Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 8
8 íbúðalánasjóður Seltjarnarness Auglýst er til umsóknar lán úr íbúðalánasjóði Seltjarnarness. Umsóknir skulu sendar bæjar- skrifstofu fyrir 1. júní nk. Lán úr sjóðnum eru bundin við lánskjaravísitölu. Vextir eru breytilegir samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjórinn Sehjamamesi. Verzlunin MRF Húsvörður Staða húsvarðar við Félagsheimilið á Blönduósi er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ágúst. Umsóknir sendist formanni rekstrarnefndar, Sturlu Þórðarsyni, Hlíðarbraut 24 Blönduósi, fyrir 1. júní nk. Frá Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað Lækni vantar til afleysinga frá 1. júlí nk. til 15. ágúst. Upplýsingar í símum 97-7400 og 97-7402. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir aprílmánuð er 15. maí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 8. maí 1981. Ægisgötu 7 Reykjavík Sími sölumanns 1-87-85 Full búð af fallegum sumarfatnaði. Komið, skoðið og sannfærizt. Raftækjaverzlun íslands h/f Opið kl. 9 til 12 á laugardögum. Glœsibæ, Alfheimum 74. Sími 33830. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 19él. I Erlent Erlent Giscard kennir Chirac um ófarirnar: Ætía aö stöðva sigurgöngu Mitt- errands á þingi —mið ju- og hægrimenn í Frakklandi reyna að jaf na ágrein- inginn í sínum rððum Leiðtogar miðju- og hægrimanna, sem hafa meirihiuta á franska þing- inu, reyna nú að jafna ágreininginn i sínum röðum eftir forsetakosning- arnar um síðustu helgi. Ætla þeir sér að koma í veg fyrir að Francois Mitterrand, hinn nýkjörni Frakk- landsforseti, fái kosinn meirihluta vinstri manna á þingið í kosningum sem hann hefur boðað til í lok júni. Hinn 64 ára gamli sós íalisti, Mitterrand, gerir sér vonir um að vinstri menn fái meirihluta á þinginu þannig að hann geti komið hinni sósíalisku stefnuskrá sinni í gegnum þingið. Sigur hans yfir Valery Giscard d’Estaing í forsetakosningunum sið- ustu helgi hefur valdið mikilli ólgu í röðum gaullista og stuðningsmanna Glscard d’Estalng er að vonum óánægður með kosningaúrslitin. Giscard sem mynda núverandi þing- meirihluta. Giscard hefur sakað Chirac, leið- toga gaullista, um að bera ábyrgð á ósigri sínum þar sem stuðningur hafi engan veginn verið heils hugar. Mikið hrun hefur orðið á verð- bréfamarkaöi í Frakklandi í kjölfar kjörs Mitterrands og frankinn hefur falUð svo í verði að hann hefur ekki verið jafnlágt skráður í tíu ár. Astæða þessa er fyrst og fremst ótti manna við efnahagsstefnu Mitter- rands. Því munu miðju- og hægrimenn nú reyna að jafna ágreininginn í sínum röðum og einbeita sér að þvi að koma i veg fyrir að Mitterrand fái meiri- hlutaáþingi. Leiðtogar borgaraflokkanna þriggja. Frá vinstri Ola Ullsten, Thorbjörn Fálldin og Gösta Bohman. Nú vill Bohman reyna að mynda nýja stjórn borgaraflokkanna undir sínu forsæti. Stjómarkreppan í Svíþjóð enn óleyst: ALLIR VILJA ÞEIR MYNDA STJÓRNINA — Gösta Bohman kveðst reiðubúinn að mynda nýja stjórn borgaraf lokkanna þriggja Stjómarkreppan í Svíþjóð er enn óleyst. í gær lýsti Gösta Bohman, for- maður Hægri flokksins, því yfir að hann væri reiðubúinn að mynda nýja rikisstjórn borgaraflokkanna þriggja. Hann segir að ef ráða eigi bót á efna- hagserfiðleikum þeim sem sænska þjóðin á nú við að stríða þurfi sterk ríkisstjórn að halda um stjórntaumana fram að kosningum 1982. Hann segir að minnihlutastjórn Miöflokksins og Þjóðarflokksins undir forsæti Thor- björns Fálldin sé of veik til að ná árangri i efnahagsmálunum. Gösta Bohman, fyrrum fjármálaráð- herra, sagði sig úr sænsku stjórninni ásamt flokksbræðrum sínum fyrir skömmu vegna ágreinings um skatta- mál við hina tvo stjórnarflokkana. Nú bendir hann á að eðlilegt sé að borgara- flokkarnir reyni stjórnarmyndun að nýju þar sem þeir hafi meirihluta á þingi. Áður hefur Thorbjörn Fálldin, frá- farandi forsætisráðhera, lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að veita minni- hlutastjórn Miðflokksins og Þjóðar- flokksins forsæti. Gösta Bohman segir ekki tímabært fyrir Hægri flokkinn að taka afstöðu til slíkrar minnihluta- stjórnar. Loks hefur leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, Olof Palme, lýst sig reiðubúinn að mynda minnihlutastjórn jafnaðar- manna. Hann vill þó að slík stjóm hafi það meginverkefni að boða til nýrra kosninga sem allra fyrst. Þeir Thor- björn Fálldin, formaður Miðflokksins, og Ola Ullsten, formaður Þjóðar- flokksins, eru hins vegar mjög á móti því að nýjar kosningar veröi í sumar og bera því við að mjög erfitt sé að halda þær þá vegna þess hve margir kjós- endur séu þá erlendis í sumarleyfum. Sennilega er ástæðan þó ekki síður sú að skoðanakannanir sýna að þessir tveir flokkar myndu tapa miklu fylgi ef kosningar færu fram en jafnaðarmenn og hægrimenn myndu auka mjög fylgi sitt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.