Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 1
 7. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 — 139. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. Næsta skrefístórvirkjunum: Sultar- tanginn boðinnút íhaust —komið í veg fyrirískrapavandamátið íBúrfellsvirkjun —sjabaksíðu Utanríkisráðherra skoðar Helguvík — en gýtur augum til fleirí staða í nágrenninu — sjábls.6 Fyrirliðinn rekinn af velli er Blikamir mörðuKA — sjáíþróttiríopqu Blöð á markaði — Ólaf ur Jónsson skrifar um fjölmiðla — sjábls.22 : Þessi fiísklega stúlka stjórmr kantsteypuvél í Kópavogi — en var að störfum í Reykjavík í gœr, þar sem Hlaðbœr vinnur að gatnaframkvœmdum og hafðifengið leigðan vinnukraft nágrannabœjarins. Sólveig Þorvaldsdóttir, en svo heitir stúlkan, taldi það ekki eftir sér að dreifa kröftum sínum á tvö bœjarfélög og var hin hressasta þegar Dagblaðsmenn hittu hana við vinnuna. qB-mvnd: S. ENN FYLGZT MEÐ HOLLENDINGUM VIÐ MÝVATN —tóku við bátnum, sem hinir brottreknu landar þeirra komu með til landsins Sérstakur gaumur er þessa dagana gefin að ferðum tveggja Hollendinga við Mývatn. Hafa þeir verið á ferð í grennd við varpstöðvar fugla og þykja ferðir þeirra grunsamlegar, ekki sízt eftir að landar þeirra tveir voru gripnir á Keflavíkurflugvelli fyrir sl. helgi með á annað hundrað V ------------------------------------- egg, sem þeir ætluðu með úr landi. Hollendingarnir tveir, sem nú eru við Mývatn, tóku við báti þeim, er hinir brottræku landar þeirra komu með til landsins, svo og ýmsu öðru sem þeir höfðu leigt sér. Sérstakir gæzlumenn Náttúru- fræðistofnunar eru við Mývatn og fylgjast haukfránum augum með ferðum allra sem tortryggilegir þykja. Gæzlumenn og eftirlitsmenn eru minnugir þess að brottræku Hollend- ingarnir tveir sluppu undan smá- sjánni hjá þeim næstsiðustu nóttina sem þeir voru á Islandi. Voru m.a. hafðar uppi ráðstafanir til að vakta skemmtiferðaskip sem til Húsavikur kom. Þá kom i Ijós að Hollendingarnir höfðu pantað flugfar frá Akureyri til Reykjavíkur. Til þess flugs mættu þeir ekki. Er talið að þeir hafi farið með næturrútu í bæinn til að reyna að komast leynt úr landi. Ef allar töskur hefðu ekki verið gegnumlýstar á Keflavikurflugvelli umræddan morgun, hefðu þeir allt eins sloppið með stolnu eggin úr landi. -A.St. — sjá baksíðu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.