Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. —MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1981 —106. TBL. RITSTJÓRN SÍÐLMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Islenzkir ökumenn erlendis taldir vera frá Israel:
Gyðingahatarar veitast
að bílum merktum ÍS
—FÍB ræðirhvort ekki sé heppilegra að breyta alþjóðlegum einkennis-
i'/C"
„Við höfum kannað hvaða leiðir
þarf að fara til að fá einkennisstöfun-
um breytt en formlega höfum við
ekki rætt þetta mál við islenzk
stjórnvöld,” sagði Tómas H. Svdns-
son, stjómarmaður f Félagi islenzkra
bifreiðaeigenda, er hann var spurður
um hvort sámtök hans, FÍB, hefðu
óskað eftir að alþjóðlegum ein-
kennisstöfum islenzkra bila, ÍS, yrði
breytt.
„lslenzkir ferðamenn hafa orðið
fyrir aðkasti út af þessu, bilar hafa
verið skemmdir,” sagði Tómas.
Sagðist hann hafa heyrt nokkur
dæmi um að ráðizt hefði verið á bila
merkta islenzku einkennisstöfunum, i
Sviþjóð og Þýzkalandi.
Tómas sagði það ekkert vafamál
að þeir sem hefðu ráðizt á islenzku
bilana hefðu álitið þá vera frá ísrael.
í stað fS er helzt talið koma til
greina að nota IC, fyrstu tvo stafrna í
orðinu Iceland, enska heiti íslands.
*»«
Enn er ekki ljóst hvaða leið þarf að
fara til að fá einkennisstöfúnum
breytt en ekki er óliklegt að málið
þurfi að fara i gegnum Sameinuðu
þjóðirnar. fsland yrði ekki fyrsta
landið til að óska eftir breytingu þvi
samkvæmt upplýsingum sem FÍB
hefur fengið fiá brezku bifreiðaeig-
endasamtökunum hefur um helm-
ingur þeirra landa sem hafa ein-
kennisstafi óskað eftir breytingu. Má
þar nefna Sviþjóð, Noreg og Fínn-
land. Sviþjóð vill breyta úr S i SW,
Noregur úr NI NO og Finnland úr FS
IFI.
-KMU
Paul
McCartney
óttastum
Iffsitt
— sjá erl. fréttir
bls. 8-9
Trimmkeppni fatlaðra:
„Allterkomiðá
fleygiferð99
— sjá bls. 5
•
Vinningaskrár
happdrætta
DASogHÍ
— sjá bls. 6
alltaf .
feti
framar:
Glæsilegt 12síðna aukablað um
íslandsmótið íknattspyrnu fylgirí dag
Dagblaðið hefur löngum gert vel
við íþróttir og ekki verður nein
breyting þar á i dag. Auk tveggja
heföbundinna iþróttasiðna fylgir 12
siðna aukablað um íslandsmótið i
knattspyrnu með DB i dag.
Knattspyrnuunnendur fá því svo
sannarlega eitthvaö við sitt hæfi þvi
birtar eru myndir af öllum leikmönn-
um og þjálfurum 1. deildarinnar —
ails um 200 talsins.
Auk myndanna eru viðtöl við alla
þjáifara og fyrirliða liðanna. „Það er
lélegur hermaður sem ekki stefnir að
því að verða hershöfðingi,” segir
þjálfari Víkings, Yuri Sedov.
„Þjálfari sem hefur yfir góðum
mannskap að ráða og stefnir ekki aö
sigri er bezt geymdur í Hafnarfirði,”
segir Fritz Kizzing, þjáifari Blikanna.
Mörg guilkorn leynast í þessum
spjöllum eins og sjá má.
Við birtum niðurrööun íslands-
mótsins i sumar, uppiýsingar um
aösókn, árangur hvers einasta liðs sl.
10 ár, dómaratal og þá eru einnig
itarlegar upplýsingar um breytingar á
hverju eintöku liði frá í fyrra. Það er
þvi Ijóst að enn meiri ástæða er til
þess i dag en venjulega að láta DB
ekki framhjá sér fara.
-SSv.
í
i
1
l
4