Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JUNÍ 1981. Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. *Aflstoöarritstjóri: Hao'xur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. SkrHstofustjóri rftstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: HaHur Stmonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristjón Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir BjamleHur BjamloHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurður Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. HalF dórsson. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttír. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot Dagblaflið hf., Síflumúla 12. Mynda- og ptötijgerð: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Pappírs-Hjörleifur er fyrir Enn einu sinni er það Alþýðubanda- lagið, sem stendur í vegi íslenzkra efna- hagsframfara. Nú er það Hjörleifur Guttormsson orkuráðherra, sem þvæl- ist fyrir aukinni orkunýtingu og aukn- um orkufrekum iðnaði, — að gömlum sið Alþýðubandalagsins. Ekki virðist vera hægt að virkja neitt að gagni á næstu árum, af því að Hjörleifur hefur látið undir höfuð leggjast að finna kaupendur að orkunni. Horn- steinn orkubúskaparins hefur setið á hakanum í valda- tíð hans, — enda er stóriðja oannorð. Stóriðjukosturinn, sem tæki stytztan tíma og gæti brúað bil næstu ára, er tvöföldun álversins eða málm- blendiversins. Ekki er kunnugt, að Hjörleifur hafi efnt til samninga um slíkt, — heldur kastað skít í álverið. Ef skynsamlegir samningar næðust við annan hvorn aðilann, væri hægt að hefja framkvæmdir við Blöndu, Fljótsdal eða Sultartanga með það fyrir augum að ljúka fyrsta orkuverinu á þremur árum, — frá því að ákvörðun verður tekin. Aðrir kostir tækju lengri tíma, að minnsta kosti fimm ár. Þeir felast helzt í meiru af svipuðu, það er að segja nýju álveri og kísilmálmveri, til dæmis á Reyðar- firði. Ekki er hægt að sjá, að Hjörleifur hafi gert neitt til þess. Ef gengið væri af fullum krafti i að finna aðila til samstarfs um stóriðju á Reyðarfirði, væri hægt að gera ráð fyrir, að önnur hinna fyrirhuguðu stórvirkjana yrði komin í gagnið eftir sex ár, — þremur árum á eftir hinni fyrstu. Með eðlilegri stefnu væri síðan hægt að feta áfram, halda stöðugri atvinnu við smíði orkuvera og opna nýja stórvirkjun á þriggja ára fresti. Það þýddi heldur minni fjárfestingu á ári en verið hefur að undanförnu, — og getur ekki talizt mikið. Við þurfum ekki aðeins aukinn orkufrekan iðnað til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og fjölga hálauna- greinum. Við þurfum líka innlenda eldsneytisfram- leiðslu til að draga úr kaupum á ört hækkandi erlendu eldsneyti, — og það kostar mikla orku. Ekkert ætti að vera neinu þessu til fyrirstöðu. ís- lenzk orka er samkeppnishæf. Við eigum að geta fundið aðila til samstarfs, jafnvel þótt við viljum sjálf eiga meirihluta í stóriðjunni og raunveruleg yfirráð hennar. Ekki er upplýst, að neitt hafi verið gert til að ná markaðs-, fjármagns- og tæknisamstarfi við erlenda aðila. Ekki hefur einu sinni verið svarað tilboði ísals um íslenzka eignaraðild, heldur dylgjað óstaðfest um þjófnað af þess hálfu. Hjörleifur er sennilega sannfærður um, að útlendir menn séu stórhættulegir glæpamenn, sérstaklega, ef þeir reka svokölluð fjölþjóðleg fyrirtæki. En það þýðir lítið að gaspra um virkjanir, —- nema menn þori að semja. Sem betur fer er ólíklegt, að Hjörleifur geti setið lengi á eldfjallinu. Senn líður að því, að fimm stór- virkjanir verða tilbúnar á teikniborðinu, tvær til við- bótar við þærþrjár,er hafa komið til greina sem fyrsti kostur. Heimamenn á Austfjörðum heimta stórvirkjun og stóriðju. Hjörleifur getur ekki endalaust linað þær óskir með pappirsframleiðslu. Einhvern tíma kemur að því, að hann verður að lyfta höfðinu úr sandinum og horfa framan í útlendinga. Vonandi þurfum við ekki að bíða eftir nýjum orku- ráðherra, sem skilur, að orkustefna felst ekki aðeins í orkuverum á pappír, heldur í öflun markaða, tækni og annarra skilyrða þess, að pappírsdraumar verði að veruleika úr steypu og stáli. r V r Mig langar að leggja nokkur orð í belg í þær umræður, sem um þessar mundir fara fram, um nýtt bónus- kerfi í fataiðnaði. Ég vil þá fyrst leið- rétta missögn i annars ágætri grein eftir Herdísi Ólafsdóttur á Akranesi er hún skrifar í Dagblaðið 11. júni. Herdis telur að Iðntæknistofnun Is- lands (ITÍ) hafi staðið fyrir hagræð- ingu þeirri og afkastaaukningu á saumastofum, sem svo mjög hefir verið haldið á lofti undanfarið og að stofnunin hafi átt frumkvæði að því að fá hingað útlendinga með erlendar forskriftir og kerfi. Hið rétta i þessu er að frumkvæði að fataverkefninu svokallaða kom frá tæknideild Félags íslenskra iðnrekenda sem fékk til liðs við sig iðnaðarráðuneytið er mun hafa fjármagnað verkefnið að ein- hverju leyti. ITÍ hefir síðan verið samstarfsaðili og tvær stúlkur á vegum stofnunarinnar hafa unnið með útlendingum sem lærlingar þeirra. Er meiningin að þær verði starfsmenn Trefjadeildar ITÍ og vinni aðallega við starfsþjálfun úti í fyrirtækjunum. Trefjadeild ITl veitir saumastofun- um ýmsa aðstoð í sambandi við ráð- gjöf um vélar, annast starfsþjálfun og framkvæmir rannsóknir en hún mun alls ekki beita sér fyrir því að setja bónuskerfi á hjá einum eða neinum. 1 mesta iagi mun hún aðstoða við útreikninga á stöðlum, eftir beiðni frá fyrirtækjum eöa starfsfólki og þá sem hlutlaus aðili. (Staðall eða staðaltími er sá timi sem gefinn er til að vinna ákv. verk.) En svo ég snúi mér aftur að fata- verkefninu sem stjórnað er af at- hafnasömum starfsmanni Félags ís- lenskra iönrekenda, Ingjaldi Hanni- balssyni. Hann þeytist um landið með þá menn sem Herdís kallar út- lenda þrælahaldara. Það er nú ef til vill heldur djúpt i árinni tekið.þó hefi ég nú haft tilhneigingu til þess að kalla bónuskerfið þrælahald nútim- ans. Fataverkefnið var hugsað sem átak i hinum hefðbundna fataiðnaði svo hann væri færari um að standast hina höröu samkeppni erlendis frá i sam- bandi við niðurfellingu tolla af til- búnum fatnaði. I því skyni að koma á hagræðingu á vinnustöðum og kenna einhverri lægstlaunuðu stétt landsins (saumakonum) að vinna betur og hraðar (aðallega hraðar) voru auðvit- að fengnir útlendingar. Ég efast ekki um að þeir hafi margt gert til gagns (annað hvort væri nú, svo dýrir sem þeir eru, kosta á dag riflega mánaðar- laun saumakonu með 4 ára starf að baki). Hagræðing á vinnustað er aðeins til góðs fyrir alla aðila. En viti menn. Nú segja blessaðir útlendingarnir að þetta sé allt til einskis ef ekki sé tekið upp nýtt útlent bónuskerfi þar sem staðaltímar eru byggðir á kerfi sem nefnt er MTM. í þessu kerfi eru staðlar reiknaðir út í tölvu. Kerfi þetta mun vera svo stíft að nánast engir möguleikar eru á því að auka afköstin frá stöðlum (gefnum tíma) ef það er þá hægt að ná þeim. Nálgast ofsatrú Ég átti sæti í samninganefnd Landssambands iðnverkafólks sem í vetur gerði rammasamning við Vinnuveitendasambandið (fyrir hönd iðnrekenda) og Vinnumálasamband samvinnufélaga. Samningur þessi heimilar að kerfi þetta sé sett á i þeim fyrirtækjum þar sem aðstæður eru fyrir hendi, þó aðeins til reynslu. Gildir samningurinn í eitt ár og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara hvenær sem er á árinu. Ég hefi þá trú að við iðnverkafólk eigum eftir að nota okkur þennan rétt fyrr Kjallarinn SigHður Skarphéðinsdóttir en seinna. Mál þetta var sótt af miklu kappi af hálfu fulltrúa iðnrekenda, sem var Ingjaldur Hannibalsson. Það er merkilegt með suma menn, trú þeirra á allt sem þessir útlendingar gera og segja nálgast að vera í ætt við það sem hefir verið kallað ofsatrú. Ég held aftur á móti að við getum ýmislegt lært af útlendingum, en fyrir alla muni látum þá ekki fara að ráða yfir okkur. Þó væri það nú sök sér ef þessir góðu menn hefðu haldið sér við gallabuxur og fatnað úr föstum efnum. En það keyrir um þverbak að fara að hleypa þeim inn í ullariðnað- inn okkar enda hefir það verið harð- lega gagnrýnt af mörgum ullarfram- leiðendum. Að láta sér detta i hug að það sé hægt að nota sömu staðla f tímamældri vinnu i ullarsaum og gallabuxnasaum er hrein firra. Það væri sama hve margir útlendingar reyndu að sannfæra mig um það, það tækist ekki. Ég hef unnið við hvort tveggja og veit hve mikill munur er þar á. Alvarlegasti hluturinn í þessu öllu er sá sem snýr að vöruvöndum, á ég þá sérstaklega við okkar sérstæða ull- arfatnað sem verið hefir að þróast að undanförnu i það að verða okkar stærsti útflutningsiðnaður (fullunnin íslensk vara). Þar hafa mér vitanlega engir útlendingar komið nálægt. Við höfum smátt og smátt náð tökum á efninu hvað varðar prjón, hönnun, sníðningu og saum, alveg á eigin spýtur. Þar hefur komið við sögu margt gott fólk, menn og konur, þó fyrst og fremst konur. Eina konu langar mig að nefna hér sem mjög hefir komið við sögu þessarar þróun- ar. Það er frú Anna Einarsdóttir. Hún hefir veriö óþreytandi við að finna upp aðferðir við sníðningu, saum og vöruvöndun. Hefur hennar þó sjaldnar verið getið en þeirra út- lendinga sem hér um ræðir og hafa ekki hundsvit á framleiðslu úr ís- lenskri ull. Ég held að það hafi verið algjör óþarfi af Ingjaldi Hannibals- syni að senda ullarvoð til Ítalíu til þess að sýna okkur hvemig ætti að vinna úr henni. Hann hefði alveg eins getað sent önnu Einarsdóttur hana. ^ „Tökum undir meö Herdísi Ólafsdóttur á Akranesi og konunum í Akraprjóni. Verum vel á veröi gagnvart útlendum þræla- kerfum...” Ekki er öll vitleysan eins Ekki skal um þaö fullyrt, hvort það var vel eða illa til fundið að efna til orkuþings fyrr í þessum mánuði. Hins vegar er hægt að styðja það sterkum rökum, að íslendingar eru engu nær um það, að orkuþinginu loknu, hvort einhver heildarstefna verður mörkuð í náinni framtíð. — Og þótt umræður um auðlindir, sem þjóðin hefur möguleika á að nýta, séu fróðlegar og uppörvandi, ekki sízt meðan undir þeim er setið og á þær hlýtt, er tilgangslaust að draga nokkrár ályktanir um árangur þess orkuþings, sem hér var efnt til á dögunum. Pólitískur ágreiningur milli fjög- urra stjórnmálaflokka, sem þó fylgja meira og minna sömu stefnu, hægfara sósíalisma, kemur í veg fyrir ákvarðanatöku um fram- kvæmdir. Forystugreinar dagblaðanna Visis og Morgunblaðsins, sem báðar höfðu svo að segja sömu yfirskriftina, „Framundan er orkuskeið” í Vísi og „Orkuskeið er framundan” í Morgunblaðinu, breyta engu um þessa staðreynd. En það er fleira en orkumálin, sem gerir íslendinga að viðundri í sam- félagi vestrænna þjóða. „Úrrœðaleysið er „ftarlegast" Það er oft rætt um „ítarlega stefnumörkun” í orkumálum af stjórnmálamönnum svokölluðum. Það er þó deginum ljósara, að stefnu- mörkunin er ekki eins rækileg (stjörnmálamenn nota alltaf orðið „ítarlegt”) í neinu öðru en úrræða- leysinu einu. Engin stefna hefur t.d. verið mótuð í því, hvar staðsetja eigi stóra orkukaupendur, hvað þá að ákveða hverjir þeir skuli vera. Engin stefna hefur verið mótuð um nýtingu jarðhitasvæða i eigu ríkisins, t.d. hvort það sjálft eða aðrir fái leyfi til að virkja þau. Engin afstaða hefur verið tekin til olíuhreinsunar á íslandi, þótt búið sé að reikna út kostnaðarverð á bygg- ingu olfuhreinsunarstöðvar hérlendis. Allur sá kostnaður er reiknaður í Bandaríkjadollurum og sem út af fyrir sig sýnir, hversu tilgangslaust það er að vera að bollaleggja slíkar framkvæmdir á vegum landsmanna sjálfra. Engin ákvörðun hefur verið tekin um skipulagða olíuleit á landgrunni við ísland eða í landinu sjálfu. Slík leit verður aldrei framkvæmd af íslenzkum aðilum eingöngu og því þarf að semja við erlenda aðila um þessa tilhögun. ÖIl þessi atriði ræddi orkumála- stjóri á orkuþinginu og var harð- orður um það stefnuleysi, sem hér hefur ríkt, t.d. í olíumálum. — Á ummælum orkumálastjóra var ekki að heyra, að eitthvert sérstakt „orku- skeið” væri framundan, miklu frem- urúrræðaleysi. Sjálfsagðar framkvœmdir Það þarf varla að leiða getum að því, að hinn almenni kjósandi og jafnframt skattgreiðandi er því meira en hlynntur að raunverulegt orku- skelð hefjist á íslandi. En hinn almenni kjósandi og skatt- greiðandi er einfaldlega ekkert spurður um slíkt. Heldur ekki um það, hvemig tæknivæðing í vega- lagningu verði bezt og kostnaðar- minnst. Bæði þessi atriði, varanleg vega- lagning um landið og fullvlrkjun þeirra fallvatna og þess jarðhita sem hér er að finna, eru svo sjálfsögð, að engar umræður eða þing þarf um þau að hafa. Stjórnmálamönnum þeim, sem kjörnir hafa verið til þess að fara með völd á hverjum tima, ber skylda til að vinna að þessum málum eins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.