Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ1981. 5 Haf nf irðingar taka trimmkeppni fatlaðra föstum tökum: „Allt komið á fleygi- feið hjá okkur héma” —segir Gunnar Sveinbjörnsson sem f élagsmálaráð fól að vinna eins og þörf framkvæmd keppninnar í Hafnar- firði. „Vandamálið er að ná til allra sem rétt eiga á þátttöku. Við höfum á skrá 350 öryrkja en margir fleiri uppfylla skilyrðin. Við miðum við alla þá sem eiga við fötlun að búa: Sjónskerta, heyrnarskerta, hreyfi- hamlaða, þroskahefta, gigtveika, brjóstholssjúklinga og öryrkja, svo eitthvað sé nefnt. Fólk sem er tíma- bundið fatlað, til dæmis handleggs- brotið, á líka rétt á þátttöku í keppninni,” sagði Gunnar Svein- björnsson. Sundhöll Hafnarfjarðar er opin öllum þátttakendum í keppninni án endurgjalds og trimmmiðstöð við Lækjarskólann er opin virka daga frá kl. 17.30 til 18.30, laugardaga og sunnudaga kl. 11 til 12. Hafnarfjörður hefur í langa tíð verið viðurkenndur íþróttabær. Því hvetjum við alla hlutaðeigendur að norrænu trimm-landskeppninni að sýna jákvæð viðbrögð og gera hlut Hafnarfjarðar og Islands sem glæsi- legastan með góðri og árangursríkri þátttöku,” segja driffjaðrir keppn- innar í Firðinum í dreifiriti sem dreift var í bænum. -ARH. er á að f ramkvæmd keppninnar Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ganga á undan með góðu fordæmi og taka föstum tökum mál norrænu trimm- keppni fatlaðra. Þannig samþykkti félagsmálastofnun bæjarins einróma á fundi að fela einum starfsmanni stofnunarinnar, Gunnari Svein- björnssyni, að verja öllum þeim tíma og starfskröftum sem til þarf svo allir megi vera með í keppninni sem það vilja. „Við fengum gögnin vegna keppn- innar því miður seint og gafst ekki timi til eins mikils undirbúnings og við hefðum viljað,” sagði Gunnar í spjalli við DBÍgær. ,,En með góðu samstarfi og vel- vilja margra á að takast að koma þessu vel af stað. Þetta er allt komið á fleygiferð hjá okkur núna.” Upplýsingum um trimmkeppni fatlaðra var dreift í Hafnarfirði í gær. Það voru yngri flokkar úr FH sem tóku að sér að hlaupa 1 hús með plöggin. Forystumenn FH buðu fram aðstoð sína, að sögn Gunnars, og sýna málinu mikinn áhuga. Þá nefndi hann, auk bæjarstjórnar og stjórnar félagsmálaráðs, þá Ingva Rafn Bald- vinsson íþróttafulltrúa og Þorgeir Ib- sen skólastjóra Lækjarskólans. Þessir aðilar allir hafa stuðlað að Gunnar Sveinbjörnsson: Vandamálið er að ná til allra sem rétt eiga til þátt- töku. DB-mynd: Sig. Þorri. Fáskrúðsfjarðarfréttir: Sólborgin efstá vetrar- vertíðmm — grunnskólakrakk- arnirsýndu Óvitana við góðar undirtektir Sólborgin var hæst Fáskrúðsfjarð- arbáta á vetrarvertiðinni með 644 tonn. Næst komu Sæbjörg með 591 tonn og Guðmundur Kristinn með 537 tonn. Vertíöin var léleg framan af en góð undir það siðasta. Togarinn Hilmir Iandaði á mánu- daginn 20 tonnum af fiski sem ekki var hægt að salta. Þeir á Hilmi salta um borð og höfðu verkað þannig 60 tonn í túrnum. Togarinn Hoffell seldi i Færeyjum í síðustu viku og Sólborgin seldi þar um heigina. Kaupfélagið hefur ráðið nýjan út- gerðarstjóra, Eirík Ólafsson. Hann er heimamaður, starfaði áður sem vélstjóri á Ljósafelli. Guðmundur Einarsson skipa- smiður afhenti nýjan bát á dögunum sem hann smiðaði fyrir Norðfirð- inga. Báturinn er 3,3 tonn og kostar 80 þús. krónur tilbúinn undir tæki. Þetta er opin trilla með stýrishúsi. Leiklistarklúbbur Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar hefur sýnt hér leikritið Óvitana eftir Guðrúnu Helgadóttur undir stjórn Helgu Steinsen kennara. Sýningarnar voru vel sóttar og þóttu krakkarnir koma verkinu vel til skila. Ægir, Fáskrúðsfirði/-ARH. P0PPSTJARNAN B.A. R0BERT- S0N SÆKIR ÍSLENDINGA HEIM Ekkert bólar á skattskránni — ogekki um „óedli- legan drátt” á birtingu að ræða Og enn steypum við Enn er verið að steypa upp nýja Dagblaðshúsið í Þverholti. Steypt hefur verið plata ofan á kjallara húss- ins og þar með er lokið þeim áfanga sem áætlun var gerð um á síðasta ári. Áfram verður þó haldið að þvi marki að gera húsið fokhelt. Ráð er fyrir því gert að þegar steypan í plöt- unni hefur- þornað og slegið hefur verið undan þá verði hafinn uppslátt- ur fyrstu hæðar hússins. Gert er ráð fyrir því að a.m.k. hún verði steypt —plata komin á kjallara Dagblaöshússins og frágengin á þessu ári. Til gamans má geta þess að steypan sem farið hefur í húsið fram að þessu jafngildir steypu í tvö þriggja hæða stigahús. -JH. B.A. Robertson áritar plötu sina fyrir aðdáendur i Vestmannaeyjum um hádegisbilið á föstudag. Siðdegis veröur hann i hljómplötudeild Karnabæjar I Austurstræti. kvöldið verður stjarnan síðan gestur veitingahússins Hollywood. Þar bregð- ur hann sér í diskóbúrið og kynnir plötu sína. Hann heldur síðan til heimalands síns í bítið morguninn eftir. Með B.A. Robertson kemur hljóm- leikaferðastjóri hans. Þeim verður boðið að líta á aðstæður í Laugardals- höllinni með hljómleikahald í huga seinna í sumar eða i haust. B.A. Robertson sló í gegn í fyrra. Lög hans, Bang Bang, To Be Or Not To Be, Kool And The Kaftan og The B- Side, hafa öll hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og víðar um Evrópu. Á nýj- ustu plötunni, Bully For You, njóta lögin Flight 19 og Saint Sans hvað mestra vinsælda. -ÁT- Ekkert bólar enn á skattskrá ársins 1980. Gestur Steinþórsson skattstjóri Reykvikinga sagðist í gær ekki geta sagt til um hvenær sú ágæta bók yrði tilbúin. „Við búumst við að fá þetta á hverjum degi en alltaf dregst þaö.” Úrvinnsla skattskrárinnar hjá Skýrsluvélum rikisins hefur tafizt m.a. vegna þess að stofnunin hefur þurft að sinna útreikningum í sam- bandi við skattalagabreytingarnar fyrir Alþingi og ríkisstjórn. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra kvaðst í gær ekki vita til þess að óeðlilegur dráttur væri á birtingu skattskrár. Málið væri í höndum skattstjóra hvers umdæmis. -ARH/A.St. —tilefnið er f immtán ára af mæli Karnabæ jar Forráðamenn Karnabæjar ætla að ára afmæli fyrirtækisins minnisstætt þeir brezku poppstjörnuna B.A. gera viðskiptavinum sinum fimmtán svo að um munar. I tilefni dagsins fá Robertson í heimsókn. Ekki kemur hann fram á hljómleikum að þessu sinni en áritar þess í stað nýjustu plötu sína fyrir aðdáendur í Reykjavík og Vestmannaeyjum. B.A. Robertson kemur til landsins seint á fimmtudagskvöld. I bítið á föstudagsmorguninn fer hann til Vest- mannaeyja. Þar skoðar hann lands- hætti jafnframt því sem hann verður í verzluninni Eyjabæ um hádegisbilið og áritar plötuna Bully For You sem kom út fyrir nokkrum vikum. Um nónbilið kemur hann sér fyrir í verzlun Karna- bæjar í Austurstræti þar sem hann endurtekur sama leik. Á föstudags- Séd yfir plötu hins nýja Dagblaöshúss. Til hægri má sjá núverandi húsnæði DB við Þverholt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.