Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 10
10 I DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981. Brlent Erlent Erlent Erlent I KJ ARNORKUSLYSIJAPAN dælu viö einn tankinn sem geymir geislavirk efni. 30 starfsmenn voru sendir inn til aö gera viö röriö og þeir sem skiptu um það fengu 100 milli- rema skammt af geislun á aöeins 6 sekúndum sem er hámarks dag- skammtur sem starfsmenn kjarn- orkuversins mega verða fyrir. Sumir starfsmennirnir uröu fyrir 1118 milli- rema geislunarskammti meðan á viðgerð stóð eöa rúmlega 11 sinnum hærri en leyfilegt er. Eins'og áður var ekkert tilkynnt um atburðinn. Reiri kjarnorkuver byggð Nýlega lauk hinni opinberu rannsókn þessa máls og var ákveöið af viðkomandi ráðuneyti að kjarn- orkuverinu skyldi lokað í 6 mánuði í refsingarskyni og að starfsmenn þess skyldu sendir á endurhæfmgarnám- skeið svo svona mistök endurtækju sig ekki. Taldi ráðuneytið að þessi lokun væri áhrifaríkari refsing en að draga forráðamenn fyrirtækisins fyrir dómstóla. En ráðuneytið nefndi ekki aðra ástæðu. Málaferli hefðu aukið umræðu meðal almennings um notkun kjarnorku og heföu getað tafið fyrir framkvæmd kjamorku- áætlunar ríkisstjórnarinnar, en hún hefur fullan hug á að byggja enn fleiri kjamorkuver til þess að þjóðin verði ekki eins háð oliuinnflutningi og nú er. Það verður þó erfiður róður þvi sífellt fleiri Japanir em að snúast gegn byggjngu kjarnorkuvera. að yfirvöldum væri tilkynnt um at- burðinn. Einnig kom 1 ljós síðar að mun alvarlegri atburður haföi skeð 1975, þegar rör gaf sig sem tengir — Hylmt yf ir leka geisla virks vatns hvað eftir annað Japanska kjarnorkuveriö i Tsuruga. ekki fyrsta slysið sem skeð hafði i Tsuruga kjamorkuverinu. í desem- ber sl. og aftur í janúar lak geislavirkt vatn út frá verinu i sjóinn og án þess Það sem geröist 1 Tsuruga kjarn- orkuverinu er gott dæmi um kæru- leysi, slæleg vinnubrögð og litinn skilning á því hve alvarlegur atburð- urinn var. Starfsfólk sent á geislavirkt svœði Lekinn átti sér stað i byggingu sem hýsir tanka fyrir geislavirkt úrgangs- vatn. Talið er að gleymzt hafi að skrúfa fyrir loku sem notuö var til að hreinsa burtu óhreinindi sem settust fyrir í tönkunum. Lekinn uppgötv- aðist ekki fyrr en 3 tímum seinna og hafði þá svo mikið geislavirkt vatn flætt út aö 30 cm hár veggur, sem umkringdi tankana, gat ekki hindrað vatnsflauminn i að renna út i ganga byggingarinnar og komast þannig niður í skolpræsakerftð gegnum niðurföllin. Deilt er um hve mikið magn komst þannig út í flóann, en nefndar hafa veriö tölur frá 4 tonnum upp í 40 tonn. Til að leyna atburðinum voru 56 starfsmenn sendir inn með venjulegar plastfötur og gólfklúta til aö hreinsa upp geislavirka vatnið og urðu þeir þvi fyrir óeðlilega mikilli geislun. Fyrirtækið segir að hámarksskammt- ur, sem starfsmaður hefði getað orðiö fyrir meðan á hreinsun stóð, sé aðeins 155 millirem en margir telja það allt of lága tölu sé tekiö mið af þvl magni sem mældist i flóanum. Alvarlegri slys Fljótlega kom i ljós að þetta var Baldur Hjaltason skrifar frá Japan Fyrir nokkrum mánuðum siðan fór aö bera á óeölilega hárri geislavirkni í sjávarseltu og sjávargróðri, sérlega þangi, 1 Uraoka flóanum í Fukui hér- aðinu i Japan. Nánari rannsókn leiddi i ljós að sökudólgurinn var Tsuruga kjarnorkuverið sem er stað- sett þar skammt frá. Haföi umtalsvert magn af mjög geislavirkum úrgangi komizt i niðurföll og holræsakerfi kjarnorkuversins sem eingöngu var ætlað fyrir ógeislavirkan úrgang. Hér var um að ræða versta slys í sögu kjarnorkuvera i Japan og það sem al- varlegra var, var að stjórn kjarnorku- versins reyndi að leyna þvi hvað gerzt hafði og tilkynnti þvi ekki japönsk- um yfirvöldum um atburöinn eins og lög mæla fyrir. Ekkert lát á mótmælasvelti IRA-fanganna í Belfast: Tveir nýir IRA-menn hefja mótmælasvelti vikulega á næstunni Um helgina hóf enn einn fangi í hinu fræga Maze-fangelsi á Norður- frlandi mótmælasvelti í sama skyni og aðrir fanganna: að þvinga brezku stjórnina til að veita þeim réttindi pólitiskra fanga. Af 440 félögum úr IRA, sem sitja í Maze-fangelsinu, hafa fjórir þegar látið lífið af völdum mótmælasveltis. Hinn 29 ára gamli Paddy Quinn er sá sjötti sem nú neitar að borða. IRA hefur boðað aukið hungurverkfall á næstunni. Tveir nýir fangar munu á hverri viku bætast í hóp þeirra sem svelta sig. Hundrað IRA-fanganna hafa þegar lýst sig reiðubúna að taka þátt í þessum aðgeröum. Paddy Quinn afplánar nú fjórtán ára fangelsisvist fyrir morðtilraun, ólöglegan vopnaburð og fyrir að vera félagiiIRA. Af föngunum sex sem nú eru 1 mót- mælasvelti hefur Joe McDonneU fastað lengst eða\j rúma fjörutfu daga og búizt er við að hann verði sá næsti sem lætur lífið af völdum sveltisins. Það ætti að verða einhvers staðar ná- lægt 12. júli en um það leyti eru ár- legar mótmælagöngur mótmælenda i Belfast og má af þeim sökum búast við meiri óeirðum en ella. Um það bil hálfum mánuði síðar gera skipuleggj- endur mótmælasveltisins svo ráð fyrir að Kieran Doherty látið lífið en hann var í síðustu viku kjörinn á brezka þingið. Þá ætti lífið einnig að fjara út hjá Martin Hurson. Um svipað leyti stendur brúðkaup Karls Bretaprins og lafði Diönu Óttazt er að til aukinna ócirða komi kringum brúökaup Karls prins og lafði Diönu Spencer. Um það leyti cr reiknað meö dauða tveggja IRA-manna af völdum mótmælasveltis ef brezka stjórnin hefur ekki gengið að kröfum þcirra. Bobby Sands fylgt til grafar. Hann var fyrsti IRA-fanginn til að svelta sig til bana í Ma/.e-fangelsinu. Síðan hafa þrir félagar hans látið líflð og ekkcrt lát er á mót- mælasveltinu. Spencer yfir í London og öryggis- verðir hafa þá væntanlega i nógu að snúast af ótta við hermdarverk. Það eins sem virðist geta komið 1 veg fyrir áframhaldandi eða vaxandi ólgu á Norður-írlandi á næstunni er að brezka stjórnin verði við kröfum fanganna. Ekkert bendir til að svo verði. írski lýðveldisherinn hefur lýst því yfir að hann hafi nýverið gert mis- heppnaða tilraun til að ráða Elísa- betu Englandsdrottningu af dögum og IRA segist einnig hafa staðið á bak við misheppnaða tilraun til að sprengja Gardiner lávarö 1 loft upp fyrir utan Queens háskólann í Belfast er hann hélt þar ræðu. „Gardiner lávarður var dauða- dæmdur vegna þess að hann átti hug- myndina að glæpapólitík brezku stjórnarinnar gagnvart IRA og að byggingu H-blokkar Maze-fangels- isins,” sagði 1 tilkynningu IRA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.