Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I r ' " * Fréttaritari DB á f undi varautanríkisráðherra Kína: Ef heimsstyrjöld brýzt út eiga Sovétmenn upphafíð Menn létu fara vel um sig i djúpum stólum og sötruðu te meðan Song Zhiguang sagði frá. Arnþór Helgason, túlkur, Song Zhiguang og Friðrik Páll Jónsson. inn í landinu. Okkar skoðun er sú að ibúar E1 Salvador eigi eins og aðrar þjóðir að hafa rétt til þess að ráða málum sinum sjálfír og aðrar þjóðir eigi þar ekki að koma nærri.” En hvernig finnst Kínverjum að vera nánast umkringdir af Sovét- mönnum? Þeir ráða málum i Víetnam, hafa hernumið Afganistan, eru með stóran her í Mongóliu og hersveitir á endilöngum landamærum Kína. „Það hefur verið skoðun okkar lengi að Sovétmenn beini spjótum sinum fyrst og fremst að Vestur- Evrópu. Þeir hafa ekki enn gert vopnaðar árásir á V-Evrópu, og munu ef til vill ekki gera, en ráða yfir öllum löndum, sem næst eru V,- Evrópu í austri. Markmið þeirra er að ráða yfir öllum helztu framleiðslu- svæðunum og skipa- og flutninga- leiðum. Ef þeir ná því takmarki sinu verður V-Evrópa að láta undan þrýstingi þeirra og gefast upp. Margir vesturlandabúar hafa misskilið þessa skoðun okkar og talið að með henni værum við að leiða hugi Sovétmanna frá skotmarkinu Kina að skot- Engri þjóð mun líðast að hemema Kína og ef Sovétmenn senda milljónir hermanna inn í Kina verða þeir að íhuga vel hvað myndi gerast i bak- garðinum hjá þeim. Ef þeir ráðast inn í Kfna mega þeir búast við því að andsovézkum öflum f A-Evrópu vaxi ftskur um hrygg. Við erum þvi ekki hræddir við sovézka innrás i Kína og við erum ekki heldur hræddir við það þótt þeir umkringi okkur, því þeir ieggja höfuðáherzlu á að við- halda itökum sínum í Evrópu. Heimsvalda- og útþensiustefna Sovétríkjanna er ekki mál okkar Kín- verja einna, heldur allra jarðarbúa, en stefna okkar í utanrikismálum ræðst af baráttunni gegn heimsvalda- stefnu einstakra rikja og þvi aö friður verði í heiminum.” Svo mörg voru þau orð og ég get ekki neitað því að það hvarflaði að mér, þegar ég gekk út úr utanrikis- ráðuneytinu f Beijing, að Rússagrýla Morgunblaðsins væri til eftir allt saman. -MKH. Magnús K. Hannesson skrifar um Kínaför dag, og það er óhætt að slá því föstu, ef heimsstyrjöld brýzt út, að Sovét- menn verða upphafsmenn hennar. Sovétmenn hafa oft leikið þann leik að senda herlið inn i önnur lönd, tekið þar völdin og komið á fót „sovézkum” rikisstjórnum. Þá láta þeir leppa sína vinna fyrir sig. Það þekkja allir aðgerðir Kúbumanna i Afriku og Suður-Ameríku og þá hafa Víetnamar ekki látið sitt eftir liggja í Indó-Kína. Þessir menn hafa hjálpað til við útþenslustefnu Sovétríkjanna. Af þessu og ýmsu öðru hefur stefna þeirra borið góðan ávöxt á sfðustu árum. Sovétmenn hafa sjálfír ráðizt inn i nágrannalönd sin. Hernám Afganistans er aðeins eitt skref þeirra til þess aðnáheimsyfirráðum. Afganistan er ekki lokatakmark þeirra. Það er þvi augljóst, ef halda á heimsfriöinn, að menn verða að gera Við íslendingarnir 5 hittum vara- utanrikisráðherra Kína, Song Zhi- guang, siðdegis í utanríkisráðuneyt- inu í Beijing. Hann tók á móti okkur í stórum sal á fyrstu hæð og bauð okkur sæti í djúpum stólum. Á veggj- um héngu stórar landslagsmyndir frá ýmsum stöðum i Kína og á gólf- inu var þykkt, myndofið teppi. Brátt kom hvitklæddur þjónn og bar okkur te i stórum krukkum með loki. Og þá gat viðtalið hafizt. Við höfðum undirbúið okkur með tíu spurningar um alþjóðamál og utanrikismála- stefnu Kínverja. Einhvern veginn er það nú þannig að þegar rætt er um ástand heimsmálanna, við Kínverja, geta þeir alltaf komið að höfuð- óvininum, Sovétmönnum. Það er nánast sama um hvað er spurt, einhver hluti svarsins er alltaf um út- þenslu- og árásarstefnu Sovétríkj- anna. Við skulum aðeins lita á hvað Song Zhiguang hafði að segja um þetta. ,,Á utanrikisstefnu Kinverja hafa nánast engar breytingar orðið slðan alþýðulýðveldið var stofnað árið 1949. Okkar stefna er að koma áfriöi í heiminum og berjast gegn árásar- og heimsvaldastefnu. Á síðustu 10 árum hafa Sovétmenn reynt að framfylgja útþenslu- og heimsyfirráðastefnu sinni. Það er því þeirra sök, að spenna i alþjóðamál- um rikir nú i' heiminum. Áður fyrr urðum við Kínverjar að berjast við heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna, en það hefur orðið breyting á því. Það er framferði Sovétmanna, sem er mesta ógnunin við heimsfriðinn í „Við erum ekki hræddir við sovézka innrás f Kína, þvf við erum vanir að fást við innrásarlið i landi okkar.” DB-myndir: Magnús Karel. allt til þess að stöðva heimsvalda- stefnu Sovétrikjanna.” En boðaði Reagan ekki heims- valdastefnu i kosningabaráttu sinni og eru Bandaríkjamenn ekki farnir að ástunda hana, t.d. í E1 Salvador? „Þegar við segjumst vera á móti heimsvaldastefnu eigum við ekki aðeins við rússneska heimsvalda- stefnu, heldur líka bandariska heims- valdastefnu, ef hún er þá til. Ef við lítum aðeins nánar á þetta þá sjáum við að stefna Bandaríkja- manna er varnarstefna, en stefna Sovétmanna er árásarstefna. Heims- friðnum stendur því meiri hætta af Sovétmönnum en Bandarlkjamönn- um. f E1 Salvador er staöa mála mjög flókin. Sovétmenn styðja i gegnum Kúbu andstæðinga stjórnarinnar en Bandaríkjamenn styðja stjórnarher- markinu V-Evrópu, en á síðustu 2—3 árum hafa menn verið að komast á okkar skoðun og séð að mesta hættan af Sovétmönnum er í V- Evrópu. Sovétríkin eru með marga hermenn á landamærunum við Kina og vissu- lega er það ógnun við okkur. Við úti- lokum ekki þann möguleika að Sovétmenn ráðist inn i Kína, en telj- um samt litlar likur á því. Landa- mæri Kína eru geysistór og Kínverjar eru margir og við höfum mikla og langa reynslu í því að fást við inn- rásarlið. Ef þeir ráðast inn í Kína mun þeim ekki duga að senda eina milljón hermanna inn fyrir landa- mærin. Þeir yrðu að senda 5, 7, 8 eða 10 milljónir hermanna til þess að berjast í Kína og það yrði ekki stutt stríð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.