Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1981.
Mikill áhugi á hjálparstörfum Rauöa krossins erlendis:
Færri komust að en vMu
— á námskeið jyrir vœntanlega sendijulítrúa Rauöa
krossins sem haldiö var í Munaöamesi
Áhugi tslendinga á hjálparstörfum
erlendis er mikill ef marka má þann
fjölda sem sótti um þegar Rauði
kross ísiands auglýsti námskeið fyrir
verðandi sendifulltrúa. Alls sóttu um
60 manns um þátttöku auk fjölda
annarra sem spurðust fyrir um nám-
skeiðið.
Vegna fyrirkomulags námskeiðsins
varð að setja fjölda þátttakenda við
töluna 25, svo það hefur örugglega
verið erfitt verk hjá starfsfólki RKÍ
að skera niður umsækjendahópinn.
Síðustu viku sat síðan þessi tuttugu
og fimm manna hópur námskeið sem
haldið var í Munaðarnesi. Verið var
að frá morgni langt fram á kvöld alla
daga. Námsefnið var hið fjölbreyti-
iegasta og tveir erlendir kennarar
komu sérstaklega til að leiðbeina á
námskeiðinu, þeir René Carillo frá
Alþjóðasambandi Rauða kross fé-
laga og Francis Amar frá Alþjóða-
nefnd Rauða krossins (ICRQ. Auk
þeirra voru meðal leiðbeinenda á
námskeiðinu Eggert Ásgeirsson
Einn vinnuhópanna á némskeiöinu að störfum. Frá vinstri: Dagmar Wennerberg Káhre frá Svíþjóö, á bak viö
hana má sjá í Koibein Bjerneson. Næst er Matthea Óiafsdóttir sem var við störf i Thaiiandi í fyrra, þá kemur
Sólveig Ólafsdóttir starfsmaöur RKÍ og svo þeir Trausti Einarsson og Úifur Þór Ragnarsson. Bak viö hópinn til
vinstri styður Stefán Jón Hafstein fréttamaður hönd undir kinn.
síðan unnu úr ýmsum verkefnum sem
fyrir þá voru lögð.
Námskeiðinu lauk á föstudag og
voru þátttakendur sammála um að
þeir hefðu lært mikið á þessari viku
sem námskeiðið stóð og að þeir
stæðu mun betur að vígi til að fara til
hjálparstarfa erlendis ef eftir væri
leitað.
-JR.
JÓHANNES
REYKDAL
fk
Setiö i þungum þönkum yfir verkefni. Tatiö frá vinstri: Björn Jónsson og í hvarfi viö hann Hiidur Nieisen hjúkr-
unarkona sem var i Thailandi í fyrsta hópnum sem þangað fór. Þá kemur finnski þátttakandinn Annikki
Kokhonen, Páll Árnason, Ragnhildur Ófeigsdóttir og Snorri Friðriksson Welding. Á bak viö Snorra má sjá þá
Jón Ásgeirsson deiidarstjóra hjá RKÍ og Sigurö Sigurösson iækni sem einnig var i fyrsat hópnum sem fór til
Thaiiands. Ljósmyndir Finnur P. Fróöason.
FÓLK
Aöaikennarar á námskeiðinu voru þeir Francis Amar (Lv.) frá Aiþjóöa-
nefnd Rauða krossins (ICRC) og Renó Carillo frá Alþjóöasambandi Rauöa
krossféiaga, en báðar þessar systurstofnanir hafa höfuðstöövar sinar i
Sviss.
framkvæmdastjóri RKÍ svo og
nokkrir þeirra sem farið hafa utan til
hjálparstarfa á vegum Rauða kross-
ins, þeir Leifur Dungal læknir sem
var við störf í Simbabwe (Ródesiu),
Mik Magnússon blaðafulltrúi sem
var í Kenýa og Uganda, Pálmi Hlöð-
versson sem var í Uganda, Magnús
Hallgrímsson verkfræðingur sem var
í Indónesíu og Jóhannes Reykdai sem
var í Thailandi. Veg og vanda af
skipuiagningu námskeiösins hafði
Auður Einarsdóttir dcildarstjóri hjá
Rauða krossi Islands.
Þátttakendur á námskeiðinu komu
úr öllum áttum, þarna voru læknir og
hjúkrunarkonur, trésmiður, tækni-
fræðingur, flugfreyja, fréttamaður
og arkitekt svo eitthvað sé nefnt.
Einnig sátu tveir Norðuriandabúar
námskeiðiö, þær Dagmar Wenner-
berg Káhre frá sænska Rauöa kross-
inum og Annikki Korhonen frá
finnska Rauða króssinum.
Á námskeiðinu var farið yfir starf-
semi Alþjóöa Rauða krossins og
Rauða kross Isiands. Fjallaö var um
alþjóðastofnanir og samstarf þeirra
og sagt frá hjálparstðrfum og marg-
vislegum hliöum á þeim. Þátttakend-
um var skipt upp i vinnuhópa sem
Stund milli striöa. Hár ræöa þau Auður Einarsdóttir, Francis Amar, Renó
Carillo og Eggert Ásgeirsson um einhver framkvæmdaatriði námskeiðs-
Hór tekur Jóhanna Guðlaugsdóttir hjúkrunarkona viö skjali til staðfest-
ingar þátttöku i námskeiöinu úr hendi Eggerts Ásgeirssonar fram-
kvæmdastjóra RKÍ. Jóhanna var i fyrsta hópnum sem fór bi hjálparstarfa
í Thailandi í desember 1979. Vinstra megin á myndinni er Auður Einars-
dóttir deikiarstjóri hjá RKÍ, en hún haföi veg og vanda af skipulagningu
og stjórn námskeiðsins.
i rV
OJBM' Skrlfatorukaatnaður * laun.. Hr6l HSttur Nótur, prontun, okotur. gtrá ^ Auklýmlngar Vwctir Bnkur * papplr . * 113.500.- n " 259.833--
Afamrttr ttt rjrrr*
Brtlnar Takjur..
6.818.151
8.649
ATH. Allar tölur «ru I gtSmlun krénuin. (OKr).
Heimdellingar
afskrifa sjálf
stϚisstejhuna
I skýrslu stjórnar Heimdallar fyrir
starfsárið 1980-81 má meðal annars
sjá gjaldamegin í rekstrarreikningi að
félagið afskrifar sjálfstæðisstefnuna
um 259.833 gkr. Ekkert kemur hins
vegar fram hvort stefnan er afskrifuð
um tíu prósent á ári eða hvort hún
hefur verið afskrifuð öll í einu lagi.
Nú er bara eftir að vita hvaða stefnu
Heimdallur tekur í staðinn. Ómögu-
legt er aö reka félagsskapinn stefnu-
lausan.
Sparisjóöur
óskast
Sú saga flaug hér fjöllunum hærra
í vikunni sem leið að Jón G. Sólnes,
fyrrum bankastjóri og alþingis-
maður, væri nú í þann veginn að ger-
ast sparisjóðsstjóri fyrir norðan.
Ekki fylgdi það sögunni hvaða spari-
sjóður myndi njóta starfskrafta Jóns.
„Ég skil ekkert í því hvaðan þetta
er komið. Geturðu sagt mér það?”
spurði Jón þegar fréttamaður DB
hringdi í hann til að forvitnast um
málið. Hann kvað fréttamann annars
dagblaðs hafa hringt í sig sömu
erinda.
„Ekki gæti þetta verið Hambro.
Þar er myndarkona nýlega orðin
sparisjóðsstjóri,” sagði Jón G.
Sólnes. Hann sagði að í daglegu tali
væri Sparisjóður Glæsibæjarhrepps
oft kallaður Hambro. Hann kvað
Sparisjóð Akureyrar vera í öruggum
höndum Sverris Ragnars.
„Nei. Það er ekki fótur fyrir þessu.
En ef þú fréttir af sparisjóði á lausu
þá er ég kaupandi,” sagði Jón G.
Sólnes.
Ekkert er víst
í þessum heimi
f Iýðveldiskosningunum 1944 var
mikil áherzla lögð á almenna þátt-
töku. Meðal annars var leyft að kjör-
stjórar færu heim til fólks, sem ekki
átti heimangengt á kjörstað vegna
veikinda.
Dr. Sigurður Nordal prófessor
hafði fengið einhverja umgangspest
um þessar mundir og þau hjón. Voru
þau rúmföst þegar kosið var og
neyttu réttar síns. Kom dr. jur.i
Hafþór Guðmundsson sem fulltrúi
fógeta við þessa utankjörstaðar-
atkvæðagreiðslu prófessorshjón-
anna.
Þegar prófessorinn hafði gert sín-
um kjörseðli skil sneri kjörstjórinn
sér að honum með svofelldum orð-
um: ,,Og er þetta konan yðar?”