Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNl 1981. ÓRJÚFANLEG TENGSL Mllll EFNAHAGSMÁLA OG ORKUMÁLA Það verður æ útbreiddarí skoðun að ekki sé unnt að móta stefnu i efna- hagsmálum án þess að leggja skýrar linur i framvindu orkumála. Reynsla áratugarins milli 1970 og ’80 sýnir svo ekki verður um villzt, gifurleg áhrif orkuverðs á helztu þætti efnahags- mála. Að visu brugðust hin ýmsú fiki mismunandi við oliuverðsprenging- unum tveim 1973—74 og 1979—80, þ.e. á annan hátt við þeirri seinni en þeirri fyrri .þannig að áhrifin á efna- hagskerfm eru ekki með sama hætti. Áhrifin eru þó feiknarleg á viðskipta- jöfnuð, verðbólgu, hagvöxt og at- vinnustig. Tvœr olíuverð- sprengingar Á árunum 1973—74 fjórfaldaöist oííuverð. Oliuinnflutningur OECD landanna hækkaði úr 33 billjón $ 1973 í yfir 100 biUjón $ 1974. Á árunum 1979—80 hækkaði olíu- innflutningur þessara rikja úr 140 billjón $ 1979 í um 290 biUjón $ 1980. Verðbólga nær þrefaldaðist í OECD löndunum á árunum 1972— 74 og náði hámarki 13,5% 1974. Árið 1980 var verðbólgan 5% hærri en 1978 eða 13%. Reiknað er með aö á þessu tímabili stafi um 3% af þess- um 5% frá oUuverðhækkuninni. 1 kjölfar fyrri oliukreppunnar minnk- aði hagvðxtur OECD landanna 1975 og var mjög lítill 1980 og áætl- aðurlitiU 1981. Þetta stafar fyrst og fremst af auknum viðskiptaafgangi OPEC landanna og aðhaldsstefnu i peninga- málum og rlkisfjármálum OECD landanna i því skyni að halda niðri verðbólgu. Áætlað er að þjóðarfram- leiðsla OECD landanna verði um 6,5% eða um 550 biUjón $ lægri 1981 en hún hefði orðið ef seinni oliuverðsprengingin 1979—80 hefði ekki komið tU. Atvinnuleysi jókst í OECD löndum i kjölfar fyrri oliu- kreppunnar og fór yfir 5%. Sam- dráttur vegna seinni olíukreppunnar er tilfinnanlegur og er áætlað að at- vinnuleysi muni aukast enn og verða um 7.5% eða um 25.5 milljónir at- vinnulausra á fyrri helmingi ársins 1982. Tengsl oliuverðsins við helztu þætti efnahagsmála eru þvi ótvíræð. islendingar flytja inn i formi olíu nær helming þeirrar orku sem þeir nota. Reynsla síðasta áratugar Reynsla OECD landanna af við- brögðunum við olíuverðsprenging- unum er engan veginn nógu góð. Eftir olíukreppuna 1973—74 reyndu sum lönd að mæta samdrættinum er varð af oliuverðhækkunum og peningastreyminu til OPEC landanna með þenslu i ríkisfjármálum. Árang- urinn varð gifurlegur viðskiptahalli og óviðráðanleg verðbólga. Ljóst var að breyta varð stefnunni og þegar sfðari oliuverðhækkunin dundi yfir beittu þessi lönd miklu aðhaldi í pen- ingamálum og rikisfjármálum. Með þessum aðferðum tókst að koma i veg fyrir slíka verðbólguaukn- ingu sem varð í fyrri oliukreppunni. En hins vegar leiddu þessar aðgerðir af sér aðra erfiðleika. Minnkandi eftirspurn vegna þessa stranga að- halds hafði i för með sér minnkandi hagvöxt og geigvænlegt atvinnuleysi. Menn getur greint á um hvort árang- ur seinni viðbragðanna sé betri en þeirra fyrri. En menn greinir vafa- laust ekki á um það, að báðar aðferð- irnar leiða til ófullnægjandi niður- stöðu. Margir segja að atvinnuleysi sé nú ekki sama böl og áður var. Nú fái menn atvinnuleysisbætur og þjóðfé- lagið sjái þeim fyrir nauðsynlegu lifs- viðurværi. í þessu sambandi verða menn að hafa i huga að atvinnulausa fólkið í OECD löndunum, 25.5 millj- ónir manna 1982, er mest ungt fólk, sem er að koma út á vinnumarkað- inn. Þetta er fólkið sem á að erfa , .heiminn” eins og sagt er á tylli- dögum. Hvers konar heimur skyldi það verða? Skyldu vera einhver tengsl milli atvinnuleysis unga fólks- Kjallarinn GuðmundurG. Þórarinsson ins og þess hversu ýmsum öfgahóp- um virðist vaxa fiskur um hrygg? Spurningarnar verða margar en svör- in fá, eins og gengur. Hvað skal gera? Sérfræðingar leggja nú hausinn í bleyti. Fyrri leiðir hafa ekki reynzt haldgóðar. Enginn vafi er á þvi, að við stöndum að ýmsu leyti á tima- mótum. í vaxandi mæli verður leitað ann- arra orkugjafa en oliu og orkusparn- aður verður aukinn svo sem framast er kostur. Meginmarkmið verður að minnka orkunotkun á framleidda einingu. í einhverjum mæli mun það breyta hlutfalii framleiðsluþáttanna, orka, vinna, fjármagn i framleiðslu- rásum. Fleiri og fleiri eru að komast á þá skoöun að verölagning orkunnar sé áhrifarikasta tækið til aö fiýta þess- ari þróun. Hættulegt muni reynast að niðurgreiða olíu. Hærra orkuverð mun leiða til ýmiss konar breytinga. Eftirspurnin mun færast frá vöruteg- undum sem mikla orku þarf til aö framleiða yfir á vörur sem litla orku þarf til að framleiða. Orkufrekur iðnaður getur átt i vændum flutninga milli landa eöa landsvæða. Nú segja margir spekingar: „Bar- „25,5 milljónir manna atvinnulausir í löndum OECD á næsta ári.” áttan við verðbólguna verður að fara fram með framleiðniaukningu”. Áthyglisvert. i stórum dráttum höfum við þvi þrjár kenningar um hversu skuli berjast gegn verðbólgu. 1. Strangt aðhald í peningamálum og rikisfjármálum og markaðs- lögmálin virkjuð. 2. Aðhald i verðlags- og launamál- um ásamt hóflegu aðhaldi i pen- inga- og rlkisfjármálum. 3. Halda i horfinu en leysa málið með framleiðniaukningu 1 þjóð- félaginu. Þrjár leíðir Fyrsta leiðin er sú, sem frjáls- hyggjumenn hérlendis predika. Stjórnarandstaðan, bæði Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur virðast aðhyllast þessa leið, þó lfklega sé Alþýðuflokkurinn tilbúinn að beita aðhaldi í verðlags- og launamál- um og fara þannig leið tvö. 1 Bretlandi er þess freistaö að fara leið eitt að þvi er virðist með tvi- sýnum árangri, svo ekki sé meira sagt. Hætt er við að Islendingar ættu erfitt með að sætta sig við það ástand sem rikir í efnahagsmálum i Bret- landi i dag. Mjög vafasamt er aö þessi leið virki yfir höfuð. Leiðin byggir meðal annars á „frjálsri álagningu” og „frjálsum samningum á vinnumarkaði”. Margir hagfræð- ingar telja að við slíkar aðstæður tækju samtök atvinnurekendanna fremur á sig verulegar launahækk- anir en að lenda í löngum vinnu- deilum', þar sem álagning væri frjáls og þeir gætu því jafnóðum velt byrð- inni út i verðlagið. Galbraith telur t.d. að þetta mundi leiða af sér skriðu verðhækkana. Atvinnuleysi virðist óhjákvæmilegur fylgifiskur þessarar leiðar. önnur leiðin er næst þvi sem rikis- stjórnir hafa reynt á íslandi og núver- andi rikisstjórn er augljóslega að glima við. Árangur verður væntan- lega talsverður á þessu ári. Vérðbólga gæti orðið um 40% frá upphafi til loka árs 1981 miðað við nær 60% árið 1980. En ýmsar blikur eru á lofti. Nokkr- ir launahópar eru orðnir mjög óþolinmóðir með kjör sin og eru læknar augljósasta dæmið. Margt bendir til þess að kaupkröfur verði háar í haust og enginn sér fyrir afleið- ingar þeirra. Það þarf enga spekinga til að sjá að erfitt verður um vik i baráttunni gegn verðbólgunni ef stefna stjórn- valda um aðhald í verðlags- og launa- málum verður brotin niður nú. Það sem meira er, það er sennilega auð- velt að brjóta hana niður' Lækna- deilan, hverjar verða afleiöingar hennar? Mun samkeppni hinna ýmsu stétta og mismunandi hagsmunahópa við- halda endalausri togstreitu, þar sem skammtimasigrar eins og eins hóps munu knýja aðra hópa til aögerða og þannig markvisst viðhalda verð- hækkunum? Er árangur stjórnvalda i bezta falli að hamla á móti og reyna að halda i horfinu, vinna við og við skamm- tímasigra lika? Sigur gegn veröbólg- unni næst ekki eftir þessari leið nema samstaða náist um hana meðal þjóð- arinnar eða fjöldinn að minnsta kosti umberi hana. öðrum kosti verður í bezta falli um að ræða aö halda í horfinu. Þjóðfélag okkar er þannig uppbyggt, að einn einasti hagsmuna- hópur getur brotið viðkvæmt jafn- vægisástand og framkallað nýja tog- streitu. En þriðja leiðin. Aukin framleiðni. Hún er ekkert áhlaupaverk og árang- ur e.t.v. óviss lika. Vafalitið má þó gera mikið á þessu sviði. Ekki bara með því að auka framleiðni einstakra fyrirtækja, heldur einnig með því aö auka framleiöni þjóðarbúsins i heild. Hér þarf að fjölga framleiðslufyrir- tækjum og auka framleiðni i opin- berum þjónustufyrirtækjum. Nýting orkulinda okkar er mikil- vægur þáttur i að auka framleiöni þjóöarbúsins. E.t.v. er nýting orku- lindanna þannig eina varanlega að- gerðin i baráttunni gegn verðbólgunni. En menn mega heldur ekki gleyma þvi, að sá mikli hraði sem menn al- mennt eru sammála um að hafa í uppbyggingu virkjana og iðnfyrir- tækja, mun kalla á mikla fjárfestingu og mikla þenslu. Þenslan er að mati spekinganna eldur á verðbólgubálið. Eitt hljóta menn aö geta orðið sammála um. Engin er leiðin einföld. Guðmundur G. Þórarinsson, alþtnglsmaöur. s

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.