Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent jj —-—- - ——-— — Awacs-flugvél. Miklar deilurstanda nú i Bandarikjunum varðandi réttmæti þcirrar ákvörðunar Reagans forseta að selja fimm slíkar vélar til Saudi-Arabíu. Israelsmenn hafa reynt að telja Bandarikjamenn af þeirri ákvörðun. Vilja ekki aö A wacs-þotur veröi seldar til S-Arabíu —Meirihluti bandarískra þingmanna stendur gegn áformum Reagans um sölu á Awacs-þotum til Saudi-Arabíu Rikisstjórn Bandarikjanna heldur fast viö þau áform sin aö selja Awacs- Pakistanar áforma ekki smíði kjam- orkuvopna Ráðamenn i Pakistan hafa lýst þvi yfir við bandarisk stjómvöld aö þeir áformi ekki aö koma sér upp kjarnorkuvopnum. Emb- ættismenn í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu segja að Mohammed Zia-UI-Haq, forseti Pakistan, hafi fullvissaö bandarlsk stjórn- völd um þetta. Lengi hefur leikiö grunur á aö1 Pakistanar væru færir um að smiða kjarnorkuvopn og hefðu jafnvel þegar haftð smiði þeirra. flugvélar til Saudi-Arabíu þrátt fyrir að meirihluti bandarískra þingmanna sé því nú mótfalUnn. Ljóst er að meirihluti þingmanna, b'æði i öldunga- og fulltrúadeild þings- ins eru andsnúnir þessari sölu. Það má þvi búast við þvi að þingið geti þessi áform stjórnarinnar að engu er atkvæöagreiðsla um vopnasölumál fer fram í þinginu siðar i sumar, ef ríkis- stjórninni tekst ekki að telja þingmönn- um hughvarf. Embættismenn stjómarinnar segjast þó bjartsýnir á að af sölunni verði. ,,Við emm bjartsýnir á að þegar fmm- varpið verður i heild sinni lagt fyrir þingið muni þingmenn faUast á þá skoðun forsetans að þessi sala er i þágu allra Miðausturlanda.” ísraelsmenn hafa sem kunnugt er verið mjög andsnúnir þvi að Banda- ríkjamenn selji Saudi-Arabiu hinar fullkomnu Awacs-flugvélar sem meðal annars eru búnar óvenjufullkomnum ratsjám. Bandaríkjastjórn hefur ætlað Tórínóklæðin í sviðsljósi Tölvugreining á myntförum i Tórinólikklæðunum svonefndu, sem af ýmsum em taUn vera líkklæði Krists, sýnir að myntin er frá tima krossfest- ingar Krists. Tórinó-likklæðin hafa að geyma svipmynd af manni sem haft hefur myntpeninga yfir báðum augum. Séra Francis FUas, prófessor við Loyola há- skólann í Chicago, telur að peningarnir hafi verið settir yfir augun til að halda þeim lokuðum. Áður höfðu nýlegar visindalegar rannsóknir sýnt að myndin á klæðun- um gæti ekki hafa verið máluð og treystu visindamenn sér ekki til að full- yrða hvemig hún væri tUkomin. Baháíar ofsóttir ílran Talsmenn aðalstöðva bahái- safnaðarins i Bandarikjunum hafa hvatt tU þess að gripið verði til skjótra aðgerða til bjargar áhangendum baháí-trúarinnar í Iran. Fréttir hafa borizt um að bahál-menn sæti miklum ofsókn- um þar i landi og séu unnvöfpum tekniraflífi. FuUyrt er að fimmtíu baTiáíar hafi verið teknir af lifi i íran á síðastliðnu ári þar sem leiðtogar islamska-klerkaveldisins telji trú þeirra mjög alvarlega vUlutrú. Williams talinn eiga sök á stórum hluta Atlantamorðanna Wayne B. Willlams. „Ekki er ósennUegt að WUliams eigi sök á stórum hluta morðanna,” var í gær haft eftir alríkislögreglu- manni í Bandaríkjunum sem unnið hefur að rannsókn Atlanta-morð- anna svonefndu, sem valdið hafa mikilli skelfingu I Atlanta I tæplega tvöár. Embættismenn þar í borg segja að innan mánaðar megi búast við að ljósmyndarinn Wayne B. WUliams verði ákærður fyrir að hafa myrt 27 ára gamlan mann, Nathaniel Carter. Lík hans fannst I Chattahoocheeánni I siðasta mánuði og var hann talinn 28. fómarlamb Atlanta-morðingjans svonefnda. Wayne B. WUUams er 23 ára gamall. Hann var handtekinn um síð- ustu helgi en hafði þrívegis áður verið yfirheyrður og hefur verið undir stöðugu eftirUti lögreglunnar síðast- liðnar fjórar vikur. Williams er af mönnum sem til þekkja mjög mikUI „fjölmiðlaáhang- andi”. Hann keyrði um með lögreglutalstöð og kom jafnan á vett- vang þegar eitthvað markvert gerðist. Auk þess rak hann „hæfileikaskrif- stofu” sem reyndi að hafa upp á efni- legum piltum úr hinum svörtu „gettóum” Atlanta-borgar. Kastljós lögreglunnar beindist að honum hinn 22. mai síðastliðinn. Vörður sem var viö brúna yfir Chattahoochee-ána vegna þess að mörg fórnarlambanna höfðu fundizt i ánni heyrði hljóð frá brúnni eins og eitthvað hefði verið látið faUa þaðan niður í ána. Rétt á eftir kom Williams akandi út af brúnni og voru ljósin á bifreið hans slökkt. Hann var stöðv- aður og yfirheyrður. Williams var látinn laus nokkrum tímum síðar. Hann var síðan yfir- heyrður á ný daginn eftir og settur undir stöðugt eftirlit eftir aö lík Carters fannst I ánni. Tautrefjar úr uUarteppi á heimili WiUiams og hár af hundi fjölskyldu hans koma heim og saman við trefjar og hár sem fundizt hafa á 10—12 fórnarlambanna. WiUiams hefur oft sézt á þeim stöðum þar sem ýmis fórnarlambanna voru vön að halda til. Þessar ástæður hafa nú leitt til þess að hann hefur verið handtekinn og foreldrar í Atlanta bíða spenntir eftir að sjá hver framvinda þessa máls verður því þeir hafa óttazt að ný morðalda ætti eftir að ríða yfir þegar börnin þyrpast út á göturnar er skóla- fríin byrja. Erlendar fréttir Kunggagn- rýnir kaþólsku kirkjuna Að páfanum einum undanskildum er hann sagður þekktasti talsmaöur ka- þólsku kirkjunnar. Það er guðfræðing- urinn Hans KUng, sem þetta er sagt um. Hann er nú staddur i Svíþjóð þar sem hann hefur verið ófeiminn við að láta skoðanir sinar I ljós, skoðanir sem leiddu tU þess að honum var vikið úr embætti prófessors við hinn þekkta TUbingenháskóla. „Aðalvandamál kaþólsku kirkjunn- ar er það að hún á svo erfitt með að laga sig að nýjum aðstæðum. Kirkjan segist aUtaf hafa á réttu að standa eins og aðrir segja að flokkurinn hafi aUtaf á réttu að standa,” segir KUng. sér að selja Saudi-Aröbum fimm slikar flugvélar. Kínverjar vilja ekki sjá Tang Kínverjar hafa svipt hinn 73 ára gamla Tang biskupsembætti I Kanton eftir að Jóhannes PáU páfi annar hafði skipað hann erkibiskup i Klna. Mæltist sú ráðstöfun páfa þegar I stað Ula fyrir I Kína enda hefur rómversk-kaþólski söfnuðurinn þar I landi ekkert vUjað hafa saman við páfagarð að sælda. Páfi hafði skipað Tang erkibiskup 6. júni síðastUðinn, ári eftir að hann var látinn lausúr fangabúðum kommúnista þar sem hann hafði setið 122 ár. Olesen fékk hjarta- áfall Hinn 48 ára gamU utanrikisráðherra Danmerkur, Kjeld Olesen, fékk alvar- legt hjartaáfall um siðustu helgi og var þegar í stað fluttur á sjúkrahús þar sem hann liggur enn. Þetta er I annað skipt- ið sem Olesen fær hjartaáfall. í febrúar í fyrra fékk hann einnig áfall i kjölfar þess að vinur hans og samráðherra, Niels Mathiasen, lézt óvænt. Olesen hafði átt mjög annríkt i síð- astliðinni viku og er talið að streita sé meginástæða áfallsins. Veröur Nabavi forsœtis- ráðherra? Verði Mohammad AU Rajai for- sætisráðherra kosinn forseti Irans í for- setakosningunum 24. júU næstkom- andi eins og allar líkur eru taldar á, er Behzad Nabavi talinn lfklegasti eftir- maður hans I embætti forsætisráð- herra. Nabavi var aðalsamningamaður írans í hinni langvinnu gísladeUu við Bandaríkin og var því þá spáð að vegur hans ætti eftir að vaxa mjög innan skamms sökum ákveðinnar afstöðu hans gagnvart Bandarikjunum. Hann hefur að undanförnu gegnt embætti dómsmálaráðherra írans en er talinn hafa haft meiri áhrif en embættið gerir ráð fyrir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.