Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 24
28
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981.
Megas
á skóla-
bekk
Hljótt hefur verið um tónlistar-
manninn Magnús Þór Jónsson, öðru
nafni Megas, að undanfömu. Megas
mun þó ekki hafa setið auðum hönd-
um því að nýlega þreytti hann inn-
tökupróf í Myndlista- og handíða-
skóla fslands. Myndlistarmaðurinn
Magnús Þór Jónsson stóðst þetta
próf með glæsibrag og sezt því vænt-
anlega á skólabekk í haust. Ekki er
að efa að hann mun láta til sín taka á
þessu sviði sem öðrum.
Félag smitbera
Nýyrðasmfð hefur löngum verið ís-
lendingum hugleikin og mörg eru þau
orðin sem fundin hafa verið upp eftir
andvökunætur ýmissa ágætra manna
og kvenna. íslenzkan er þó síður en
svo laus við erlendar slettur og töku-
orð og sérstaklega hefur reynzt erfitt
að finna góð íslenzk orð yfir ýmsar
tækninýjungar sem rutt hafa sér til
rúms hérlendis á síðari árum.
Orðið offset er gott dæmi um
erlent tækniorð sem hefur laumað sér1
inn í islenzkuna, en orðið er notað
um sérstaka prenttækni. Fáir munu
hafa reynt að snara þessu orði yfir i
ylhýra móðurmálið en þó mun einn
prentari í Kassagerðinni hafa velt
þessu máli fyrir sér. Hann vill að i
staðinn fyrir orðið offset, komi orðið
smitun sem mun lýsa þessari aðferð
vel. Prentarar verði svo framvegis
nefndir smitberar og ef þeir fara í
verkfall þá á einfaldlega að segja að
þeir séu í sóttkví.
Er þessu hér með komið á fram-
færi við málvöndunarmenn og Félag
bókagerðarmanna sem i framtiðinni
gæti heitið Félag smitbera.
verði
Hallgrímur byrjar að bakka hringinn seinna í mánuðinum:
Hallgrímur við vinnu sina: „Hef litið getað mft mig fyrir hringferðina, en
býst við að erfiðast verðiað byrja að bakka. Eftir nokkra daga ættiþað að
verða komið upp í vana." DB-mynd: Gunnar örn.
Reyndu að lita þreytulega út, sagði Einar Ijósmyndari við Paulu Fariey,
sem sagðist ekkilengur vera þreytt DB-myndir: Einar Ólason.
Sklptinemomir 25 munu dvelja
iriðs vegar um landið. Fimm verða
á Stór-Reykjavikursvæðinu,
nokkrir é sveitabæjum, og aðrir
hórogþar.
„Eg lagði af stað upp i ferðina
klukkan 7.45 á mánudagsmorg-
un," sagði Kristen Swenson.
Gleymdi því aö Island til-
heyrir Norðurlöndum”
„Ég steingleymdi því að ísland til-
heyrði Norðurlöndunum og þegar ég
óskaði eftir að því að fá að fara til
einhvers þeirra ég var að stíla upp á
að komast til Noregs. En á íslandi.
endaði ég,” sagði Jill Christofferson
en hún er ein 25 skiptinema sem
komu frá Bandaríkjunum til íslands í
gær. Hér dveljast þeir fram í lok
ágúst og verða víðs vegar um landið.
Jill Christofferson er frá stað rétt
hjá San Fransico í Kaliforniu. ,,1 vor
lauk ég námi í menntaskóla og ætla í
dýralækningar í haust. Um ísland
veit ég töluvert, ég hef reynt að
kynna mér landið auk þess sem ég á
kunningja í Garðabæ,” sagði Jill.
Af skiptinemunum eru 21 stelpa en
aðeins fjórir strákar. Einn þeirra er
John Collier frá West-Missouri.
„Mig langaði til að fara til íslands og
sú ósk rættist,” sagði John. ,,Ég verð
á Akureyri í sumar og hlakka mikið
til. Það er erfitt að verða sér úti um
upplýsingar um fsland i Bandaríkjun-
um en ég veit þó að víkingar námu
landið og kölluðu fsland. Síðan
fundu þeir Grænland og nefndu svo
til að lokka fólk til búsetu þar.”
„Það er svo kalt á íslandi, heima
var miklu hlýrra,” sagði Kristen
Swenson frá Arizona. Sem nafnið
bendir til er Kristen af norrænu bergi
brotinn. „Nafnið er norskt, þótt mér'
finnist Swenson frekar vera sænskt
nafn. Ég vildi helzt fara til Norður-
landanna en annars var mér eiginlega.
sama hvert ég færi, svo framarlega
sem áfangastaðurinn væri ekki land í
Suður-Ameríku,” sagði Kristen.
„Hvar get ég keypt svona lopa-
peysu eins og þú ert í,” spurði ein
stúlknanna og benti á peysu blaða-
manns. „Ég verð endilega að ná mér í
eina,” hélt hún áfram. Stúlkan sem
svo spurði kvaðst heita Paula Farley,
frá Bronx í New York. „Ég var þreytt
eftir ferðina en er það ekki lengur,”
sagði P^ula, en margir skiptinem-
anna voru úrvinda af þreytu. ,,Ég á
að dvelja í Vestmannaeyjum í sumar
og veit ekki mikið um þann stað, utan
hvað Vestmannaeyjar ku vera út af
suðurströndinni,” sagði Paula.
Þótt komið væri fram undir hádegi
settust nemarnir að morgunverðar-
borði og síðan var ætlunin að leggjast
til svefns. Að vísu voru sumir ekki
vissir um hvaða máltíð ætti að fara
að borða, vegna hins breytta tíma,
eða eins og Kristen Swenson sagði:
„Morgunverður, ég hélt við ættum
að fara að borða kvöldmat.”
-SA.
Býst við að Öxi og Lónsheiðin
erfiðustu áfangarnir
„Ætli ég byrji ekki að bakka hring-
inn umhverfis fsland seint i þessum|
mánuði. Eg var jafnvel að hugsa um
að leggja af stað einhvern tima á bil-
inu 25.—27. júní,” sagði Hallgrímur
Marinósson smiður i samtali við DB.j
Hallgrímur ætlar sér að bakka á bil
landveginn kringum fsland og ráð-|
geriraðvera 12 daga i ferðsinni. |
„Ég býst við að komast 90—200
km á dag og miða þá við að sitja allt
að 10 klukkustundum á dag undir
stýri. í fyrsta áfanga ætla ég að ná
austur að Hvolsvelli eða jafnvel í
Vík. Þaöan ætla ég til Kirkjubæjar-
klausturs og síðan til Hornafjarðar.
Djúpivogur er næstur og þá Egils-i
staðir. Frá Egilsstöðum er langur
áfangi til Húsavíkur, ég gæti jafnvel
þurft að gista á Möðrudalsöræfum,
Grimsstöðum eða einhverjum öðrum,
bæ. Er til Húsavíkur er komið takaj
við styttri áfangar, Akureyri, Sauðár-
krókur, Hrútafjörður, Borgarnes og
Reykjavík.
Erfiðasti hluti leiðarinnar held ég
að verði öxi á milli Djúpavogs og
Egilsstaða. Það er fjallvegur og
venjulega aðeins fær jeppum. Þessi
leið er hins vegar styttri en yfir Breið-
dalsheiði. Á móti kemur að hún er
seinfarnari. Þá getur Lónsheiðin
einnig verið erfið,” sagði Hallgrim-
ur.
Það er Samúel sem skipuleggur
ferðina og verður hún fjármögnuð
meö auglýsingum á bil Hallgrims. En
hvemig bQ ætlar Hallgrímur að bakka
kringum landið? „Það er ekki alveg
ljóst en ég býst við að það skýrist á
næstu dögum. Mörg bifreiðaumboð,
sem ég hef talað við, hafa ekki viljað
lána bíl í aksturinn, segjast ekki
treysta bilum sinum. Þar sem ég verð
i bakkgir allan tímann getur sá gir
auðveldlega bilað vegna hinnar miklu
áreynslu. Hæsti mögulegi hraði, sem
ég geri ráð fyrir að komast, er 25—30
km á klukkustund, en ég býst við að
meðalhraði minn allan hringinn verði
undir 20 km á klukkustund. Bíllinn
verður vel búinn ljósum, þvi höfð
verða endaskipti á afturhluta hans og
framhluta. Aðalljósin verða þvi aftan
á bilnum. Þá verður sett vinnuvéla-
ijós á þak bílsins, gult blikkljós,”
sagði Hallgrímur Marinósson smiður
að lokum. Og þá er ekkert annað
eftir en að óska honum góðs gengis i
bakkinu. -SÁ.,
en þriðjungur skiptinemanna
kemur frá þvi fylki.
West-Missouri áður en hann lagði
upp i íslandsferðina.
fleiro ,
F0LK
Ellert er
sleipur í
landafrœði
Ellert Schram, Vísisritstjóri, sagöi i
leiðara blaðs síns 20. júní að Ás-
mundur Stefánsson forseti Alþýðu-
sambandsins væri staddur „á Krit i
boði Ráðstjómarinnar”. Það er nú
það. Er griska eyjan nú allt í einu
komin undir yfirráð rússneska bjarn-
arins? Eða er komið á ráðstjórnar-
skipulag í Grikklandi án þess að við
höfum tekið eftir því (hvar er nú
Hannes Hólmsteinn??)? Þessar
spurningar brunnu á vörum Vísisles-
enda sem þóttust hafa þokkalega
þekkingu á landafræði og pólitískum
hræringum í heimsálfunni okkar.
Svo kvisaðist út að Ásmundur væri
ásamt fjölskyldunni í vellystingum á
Krimskaga í Sovét. Og sleikti þar
væntanlega sólina með bros á vör. Þá
létti þeim mjög er vildu ekki sjá á
eftir grlskum í hundskjaft. Grikkland
var þar með enn utan við Sovétblokk-
ina. Ellert þarf hins vegar að dorga
upp úr kassa landafræðibók
Guðmundar Þorlákssonar (þessa sem
var kennd i 12 ára bekk) og glöggva
sig á fáeinum staðreyndum um legu
landa og eyja nálægt miðbaugnum.
Þvífyrrþvibetra.