Dagblaðið - 04.06.1981, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981.
DB á ne ytendamarkaði
ANNA
Látið ekki
platainná
ykkur
ranglega
merktkjöt
Dýrasti bitinn af lambinu i dag eru
sneiðar úr miðlæri, svokallaðar
„lærissneiöar”. Kg af „læris-
sneiðum” kostar 52,90 kr. Hins
vegar kostar niðursneitt læri 44,90
eða 8 kr. minna. Rétt þykir að taka
neytendum vara fyrir því að þegar
þeir kaupa „lærissneiðar” úr frysti-
borðum verzlana er algengt að ekki
nema efsta sneiðin í pakkanum upp-
fylli þau skilyrði aö geta kallast
„sneið úr miölæri”. Hinar sneiðarn-
ar falla flestar undir flokkinn sneiöar
úr læri.
Það er engin ástæða til þess að gefa
kaupmanninum þessar 8 kr. á hvert
kg sem keypt er. Sérlega ekki i þessari
dýrtið þegar fólk 6 i erfiöleikum með
að láta enda ná saman.
- A.BJ.
Stjórn
Neyt-
enda-
samtaka
á Akur-
eyri
endur-
kjorin
Aðalfundur Neytendasamtakanna
á Akureyri og nágrenni (NAN) var
haldinn laugardaginn 9. maí sl. í
skýrslu stjórnar kom m.a. fram að á
árinu komu út 4 tölublöð NAN-
frétta, sem send voru félagsmönnum.
Yfírleitt tókst að leysa úr kvörtunar-
málum, er bárust skrifstofunni.
Minna var leitað til kvörtunarþjón-
ustunnar en áður. Útbúin var spjald-
skrá um efni fjögurra erlendra neyt-
endablaða, sem NAN kaupa, og er
fljótlegt að leita upplýsinga um hvað-
einaihenni.
Stjórn NAN var endurkjörin og
hana skipa: Steinar Þorsteinsson
formaður, Stefania Arnórsdóttir
varaformaður, Jónína Pálsdóttir
gjaidkeri, Valgerður Magnúsdóttir
ritari og Stefán Vilhjálmsson með-
stjórnandi. í varastjórn eru Margrét
Ragúels, Sigriöur Jóhannesdóttir,
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Þórar-
inn Þorbjarnarson.
Nú fer fram endurskoðun á
heildarskipulagi Neytendasamtak-
anna. NAN eiga fulltrúa í skipulags-
nefnd, sem kosin var á aðalfundi NS i
Reykjavík 4. april sl. Stefnt er að því
að stofna formlega i haust Lands-
samtök neytenda meö aðild deilda
eða félaga um allt land.
NAN þurfa að vikja úr húsnæðinu
í Skipagötu 18 og flyzt starfsemin
eftir 1. júlí i Eiðsvallagötu 6 (Bólu).
Verður það nánar auglýst siðar.
FéiagsgjaJd í Neytendasamtökunumj
fyrir starfsáriö 1981-1982 er 80 kr.
Félagar í samtökunum eru alls rúml. I
' 4000, þar af eru um 300 i NAN.
Ísafjörður 677 r
Bolungarvfk 681 ^ ^
Flateyri 917^
Tálknafjörður 573
Patraksfjörður
882
Húsavfk 992
Blönduós 895 Akureyri 633
Hellissanduri
ISLAND
Egilsstaðir
608
Eskífjörður 644
Borgarnes 597
Akranes 849 Mosfellssveit 882
Re,ki..lk 633
Seltjarnarnas 484 ^Hafnarfjöröur 705 Selfoss 666
Njarðvfk 540 Vogar 586 ^ Hveragerði 506
Keflavfk 534'Garðúr 642 \
Þorlákshöfn887 Hella 604
t'
Vestmannaeyjar
336
Höfn, Hornafirði
785
Heimilisbókhaldið íaprfl:
HAGSTÆÐUST UTKOMA HJA
ÁTTA OG TÍU MANNA
FJÖLSKYLDUNUM
Meðaltal allra lægra
enímarz
Sú fjölskyldustærðin sem kom út
með hagstæðustu töluna í heimilis-
bókhaldinu í aprilmánuði var stærstu
fjölskyldurnar, átta manna og tíu
manna. Munaði þar aðeins einni
krónu. Hjá átta manna fjölskyldun-
um var meðaltalið 484 kr. að meðal-
ali á mann en 485 kr. hjá tíu manna
fjölskyldunum. Eins og jafnan áður
var heimilishaldið dýrast hjá einstakl-
ingnum upp á 960 kr., sem er óvenju
lágt að þessu sinni. Að öðru leyti var
útkoman sem hér segir:
Einstaklingur..............960 kr.
Tveggja manna fjölsk....... 673 kr.
Þriggja manna fjöisk.........741 kr.
Fjögurra manna fjöisk........ 724 kr.
Fimm manna fjölsk............ 693 kr.
Sex manna fjölsk............. 568 kr.
Sjö manna fjölsk............. 542 kr.
Átta manna fjölsk............ 484 kr.
Tíu manna fjölsk............. 485 kr.
Ef tekið er meðaltal ailra þessara
Upplýsingaseðlar frá
þrjátíu sveitarfélög-
um í aprílmánuði
Alls bárust okkur upplýsingar
frá þrjátfu sveitarfélögum í
aprilmánuði. Eins og jafnan áður
höfum við reiknað út meðaltal á
hverjum stað. Þetta er að sjálfsögðu
enginn mælikvarði á hvað kostar að
búa á hverjum stað fyrir sig. Frá
sumum stöðum barst aðeins einn
seðill. Hins vegar er mjög góð þátt-
taka á nokkrum stöðum á landinu.
Má nefna t.d. Akranes, Bolungarvík,
Hafnarfjörð, Hveragerði, Höfn,
Hornafirði, Kópavog (skiluöu sér þó
illa í marz og apríl), Keflavík (skiluðu
sé einnig illa í marz og apríl) og Sel-
foss, en þar hefur þátttakendum þó
fækkað, frá því sem var í fyrra. Fara
hér á eftir meðaltalstölur frá hinum
ýmsu stöðum á landinu. — x, sem
stendur aftan við nöfn nokkurra
staðanna, merkir að þaöan hefur
aöeins borizt einn seðill.
Akranes .......................849
Akureyri ......................633
Bolungarvik ...................681
Borgarnes.................... 597
Blönduósx .....................895
Egilsstaðirx ..................608
Garðabær....................485
Eskifjörður.................644
Hafnarfjörður................ 705
Hveragerði..................506
Hella.......................604
Hellissandur x..............792
Húsavfk .......................992
Höfn Homaflrfli 785
Kópavogur
Keflavik
Mosfellssveit
Raufarhöfn x
Seltjamames x
Flateyri x
Selfoss
Tálknafjörður x 573
Vestmannaeyjar x .... 336
Vogarx
Þorlákshöfnx
Njarðvik
Garðurx
ísafjörður x
Patreksfjörður 882
Reykjavik - A.Bj.
fjölskyldna fæst út talan 652, sem við
gætum kallað meðaltal allra fjöl-
skylduhópanna. Samsvarandi tala
var fáeinum krónum hærri fyrir
marzmánuð, þannig að svo virðist
sem verðbólgan sé á undanhaldi.
Ekki er samt víst að almenningur
sé á þeirri skoöun, því verðhækkanir
dynja á landslýð núna dag eftir dag.
Er skemmst að minnast búvöruverðs-
■ hækkunar um mánaðamótin.
Misskilnings hefur gætt hjá fólki
þegar rætt er um heimilisbókhaldið
okkar. Margir halda þvi fram að
„þetta sé tómt svindl” og „ekkert að
marka”. Við viljum benda á að þótt
einhverjar fjölskyldur eigi þess kost "
að fá t.d. frían fisk I soðið, þá eru
niðurstöðutölur seölanna innan fjöl-
skylduhópanna býsna áþekkar. —
Það er ekki verið að keppa um hver
er með lægstu töluna yfir mánuðinn.
Verðlaunin okkar eru ekki veitt fyrir
lægstu gjöldin, heldur eru verðlauna-
hafarnir dregnir úr þeim seðlum sem
bárust fyrir þann mánuðinn. —,
Nafnið „verölaun” er eiginlega til-
komið á þann veg að „þetta er
hugsað” sem verðlaun til handa þeim
sem nenntu að halda heimilisbókhald
og senda okkur upplýsingaseðla.
öllum kemur saman um að heim-
ilisbókhaidiö er til mikilla hagsbóta
og sparnaðar. Að auki er ekki ama-
legt að eiga von á að fá veglegan
vinning fyrir þátttökuna.
Við hvetjum sem flesta til að vera
með í heimilisbókhaldinu. Eitthvað
virðist vera að draga úr ládeyðunni
sem var yfir okkar „föstu” við-
skiptavinum. Okkur hafa nú borizt
seðlar sem okkur vantaði „inn í”.
Fyllið út í maiseðilinn og sendið
okkur sem allra fyrst.
- A.Bj.