Dagblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 28
ÚtlSt fyrír mikinn ferðamannastraum hingað í sumar.
Hvergi ódýran að gista
ogboröa en á íslandi
—-segir í víðlesnu ferðatímaríti fyrír kaupsýslumenn
Hvergi í heiminum er ódýrara að
búa á fyrsta flokks hóteli og borða á
sama stað en hér á íslandi. Þessi stað-
reynd kemur fram í viðtækri könnun
sem eitt víðlesnasta tímarit kaup-
sýslumanna birti í marzmánuði.
Blaðið heitir Business Traveller og
verðkönnun þess á hótelum og fæði í
„framkvæmdastjóra- og forstjóra-
klassanum” er miðuð við áramótin.
Blaðið segir að gisting og dagsfæði
á íslandi kosti 31 sterlingspund. Er
það ekki aðeins lægsta verð i Evrópu,
heldur lægsta verð hvar sem er í
heiminum, samkvæmt niðurstöðum
tímaritsins. Umrædd þjónusta kostar
36 pund í Grikklandi, 37 pund i
Portúgal en 50 pund i Tyrklandi, sem
er fjórða ódýrasta land Evrópu á
þessu sviði.
Dýrust er þessi þjónusta i Sovét-
rikjunum, kostar 91 pund, en næst
kemur Bretland með 74 pund.
Dýrustu lönd heimsins eru hins
vegar Saudi-Arabía þar sem gisting
og fæði kostar 122 pund á dag og 100
pund kostar sama þjónusta i Kuwait.
Ódýrustu lönd heims, utan Evrópu,
eru Brunei, þar sem gisting og fæði á
1. flokks hóteli kostar 33 pund og 39
pund kostar sama þjónusta i Ind-
landi.
„Þessi staðreynd kemur mér ekki á
óvart,” sagði Lúðvig Hjálmtýsson
ferðamálastjóri. „Þaö er löngu vitað
að gisting hér er til muna ódýrari en
gerist og gengur, en matarverðið er
teygjanlegra. Þó við eigum mjög góð
hótel, eins og t.d. Sögu, þá viðhafa
þau ekki þann lúxus sem tíðkast á
dýrum hótelum erlendis þar sem bilar
manna eru teknir við dyrnar og
komið með þá þangað að óskum
manna, svo eitthvað sé nefnt.”
Lúðvig sagði að útlit væri fyrir
mikinn ferðamannastraum til íslands
í sumar. „Það varð 14% samdráttur i
flugfarþegum til landsins í fyrra, frá
1979. En það kæmi mér ekki á óvart,
þó nýju meti yrði náð á þessu ári,”
sagði ferðamálastjórinn.
DB mun birta heildartöflur Busi-
ness Traveller um gistikostnað á
morgun.
- A.St.
Edward R. Schreyer, landstjóri Kanada, og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, I stjórafrúin Lily Schreyer, Gunnar Thoroddsen forsœtisráðherra, sendiherrafrú
við háborðið á Hótel Sögu í gœrkvöldi. Á litlu myndinni sjást fleiri gestir við há- Kanada frú Campbell og Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra. Fyrirframan borðið
borðið, Vala Thoroddsen forsœtisráðherrafrú, landstjórinn, forseti Islands, land- | má sjá Hans G. Andersen sendiherra og Hörð Helgason ráðuneytisstjóra.
DB-myndir Sigurður Þorri.
r
VEÐRIÐ LEIKUR VIÐ LANDSTJORANN
Edward R. Schreyer, landstjóri
Kanada, og föruneyti hans hefur gert
víðreist i morgun. Landstjórinn fór kl.
9.30 i morgun með Ólafi Jóhannessyni
utanrikisráðherra og fleirum að Reykj-
um í Mosfellssveit. Þar var dælustöð
Hitaveitu Reykjavikur skoðuð og menn
þáðu morgunveitingar. Á meðan
skoöaði landstjórafrúin íslenzkan
heimilisiðnað.
Landstjóri og föruneyti hans hélt
siðan til Þingvalla og kona hans jafn-
framt. Forseti íslands tók á móti hjón-
unum við Aimannagjá og síðan var
gengið á Lögberg, þar sem Eiríkur J.
Eiriksson sagði sögu þingstaðarins.
Veðriö lék við hina tignu gesti, sól og
blfða.
í hádeginu býður ríkisstjórnin til há-
degisverðar i Valhöll. Síðar i dag
verður ekið til Hveragerðis og dag-
skránni i kvöld lýkur með kvöldverði
landstjórahjónanna til heiðurs forseta
Íslands að Lækjarhvammi Hótels
Sögu.
Vigdis Finnbogadóttir, forseti veizlu í Súlnasal Hóteis Sögu i gær- þjóðarinnar.auk föruneytis landstjóra-
íslands, hélt hinum opinberu ge»tum kvöldi. Þar var samankomiðfyrirmenni hjónanna. -JH
Fengu ekki leyfi til að halda
hvítasunnurokkið á laugardagskvöld
— það verður því um daginn í staðinn ^
„Við vorum ekkert að flýta okkur
að sækja um skemmtánaleyfið. Sam-
kvæmt gamalli reynslu hefur það
ávallt verið hreinasta formsatriöi en
nú hefur heldur betur komið i ljós að
svo er ekki,” sagði Steinar Berg Is-
eifsson, forsvarsmaður hljómplötu-
útgáfunnar Steina hf., sem hyggst
gangast fyrir svoköliuðu Hvitasunnu-
rokki i LaugardalshöUinni á laugar-
daginn.
„Það kom sem sé i ljós þegar til
átti aö taka að ekki fæst leyfi til að
halda skemmtanir i Reykjavik eftir
miðaftan daginn fyrir stórhátlðir. Þá
er ætlazt til þess aö fóik leggist í
fallegar ihuganir og skemmtun eins
og Hvitasunnurokkið gæti bersýni-
lega truflað þær,” sagði Steinar enn-
fremur.
Hann bætti þvi við að af þessum
sökum hafi orðið að flýta hljómleik-
unum á laugardaginn. Þeir hefjast
klukkan fjögur um daginn, (jórum
klukkustundum fyrr en fyrst var
áætlað.
„Okkur þykir þetta mái hið undar-
legast þvi að á laugardagskvöld eru
skemmtistaðir og félagsheimili út um
allt land opin,” sagði Steinar Berg.
„Þá hafa hvitasunnugleöir tiökazt
árum saman og skemmst er að minn-
ast tveggja hljómleika Sambaftds al-
þýðutónskálda og -tónlistarmanna
(SATT) í Austurbæjarbiói laugar-
dagskvöldið fyrir páska. Þá hófust
hljómleikarnir klukkan sjö og
klukkan niu. Reyndar segist lögreglu-
stjóraembættið ekki hafa veitt leyfi
fyrir þeirri skemmtun en SATT-menn
segja að engin fyrirstaða hafi verið
fyrirleyfinu.” -ÁT
frjólst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 4. JÚNl 1981.
Ábarðargeymar I Páli Sveinssyni fylitir á Reyltja-
vikurflugvefli f gærkvöldl. MJólkurbá Flóamanna
gaf Landgræðslunnl bilinn árið 1975. Flugmenn frá
Flugleiðum taka að sér i sjálfboðavinna að fljúga
Páli i áburðardreiflngunni og leggja þannig sitt af
mörkum til að efla gróðurvinjar landsins.
- DB-myndS.
-PállSveinsson
kominn ívorverkin
„Við munum nú sem áður leggja
mesta áherzlu á áburðardreifingu og
sáningu i grennd við þéttbýlissvæði.
Dreift verður heldur minna magni i
sumar en áður, bæði vegna mikillar
verðhækkunar á áburði og eins vegna
þess að nýja landgræðsluáætlunin er
ekki fyllilega komin til framkvæmda,”
sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri f samtali við fréttamann DB á
Reykjavikurflugvelli. Þar var verið að
ferma landgræðsluflugvélina Pál
Sveinsson og henni siðán flogið til
dreifingar á svæðum á Reykjanesi. Alls
var dreift 100 tonnum á nesinu fyrír
sveitarfélög þar og verkinu lauk f gær-
kvöldi. Næst skal haldið á Suðurlandið
og dreift í nágrenni við Gunnarsholt,
Kirkjubæjarklaustur, Vik í Mýrdal,
Hellu og Þorlákshöfn. Siðan er ætlunin
að halda i Þingeyjarsýslurnar og dreifa
400 tonnum frá Aðaldalsflugvelli yfir
þingeyskan gróður. S / ARH
Áskrifendur
DBathugið
Vinningur I þessari viku er
Apple-tölva frá Radíóbúðinni,
Skipholti 19, Reykjavík, og hefur
hann verið dreginn út. Nœsti vinh-
ingur verður kynntur I blaðinu á
þriðjudaginn.
Nýir vinningar verða dregnir út
vikulega næstu fimm mánuðina.
Áburðirigniraf
himnum ofan
i
\
i
i
í
hressir betur.
I