Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. MAl 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent Muhammed Ali. REUTER Ali leggur fé til höfuðs Atlantamorð- ingjanum S gær fannst lík sextán ára blökku- pilts í Atlanta í Bandaríkjunum og er það 27. ungmennið sem lætur lífið á voveiflegan hátt í Atlanta á síðustu 22 mánuðum. Ekki er þó víst að pilturinn sem fannst í gær sé fórnarlamb barna- morðingjans (eða morðingjanna) svo- nefnda því grunur leikur á að pilturinn hafi framið sjálfsmorð. Muhammed Ali fyrrum heimsmeist- ari í hnefaleikum, tilkynnti um helgina að hann hefði ákveðið að leggja fram jafnvirði 2,5 milljóna króna til hvers þess er veitt gæti upplýsingar er leiddu til handtöku Atlanta-morðingjans. Nató eykur útgjöld til hermála Varnarmálaráðherrar Atlantshafs- bandalagsins ákváðu i gær að beita sér fyrir því að útgjöld til hermála yrðu aukin um þrjú prósent næstu tvö ár vegna aukinnar hernaðaruppbyggingar Sovétríkjanna. Paul McCartney. Paul óttast morðhótanir „Ég tek ekki þá áhættu að koma fram á sviði framar,” segir Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney. Ástæðan er morðið á félaga hans, John Lennon, og morðhótanir sem Paul hefur fengið 1 kjölfar þess. „Ég óttast einfaldlega að verða skot- inn,” segir Paul. Þetta þýðir að Paul mun leysa upp hljómsveitina Wings en halda áfram að semja lög og leika inn á hljómplötur. Enn hitnar í kolunum í Miðausturlöndum: Israelsk þota skot in niður í Líbanon Þetta er í fyrsta sinn sem Sýrlend- ingar skjóta þessum eldflaugum að ísraelskum flugvélum. ísraelsmenn telja þessar eldflaugar alvarlega ógn- un við friðinn í Miðausturlöndum og hafa hótað að eyðileggja þær verði þær ekki fjarlægðar. Tals'menn sýrlenzku herstjórnar- innar sögðu að israelska þotan hefði Menachem Begin. verið skotin niður er hún var í könn- unarflugi yfir Bekaa dalnum í austur- hluta Líbanon. Víst er að atvik þetta muni greiða fyrir friðarumleitunum Philips Habib, sendimanns Bandaríkja- stjórnar. Hann framlengdi dvöl sina 1 Jerúsalem en búizt er við að hann muni halda til Damaskus og jafnvel Beirut síðar í dag. ísraelsmenn munu hafa heitið Bandaríkjastjórn að láta ekki til skarar skríða gegn Sýrlend- ingum meðan á friðarumleitunum Habibs stendur. Menachem Begin, forsætisráðherra tsraels, hvatti Sýr- lendinga enn einu sinni 1 gær til að fjarlægja eldflaugarnar frá Libanon. Philip C. Habib. —* Sovézkar loftvamabyssur Sýrlendinga þar ílandi gætu valdið styrjöld ísraels ogSyrlands Sýrlendingar kváðust 1 gærkvöldi hafa skotið niður ísraelska orrustu- þotu yfir Líbanon með hinum um- deildu, sovézku SAm-6 loftvarnaeld- flaugum sem þeir hafa komið fyrir í Líbanon. tsraelsmenn neita því hins vegar að nokkur vél þeirra hafi verið skotin niður. 1111—■ imilMWWB—I 5 " - BIIMIMi *"|'I ilillll1! I I llir m Frá útför Bobby Sands sem gerð var í sfðustu viku. Ef ekki verður breyting á afstöðu brezku stjórnarinnar bendir allt til að útfarir IRA-manna verði tíðar á Norður- írlandi á næstunni. IRA-menn f Maze-fangeisinu hafa lýst þvf yfir að maður muni koma f manns stað f hungurvcrkfallinu. Francis Hughes látinn eftir 59 daga hungurverkf all: Annar IRA-maður fall- inn í valinn í Maze — Óeirðir brutust út að nýju í Belfast og Londonderry í gærkvöldi Óeirðir brutust út að nýju í Belfast og Londonderry á Norður-írlandi eftir að fréttist að annar félagi úr írska lýðveldishernum (IRA) væri fallinn í valinn eftir 59 daga hungur- verkfall. Að minnsta kosti einn maður lét lífið í átökum sem urðu á milli lýðveldissinna og brezka hersins ígærkvöldi. Það var IRA-maðurinn Francis Hughes sem lézt í Maze-fangelsinu í gær eftir að hafa svelt sig í 59 daga til að leggja áherzlu á sömu kröf- urnar og Bobby Sands lét lífið fyrir í siðustu viku, þ.e. að IRA-félagar í brezkum fangelsum verði meðhöndlaðir sem pólitískir fangar. Innan við klukkustund eftir að fréttist af láti Hughes höfðu óeirðir brotizt út í hverfum lýðveldissinna í Belfast og Londonderry og voru við- brögðin mjög svipuð og þegar Bobby Sands lét lífið. Ráðizt var á lögreglu og brezku öryggissveitimar með bensínsprengj- um og grjótkasti. Talsmenn brezku öryggissveitanna sögðu að þær hefðu orðið fyrir skotárás og hefðu þær svarað árásinni. 21 árs gamall maður lézt í gærkvöldi af völdum skotsára sem hann hafði hlotið 1 þessum átök- um. Bifreiðum var stolið og eldur síðan borinn að þeim. í Londonderry gengu hundruð manna frá hinu kaþólska Bogside hverfi til miðborgarinnar þar sem Hughes var minnzt en hann varð eins konar þjóðhetja meðal róttækra lýðveldissinna fyrir baráttu sína fyrir sjálfstæði Norður-írlands um miðjan síðasta áratug. Aðferðir hans voru mjðg róttækar í þeirri baráttu eins og barátta IRA hefur oftast verið. Hughes var dæmdur i lífstíðar- fangelsi árið 1978 fyrir morð á brezk- um hermanni og talið er að hann hafi haft um tuttugu slik morð á samvizk- unni. Charles Haughey, forsætisráð- herra írlands, hvatti í gær alla íra til að koma í veg fyrir að dauði Hughes leiddi til frekari þjáninga og skemmdarverka sem gætu aðeins skaðað hið góða nafn írlands í augum heimsins. Hann bætti því við að pólitísk lausn sem allir gætu sætt sig við væri eina leiðin til að binda enda á þessa skelfílegu hringrás of- beldis, eyðingar og dauða. Talið var að 1 þeim ummælum hans fælist óþreyja í garð brezku stjómarinnar þar sem hún hefði ekkert gert til að binda enda á hið skelfilega ástand sem ríkir nú á Norður-írlandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.