Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNl 1981.
Hvers eiga leigjendur að gjalda?:
Húsaleiguokríð er gífurlegt
Valur Emilsson, Barónsstig 63,
Reykjavík, skrlfar:
Nýlega lét ríkisstjórnin þau boð út
ganga að heimilt sé að hækka húsa-
leigu frá 1. maí sl. Samkvæmt
ákvörðun rikisstjórnarinnar er leyfi-
leg hækkun hvorki meira né minna
en 44% hafi leiga ekkert verið
hækkuð timabilið 1. október 1980 og
fram að 1. mal sl. Þessi hækkun er
leyfð á sama tíma og fréttir eru
sagðar af hrikalegu ástandi leigu-
markaðarins. Mörg hundruð ein-
staklingar eru á biðlista eftir húsnæði
og fjölmargar fjölskyldur eiga ekki í
nein hús að venda.
Sjálfur hef ég verið í stöðugum
húsnæðishrakningum meira og
minna allt síðasta ár en sem betur fer
fengið inni hér og þar, en einungis
skamman tima i senn. Nú síðast fékk
ég inni til fjögurra mánaða fyrir náð
og miskunn einstaklings er gekk úr
sinni eigin ibúð svo að ég og fjöi-
skylda min ættum einhvers staðar
höfði okkar að halla til haustsins.
Húsaleiguokrið er orðið svo yfir-
gengilegt og svæsið að húseigendur
eru jafnvel farnir að auglýsa og gera
kröfu um þriggja ára fyrirfram-
greiðslu. Stærstu hóparnir meðal
leigjenda eru hinsvegar námsmenn og
tekjulágt fólk. Það er alveg vitað mál
að þessir hópar ráða engan veginn við
svo miklar fyrirframgreiðslur né geta
þeir aðlagað sig þeim gifurlegu
hækkunum sem almennt hafa orðið á
leigumarkaðinum og eru langt um-
fram verðbólgu. 1 þokkabót sker svo
rikisstjórnin af kaupinu, sem menn
voru ekki ofsælir af fyrir (að minnsta
kosti sumir hverjir,), svo að enn
erfiðara er að standa undir leigu-
greiðslum en ella. Það skýtur nokkuð
skökku við að ríkisstjórn, sem
Alþýðubandalagið á aðild að, skuli
án frekari aðgerða leyfa slíka árás á
kjör þessara hópa. Flokkur, sem
kallar sig málsvara þessara hópa (í
það minnsta á tyllidögum), og mál-
gagn hans, Þjóðviljinn, flikar sér sem
málgagni sóslalisma, verkalýðsbar-
áttu og þjóðfrelsis, a.m.k. á blað-
hausnum, nema helgarútgáfan, hún
er málgagn þess sem er: — nýtt og
stærra — selst betur og betur. Það
þarf því engan að undra þó að flestir
úr þessum hópum kjósi ekki þennan
flokk yfir sig oftar, enda hefur hann
sýnt algert getuleysi í húsnæðis-
málum sem öðru enda þótt flestir
viðurkenni húsnæðisþörfma sem eina
af frumþörfum mannsins. I þeim
hópi eru greinilega ekki ráðherrar
Alþýðubandalagsins.
1»
Stöðugt eykst húsnæðisvandinn þrátt
fyrir allar nýbyggingarnar.
DB-mynd Höröur.
.3
Spurning
dagsins
Tekur þú sumarfrí?
Hinrik Sveinsson: Ég veit það ekki
ennþá.
Sjöfn Kristjánsdóttir húsmóðir:
Nei, ég tek ekki sumarfri.
I DAG HEFST
FARÞEGAFLUG
ISCARGO (ISAIR)
TIL AMSTERDAM!
...og verðið.? Kr.: 2.098.-
AMSTERDAM
Glaðvær borg
með fjölbreytt mannlíf
og miðstöð lista
Þetta er lægsta flugfargjald sem boðiö er
upp á héðan og til Evrópu.
Okkar lága Apex flugfargjald til Amsterdam
er þinn lykill að samgöngumiðstöð Evrópu.
Þaðan liggja allar leiðir opnar'
Fyrstu ferðirnar eru á sérstöku
kynningarverði: Kr.: 1.750.- (báðar leiðir)
LANGI ÞIG TIL MEGINLANDSINS í SUMAR
ÞÁ ER OKKAR TILBOÐ ÞITT HAPPÍ
fSCARGO
Félag, sem tryggir samkeppni i flugi!
SKRIFSTOFA: AUSTURSTRÆTI 3, S 12125 og 10542.
Anna Kristfn Ólafsdóttir, vinnur i ungl-
ingavinnunni: Nei, ætli ég hafi efni á
þvi.
Helga Jónsdóttlr, vinnur i Sundlaug
Vesturbæjar: Já, ég fer í frí í sumar, en
ég er ekki búin að ákveða hvert ég fer.
Reynir Jónasson organisti: Já, ég ætía
til átthaganna, i Reykjadal i Þingeyjar-
sýslu.
Margrét Gelrsdóttir, útlvinnandi hús-
móðir: Ekkert sumarfrí að þessu sinni.
Bara vinna.