Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. MAl 1981. Biskuparnir Sven lngebrand (til vinstn) og ttertu Uartner. Sænskir biskupar deila: Afstaöan til kvenpresta kann að valda klofningi Deilur eru nú risnar innan sænsku kirkjunnar um, hvort þjóðkirkju- skipulagið sé heppilegt fyrir viðgang kristninnar í landinu. Bertil GSrtner, biskup í Gautaborg, hefur verið tals- maður þess að algjörlega verði skilið á milli ríkis og kirkju. Hefur hann ítrekað látið þessa skoðun sína í ljós uppásíðkastið. Þessi afstaða Gártners hefur mætt harðri andstöðu ýmissa kirkjunnar manna í Sviþjóð. í leiðara sænska kirkjuritsins ræðst Sven Ingebrand, biskup í Karlstad, á Gártner, starfs- bróður sinn, fyrir þessa afstöðu hans. Ingebrand biskup segir meðal ann- ars að málflutningur GSrtners hafi orðið til þess að auka á sundrung inn- an sænsku kirkjunnar. „Hvað er það eiginlega sem frelsa á kirkjuna frá?” spyr Ingebrand biskup. Gártner biskup hefur einnig látið í ljós þann vilja sinn að stofna frí- kirkju og hafa ýmsir sett þá afstöðu hans í samband viö andstöðu hans gegn kvenprestum. „Með því móti yrðu klofningsöflin innan sænsku kirkjunnar að sérstakri stofnun,” segir Ingebrand og lætur í Ijós efa um að slíkt mundi reynast heppilegt fyrir útbreiðslu fagnaðarer- indisins í landinu. Yorkshire-lögreglan er harölega gagnrýnd — Hún þykir hafa verið ákaf lega svifasein við að upplýsa Yorkshire-morðmálin Lögreglan í West-Yorkshire veröur nú að sætta sig við harða gagnrýni vegna þess að hún náði ekki York- shire-morðingjanum svonefnda, Peter Suthcliffe, fyrr. Hann hefur verið í sambandi við lögregluna allt að tíu sinnum á síðastliðnum árum. Lögreglan fékk einnig ábendingu frá vini hans, Trevor Birdsall, sem grunaði hann og gaf fyrst lögreglunni upplýsingar með nafnlausu bréfi. Þegar ekkert gerðist sneri hann sér sjálfur til lögreglunnar og skýrði frá grunsemdum sínum. Þessar upplýs- ingar hans lentu i þeim aragrúa af upplýsingum er barst stöðugt til lög- reglunnar. Lögreglan grunaði ekki Suthcliffe. Vinur hans tók rithandarsýnishorn af bréfi er átti að hafa borizt frá morð- „Ég reyndi að slá á léttari strengi til aö brjóta ísinn,” sagði hann, sneri mér að eiginkonu hans og sagði eitt- hvað á þá leið að hér væri nú tæki- færi til aö losna við eiginmanninn fyrir fullt og allt. Ég átti von á brosi,” sagði hann, „en hvorugt sýndi nokkur svipbrigði. Horfðu bara köld ogþögul á mig.” Lögreglu- þjónninn yfirheyrði Suthcliffe í lengri tíma og var sannfærður um er þeirri yfirheyrslu var lokið að hér væri á ferð maðurinn sem leitað hafði verið, einn kaldrifjaðasti morð- ingi Bretlandseyja. Mynd er lögreglan lét gera af Yorkshire-morðlngjanum eftir lýs- ingu þeirra er sluppu lifandi úr klóm hans. Mynd er dagblaðið News of the World lét gera af „The Yorkshire- Ripper” elns og hann er nefndur i daglegu tali i Bretlandi. Peter Suthcliffe. ■ ingjanum og hlustaði á upptöku af rödd morðingjans. Þar með var hann sannfærður um að hann grunaði einnig rangan mann. Lögregluþjónninn sem komst að því að Suthcliffe hlyti að vera fjðlda- morðinginn hefur látið hafa það eftir sér við dagblöð að honum hefði ekki líkað illa heimsóknin til Suthcliffes. Hann fór til að yfirheyra hann um það hvers vegna bifreið hans hefði 46 sinnum verið skráð I „Hóruhverf- inu”. Eiginkona hans, Sonja, var einnig viðstödd. Bolli Héðinsson öllu, nema þvi aðeins að landið allt sé gert að einu kjördæmi. Einmenningskjördœmi krefjast f yrirgreiðslu- starfsemi Hugmyndin um einmenningskjör- dæmi hefur enn skotið upp kollinum og hefur stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar nú gert kröfuna um ein- menningskjördæmi að sinni. Krafan um einmenningskjördæmi er skref afturábak, skref sem kallar á miklu fleiri galla heldur en kosti. í einmenningskjördæmum er þing- mönnum raunverulega stillt upp við vegg. Þeim er uppálagt að standa sig í fyrirgreiðslupólitikinni fyrir „sitt” kjördæmi, ella þyki mönnum hald- lítið aö kjósa þá í næstu kosningum. Og ekki getur eitt einmenningskjör- dæmi sætt sig við lakari vegi eða færri brýr heldur en næsta kjördæmi við hliðina. I „lífsgæðakapphlaupi” þessu, sem kjördæmin gætu átt í, er hætt við að kastað verði fyrir róða öllu því er nefnast hagsmunir þjóðar- heildarinnar, a.m.k. hvað varðar arðsemi einstakra framkvæmda. Arðsemi framkvæmda og hagsmunir allrar þjóðarinnar munu ekki standa þingmönnum ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum fyrr en þingmönnum lærist að lita á landið allt sem „sitt” kjördæmi. Skemmst er að minnast blessaðs Þórshafnartogarans þegar allir þing- menn kjördæmisins beittu sér fyrir kaupunum, „sínum” kjósendum til hagsbóta. En að engum þeirra hvarfl- aði að spyrja hverjir væru hagsmunr þjóðarheildarinnar við þessi togara- kaup. Ekki þarf með breytingunni yfír í eitt kjördæmi að óttast að byggða- stefnan sé fyrir bí. Velflestir munu sammála um að marka þurfi og halda útí hnitmiðaðri og öflugri byggða- stefnu, auk þess sem þingmenn myndu vafalaust eftír sem áður ein- beita sér að ákveðnum landshlutum til að afla þar atkvæða og þar með jafnvel glepjast til að láta á stundum þjóðarhag víkja fyrir hagsmunum einstakra landsvæða. En a.m.k. væri ekki lengur hægt að stilla þingmönn- um upp við vegg, sem hæg eru heima- tökin í einmenningskjördæmum. Mætti í því sambandi minna á að þó svo að Island allt yrði eitt kjör- dæmi þá eru landsmenn ekki fleiri en svo að fjöldinn jafnast á viö eitt eða tvö einmenningskjördæmi í Þýska- landi eða Bretlandi. Svo allténd hefði einstaklingurinn hér i raun sextiu þingmenn að leita til með sin sérmál er fyrirgreiðslu þyrftu með. Hugmyndin um landið allt sem eitt kjördæmi er síður en svo ný af nál- inni. Hefur hugmyndin yfirleitt skot- iö upp kollinum þegar rætt hefur verið um breytta kjördæmaskipan en ekki hlotið hljómgrunn hingað tíl. Svo enn er ástæða til að hvetja menn tíl aö gefá henni gaum. Sextfu þingmenn hámark Ekki er að furða að sú eina lausn sem þingmönnum virðist vera í sjón- máli, þegar rætt er um jöfnun at- kvæðavægis, sé sú að þingmönnum verði fjölgað frá því sem nú er. Þing- menn leggja ekki í að „taka” þing- menn frá hinum fámennari kjör- dæmum. Auðvitað hlýtur slikt til- finningamál að valda úlfúð í fámenn- ari kjördæmum, en alþingismenn eru nú einu sinni kosnir til að takast á viö vandann en ekki tíl að sneiða hjá honum. En með því að fjölga þing- mönnum komast þingmenn í reynd hjá því að takast á við það vandamál sem atkvæðamisvægi skapar. Eða álíta menn nokkra nauðsyn bera til að fjölga þingmönnum? Ekki er að efa að betri nýtíng yrði á tíma þing- manna ef þeir settust saman í eina deild í stað þess að afgreiða mál á sama veg á tveimur stöðum. Enda er deildaskipting Alþingis arfur frá því að tíl voru konungkjörnir þingmenn sem gátu vegna deildaskiptingarinnar stöðvað lagafrumvörp, væru þau í andstöðu við skoðanir Danakon- ungs. En alþingismenn gætu þó mun betur starfað að því sem þeir eru kjörnir tíl, þ.e. tíl íöggjafar, ef þeir hættu að vasast i framkvæmdavald- inu og sneru sér þess I staö að því að vinnaað löggjöf. Enginn virðist nú vera þingmaður meö þingmönnum nema hann hafi a.m.k. þrjá til fjóra launaða bitíinga að auki til að státa af. Eða þvi skyldu öll bankaráð, alls kyns ráð, nefndir og stjórnir vera full af þingmönnum? Sannleikurinn er sá að þingmennirnir allir eru að leika litla ráðherra. Hver og einn þingmaður vill fá aö ráðskast með fé og ákvarðanir umfram það sem löggjafarskylda hans leggur honum á herðar. Þingmenn hafa einfaldlega ekki áhuga á að semja lög, fara yfir lagafrumvörp og mynda heildstæð og sjálfum sér sam- kvæm lagakerfi. Þeir vilja allir fá að skammta. Enda er ekki að furða að þeir vilji fleiri menn á þing þegar svo mikið er aö gera við að sinna bitling- unum. Afskrœming stjórnkerfisins Hræddur er ég um að Montesquieu þætti núverandí ástand í stjórnsýslu íslendinga vera heldur léleg útfærsla á hugmyndum þeim sem frá honum eru komnar um þrískiptingu ríkis- valdsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. En hér á landi virðist sem svo að löggjafarvaldið keppi af öllum mætti við að ná til sín sem stærstum skerf framkvæmda- valdsins. Umræðan um breytta kjördæma- skipan fer enn ekki fram á „alþingi götunnar”, þ.e. manna á meðal né með virkri þátttöku alls þorra al- mennings. Hér skortír líka frum- kvæði hins opinbera sem enn hefur ekki birt neinar tillögur eða greinar- gerðir í kjördæmamálinu. Þegar fjallað er um stórvægilegt mál, á borð við breytta kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulag, hlýtur ein forsenda þess að lýðræðisleg ákvörð- un verði tekin að vera sú að opinber umræða um tillögur til breytinga hafi átt sér stað. Brýnt er hins vegar að breytingar verði afráðnar fyrir næstu alþingiskosningar og verði þær jafnvel ekki fyrr en 1983, þá er ekki seinna vænna en umræður um kjör- dæmamálið hefjist af fullri alvöru. Bolli Héðinsson. ^ „í einmenningskjördæmum er þingmönn- um raunverulega stíllt upp viö vegg. Þeim er uppálagt að standa sig í fyrirgreiöslupólitík- inni fyrir „sitt” kjördæmi, ella þyki mönnum haldlítíð að kjósa þá í næstu kosningum.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.