Dagblaðið - 12.05.1981, Síða 12
frjálst,áháðdagblað
Útgefandi: Dagblaöiö hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHseon. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aöstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Roykdal.
íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoóarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Asgrlmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urösson, Dóra Stefánsdóttir, Elln Albertsdóttir, Gbli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hókonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th: Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurösson
og Sveinn Þormóösson.
Skrrfstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halidórs-
son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjórn: Síöumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverhohi 11.
Aöalsimi blaösins er 27022 (10 línur).
Vinstri sveifían
Frakkar ganga út í óvissuna eftir kjör
Francois Mitterands í embætti forseta.
Vinstri sveiflan í þessum kosningum
stingur í stúf við úrslit sumra annarra
mikilvægra kosninga síðustu árin,
meðal annars þingkosningar í Bretlandi
og forsetakosningar í Bandaríkjunum.
Miklu um þetta veldur, að forsetinn, sem að völdum
hefur setið, Giscard d’Estaing, hafði hrakið frá sér
fylgi með hroka og yfirlæti. Kjósendur kjósa gegn hon-
um og velja því þá övissu, sem Mitterand fylgir.
Giscard sætti meðal annars ásökunum vegna dem-
antagjafa frá Bokassa, fyrrverandi einræðisherra og
harðstjóra. Forsetinn lét aldrei svo lítið að svara þess-
um ásökunum að neinu ráði. Var það í samræmi við
einstrengingslega og kuldalega framkomu hans í öðr-
um efnum gagnvart fjölmiðlum og almenningi.
Franska þjóðin hefur viljað kjósá sér manneskjulegri
leiðtoga.
Þetta var þriðja tilraun Mitterands, leiðtoga sósíal-
ista- eða sósíaldemókrataflokksins franska, til að ná
forsetaembætti. Áður hafði munað mjóu, en á loka-
sprettinum voru það þá hægri menn, sem sigruðu.
Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í tveimur
umferðum. í síðari umferð leiddu saman hesta sína
þeir tveir, sem flest atkvæði fengu í hinni fyrri. Eins og
að líkum lætur ráðast úrslit í síðari umferð af því,
hversu mikið fylgi frambjóðendur fá úr röðum þeirra,
sem studdu aðra frambjóðendur í fyrri umferð.
Hægri maðurinn Giscard virtist löngum of stoltur til
að gefa gaullistum undir fótinn til að fá atkvæði
þeirra. Niðurstaðan hefur vafalaust orðið, að ýmsir
vinstri sinnaðir gaullistar hafa stutt Mitterand. Mitter-
and safnaði um sig í síðari umferð hinum mislitu
vinstri mönnum, meðal annars kommúnistum.
Kommúnistar guldu afhroð í fyrri umferð forsetakosn-
inganna. Foringjar þeirra voru tregir til stuðnings við
Mitterand í síðari umferðinni en létu til leiðast að
lokum fyrir áeggjan óbreyttra flokksmanna.
Þótt flokkur Mitterands sé jafnan nefndur „sósíal-
istaflokkurinn” í íslenzkri þýðingu, er í raun um sósíal-
demókrataflokk að ræða, sem kann þó að vera eitt-
hvað vinstri sinnaðri en sumir aðrir slíkir flokkar. Fyrr
á tímum var kommúnistaflokkurinn forystuafl á
vinstri væng franskra stjórnmála. Hann var miklu
stærri en sósíalistaflokkurinn. Foringjar sósíalista-
flokksins tóku í þann tíð þátt í ótal ríkisstjórnum með
borgaraflokkunum. Þetta hefur breytzt, eins og sigur
Mitterands sýnir bezt. Nú er sósíalistaflokkurinn ótví-
rætt forystuafl á vinstri vængnum, en kommúnista-
flokkurinn hefur hjáðnað.
Mitterand segist munu efna til þingkosninga hið
bráðasta til að freista þess að fá fram þingmeirihluta
vinstri manna. Forsetaembættið er mjög valdamikið í
Frakklandi, en forsetinn þarf þingmeirihluta til að
koma helztu málum sínum fram. Óvíst er, að honum
takist að efla vinstri menn til slíks sigurs, að þeir vinni
þingmeirihluta. Takist það ekki, kann glundroði að
skapast.
Mitterand hefur sagzt vilja láta þjóðnýta ýmis iðju-
ver og banka, hækka fjölskyldubætur og lágmarkslaun
og stytta vinnuviku. Að líkindum mun hann vilja færa
út opinbera báknið til að skapa atvinnu. Slík mál mæl-
ast vel fyrir meðal franskra vinstri sinna. En óvíst er,
hvernig þau reynast í framkvæmd. Ennfremur liggur
ekki fyrir, hvort kommúnistar munu fá ráðherra í
ríkisstjórn og hvaða áhrif það mundi hafa. Reiknað er
með óbreyttri utanríkisstefnu, en flest annað er óráðið
eftir kjör Mitterands.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981.
Hvað er nýlist?
Undanfarið hafa menn að vonum
spurt þessarar spurningar og þeim
sem spurðir voru hefur orðið fátt um
svör. Ég ætla mér ekki þá dul að
svara þessu i eitt skipti fyrir öll en vil
nefna hér nokkrar listgreinar sem
heyra undir „það sem kallaö er ný-
list” og við í Nýlistadeild Myndlista-
og Handíðaskóla íslands höfum
verið að fást við.
Gerningur er ný listgrein sem hefur
vakið mikla athygli, bæði hér heima
og erlendis, og er af mörgum list-
gagnrýnendum útlendum talin vera
merkilegasta nýjung sem komið'
hefur fram á síðustu árum í list,
jafnvel bylting á borð viö kúbisma
eða abstrakt málverk. (Alexandre
Cirici, Gregory Battcock t.d.). Von-
andi gefst tækifæri til að lýsa þessu
fyrirbæri nánar síðar.
Póst-list
Listamenn nota miðla eins og Póst
og sima til tjáningar og dreifingar á
alls konar myndverkum. Þeir senda
t.d. á milli sín myndverk sem verða
eins konar safnverk með póststimpl-
um. Keðjubréf eru notuð í sama
skyni.
Videó
Vakandi listamenn eru alltaf í takt
við tímann. Nýir möguleikar opn-
uðust með sjónvarpstækninni.
Myndsegulbönd voru fyrst notuð til
að geyma heimildir um gerninga
o.fl., síðar voru gerð sjálfstæð verk
fyrir þennan tjáningarmiðil.
Kjallarinn
Ragna Hermannsdóttir
Bókagerð
Þessi tegund bóka er myndverk,
stundum í formi skúlptúrs, en oftar
með teikningum, ljósmyndum eða
grafík, með texta eða án texta. Ef til
vill finnst mönnum ekkert nýtt í
þessu, myndabækur hafi iengi verið
til. En munurinn er sá að áöur voru
bækur myndkreyttar en nú er bókin
sjálf mynd.
Með fjölfjöldun listbókarinnar er
einangrun listarinnar rofrn. Þetta
þýðir list til allra, ekki aðeins þeirra
sem hafa peninga til þess aö kaupa
dýrmálverk.
„Þessi leit listamanna aö nýjum tján-
ingarformum verður ekki stöövuö.”
Hið hefðbundna ritaða mál þarf
ekki nauðsynlega að vera i bók. Það
getur t.d. verið á mikrófilmum eða i
tölvu.
Ljósmyndun
Oft hefur verið um það deilt hvort
ljósmyndun sé list eða ekki. Nýlista-
menn þurfa ekki að spyrja að þvi.
Þeir nota ljósmyndir mjög mikið og
alltaf I listrænum tilgangi hvort sem
Ijósmyndin er heimild eða sjálfstætt
verk.
Málun
Nýlistamenn kasta ekki fyrir borð
hefðbundnu listformi eins og mál-
verkinu. Nýlega hafa komið fram
merkilegir hlutir 1 því formi. Sama
má segja um textíl, grafík, teikningu
og skúlptúr, allt er þetta notað til
miðlunar á nýjum hugmyndum.
Hljóðgerningur
Um hann gildir það sama og um
sjónvarpstækni, ný tækni í hljóðupp-
tökum opnaði marga möguleika til
tilrauna með alls konar hljóð. Ef
mönnum finnst það ekki heyra undir
myndlist má benda á að oft eru þeir
notaðir í myndverkum, t.d. video-
verkum og gerningum.
Margt fleira mætti nefna en
verður ekki gert að sinni. Allt er þetta
víkkun á hefðbundinni myndlist og á
mörkum listgreina, ekki til að
sameina þær heldur til að finna eitt-
hvað nýtt. Þessi Ieit listamanna að
nýjum tjáningarformum verður ekki
stöðvuð.
Nýl’stadeild M.H.t.
5. maf 1981
Ragna Hermannsdóttir.
Þær hetjur frá
réttindaleysi”
Þessi orð Stephans G. Stephans-
sonar hafa mér oft dottið í hug á und-
anförnum vetri þegar mér hefur
orðið hugsað til þeirra hetja í fangels-
um Norður-írlands, sem hafa verið í
hungurverkfalli til að berjast fyrir
kröfum pólitískra fanga, og reyna að
vekja athygli umheimsins á ástandinu
á Norður-írlandi. Rússnesku verka-
mennirnir, sem Stephan G. orti um
og skotnir voru á torginu fyrir
framan Vetrarhöllina árið 1905, eru
sem kunnugt er löngu búnir að velta
af sér ánauðarokinu, og við skulum
vona að baráttu íranna eigi eftir að
ljúka með jafn fullum sigri.
Það verður ekki annað sagt en að
hljótt hafi verið um þá baráttu sem
fram hefur farið á Norður-írlandi. Ef
einhverjar fregnir hafa borist þaðan
hefur það helst verið af ofbeldisverk-
um og sprengjutilræðum og hefur
írski lýðveldisherinn oftar en ekki
verið nefndur i því sambandi, svo
ætla hefði mátt að sá her samanstæði
af eintómum glæpamönnum. Minna
hefur verið getið um þann erlenda her
sem er í landinu. MiIIi þessa hers og
óbreyttrar alþýðu Norður-írlands
hefur geisaö stríð, sem alþýðan hefur
orðið að heyja svo að segja með ber-
um höndunum, og menn hafa ekki
verið óhultir við dagleg störf sín eða á
götum úti fyrir geðþóttahandtökum
og manndrápum af hálfu breska
hersins. Það er ekki fyrr en Robert
Sands hefur svelt sig I hel að svo
virðist sem eitthvað sé farið að rofa
til og samviska okkar sé farin að
vakna fyrir því aö eitthvað sé öðru-
visi en íslenskir fjölmiðlar hafi viljað
Kjallarinn
María'
Þorsteinsdóttir
vera láta. Ég vil taka það hér fram að
Robert Sands var ekki sá fyrsti sem
svelti sig til bana og trúlega verður
hann heldur ekki sá siðasti, það var
aðeins af því hann hafði verið kosinn
þingmaður sem dauði hans vakti svo
mikla athygli sem raun varð á, dauði
hinna óþekktu hetja hefur ekki vakið
neina sérstaka athygli í íslenskum
fjölmiðlum.
Státtabarátta
á Norður-írlandi
Því er oftast haldið fram að á
írlandi sé um trúarbragðastríð að
ræða og að breski herinn sé þar til að
sætta deiluaðila og koma í veg fyrir
enn átakanlegri bræöravíg. Jú, það
er mikið rétt að óeirðirnar brutust
fyrst út milli lúterskra og kaþólskra
en þær voru þó stéttabarátta frá
fyrstu stundu, kaþólski minnihlutinn
var fátækari hluti þjóðarinnar, hann
bjó i fátækrahverfum borganna og
hann varð fyrr atvinnulaus þegar
þrengdist á vinnumarkaðinum. Að
hinu leytinu hefur aldrei komið fram
að deilt hafi verið um trúarbrögð, að
lúterskir hafi viljað þröngva kaþólsk-
um til lúterskrar trúar eða öfugt.
Nokkrir talsmenn irskrar alþýðu hafa
getað látið rödd sína hljóma svo hátt
að hún hefur jafnvel náð daufum
eyrum okkar íslendinga. Einnþeirraer
Bernadetta Devlin, hún lagði rika
áherslu á það í öllum sínum málflutn-
ingi aö hún væri talsmaður aUrar al-
þýðu á Norður-írlandi en ekki ein-
göngu kaþólska minnihlutans. Þá
stofnuðu konur á Norður-írlandi
friðarhreyftngu um miöjan síðasta
áratug. Bundu margir nokkrar vonir
við þessa hreyfingu, og m.a. fékk
hún friðarverðlaun Nóbels, síðan
hefur lítið heyrst frá henni og ung
kona sem hélt ræðu á kvennaráö-
stefnunni „Fórum 80” í Kaup-
mannahöfn sl. sumar sagöi hana
liðna undir lok. Sagöi hún að þegar