Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.06.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 04.06.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent Viðræður Begins ogSadatsfara fram í diskóteki Eldf laugadeilan talin verða á dagskrá f undarins Anwar Sadat Egyptalandsforseti og Menachem Begin, forsætisráð- herra ísraels, hefja í dag viðræður sem líklegt þykir að snúist mjög um eldflaugadeilu ísraels og Sýrlands. Sadat hefur þegar hvatt Begin til að gera ekki of mikið veður út af eld- flaugum Sýrlendinga. í Kairó segjast stjórnarerindrekar mjög undrandi á tímasetningu fundarins sem stangist á við fyrri stefnu stjórnar Egyptalands um að slíkan fund ætti ekki að halda fyrr en aö loknum þingkosningunum f israel sem verða slðar f þessum mánuði. Egypzkir embættismenn segja að greinilegt sé að fundurinn hafi verið talinn það nauðsynlegúr nú að hann þyldi ekki bið og sé ástæðan vafa- laust eldflaugadeila Sýrlendinga og Israelsmanna. Þetta er í fyrsta skipti í sautján mánuði sem þeir Sadat og Begin hittast. Viðræður þjóöarleiðtoganna tveggja fara fram i diskótekinu „Hvíta fflnum” við baðströnd á suöurhluta Sinafskagans. Dagskrá fundarins hefur verið haldið leyndri en opinberar heimildir greina að Sadat muni biðja ísraels- menn að flýta brottför sinni frá suðurhluta Sinaí. RÆNINGJARNIR VORU BARA „VENJULEGIR GLÆPAMENN” —segir spænska lögreglan um mennina sem héldu um 200 gíslum í banka í Barcelona í síöasta mánuði Ræningjarnir, sem hótuðu að myrða um 200 gfsla í banka í Barcelona f síðasta mánuði, ef forsprakkar í valda- ránstilraun þjóðvarðliðanna f febrúar sfðastliðnum yrðu ekki látnir lausir, voru bara venjulegir glæpamenn, að því er spænska lögreglan segir. Miklar umræður hafa að undan- förnu farið fram á Spáni um hverjir ræningjarnir hafi í raun og veru verið. Hafa menn verið misjafnlega ánægðir með þær fullyrðingar stjórnvalda að þjóðvarðliðarnir hafi hvergi komið nærri töku bankans og gfslanna í Barcelona. Sumir gíslanna hafa sagt að ræningj- arnir hafi hagað sér eins og þjálfaðir hermenn og kallað hver á annan með númerum. Lögreglan segir að Jose Juan Martinez Gomez leiðtogi ræningjanna, hafi gert þetta í þeim tilgangi að rugla spænsk yfirvöld. Gomez mun hafa haldið því fram við yfirheyrslu að krafan um að Tejero Molina liðsforingi og aðrir þeir er stóðu að valdaránstilrauninni f febrúar yrðu látnir lausir hefði einungis verið sett fram f blekkingarskyni meðan þeir reyndu að grafa göng úr bankanum niður í skolpkerfi borgarinnar. Þannig ætluðu þeir að sleppa á brott með 700 milljónir peseta. Tórínó-líkklæðin eru enn ráðgáta: MYNDIN EKKIFOLSUÐ OG BLETTIRNIR EFTIR BLÓD —Vísindamenn skila skýrslu um niðurstöður rannsókna sinna á Tórínó-líkklæöunum Vlsindamenn sem rannsökuðu Tórfnó-likklæðin svonefndu árið 1978 hafa nú skilað Vatíkaninu skýrslu um niðurstöður rannsókna sinna. Niður- stöðurnar eru í meginatriðum þær að myndin á klæðinu sé ekki máluð og það sem virðist vera blóðtaumar sé í raun og veru eftir blóð. Hinn 85 blaðsíðna langi útdráttur úr niðurstöðum vfsindamannanna var sendur Vatíkaninu í sfðasta mánuði, aö þvl er Larry Schwalbe, eðlisfræðingur við Los Alamos rannsóknarstofnunina i Bandaríkjunum, sagði. Eftir að hafa getið meginniðurstöðunnar sagði hann að lfkklæöin væru eftir sem áður ráð- gáta. „Við vildum mjög gjarnan vita hvernig myndin á klæðinu varð til. Enn sem komið er höfum við engar sann- færandi hugmyndir um það,” sagði hann. Lfkklæðin — sem fjölmargir kristnir menn trúa að séu f raun og veru lik- klæði Jesú Krists — hafa aö geyma svipmynd af skeggjuðum manni með sár á lfkamanum eins og Biblían greinir frá að sár Krists hafi verið. Útdráttur vísindamannanna, sem sendur var til Vatíkansins f skýrslu- formi, ber nafnið „Eðlis- og efnafræði Tórínó-líkklæðanna. Samantekt rann- sóknanna 1978”. Skýrsla þessi er of löng til að hún verði birt f tímaritum en Schwalbe segir að vfsindamennirnir vinni nú að þvi að semja stutta vfsinda- lega grein um niðurstöðurnar, f að- gengilegum búningi fyrir almenning. Sovétmenn hafa ekki í hyggju að takmarka fjölda fösturevðinga þrátt fyrir að þa>r séu nú orðnar fleiri en fæðingarnar. FÓSTUREYÐINGAR ERU NÚ FLEIRI EN FÆÐINGAR í SOVÉTRÍKJUNUM Fleiri fóstureyðingar eru nú í Sovét- ríkjunum á ári hverju en fæðingar. Alexander Smimov, aðstoðarfor- stöðumaður félagsmálastofnunar Sovétríkjanna, lýsti þessu yfir á blaða- mannafundi í gær. Hann bætti þvi við að sovézkir embættismenn hefðu ekki i hyggju að setja nein takmörk við fóstureyðingum f landinu. Smirnov sagöi að árlega fæddust um 5 milljónir lifandi barna f Sovétríkjun- um. Hann sagði að ungbarnadauði hefði aukizt um 13 prósent á síðustu tveimur árum. Hann sagðist telja að skýringin á þeim tölum sem sýndu fram á aukningu ungbarnadauðans væru vafalaust þær að yfirvöld gengju nú betur fram f að safna saman slikum tölum en áður, einkum f lýðveldunum f Mið-Asíu þar sem aukningin væri mest áberandi. flugnafælan er ómissandi í FERÐALAGIÐ Hver vill 'ekki losna við moskító- flugnastungur? ANTI BITE er tœkið, sem verndar þig. Gefur frá sér sérstakan són, sem heyr ist varla — tekur 5 m radíus inni og 2 m radíus úti. Gengur fyrir rafhlöðu sem endist i eitt ár. TÆKIÐ ER LÍTIÐ 0G NETT Verðkr. 90,- JÓN& ÓSKAR LAUGAVEGI70 SÍMI24910 1

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.