Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981 Q íor 10-yaar-ol Aaioclatlon i FÓLK ÁSGEIR JÓMASSON Dágott tímakaup í kappáti Sigurvegarinn í kappáti Tomma- borgara á dögunum hesthúsaði þrjá hamborgara á 68 sekúndum og fékk að launum Superia reiðhjól að verð- mæti um níu þúsund krónur. Tíma- kaupið í kappáti ætti því að vera dá- gott. Nánar tiltekið er það sam- kvæmt verðlaunum Tommaborgara 476 470,60 krónur. Heimsmet í hamborgaraáti er annars skráð i heimsmetabók Guinn- es. Þar snæddi maður nokkur 21 hamborgara á þrjátiu mínútum. Ekki fylgir sögunni hvað hann fékk í verðlaun né heldur hvort hann er enn á lífi. — 1 bígerð er hjá Tómasi Tómassyni eiganda Tommahamborg- ara að efna til keppni í haust um hver geti borðað flesta borgara á hálftima. Verðlaunin verða vegleg, — glæný Cadillac bifreið. Lesið á hvolfi — Veiztu hvers vegna Hafnfirð- ingar lesa dagblöðin á hvolfi þessa dagana? — Neeííí. — Til þess að FH sé efst í fyrstu deildinni. Morgunblaflið 10. júni 1981 Fyrirsögn vikunnar Hvað hefðl svona fyrirsögn verið kölluð hefði hún birzt i Dagblaðinu? Á brezkum námerum en samt ískoðun í bifreiðaeftir- litinu Býrókratar og kerfiskallar veltu mjög vöngum yfir því hvort leyfa ætti eða banna sýningar American Helldrivers hér á landi. Á endanum var flokknum leyft að troða upp en að sjálfsögðu þurfti að setja ýmis skilyrði. Til dæmis er Helldrivers bannað að sýna klessukeyrslu og veltur. Slíkt gæti orðið íslenzkum bílstjórum hvatning til að leika sömu listir. Kómískasta skilyrðið var þó það að sýningabílarnir skyldu allir skoð- aðir hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Til hvers? Sýningafólkið á líf sitt undir því að allt sé í sem fullkomnasta lagi í bílum og bifhjólum. Þar að auki eru ökutækin á brezkum númerum og tryggð hjá Lloyds. Bákninu þótti samt vissast að tékka á því hvort ekki væri allt í lagi, — svona ef skoðunar- mönnum Lloyds skyldi hafa yfirsézt eitthvað. íþrótta- fréttamenn í „heims- pressuna” Fremur hljótt hefur verið um starfsemi Samtaka íþróttafréttamanna hin síðari ár þar til undanfarna mánuði. Stjórnarskipti urðu á þeim bæ fyrir rétt \ ári siðan og virðist svc ;em þau hafi ekki runnið jaf ljúfleíh ofan i alla. Hafa sézi ýmiss konar „skot” á milli einstakra fjölmiðla í slúðurdálkum og sum jafnvel verið í alvarlegri kantinum. Það kom hins vegar á óvart að sjá þessa félagsskapar getið í „heimspressunni” fyrir nokkru. í International Sport, en svo nefnist sam- eiginlegt málgagn allra íþróttaskribenta þessa heims, birtist fyrir nokkru smáklausa um þennan ágæta félagsskap. Segir þar í stuttu máli frá starfsemi félagsins og helztu viðburðum hérlendis á sl. ári Fylgir ekki sögunni hvori Samtök iþróttafréttamanna hyggjast leggja til atlögu í fleiri erlendum fjölmiðlum, en fátt kemur á óvart eftir stormasaman vetur á íslenzk- um dagblaðasíðum. 18 ára og flutti eigið tónverk á skólaslitum Hl/ómsveit Stefáns P. þjálfar þolið. Frá vinstri eru Sigurður Björgvinsson, Stefán P. og nyi trommarinn Ólafur Bachmann. DB-mynd: ftagnar Sigurjónsson. Ölafur Bachmann leikur með Stefáni P. Sá landskunni trommuleikari Ólafur Bachmann er genginn til liðs við hljómsveit Stefáns P. Síðast lék hann með hljómsveit Gissurar Geirs- sonar og gerði meðal annars storm- andi lukku á þjóðhátíð Vestmanna- eyinga. Og það áreiðanlega ekki i fyrstaskiptið. „Við erum nú að fara af stað á dansleikjamarkaðinum vitt og breitt um landið,” sagði Stefán P. hljóm- sveitarstjóri. „Tvö undanfarin ár höfum við verið með skemmtanir sem kölluðust Sumarið 79 og Sumarið 80. Að þessu sinni verður þetta ekkert skipulagt heldur allt upp á óreglulega mátann. Við komum jafnvel ekki til með að halda neina dansleiki sjálfir nema til þess að fylla upp í helgar hjá okkur. Annars þurfum við ekki að kvíða mörgum slíkum dansleikjum því að aðeins tveimur helgum er óráðstafað í sumar.” Þriðji maðurinn í hljómsveit Stefáns P. er Sigurður Björgvinsson bassaleikari. Óli Bach sér um áslátt- inn og Stefán P. leikur á gítar, píanó og synthesizer. „Við höfum fjárfest talsvert að undanförnu,” sagði Stefán í samtali við blaðamann DB. „Nýlega fengum við okkur söngkerfi sem kostaði um fimm hundruð þúsund krónur og einnig bættum við við synthesi- zernum.” Hljómsveit Stefáns P. starfar allt árið. Á veturna kemur hún aðallega fram í einkasamkvæmum og á lokuðum dansleikjum. Stefán sagði að í fyrra hefði verið svo mikið að gera að aðeins tvær helgar hefðu fallið úr, ein helgi í október og síðasta helgi fyrir jól. „Þó að við sleppum öllum skipu- lögðum ferðum þetta sumarið er ekki þar með sagt að við séum hættir öllu slíku,” sagði Stefán P. að lokum. „Hver veit nema Sumrinu 82 verði hleypt af stokkunum að ári.” -ÁT- Einar Jónsson hljómsxeitarstjóri Demó: Leggjum nú allt kapp á hljómleikamarkaðinn „Því er ekki að neita að við höfum verið frekar reikandi í stefnunni til þessa en erum nú að móta okkar eigin stefnu,” sagði Einar Jónsson stjórn- andi hljómsveitarinnar Demó. „í framtíðinni ætlum við því að leggja aukna áherzlu á hljómleikapró- gramm okkar þó að vitaskuld getum við ekki sagt skilið við danshúsin ef við ætlum að lifa á tónlistinni.” Einar sagði að Demó væri nú komið með um það bil klukku- stundar langt prógramm af frum- saminni tónlist. Það var til dæmis kynnt á hljómleikum á Hótel Borg á fimmtudaginn var. Einnig á hljóm- sveitin í fórum sínum dágott safn instrumental laga í rock-fusion stíl sem hún leikur þegar svo ber undir. Nú um helgina skemmtir Demó í Sigtúni. „Við höfum leikið fyrir dansi í Sigtúni nú síðustu vikurnar og ætlum að vera þar eitthvað áfram,” sagði Einar Jónsson. — Hann kvað hljóm- sveitina hafa leitað fyrir sér með plötusamning en enn væri ekkert á hreinu í slíkum málum. „Það er eðlilegt að við verðum að móta tónlistarstefnuna betur áður en verður af plötuupptökum,” sagði Einar. Sjálfur hefur hann nýlega lokið við að leika inn á plötu. Þar eð gítarleikari Tívolís forfallaðist er hljómsveitin tók upp þriggja laga plötu sína var Einar kvaddur til. Hann mun leika með Tívolí af og til á næstunni þegar frí er hjá Demó. Einnig kemur hann fram með Bobby HarrisoníÓðali. -ÁT- , ,Ég hef alltaf haft áhuga fyrir tón- smíðum og hef samið nokkuö af mis- heppnuðum verkum. Þetta tónverk mitt er það stærsta sem ég hef sam- ið,” sagði Atli Ingólfsson 18 ára ný- stúdent í samtali við Fólk-siðúna. Atli útskrifaðist í vor úr Fjöl- brautaskóla Suðurnesja af listabraut. Hann var einn af þremur dúxum skólans. Við brautskráninguna lék Atli frumsamið tónverk, við mikinn fögnuð viðstaddra. „Ég hef lært á gftar i fimm ár hjá Tónlistarskóla Suðurnesja og flutti þetta verk mitt fyrst á skólaslitum Tónlistarskólans. Ég get ekki-sagt að ég hafi samið það eingöngu fyrir þessi skólaslit því ég er búinn að vera lengi að þessu. Verkið er samið fyrir gítar og strengjakvartett,” sagði Atli. Á næsta ári ætlar hann i frekara tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík auk þess sem hann hyggst stunda nám í heimsspeki við Háskóla íslands. „Mér finnt ekki rétt að einskorða mig við einhverja ákveðna grein. Bókmenntir tengjast mikið tónlist og ég hef hug á að mennta mig meira í þeirri grein. Þá hef ég einnig áhuga á tónfræði, eiginlega mun meiri en á sjálfum gítarleiknum. Það má eigin- leg'a segja að tónsmíðar séu mitt áhugamál,” sagði þetta unga tón- skáld. -ELA. Hljómsveitin Demó. Talið frá vinstri eru á myndinni Gylfi Már Hilmisson gítarleikari, Gunnar Jónsson hljómborðsleikari, Einar Jónsson hljóm- sveitarstjóri og gitarleikari, Sigurður Reynisson trommari, Hávarður Tryggvason bassaleikari, sem mættur er tíl leiks að nýju eftír vetrarlanga hvild, og loks Ólafur Árni Bjarnason söngvari. Atli lngólfsson samdi tónverk og flutti i skólaslitum bœöi hjó Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tónlistarskólanum. rin weighthftiil is also very populW d and in Ihe last WorlS Cup -ompetition we becamev number 12. I The Board of • Associatioi^ ts as follows: I Ingólfur Hant forei L Thjódv jinn ^Sigurdur Sver. ,i, secre jagbladid ^dmundur Gudjónsson. t ™L Morgunbladid ^TTIEBA SPORT A n of the lOthT ) founding 1 | Kittieba SpoJ *rts Journab^ | embleng . Tho Sport Writers Association L in Iceland. Ihe land of the mid- A Inight sun, was founded n ■year of 1956. It counts ten ■members and five extra r.____ rbers kThe inhabitants of Iceland are I ^jnly 220 thousand and there are I ore than 100 thousand live in e capital city, Reykjavik. J Reykjavik we have five daily f japers; three mornmg papers e.: Morgunbladid. Timinn and ■ i Thjódviljinn and two afternoon I l^apers i.e.: Dagbladid and | ■Dagbladid. Morgunbladid and ■Visir have two sport writers ■each in their employmenl, f Timinn and Thjódviljinn. ■Besides. one sport writer works Trith the Icelandic Broadcast and ^e with the Television. ■^re is no doubt that soccer is he most popular sport in Ice- ■and, and in'spite of the few ■inhabitants we have now ten ■well-known professional soccer ■players in Europe. The most I famous ones are probably As- I seír Sigurvinsson who play Iwith Standard in Belgium, Pétur ■Petrusson with Feyenoord and ■ Atli Edvaldsson with Borussia I Dortmund. L The main events of this year ■—7 when wo won Turkey in " 3 : 1 in Ihe World Cup ■in soccer and when the Soviet iUmon barely won Iceland here Iin Reykjavik 2 :1 in the same kompetition. 1 last but not least The\ oí th«_ ists’ M Raul bV Presider^L Poreign vM Moneda,'™ Oarduno. Address gentes Sur 2jW The New Zealand Sporting* nalists Association v two years ago and w_____ admitted to AIPS durua 44th Conoj Fólk ældi í lækinn |þar sem það svalaði t einnig þorstanum „ÁSTANDIÐ var nú væga.st Sem dæmi get ég nefnt »»r<k ’ suppeftir^s Flc’ifú » F0LK

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.