Dagblaðið - 04.06.1981, Page 17

Dagblaðið - 04.06.1981, Page 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR4. JÚNÍ1981. i 7 Elías Georgsson, námshestur og formaður Skólafélags FS: „ÞETTA BJARGAÐIST Á LOKASPRETTINUM” Félagslíf hefur farið vaxandi i Fjöl- brautaskóla Suðurnesja með hverju ári. Nemendafélag er starfandi þar og auðvitað mæðir talsvert á stjórn þess ef einhver árangur á að nást. For- maður þess skólaárið 1980-81 var Elías Georgsson eðlisfræðibrautar- nemi, sem jafnframt sópaði að sér námsverðlaunum á stúdentsprófinu. „Auðvitað tóku félagsstörfin tlma frá náminu, en ég las vel seinasta mánuðinn fyrir prófin, svo þetta bjargaðist á lokasprettinum. Eðlis- fræðibrautin er erfið og krefst fulls skilnings á efninu — ekkert til hálfs — aðeins allt,” svaraði Elías, þegar við spurðum hann um nám og félags- störf hans í F.S., ,,en ég hafði ánægju af þvi að vasast með félögum mínum í skólanum og vona að eitt- hvað standi til bóta eftir veturinn. ” Starf formanns er aðallega fólgið i þvi að vera tengiliður á milli nemenda og stjórnar skólans. Samvinnan hefur verið mjög góð og alltaf er eitt- hvaö að bætast við til hagsbóta fyrir nemendur, svo sem mötuneyti, les- stofa og fleira. „Félagslífið var mjög blómlegt i vetur. Leiklistaráhuga- fólkið sýndi sjónleik i fyrsta sinn og heldur vonandi áfram. Tónlistarfólk- ið gekkst fyrir kynningu á tónlist og hélt slika hátfð, enda margt góðra tónlistarmanna i skólanum. Stofnaður var skólakór og íþrótta- starfsemin hefur aldrei verið meiri, enda breytti nýja iþróttahúsið í Keflavik miklu fyrir F.S., sem fékk aðstöðu til æfinga þar, þegar það var tekið i notkun,” sagði Elías, ,,og F.S. náði yfirleitt mjög góðum árangri f þeim mótum sem skólinn tók þáttí.” Hvað framtiðaráform Eliasar varðar, „þá setti ég mér snemma það takmark, að verða verkfræðingur og ætli ég verði ekki einn af þeim.” -emm Ágústa Gfsladóttir ásamt manni sfnum, Hafsteini Sæmundssyni, og tveimur börnum, Jónu Ágústu og Gfsla Ara. FJOGURRA BARNA MÓDIR í FJÖLBRAUT — rætt við Ágústu Gísladóttur í Grindavík, nýstúdent frá FS Stofnun Fjölbrautaskóla Suður- nesja opnaði menntunarmöguleika fyrir fólk sem annars hefði ekki átt þess kost að geta aukið menntun sina gegnum skólakerfið nema þá að flytja búferlum á milli héraða. Einn nýstúdentanna, sem brautskráðust á vorönn, var 33ja ára húsmóöir úr Grindavík, Ágústa Gisladóttir, fjögurra barna móðir, fædd á Ólafs- firði en fluttist 15 ára til Grinda- vikur með millilendingu í Reykjavík, eins og hún orðaði þaö þegar við. tókum hana tali, eftir að hún hafði fengiö hvíta kollinn og þar með brautskráðst frá F.S., eftir fimm vetra námsstrit. „Eftir að eiginmaðurinn, Haf- steinn Sæmundsson, fór að fást við útgerð, komust bókhaldsstörfin smám saman í minn verkahring. Ég fann fljótlega að gagnfræðamenntun mfn nægði ekki til aö geta unnið bók- haldið svo í lagi væri. Ekki var þvi um annað að ræða en að skella sér á viðskiptabrautina í F.S. Auðvitað varð ég að leggja talsvert á mig. Yngstu börnin voru aðeins fimm ára — tvíburarnir Þyri Ásta og Heimir örn, en hin tvö, þau Jóna Ágústa og Gísli Ari, átta og niu ára. Margir héldu að ég væri gengin af göflunum. Töldu ákvörðun mína ábyrgðarleysi gagnvartheimiliogfjölskyldu envið erum samheldin og með henni tókst að gera mér mögulegt að stunda námið. T.d. sótti eldri strákurinn matreiðslunámskeið hjá námsfiokk- unum hérna til að geta létt undir með matseldina.” Ágústa hagaði námi sínu á þann veg, að hún var i „dagskólanum” á haustin, en i öldungadeildinni eftir áramótin. Samhliða náminu annaðist hún bókhald útgerðarinnar, auk þess sem hún felldi netin sem báturinn þurfti á vetrarvertiðina, en það vann hún eftir áramótin. Hvenær gafst þá timi til lesturs? hlutum við aö spyrja. „Ég notaði „götin” í stunda- skránni til að lesa, því heima gafst mér ekki tími til þess. Fólk hélt að það væri alveg hræöilega erfitt fyrir Grindviking að stunda nám í Kefla- vík — alla þessa leið, en á bifreið tekur aksturinn ekki svo ýkja langan tíma, um 25 minútur. Fyrsta önnin var jú nokkuð strembin, á meöan ég var að átta mig á kennslunni, sem var allt öðru visi en ég hafði vanizt. Lika er það átak að hefja nám eftir langt hlé, með sér langtum yngra fólki, en líklega af þvi að ég er grönn og lág- vaxin, þá var mér tekiö eins og hverj- um öðrum „krakka”. Hvorki nem- endur né kennararnir vissu að ég var fjögurra barna móðir fyrr en undir lokin.” í víðara rabbi við Ágústu kemur i ljós að hún hefur iðkað handknatt- leik og er formaður þeirrar deildar i ungmennafélagi staðarins. Og til að vera viðbúin f sem fiestum þáttum út- gerðarinnar, tók hún 30 tonna stýri- mannaprófið — svonefnt pungapróf — og nú hlær Ágústa. „Ég vona að það verði hækkað uppí lOOtonn áður en langt um liður. Þá get ég fariö á Hörpunni GK, 70 tonna bátnum okkar, í róður sem skipstjóri. Hingað til hef ég aðeins farið með þegar báturinn hefur farið í slipp.” Framhaldsnám hefur Ágústa ekki í huga að sinni, en gæti alveg hugsað sér einhvern tima seinna meir að auka þekkingu sína i viðskiptafræðum —■ ef eiginmanninum dytti í hug að kaupa togara. -emm Skemmtiferð á laugardag Er Hrauneyjafoss hotfinn? Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur efnir til árlegrar sumar- hópferðar sinnar næstkomandi laugardag og verður hún að þessu sinni farin að Hrauneyjafossi. Virkjunarfram- kvæmdirnar verða skoðaðar og þær breytingar, sem fréttir herma að orðið hafi á fossinum nýlega. Þar verður snædd- ur hádegisverður (nesti). Á heimleið verður ekið um Skál- holt og kvöldverður snæddur í Hótel Valhöll, þar sem Kjartan Jóhannsson alþingismaður, formaður Alþýðu- flokksins, mun ávarpa gesti. Verð hvers farmiða (að báðum ofangreindum máltíðum meðtöldum) eraðeins 175 krónur. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði kl. 8.30 frá Hamraborg 1 á sama tíma og frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík kl. 9 á laugardagsmorgunn. Miðasala og nánari upplýsingar eru á skrifstofum Alþýðu- flokksins í Alþýðuhúsinu í Reykjavik, simi 15020. Fjölmennið í fyrstu, ódýrustu og skemmti- legustu sumarferð ársins! Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. TIL LEIGU: Einbýlishús í Breiðholti, 140 ferm íbúð á efri hæð, allt sér. Á jarðhæð m/sérinngangi 3 herb., eldhús, bað m.m., ca 100 ferm. Leigist saman eða aðskilið. (Rétt við Fjölbraut í Breiðholti). Fyrirframgreiðsla nauðsynleg. Leigutími minnst ár frá 1.-15. ágúst nk. Bindindisfólk gengur fyrir. Tilboð merkt ,,Hús — 140 + 100 fm” sendist til blaðsins sem fyrst. LAUSAR STÖÐUR Við Menntaskólann í Kópavogi eru lausar til umsóknar þrjár kennarastöóur. Kennslugreinar eru saga, jarðfræði, stærðfræði og cðlisfræði. Laun samkvæmt launakcrfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtaricgum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa horist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 30. júní nk. — Sérstök umsóknareyðuhlöð t'ást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 3. júní 1981. BIVIW 320 árg. ’77. Mjög fallegur bill, rauöur, útvarp og segulband. Kr. 90 þús. Einnig 320 árg. ’79, kr. 110 þús. Toyota Celica árg. ’79. Fallegur og snöggur sportbill. Blár. Góð kaup í góðum bil. Honda Prelude árg. '19. Ekinn 22 þús. km. Fallegur og rennilegur bfll. Vín- rauður. Kr. 105 þús. Pontiac Trans Am árg. ’76. Ekinn 77 þús. mílur, 8 cyl., 400 cub., sjálf- skiptur, veltistýri, tvcir dekkjagangar. Siflurgrár. Kr. 85 þús. Bronco Ranger XLT árg. ’79. Ekinn 35 þús. km, 8 cyl., sjálfskiptur með öllu. Rauður og hvitur. Mjög fallegur bill. Kr. 175 þús. Fiat 127 Sport árg. '19. Einn fallcgasti Fiatinn á götunni. Svartur. Stærri og kraftmeiri vél. Kr. 64 þús. ] si 'TTTTTTTTTTTTTTITTTI BILAKA.MPl c SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.