Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ1981. 7 Þrír sjálf stæðismenn til atlögu við einokunina á fslandi: friAls verzlun með GARÐÁVEXTl OG EGG — dregiðíefaað sérréttindi Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins samrýmist stjérnarskránni Þrír þingmenn sjálfstæðismanna hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að einokunarákvæði um sölu á matjurta- og gróðurhúsaframleiðslu verði numin úr lögum. Telja flutn- ingsmennirnir, Friðrik Sophusson, Steinþór Gestsson og Albert Guð- mundsson, að ákvæði frumvarpsins um afnám einokunar i verzlun með grænmeti eigi að vera til bóta fyrir neytendur, framleiðendur, sem fram- leiða 1. flokks kartöflur, og hugsan- lega aðra heildsöludreifendur. Þeir telja að Grænmetisverzlun landbún- aðarins geti starfað áfram þótt sér- réttindi fyrirtækisins séu afnumin en nú telja þeir álitamál hvort gildandi löggjöf brýtur ekki í bága við 69. grein stjórnarskrárinnar. í 1. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir að heildsöludreifíng á garð- ávöxtum og matjurtum sem fram- leiddar eru i gróðurhúsum verði gefin frjáls, þannig að heildsölufyrirtækin geti starfað við hlið núverandi dreif- ingaraðila. Þá er umsjón með þessum kafla framleiðsluráðslaganna færð til landbúnaðarráðuneytisins þó tekið sé fram að ráðuneytið geti falið ráðinu að framkvæma settar reglur. í 2. grein frumvarpsins er kveðið á um að niður sé feUdur einkaréttur ríkisstjórnarinnar á innflutningi kar- taflna 'og grænmetis. Lagt er til að stjórnin hafi heimUd til að takmarka innflutning þegar innlend framleiðsla sé áboðstólum. { 3. grein er lagt til að heimild framleiðsluráðs til að veita einkasölu- réttindi á gróðurhúsaframleiðslu og eggjum sé felld niður. í 4. grein er lagt til að niður falU heimild framleiðsluráðs til að skipta iandinu í sölusvæði. Fylgir sú niður- felUng eðUlega þeirri breytingu sem gerð er á verzlun með þessar vörur. -A.St. Sumir fanga vorkomu af því þá fer sólin aö sklna og stelpur aö striplast (og strákar líka, en þeir þykja síöur fyrir augað). Aðrirfagna vorinu vegna þess að þaö er tlmi rauðmagans og grásleppunnar; þeirra Ijótu en ijúffengu fiska. Rauðmagi þykir herra- mannsmatur og sannir unnendur hans úða í sig hveljunni og öUu saman. Grásleppan er oftast látin síga og borðuð þannig. Einar ijósmyndari rakst á heiðursmann (mynd) sem dundaði við að verka grásleppu. Hún fœr að slga næstu daga en lendir siðan á ein- hvers manns diski, kannski hjá þér. Það verður ábyggilega herramannsmáltíð. í gamla daga voru rauðmagar og grásleppurfluttar i heilum lestum frá útgerðarstöðun- um inn til sveita þegar vel aflaðist. Þá vildi gjarnan slá i farminn. Bœndur urðu að gera sér að góðu þráan og óœtilegan fiskrétt í trogin sín. En það er nú liðin tíð. -ARH. Fyrirspurn á Alþingi: Hvað líður úrbétum í f angelsismálum? stofnun vinnuhæ&s fyrir ungUnga og visar til laga um fangelsi og vinnu- hæU, nr. 38 frá 24. apríl 1973. Einnig spyr þingmaðurinn um vist- un geðsjúkra fanga, endurhæfingu fanga innan fangelsanna og sérstak- lega um kvennafangelsi. -A.St. , ,Eru fyrirhugaðar úrbætur i fang- elsismálum 1 náinni framtíð?” spyr Salóme Þorkelsdóttir (S) í fyrirspum sem hún hefur borið fram á Alþingi til dómsmálaráðherra. VUl Salóme sérstaklega að ráðherr- ann skýri frá þvi hvað gert hafi verið í Keppa við sterkustu ,,skák”banka Lundúna SkáksveÍt frá Búnaðarbanka ís- lands fer til keppni við sveitir þriggja sterkustu „skák”-bankanna í London í fyrramáUð. Sveit Búnaðar- bankans skipa sömu menn og voru í sigursveitinni 1 stofnanakeppninni á dögunum. Eru þar engir aukvisar. Á 1. borði teflir Jóhann Hjartar- son, íslandsmeistari, á 2. borði Bragi Kristjánsson, á 3. borði Leifur Jó- steinsson, á 4. borði Stefán Þormar Guðmundsson, Guðjón Jóhannsson á 5. borði. Kristinn Bjamason á 6. borði, Björn Sigurðsson á 7. borði og Guðmundur Rafn Thoroddsen á 8. borði. Brezku bankarnir í London eiga, rétt eins og bankarnir hér, á að skipa sterkum skáksveitum. Sveit Búnaðar- bankans keppir við þessa banka: Lloyd’s Bank, National Westminster Bank og síðast en ekki sízt Midland Bank. Þetta er i fyrsta skipti sem skák- sveit fer á vegum Búnaðarbankans til að etja kappi við brezka bankamenn í fremstu röð. -BS. Þetta er sigursveit Búnaðarbankans 1 stofnanakeppninni. sem háð var á dögunum. Hefur sveitin verið sigursæl undanfarin ár. Fer nú 8 manna sveit á vegum bankans til keppni við stóru bankana 1 London. Á myndinni eru taldir frá vinstri: Bragi Kristj- ánsson, Leifur Jósteinsson, Guðjón Jóhannsson, Jóhann Hjartarson, Hilmar Karlsson, sem ekki á heimangengt vegna prófa, og Stefán Þormar Guðmundsson. DB-mynd: Sig. Þorri. Gissur hvíti ef stur Haf narbáta Gissur hvíti varð aflahæstur Hornafjarðarbáta á vetrarvertíð. Var hann með 1035 tonn í 42 róðmm. Næstur ( röðinni varð Hvanney með 991 tonn 157 róðrum og þriðji Garð- ey með 882 tonn i 42 róðrum. Kaupfélagið tók alls á móti 11.958 tonnum af fiski í vetur. Er það 2421 tonni meira en í fyrra. Stemma, sem verkaði í saltflsk og skreið, tók á móti 1500 tonnum. I fyrra tók Stemma nær engan fisk þar sem aðal- lega er um síldarvinnslu að ræða hjá því fyrirtæki. 20—30 manns unnu 1 vetur hjá Stemmu í fiskverkun. Stemma heldur í sumar áfram útgerð á öðrum báta sinna þar til sild fer að veiðast. Sumir af bátum Kaupfélagsins halda einnig áfram fiskveiðum i net og botnvörpu. Aðrir eru 1 slipp. Á milli 15 og 20 bátar fá síðan leyfi til humarveiða en stóru bátarnir halda áfram á fiski. Fólk á Höfn er orðið útkeyrt eftir þá miklu vinnu sem var síðustu vikur vertíðarinnar. Menn bera sig þó vel endadrjúglaunin. -DS/Júlía Höfn. Efni í ódýrar byggingar Bogaskemmur 20 x 11 = 220 ferm. Hæð 5,5 m. Viðbótarlengdir 2,5 x 11 = 27,5 ferm. Einnig frítt standandi bilskúrar 6,51 x 2,85 = 18,55 ferm. Hæð 2,41. Viðbótarlengdir 2,17x2,85 m = 6,18 ferm. Otvegum staðlað efni (klæðning m/innbrenndri málningu) í þessar byggingar og fleiri frá Hollandi Efni í byggingar sem reisa á i sumar þarf að panta sem fyrst. Nánari uppl. FJALAR HF.f Ægisg. 7 Rvik, Bogaskemma í byggingu. símar 17975/76. FuIIbyggð bogaskemma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.