Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 Þessa lol'tmynd tók Ijósm. DB I gær. Sjá má greinilega Keflavíkurbyggð og Keflavík- I nær er ónafngreind á korti, en siðan á öllum hægri helmingi myndarinnar er svo Berg- ina niður af henni. Stærsti, vinstra megin á miðri mynd, er Helguvikin. Litla vikin, | víkin, þar sem athafnasvæði er nóg og til margra hluta nýtilegt. DB-mynd Einar Olíutankar hersins og mengunarvandi á Suðurnesjum: Utanríkisráðheira með föruneyti í Helguvík — gaut augum til Bergvíkur og ætlar að skoða fleiri staði, m.a Ólafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra, lagði í gær land undir fót og fór með fríðu föruneyti i skoðunarferð í hina umdeildu Helguvík sunnan Kefla- víkur, þar sem fyrirhuguð er olíuhöfn og e.t.v. oliubirgðastöð Varnarliðsins og e.t.v. íslenzkraaðila einnig. Með ráðherranum í för voru ráðu- neytismennirnir Helgi Ágústsson og Hannes Guðmundsson. Þar var Aðal- steinn vita- og hafnarmálastjóri Júlíus- son, þrír fulltrúar Aðalverktaka þeir Thor Thors, Andrés Andrésson og Ingólfur Finnbogason, Jóhann Einvarðsson alþingismaður, Guðni Ingimundarson Garði, Ásbjörn Eggertsson hreppstjóri, Steinþór Júliusson bæjarstjóri í Keflavík og Skattar leggjast þungt áflug- mennina í dag eru nokkrir flugmenn fórnar- lömb skattrýni Dagblaðsins. Mjög er misjafnt hvað þeir greiða í opinber gjöld. Dagfinnur Stefánsson, einn af elztu flugmönnum Flugleiða er hæstur með yfir tíu milljónir. Á eftir honum kemur Smári Karlsson sem sömuleiðis er með elztu starfandi flugmönnum þessa lands. Flugmenn starfandi hjá ríkinu virðast einnig hafa það ágætt. Guðjón Jónsson hjá Landhelgisgæzlunni og Sigurjón Einarsson hjá Flugmálastjórn bera báðir þunga skattabyrði. Flugmenn eru flestir launamenn og hafa því ekki tækifæri til að stinga miklu undan. Því má átta sig nokkuð vel á raunverulegum tekjum þeirra með því að lesa skattskrána. Tveir flug- mannanna r úrtakinu eru þó með eigin rekstur, þeir Helgi Jónsson og Elieser Jónsson. -KMU. Albert K. Sanders bæjarstjóri í Njarð- vík. „Ráðherrann hefur ekki áður komið í Helguvík og vildi líta þar á aðstæður. Þvi var farið út á bergið, en þangað er aðeins fært á fjallabílum,” sagði Al- bert K. Sanders bæjarstjóri í viðtali við DB. ,,Ég held að það sé ekkert leyndar- mál,” sagði Albert, ,,að vita- og hafnarmálastjói a leizt bezt á hafharað- stöðu í Heiguvíkinni. Nokkuð var rætt lausiega um niðursetningu olíutanka. Surhum kann að finnast þeir of nálægt Keflavik væru þeir staðsettir í Helgu- vík. Utan, eða vestan, við Helguvík er vík, ónafngreind á korti, sem einnig gæti geymt tanka, þó olíuhöfnin sjálf yrði í Helguvíkinni. En þar utan tekur við Bergvík. Þar er einnig mikið svæði nýtilegt til margskonar athafna,” sagði Albert. Geta má þess að ónafngreinda víkin, sem Albert minntist á, er að hans dómi í sameign Keflvíkinga og Garðsbúa. Bergvikin er í eigu Garðsins, eins og allar þessar víkur, Helguvík lfka, voru fyrráárum. Annars staðar frá fréttum við, að utanríkisráðherra vildi nú skoða fleiri staði. Auk Bergvíkur mun þar til greina koma svokölluð Kista út undir Reykja- nesvita, sunnan Sandgerðis. Þar mun staður, sem er fjarri mannabyggð, en með gífurlegum fjáraustri mætti Kistu hugsanlegageraþar höfn. Forráðamenn Keflvíkinga munu mjög stíft hafa haldið fram Helgu- víkursvæðinu, en fyrir liggur samþykkt bæjaryfirvalda í Keflavík um notkun Helguvikur til olíuhafnar og olíu- geymslusvæðis. Verði úr olíuhöfn á einhverjum þessara staða mun alveg eins vera i ráði að sprengja tanka inn í berg, þannig að þeirsæj.ustekki á yfir- borði, og væru traustari fyrir. ■ Alla vega er ljóst að ráðherra er í hugleiðingum og samkvæmt samþykkt- um á Alþingi hefur hann úrskurðarvald um hvar, hvenær og hvernig olíuhöfn og geymslusvæði verður byggt — eða hvernig leyst verður úr mengunar- vandamálum Suðurnesjamanna. -A.St. Bolvíking- ar bezt stæðir Vestfirð- inga — meðalgreiðsla skattgreiðanda þar 1.228.249 gkr. fyrir tekjur ársins 1979 Bolvíkingar virðast stöndug- ustu menn á Vestfjörðum sam- kvæmt skattskránni. Af fimm hæstu skattgreiðendum i kjör- dæminu eru fjórir úr Bolungar- vík. Séu teknir tíu efstu skatt- greiðendur meðal einstaklinga eru þar fimm Bolvíkingar og fimm ísfirðingar. Bolvíkingarnirgreiða frá 11.3 milljónum gkr. upp í 21 milljón. ísfirðingar á lista tíu efstu greiða frá 10.4—16.2 millj- ónir gkr. Jón Fr. Einarsson bygginga- meistari og kaupmaður í Bol- ungarvík er hæsti skattgreiðand- inn með 21 milljón. Hrafnkell Stefánsson ísafirði er næsthæstur með 16.2 milljónir. Af byggðarlögunum er meðal- álagning á Bolvíkinga hæst eða 1.228.249 á hvern skattgreiðanda. Næst kemur ísafjörður með 1.183.206 gkr. á hvern gjaldanda, Tálknafjörður með 1.126.186 gkr., Flateyri 1.049.328 gkr., Suðureyri 1.048.267 gkr. Súðavík 1.001.053 gkr., Þingeyri 1.000.066 gkr. Hækkun heildargjalda í skatta- umdæminu nam 65.7% frá árinu á undan, hækkun barnabóta nam 74.8% og hækkun persónuaf- sláttar til greiðslu útvarps og sjúkratryggingagjalda nam 224.5%. Álagður tekjuskattur einstakl- inga í umdæminu nam 2.286 milljónum gkr., en álagt útsvar einstaklinga 2.594 milijónum gkr. Tekjuskattur félaga nam 491 milljón gkr., aðstöðugjöld 432 milljónir og lífeyristryggingagjald nam 375 millj. gkr. Hæst gjöld félaga ber útgerðar- félagið Hrönn á ísafirði 83.7 milljónir, gkr., íshúsfélag Bolungarvíkur 83.3 milljónir gkr., Hraðfrystihús Tálknafjarð- ar 75.7, Hraðfrystihúsið Norður- tangi ísafirði 71.6 og Einar Guð- finnsson Bolungarvík 66.4 millj- ónirgkr. VörubOl lagOUt snyrtUega ft hllOina framan viO Frikirkjuna um miOjan dag f gær og ift þar til kranabOI hjftlpaOl honum & sex hjól. ÁstæOan fyrir þvi aO bUllnn lagðist afvelta var aO þvi bezt er vitaO sú aO tjakkur gaf sig. Skemmdir urOu einhverjar á biln- um. Annarsvar litlar upplýsingar að hafa um óhappið hjá lögreglu þvi bileigandinn óskafli ekki eftir að hún gerði skýrslu um málifl. -ARH/DB-mynd: Gunnar örn. Arngrímur Jóhannsson (Arnarflug) 4.451.923 210.260 1.170.000 6.381.644 Baldur Oddsson (Flugleiöir) 3.615.806 284.201 1.846.000 5.916.465 Dagfinnur Stefánsson (Flugleiðir) 6.660.532 660.964 2.346.000 10.121.086 Elieser Jónsson (Flugstöðin) 903.760 133 741.000 1.778.136 Guðjón Jónsson (Landhelgisgæzlan) 5.013.558 0 1.761.000 7.028.561 Guðmundur Magnússon (Arnarflug) 995.551 0 935.000 1.994.056 Gunnar Arthúrsson (Flugleiðir) 2.861.256 0 1.517.000 4.478.747 Helgi Jónsson (Flugskóli Helga) 483.684 210.260 1.170.000 2.254.054 Ingimar Sveinbjörnsson (Flugleiðir) 1.462.692 33.936 1.960.000 3.610.108 Kristján Egilsson (Flugleiðir) 2.527.962 3.660 1.045.000 3.610.757 Sigurjón Einarsson (Flugmálastjórn) 3.131.323 2.133 1.278.000 4.647.350 Smári Karlsson (Flugleiðir) 5.118.635 41.910 2.230.000 7.801.835 Snorri Snorrason (Flugleiðir) 4.108.057 0 1.857.000 6.261.962 Viktor Aðalsteinsson Flugleiðir) 2.905.644 55.533 1.837.000 5.133.832

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.