja leiksins milli félaganna til að koma í veg fyrir úrslitaieik eftir brezku meistarakeppnina, sem hefst á laugardag. Þar keppa landslið Englands, Norður-írlands, Skotlands og Wales. Sex af leikmönnum Man. City frá úrslita- leiknum á laugardag voru i gær undir læknis- hendi vegna meiðsla, þeir Gerry Gow, Tommy Hutchison, Paul Power, Tommy Caton, Kevin Reeves og Dave Bennett en vonazt er til að þeir geti allir leikið á fimmtu- dag. Helzt að Gow gæti helzt úr lestinni. Þá er talinn möguleiki á að Dennis Tueart verði 12. maðurliðsins í staðTony Henry.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.