Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981. ,, ^ , V Tímamótaviðburður íaugnlækningum á íslandi: BNSTÆÐ SKURDAÐGBtD LÆKNIS Á LANDAKOTI —fjarlægði skemmda homhimnu úr auga og græddi í nýja homhimnu, auk þess sem hann fjarlægði skýmyndun úr augasteini Óli Björn Hannesson augnlæknir framkvæmdi á miðvikudaginn ein- stæðan uppskurð á auga á Landa- kotsspitalanum. Hann fjarlægði skemmda hornhimnu úr auga manns og græddi í nýja hornhimnu. Auk þess fjarlægði hann um leið ský- myndun úr augasteininum. t raun- inni er hér um að ræða tvær vanda- samar aðgerðir sem Óli Björn fram- kvæmdi í einu á nær fimm kiukku- stundum. Slíkar aðgerðir hafa hingað til verið gerðar erlendis en ekki á ls- landi fyrr en nú. Kristján Sveinsson augnlæknir framkvæmdi fáeinar að- gerðir fyrir tveimur áratugum þar sem græddar voru hornhimnur í augu. En þá var tæknibúnaður ófull- komnari en nú þekkist og aðstæður allar mun erfiðari. Því varð ekki framhald á þessum aðgerðum og sjúklingar sem þurftu á þeim að halda leituðu sér lækninga á sjúkra- húsum erlendis. ééin/v'A Þversnið af augæ Óli Björn fjarlægöi 8 millimetra af hornhimnunni og skýmyndun úr augastcininum. Hann græddi siðan I nýja hornhimnu. Enn sem komið er bendir allt til að aðgerðin hafi tekizt fullkomlega. $ iHA- M/atcA Nú eru allar horfur á að umræddar augnaðgerðir geti verið fram- kvæmdar hérlendis framvegis, eftir aðLmdakotsspítalinneignaðist nauð- synlegan búnað og starfsliðið hefur fengið þá þekkingu og reynslu sem nauðsynlegt er. Talið er ekki fjarri lagi að áætla að í hverjum mánuði þurfi einn tslendingur að gangast undir slíkan augnuppskurð. Dagblaðsmenn fóru á stúfana i gær og heimsóttu Óla Björn Hannes- son lækni þar sem hann var við störf á Hrafnistu, heimili aldraðra í Hafn- arfirði. Einnig lá leiðin á Landakots- spítalann, þar sem Þorvarður Stef- ánsson liggur. Hann gekkst undir uppskurðinn á miðvikudaginn. -ARH. LJÓSMYNDIR. SIGURÐUR ÞORRI SIGURÐSSON „ Allir þættir þurfa að vera vel undirbúnir til að svona aðgerð takist vel” „Þakklátur fyrir að svo vel tókst til” —segir Óli Bjöm Hannesson augnlæknir „Aðgerðin var eiginlega meiri eld- raun en ég hafði búizt við i fyrstu en ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir að svo vel tókst til,” sagði Óli Björn Hannesson augnlæknir í samtali við blaðamannígær. Ég kynntist aðgerðum af þessu tagi þegar ég var við nám erlendis og hef síðan haft á þeim mikinn áhuga. Þegar kominn var nauðsynlegur tæknibúnaður hérlendis til að fram- kvæma þetta hér heima fannst mér sjálfsagt að gera það. Ég hafði farið 1 námsferðir til útlanda og kynnt mér málið rækilega áður. Ég dvaldi i þessu skyni á sjúkrahúsi í London árið 1979 og í Bandaríkjunum í stutt- an tima síðastliðið haust. Til að að- gerð af þessu tagi heppnist vel þurfa allir þættir að vera vel undirbúnir. Það á jafnt við um sjálfa skurðstof- una sem eftirmeðferðina á deild- inni,” sagði Óli Björn Hannesson. -ARH. Óli Björn Hannesson: Aðgerðin var meiri eldraun en ég hafði búizt við. DB-mynd: Sig. Þorri. Gamall að ámm en ungur í anda: „Það er enginn doði yfir mér” —segir Þorvarður Stefánsson, 87 ára Homf irðingur, sem gekkst undir augnuppskurðinn * * „Ég hef bara verið veikur i fjóra daga á ævinni! Það var um fermingaraldurinn þegar ég lá i mislingum.” DB-mynd: Sig. Þorri. „Ég get ekki annað en verið lukku- legur með árangurinn. Ég var ákveð- inn í að láta gera aðgerðina hvað sem það kostaði og sé ekki eftir því. Það er enginn doði yfir mér!” sagði Þor- varður Stefánsson, 87 ára gamall Homfirðingur, þegar við heimsóttum hann á augndeild Landakotsspítala í gær. Þó aðeins væru liðnir 5 dagar frá aögerðinni á vinstra auga var hann furðu hress og þakklátur lækn- inum sínum og starfsfólkinu á spital- anum fyrir allt það sem gert er fyrir hann. Þorvarður er Hornfirðingur i húð og hár og býr nú hjá dóttur sinni að Setbergi I Nesjahreppi, Austur- Skaftafellssýslu. „Ég hef alltaf verið stálsleginn og aðeins legið veikur í rúminu í fjóra daga á ævinni! Það var þegar ég lá i mislingunum um fermingaraldur, sagði Þorvarður. „Það fór að bera á því upp úr ár- inu 1925 að eitthvað var að augun- um. Þetta ágerðist og árið 1936 fór ég til læknis á Fáskrúðs- firði sem sagði: „Það eru fjöll í augunum á þér!” Kjartan Ólafsson læknir skoðaði mig síðar og sagðist halda að þetta stafaði af sáraveiki sem ég hafi liklega fengið ungur. Eftir þvi man ég ekki. Svo var mér bent á Bergsvein Ólafsson augnlækni sem gerði mikið fyrir mig.” Langt er síðan Þorvarður hefur getað lesið með góðu móti. Undir það síðasta reyndi hann að lesa stærra letur með stækkunargleri og sterkum gleraugum. Nú gerir hann sér vonir um að geta ef til vill fengið nægilega sjón til að lesa eitthvað sér til gamans. Hann gat lesið fyrirsagna- letur í blöðum strax um síðustu helgi, eftir að umbúöir voru teknar frá aug- anu. Hann var vongóður um að fá enn meiri og betri sjón þegar fram líða stundir og augnskurðurinn grær. „Ég veit ekki hvað ég þarf að vera lengi hérna á spítalanum. Hann Óli Björn ræður því, hann fylgist vel með mér,” sagði þessi lífsglaði Hornfirð- ingur þegar við kvöddum hann og óskuðum honum góðs bata. -ARH. ATLI RUNAR HALLDÓRSSOIM 'tiiiirricmiiiiii . téz iri 3flar • uIdí! b.ðs t iáqa imniiiinm i iiiiinnruu r* iiiiinmimifu irniil' . JMJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.