Dagblaðið - 25.06.1981, Side 27

Dagblaðið - 25.06.1981, Side 27
31 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1981. Ci Útvarp ÚT í BLÁINN - útvarp kl. 14,00: I Sjónvarp FERÐALOG OG UTILIFINNANLANDS —ýmsar gagnlegar upplýsingar Nýlega hóf göngu sína útvarpsþátt- urinn Út 1 bláinn sem ætlað er að efla ferðalög innanlands og stuðla þannig að þekkingu okkar á eigin landi. Stjómendur þáttarins eru þeir Sig- urður Sigurðarson og örn Petersen. örn sagði að þeir myndu miðla upplýs- ingum frá þeim aðilum er tækju að sér að sjá um skemmri og lengri ferðalög, víðsvegar um landið. Þeir myndu jafn- framt greina frá ástandi vega, t.d. hverjir væru opnir og þá hverjir ekki, líklegu veðurfari hverrar komandi helg- ar (spáin fyrir síðustu helgi stóðst) og ýmsu öðru er að gagni kynni að koma. Þessu sinni sagði örn að gerður yrði samanburður á verðlagi Eddu hótela annars vegar og gisti- og matstaða í einkarekstri hins vegar. Einnig verður viðtal við Kjartan Lárusson, fram- kvæmdastjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, og spjallað verður við Úlfar Jacobsen um ferðaáætlanir hans í sumar. örn sagði að m.a. yrði Úlfar með mjög at- hyglisverðar 6 og 13 daga ferðir inn á hálendið; sumarleyfisferðir, þar sem ferðaskrifstofa hans leggur til tjöld og mat á einstaklega hagstæðu verði. Sitthvað fleira kann að skjóta upp koilinum i Út í bláinn en hvað það verður mun þátturinn leiða í ljós. -FG. KVÖLDTÓNLEIKAR - útvarp kl. 23,00: Fiðlusónata eftir Sergei Prokof ieff —eitt af mestu tónskáldum Rússa Rússneska tónskáldið Sergei Prokofieff (1891—1953) var eitt af mestu og jafnframt afkastamestu tónskáldum Rússa. Hann fæddist í Sontzovka; þorpi i héraði er nú heitir Dnepropetrovsk. Móðir hans kenndi honum á píanó og hvatti hann til þess að semja sjálfur. Um það leyti er drengurinn var fimm ára gamall samdi hann sín fyrstu verk og niu ára gamall lauk hann fyrstu óperu sinni, þriggja þátta verki er hann nefndi Risann. Þegar Risanum var lokið hófst drengurinn handa um næstu óperu. Fjölskylda Prokofieff fluttist til Moskvu og hann hóf nám hjá tón- skáldinu Gliére. Þrettán ára að aldri innritaðist hann i tónlistarskólann í St. Pétursborg (sem nú heitir Lenin- grad) þar sem hann m.a. nam hjá Rimsky-Korsakoff. Enginn efaðist um óvenjulega hæfileika þessa nem- anda en tónlist hans þótti skopast að öllu alvarlegu og vera heldur ófyrir- segjanleg. Þegar hann útskrifaðist, 1914, lék hann eigin píanókonsert. Leikur hans og tónsmið þóttu frábær og hann fór létt meö að hreppa fyrstu verðlaunin, flygil. Rússneska byltingin olli því að Prokofieff yfirgaf föðurland sitt. 1918 fór hann i tónleikaför um Japan og Bandaríkin og settist síðan að I París. Þar framfleytti hann sér með tónsmið sinni og tónleikahaldi. Eftir fimmtán ára fjarveru sneri tónskáldið heim til Rússlands aftur, 1933, og var óspart fagnað af þjóð sinni. Heimkoman virtist milda hann og taka broddinn úr skopi hans. Hann samdi nú jafnvel verk fyrir böm, Pétur og úlfinn; ævintýri fyrir sinfóníuhljómsveit og sögumann. Prokofieff var mikill afkasta- maður og það dró ekkert úr sköpun- argleðinni að þjóð hans hóf hann í æðra veldi við heimkomuna; hann varð einn virtasti og einnig tekju- hæsti þegn hennar. Hann samdi átta óperur, sjö ball- etta, sjö sinfónfur, fimm planókon-, serta, tvo fiðlukonserta, tíu pianó- sónötur, tvær sónötur fyrir fiðlu, tvo strengjakvartetta, ótal aðrar sónötur og verk fyrir klarínettu, strengi og pianó, auk tónlistar fyrir balletta, kvikmyndir og óperur. Á dagskrá í kvöld verða Fiðlusón- ata nr. 1 í D-dúr op. 94a, eftir Sergei Prokofieff, Itzhak Perlman og Vladi- mir Ashkenazy leika. Síðan verður Tríó i g-moll op. 63 fyrir flautu, selló og píanó eftir Carl Maria von Weber. Roswitha Staege. Ansgar Schneider og Raymund Havenith leika. -FG. 4C Rússneska tónskáldlð, Sergei Proko- fleff. Stjórnendur þáttarins Út í bláinn, þeir Sigurður Sigurðarson og Örn Petersen. INGEBORG—útvarp kl. 20,30: Ingeborg virðist búa í farsælu hjónabandi —en þá kemur Peter Leikritið 1 kvöld verður Ingeborg eftir þýzka leikarann og rithöfundinn Curt Goetz. Þýðandi og leikstjóri er Gísli Alfreðsson en leikendur eru Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Rúrik Haraldsson, Guðrún Stephen- sen og Ámi Tryggvason. Leikritið var áður flutt 1 útvarpi 1968 og tekur eina og hálfa klukkustund. önnur leikrit Curt Goetz, sem flutt hafa verið í útvarpi, em: Hundur á heilanum 1960, Erfingjar í vanda, 1962, Haust og Hokus pokus, 1963, Dr. med. Job Prátorius og Fugl í hendi, 1964, og Einn spörr til jarðar, 1969. Ingeborg virðist búa í farsælu hjónabandi. Hún er ung og lífsglöð og gift auðugum manni. Frænku hennar finnst samt Ingeborg ganga aö lánsemi sinni sem heldur sjálfsagðri og kunna hana litt að meta. Þá kemur ungur maður Peter Peter i heimsókn og verður hrifinn af Ingeborg. Curt Goetz (1888—1960) fæddist í Mainz. Leikferill hans hófst 1 Rostock 1907. Síöan lék hann í Nllrnberg og Berlín þar til 1922. Ásamt konu sinni, Valerie von Martens, kom hann þá upp ferðaleikflokki. Auk leikstarf- semi sinnar á sviði lék Goetz í kvik- myndum og samdi kvikmyndahand- rit auk leikrita. Ingeborg var meðal fyrstu leikrita hans, frumsýnt 1922, en síðar urðu þau fjölmörg og hafa verið leikin á sviði og flutt í útvarpi. Endurminningar Goetz komu út 1960, árið sem hann lézt í St. Gallen í Sviss. -FG. » Gisll Alfreðsson leikarl er þýðandl og leikstjóri leikritsins i kvöld: „Inge- borg”. Útvarp I Fimmtudagur 25. júnf 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Út i bláinn. Sigurður Sigurð- arson og örn Petersen stjórna þætti um ferðalög og útillf innan- lands og leika létt lög. 15.10 Mlðdeglssagan: „Læknlr segir frá” eftir Hans Killian. Þýðandi: Freysteinn Gunnarsson. Jóhanna G.Möller les (8). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdeglstónlelkar. Kjell Bækkelund leikur Píanósónötu op. 91 eftir Christian Sinding / Kirsten Flagstad syngur „Huliðs- heima", lagaflokk op. 67 eftir Edward Grieg; Edwin McArthur leikur með á pianó. 17.20 Lltli barnatimlnn. Heiðdis Norðfjörð stjórnar barnatima frá Akureyri.Efni þáttarins er allt um ömmur. M.a. les Tryggvi Tryggvason kvæðið „Blóm til ömmu” eftir Kristján frá Djúpa- læk og stjórnandi þáttarins les kafla úr bókinni „Jón Oddur og Jón Bjarni” eftir Guðrúnu Helga- dóttur. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttlr. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Hall- dórsson flytur þáttinn. 19.40 Avettvangl. 20.05 Pianólelknr I útvarpssal. Hólmfrlður Sigurðardóttir leikur planóverk eftir Joseph Haydn, Frédéric Chopin og Olivier Mess- iaen. 20.30 Ingeborg. Leikrit eftir Curt Goetz. Þýðandi og leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Leikendur: Guðrún Stephensen, Helga Bachmann, Rúrik Haraldsson, Helgi Skúlason og Árni Tryggvason. (Áður útv. 1968). 22.00 Smárakvartettinn á Akureyri syngur. Jakob Tryggvason leikur með á píanó. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvölds- ins. 22.35 Þjark á þingi. Halldór Halldórsson velur úr hljóðritun- um frá Alþingi siðastliðinn vetur. Greint verður frá umræðum milli deildarforseta og einstakra þing- manna um það hvort taka eigi til- tekið mál á dagskrá og um vinnu- álag á þingmenn. 23.00 Kvöldtónlelkar. a. Fiðlusón- ata nr. 1 1 D-dúr op. 94a eftir Sergej Prokofjeff. Itzhak Perlman og Vladimir Ashkenazy leika. b. Tríó i g-moll op. 63 fyrir flautu, selló og pianó eftir Carl Maria von Weber. Roswitha Staege, Ansgar Schneider og Raymund Havenith leika. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 26. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Leikflmi. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð. Ingibjörg Þorgeirsdóttir talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Helga J. Halldórssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund bamanna. „Geröuri’ eftir W.B. Van de Hulst. Guðrún Birna Hannesdótt- ir les þýöingu Gunnars Sigurjóns- sonar (5). 9.20 Leikflml. 9.30 Tllkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Islensk tónlist. 11.00 „£g man það enn". Skeggi Ásbjarnarson sér um þáttinn. ,,Á Dvergasteini fyrir rúmum 80 ár- um”, kafli úr endurminningum Matthíasar á Kaldrananesi; Þor- steinn Matthiasson skráði og les. 11.30 Morguntónlelkar. Walter og Beatrice Klien leika fjórhent á pianó Valsa op. 39 eftir Johannes Brahms. / Janet Baker og Dietrich Fischer-Dieskau syngja lög eftir Felix Mendelssohn. Daniel Baren- boim leikur með á pianó.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.