Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ1981. MUBBUBW fijálst, úhái dagblað Útgofandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aöstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Haljur Símonarson. Menning: Aöalstoinn Ingólfsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrlmur Pálsson. Hönnun: Hílmar Karlsson. BlaÖamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gfsli Svan íinarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Siðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aöalsfmi bloösins er 27022 (10 Ifnur). - - - ' ' Afganistan-dómstóllinn í Stokkhólmi: hmrás Sovétmarma er þjóöréttarbmt Orkustefnu frestað Stefnumörkun hins nýja frumvarps um orkuver er í rýrasta lagi, svo sem Hjörleifs Guttormssonar orkuráðherra var von og vísa. Þar fara 157 síður í að komast hjá að taka af skarið um næsta skref í beizlun vatnsorkunnar. Orkuráðherra vill fá tækifæri til að tvístíga áfram til hausts. Þá hyggst hann leggja fyrir al- þingi nýtt frumvarp með hinum erfiðu ákvörðunum um, hvar virkja skuli og hver virkja skuli. Á báðum sviðum stendur hnífurinn enn í kúnni. Frumvarpið felur fyrst og fremst í sér heimild til ríkisstjórnarinnar að halda áfram undirbúningi nokk- urra virkjunarkosta, svo að frestun ákvarðana leiði ekki til tafa við undirbúning þess kosts, sem fyrst verður valinn. Án nokkurrar sérstakrar röðunar er í frumvarpinu getið Blönduvirkjunar, Fljótsdalsvirkjunar, Villinga- nesvirkjunar, Sultartangavirkjunar, stækkunar Hrauneyjafossvirkjunar og ýmissa ótilgreindra jarð- varmavirkjana. í greinargerð má lesa milli lína, að Blönduvirkjun sé hugsanlega 20% hagkvæmari en Fljótsdalsvirkjun. En þá er miðað við ódýrasta kost, en ekki það, sem um kann að verða samið í hinni endalausu þrætu um uppi- stöðulón Blönduvirkjunar. Ofan á óvissuna um samkomulag í Blöndudeilu og um röðun orkuveranna bætist svo, að frumvarpið segir ekki einu sinni, hver eigi að sjá um framkvæmdir. Landsvirkjun er nefnd sem fyrsti kostur, en Rafmagns- veitur ríkisins til vara. Athyglisverðastar eru kannski hugleiðingar frum- varpsins um stóriðju og orkufrekan iðnað á íslandi. Orkuspá þess gerir ráð fyrir tiltölulega hægfara upp- byggingu miðlungsstórra fyrirtækja á því sviði og undir íslenzku forræði. í greinargerðinni segir, að fram til aldamóta þurfi að búa til atvinnutækifæri í iðnaði fyrir 6000 manns og þar af í mesta lagi 1500 manns í orkufrekum iðnaði eða sem svarar tveimur álverum af Straumsvíkurstærð. Gert er ráð fyrir, að orkuverin, sem frumvarpið fjallar um, verði reist á tímabilinu fram til 1995 og leiði til 2.400 gígavattstunda orkuaukningar á ári umfram þarfir almenns markaðar og núverandi orkufreks iðnaðar. í framhjáhlaupi er nefnt, að framleiðsla innlends eldsneytis í stað innflutts bensíns mundi krefjast 1.600 gígavattstunda á ári og að hliðstæð framleiðsla ammoníaks sem eldsneytis fyrir fiskiskipastólinn 2.200 gígavattstunda á ári. Heimildir frumvarpsins munu því duga skammt, ef hækkun erlends eldsneytisverðs leiðir til þess, að inn- lend framleiðsla eldsneytis verði talin hagkvæm. Þetta mál er stærra en svo, að hægt sé að afgreiða það í framhjáhlaupi. Við stöndum því andspænis virkjunaráformum, sem gefa lítið svigrúm til stóriðju og ekkert til eldsneytis- framleiðslu. Sú stefna er íhaldssamari en svo, að við verði unað, því að undirbúningur nýrra orkuvera tekur langan tíma. Djarflegra og hyggilegra væri að stefna að 10 ára framkvæmdatíma í stað 15 á þeim virkjunum, sem taldar eru upp í frumvarpinu, og hefja jafnframt nú þegar undirbúning ann'arra orkuvera, sem tekið gætu til starfa á síðasta tug aldarinnar. 157 síðna bókin heggur hvorki hnúta líðandi stundar né horfir af nægri festu til framtíðarinnar. Hún er gott dæmi um það megineinkenni íslenzks skrifræðis, að fjallið tekur jóðsótt og fæðir af sér mús. Innrás Sovétríkjanna í Afganistan er þjóöréttarbrot og árás á sjálfstæði ibúanna í Afganistan. Þær ástæöur sera settar hafa verið fram, aö stjórn Afganistan hafi beðið um aðstoð Sovétríkjanna vegna fyrirhugaðrar byltingar í landinu, hefur ekki tekizt að sanna. Þannig hljóðar „dómur” sem kviðdómur 14 manna 1 hinum svo- kallaðá Afganistan-dómstól kvað upp í Stokkhólmi fyrir skömmu. Dómstóllinn tók afstöðu til tveggja meginspuminga. í fyrsta lagi hvort innrásin í Afganistan væri brot á þjóðarrétti og í öðru lagi hvort sovézkir hermenn væra sekir um Sovézldr hermenn í Kabúl. stríðsglæpi og þá sérstaklega gagn- vart óbreyttum borgurum landsins. Gagnvart síðari spurningunni vildi dómstóllinn ekki taka afdráttarlausa afstöðu og svara spurningunni ját- andi þrátt fyrir að mörg vitni hefðu verið leidd fram sem vitnuðu um margs konar skemmdarverk og mis- þyrmingar sem íbúar landsins verða fyrir. Dómstóllinn taldi sig ekki hafa nægilegar sannanir til að geta sakfellt varðandi þessa spumingu. Hins vegar var ákveðið að setja á laggirnar rann- sóknarnefnd með læknum, lög- Afgönsku skærullðarnir eru ekki allir háir f loftinu. fræðingum og sérfræðingum innan hermála sem eiga að fara til Afganist- an og rannsaka þetta. r ÍSLAND Ein KJÖRDÆMI — minni áhrif þrýstihópa —þjóðarheildin gengur fyrir í umræðunni um kjördæmaskipan og kosningar, er fram fer um þessar mundir, er alloft tæpt á ótölulegum fjölda misflókinna kosningakerfa er henta þykja þegar breytt veröur um kosningafyrirkomulag og kjördæma- skipan breytt frá þvi sem nú er. Veldur þetta því að allur almenningur á bágt með að átta sig á umræðunni eða setja sig inn 1 hana að nokkru gagni. Væri það verðugt verkefni fyrir dagblöðin að vinna að saman- tekt framkominna hugmynda um breytta kjördæmaskipan og kosn- ingafyrirkomulag svo lesendur gætu gert sér sæmílega grein fyrir um hvað umræðan snýst þegar loks verður af- ráðið að taka þessi mál föstum tök- um. Til að auka enn á fjölda hugmynda um breytt kosningafyrirkomulag ætla ég að geta hér eins kosninga- kerfis, sennilega áns hins anfaldasta er hugsast getur en ’er þó sennilega það er tryggir mest og best „lýð- ræði”. Eins og núverandi kjördæma- skipan er háttað er misvægi atkvæða milli kjördæma með öllu óviðunandi. Fráleitt er að halda því fram að mis- vægi atkvæðisréttar megi réttlæta með því að þar með sé verið að vega upp aðstöðumun þéttbýlis- og dreif- býhsbúa. Þann aðstöðumun verður að bæta upp með öðrum hætti, ekki má höndla með misvægi atkvæða í því sambandi. En hvenær skyldu atkvæði allra íslendinga hafa vegið jafnþungt, án tillits til búsetu? Og er nokkur von til þess að við slíku megi búast um ókomna tíð? Einungis við val á for- seta íslands er málum svo háttað að atkvæði hvers íslendings vegur jafn- þungt hvar svo sem hann kann að eiga heimili. Því má ekki gleyma að ef ísiand væri bara eitt kjördæmi þá myndi búseturöskun milli landshluta ekki þar með valda misvægi at- kvæða. Væri málum svo komið að landið væri ekki nema eitt kjördæmi, þegar kosið er til Alþingis, mundi aldrei koma upp atkvæðamis- vægi það sem nú er fyrir hendi og sem er í raun erfitt að útiloka með V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.