Dagblaðið - 13.05.1981, Blaðsíða 24
Ekki skemma þessa f allegu fjöru, segja íbúar við Ægisíðu og Sörlaskjól:
Borgaryfirvöld hika
við moldarfiutninginn
—og málið verður rætt í borgarráði áður en ákvörðun verðurtekin,
segir borgarstjóri
„Málið var rætt á borgarráðsfundi
í gær en ekki tekin endanleg
ákvörðun um það,” sagði Egill Skúii
Ingibergsson borgarstjóri í morgun er
hann var spurður um uppfyllingu
viðÆgisíðunaí Reykjavík.
Hugmyndin um að fylla upp þar í
hluta af fjörunni kom upp þegar hús-
byggjendur við Eiðsgranda sáu fram
á að þurfa að losna við uppgröft úr
lóðum sínum. Var áætlað að sparast
myndu 3 milljónir króna við að hella
uppgreftinum í fjöruna fremur en að
aka honum upp i Gufunes. Jafnframt
var álitið i borgarstjóm að fjaran
yrði fallegri og betri fyrir bragðið þar
sem byrjað væri að brotna úr henni
vegna sjógangs. íbúar i grenndinni
vom hins vegar ekki sammála þessu.
„Okkur finnst fjaran falleg og upp-
runaleg eins og hún er og viljum ekki
breyta henni,” sagði Hdga Þórarins-
dóttir, einn íbúanna, i viðtali við DB i
gær.
Umhverfismálaráð og fleiri um-
sagnaraðilar voru hins vegar með-
mæltir breytingunni og hún því sam-
þykkt. íbúamir mótmæltu þessu
kröftuglega og höfðu þau mótmæli
þau áhrif að málið var tekið fyrir
aftur i gær.
„íbúarnir hafa farið fram á að
varnargarður við fjömna verði
styrktur án þess þó að við fjörunni
verði hreyft. Það er ekki hægt þvi
fara verður niður i fjöm til þess að
eiga við kantinn. Fleiri sjónarmið
koma einnig til greina. Við teljum
okkur vera að bæta fjöruna og taka
verður tillit tU ibúanna við Eiðs-
granda, hinum megin á Nesinu,”
sagði EgiU SkúU.
Hann sagði að málið yrði skoðað
nánar næstu daga og endanleg
ákvörðun liklega tekin á borgarráðs-
fúndi á föstudag. • DS
Þennan sUð á Qörunni undan Ægisióu stendur til að fyUa upp með mold úr lóðum
við Eiösgranda. DB-mynd Einar.
Tvisvar verður sá feginn er á steininn sezt. En steina er varla lengur aðfinna l borgar-
og bœjarskipulagi þannig að ferðamóðir verða að notast við önnur gögn en grjótið.
Þvi er tilvalið að gripa til eins helzta gagns nútímamannsins, plastpokans. Sá sem
þarna hvllir lúin bein var á ferð austarlega í Kópavogi Igœr, I Hjallahverfi svonefhdu.
Hvað I pokanum er, er ekki gott að segja en mannbœrt er það, svo mikið má sjá. Þá
œtti kústskaftið að geta gengið sem gönguprik þegar þreytan er liðin úr beinum og
vöðvum.
DB-mynd Einar Ólason.
Kjaradeila aðstoðarlækna og sérfræðinga við ríkið:
Fyrstu læknamir hætta
störfum á mánudaginn
—„Makalausar krSf ur og nánast siðlausar,” segir ÞrSstur Ólafsson
aðstoðarráðherra
Aðstoðarlæknar og sérfræðingur á
spítölunum sem fyrst sögðu upp
störfum í vetur hætta vinnu á mánu-
daginn og næstu daga þar á eftir. AUs
sendu um 150 manns uppsagnarbréf
fyrr í vetur vegna óánægju með kaup
og kjör. Uppsagnirnar koma til fram-
kvæmda á næstu vikum. Læknarnir
vilja sjá viðbrögð viðsemjenda sinna í
fjármálaráðuneytinu með því að fáir
hættií fyrstu.
Ráðuneytismenn og forystumenn
læknafélaganna áttu viðræður i
siðustu viku án árangurs. Enginn
fundur er boðaður ennþá en Þröstur
Ólafsson aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra kvaðst í morgun búast við
fundarboði alveg á næstunni.
„Kröfur læknanna eru óljósar..
Þeir tala almennt um lág laun og
ófullnægjandi kjör en hafa enga
formlega kröfugerð gert á hendur
rikinu,” sagði Þröstur.
„Það er auðvitað alveg makalaust
og nálgast siðleysi að hópur sem býr
viö mun betri launakjör en almennt
gerist i landinu skuli gera slíkar
kröfur. Og það á sama tima og í gildi
er bæði aðal- og sérkjarasamningur
rikisins við læknana.”
Þorvaldur Veigar Guömundsson,
formaður Læknafélags fslands, sagði
i morgun að ekkert hefði ennþá komið
út úr viðræðunum við fjármálaráðu-
neytið. Fyrstu uppsagnirnar kæmu til
framkvæmda í næstu viku ef engin
breyting yrði á afstöðu ríkisins. Þor-
valdur Veigar sagðist ekki vita hve
margir myndu hætta á næstu dögum,
enginn einn maður hefði nákvæmt
yfirlit yfir það.
-ARH.
frfálst, nháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1981,
Bruggstöð
gerð upp-
tækí
Garðabæ
— starfræktíallan
veturogsölukerfi
íReykjavík
Bruggstöð sem verið hefur í starf-
rækslu I allan vetur i bílskúr i Garðabæ
hefur verið gerð upptæk. Ung hjón
hafa viðurkenntuppsetningu hennar og
starfrækslu og játað að hafa þama
framleitt alls 264 flöskur af eimuðum
miði. Reyndist mjöðurinn vera yfir
70% að styrkleika eftir eimingu en var
siðan blandaður niður i 41 % styrkleika
fyrir sölu.
Samkvæmt játningu ungu hjónanna
fékkst fyrsta framleiðslan i braggstöð-
inni I desember. Siðan hefur fram-
leiðslan verið i fúllum gangi, en hver
lögun tók um mánaðartima. Framleitt
var úr sykri, geri og baunum. Eim-
ingartækið og önnur tæki brugg-
stöðvarinnar voru öll af góðri gerð og
afkastamikil, kerin t.d. tvö, 200 litra að
rúmmáli.
Sölukerfið náði síðan til Reykjavikur
og voru söluaðilar þar tveir: hjón í
Hliðahverfi og önnur vestur i bæ.
Handtaka ökuþóra sem Hafnar-
fjarðarlögreglan elti leiddi til að upp
komst um söluaðilann í Hlíðunum og
siðan allt málið.
Sveinn Bjömsson rannsóknarlög-
reglumaður í Hafnarfirði sagði við DB
að hann teldi fleiri aðila á sínu yfir-
ráðasvæði hugsanlega seka um brugg
og sölu þess og væru þau mál i stífri
skoðun. -A.St.
Akureyri:
13-15 ára
piltar við
innbrotsiðju
Þrír piltar á aldrinum 13—15 ára
voru handteknir á Akureyri í nótt.
Vöktu þeir athygli lögreglunnar laust
eftir kl. 5 í morgun og kom í ljós að
þeir höfðu brotizt inn i Billiardstofuna.
Það höfðu þeir stolið sæigæti, tóbaki
og þeim peningum sem þeir fundu en
ekki var um háa fjárhæð að ræða.
Piltarnir vísuðu á þýfið en málið er í
frekari rannsókn. Tveir piltanna eru
liklegir taldir til að hafa fleira á
samvizkunni. -A.St.
Samkomulag
í fóstrudeilu?
Sáttafundur var boðaður í morgun
með fóstrum á ríkisdagvistum og fjár-
málaráðuneytismönnum. Fóstrur
gerðu sér vonir um að ríkið myndi þá
koma eitthvað til móts við kröfur
þeirra og skapa þannig grundvöll fyrir
samkomulagi í deilunni. Þröstur Ólafs-
son aðstoðarmaður fjármálaráðherra
vildi þó ekkert gefa út á það fyrir fund-
inn að fulltrúar rikisins hyggðust slaka
á. Nær hálfur mánuður er síðan fóstr-
umar hættu störfum og hefur það
skapað vandamál hjá foreldrum. -ARH
Sanitas
drykkir
LÆKKAÐ
VERÐ
.....