Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.06.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981. 7 Skólameistaraf élagið vill fá f ramhaldsskóladeild í menntamálaráðuneytið: „Gagnrýnið, jákvætt og uppbvggjandi” — segir Ingvar Ásmundsson Iðnskólastjóri um tillögur félagsins „Þó svo tillögumar séu gagn- rýndar þá eru þær jákvæðar og uppbyggjandi. Við meinum þetta og viljum bæta skipulag framhalds- skólakerfisins,” sagði Ingvar Ásmundsson skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík í gær um niðurstöðu aðal- fundar Skólameistarafélags íslands. Ingvar er formaður þess. í Skólameistarafélaginu eru skóla- stjórar og aðstoðarstjórnendur fram- haldsskóla. Ásamt Ingvari eru í aðal- stjórn Kristján Thorlacíus í Ármúla- skóla og Sveinn Ingvarsson kon- rektor Hamrahlíðarskólans. Fjölmargar ályktanir voru sam- þykktar á aðalfundinum á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Meðal annars var mælzt til þess við menntamála- ráðherrann að hann léti skipuleggja allt iðnnám til sveinsprófs, meistara- prófs og endurmenntun sem eina heild. Að öðrum kosti verði ekki tryggt að iðnnám veiti sambærileg réttindi til háskólanáms og annað framhaldsnám. „Eins og er nýtist iðnnám ekki þeim sem ætla að halda áfram til stúdentsprófs á tæknibraut,” sagði Ingvar Ásmundsson. „Þetta er augljóst hagsmunamál.” Þá vilja þeir í Skólameistarafélag- inu að nú þegar verði stofnuð sérstök deild í menntamálaráðuneytinu er fari með yfirstjórn allra mála fram- haldsskólastigsins. Eins og er þurfa stjórnendur skóla að reka erindi sín í mörgum deildum ráðuneytisins. Fundarmenn mælast til þess að í umræddri framhaldsskóladeild starfi menn með reynslu af stjórnun og innra starfi framhaldsskóla. í kjölfar lagasetningar um framhaldsskóla verði komið á fót sérstakri stofnun í tengslum við menntamálaráðuneytið. Undir hana falli m.a. starfsemi fram- haldsskóladeildarinnar. í einni ályktun aðalfundarins er fólgin lúmsk pilla á Verzlunarskóla íslands. Þar segir að allir framhalds- skólar, „þar á meðal verzlunar- skólar,” skuli hafa inntöku þannig að nemendur úr ákveðnu byggðarlagi eða hverfi hafi forgang. Skólamenn eru sagðir líta það hornauga að Verzlunarskólinn skuli „fleyta rjóm- ann” af nemendahópnum sem sækir um aðgang að honum. Hann taki við beztu nemendunum af landinu öllu en eftirláti öðrum skólum afganginn. Það sé óeðlilegt þegar þess sé gætt að ríkið greiði allan launakostnað og 85% annars rekstrarkostnaðar í skólanum. -ARH. r RADARVARAR AÐEINS t**® KR. 995,00 Fyrir allar tenundir a/löftrcyln- radar — Dref-ur 3 km. Hjálpar þér aö vióhalda iirufipum löglegum hrada. ASTRA Siðumúla 32 — Simi 86544 STUNDARFRIÐIFAGNAÐIÞYZKALANDI Leikritið sýnt á Dramaten innan skamms Nýtt verk Guðmundar Steinssonar til Bandaríkjanna á næsta ári Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í morgun, hefur Sænska þjóðleikhúsið, Dramaten, keypt sýningarrétt á hinu þekkta leikriti Guðmundar Steins- sonar, Stundarfriði. Nú er meira en hálf öld síðan íslenzkt leikrit var þar síðast á fjölunum, en það var „Vér morðingjar” eftir Guðmund Kamban. Stundarfriður hefur verið sýnt víða erlendis og enn berast boð um sýningar. Nýlega bárust blaðadómat frá Þýzkalandi, þar sem Stundarfriður var sýndur í tengslum við norræna menningarviku. Frankfurter Rundschau segir að margir Þjóðverjar hafi verið hræddir við að hlusta á leikrit á íslenzku, en það hafi ekki komið að sök, því það hafi verið auðskiljanlegt þrátt fyrir tungu- málamúrinn. • Wiesbadener Tagesblatt kallar Stundarfrið sérstæðustu sýningu leiklistarhátíðarinnar og hrósar í hástert leikstjórn Stefáns Baldurssonar og Ieikumgjörð Þórunnar S. Þórgríms- dóttur. Neue Presse í Frankfurt telur að Stundarfriður hafi sannað að margt sé líkt með þýzku og íslenzku einkalífi, eins og það er túlkað í leikritinu. Wies- badener Kurier segir orðrétt: „Leik- stjórn.sviðsmynd, tónlist og leikarar þessa íslenzka gestaleiks voru sameinuð í kjarna, sem flutti brýnt erindi höfundar beint í æð áhorfenda. . . . Leikurinn var framúrskarandi”. Að lokum stendur í Lilbecker Nach- richten: „Gestaleikurinn sannaði, i fyrsta lagi, gæði listrænnar vinnu Þjóðleikhússins og í öðru lagi glöggt innsæi í fyrirbæri evrópsks samtíma Guðmundur Steinsson hefur skrifað Dauðadans nútímans — þar sem hann sýnir okkur að einungis dauðinn getur bundið enda á jafn yfirkeyrða og ofhlaðna til- veru. . . . Áhorfendur voru yfir sig hrifnir”. Eitt af fyrri leikritum Guðmundar, Lúkas, var fiutt í London fyrir nokkrum árum og á næsta ári stendur til að flytja nýtt verk eftir hann á ensku í tengslum við norræna menningarvið- leitni í Bandaríkjunum sem hefur fengið nafnið Scandinavia Today. Sjálft kallast þetta nýja leikrit „Paradise regained” eða Paradísar- heimt og er þar lagt út af atburðum sem urðu í aldingarðinum Eden endur fyrir löngu. -AI. Margt skrítii iKröflu: JARDBORINN MEÐ Á TÍMATAUNU fer ekki neðar en 1981 metra Jarðborinn Jötunn lauk við að bora holu nr. 16 við Kröfiu hinn 22. júní. Þessi hola er í suðurhlíðum Kröflufjalls. Þegar borinn kom niður á 1981 metra dýpi, bilaði kúpling í vélinni, sem knýr borinn og hann stöðvaðist. Þar sem komið var niður á hæfi- .legt dýpi og borinn virtist vita, að dýpið ætti að passa við ártalið, var hætt að bora þessa holu. Var þegar í stað hafizt handa við að flytja hann á iyesta borplan. Geri ég ráð fyrir því, að borun á holu nr. 17 hefjist um næstu helgi. - Finnur B. / BS. Alltaf^P eitthvað nýtt og spennandi 22. júk, örfá sœtí laus * sórstök greiðslukjör RIMINI 1. juli, biðlistí 12. júli, laus sœtí* PORTOROZ JÚGÓSLAVÍU 1. júli, örfá sætí laus. 22. júli, örfá sætílaus 12. júli, 4 sœtí laus * sérstök groiðslukjör. Or/of aldraðra: PORTOROZ 2. sept. laussæti. MALTA/DANMÖRK 8. sept laus sætí TORONTO, KANADA 15. júli, örfá sætí laus 5. ágúst (vikuferð), laus sætí WINNIPEG 28. júli, 3 vikna ferð, laus sætí ÍRLAND 30. júlí. - 3. ágúst 5 daga ferð /aus sœtí. RÚTUFERDIR: ÞRÁNDHEIMUR 17. júli— 1. ágúst: Rútuferð um Noreg, Sviþjóð, Finnland, örfá sætí laus. Tjaldferð 17. júli, Noregur og Sviþjóð, laus sætí (áætíað verð kr. 3800). Rútuferð um írland 20. júli örfé sæti laus. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 pjVGSKVðta Guðmundur Steinsson á sviði Stundarfriðar ásamt Kristbjörgu Kjeld leikkonu og Þórunni S. Þórgrímsdóttur leiksviðshönnuði. VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sala — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 22 IKVÖLD Byggingarvörur — Teppi — Raftæki — Rafljós — Húsgögn JIE 20% útborgun og eftirstöðvar lánum við alit að 9 mánuði Matvörur — fatnaður Flestir þekkja okkar lága verð á matvörum og nú bjóðum við einnig ýmsar gerðir fatnaðar á sérstöku markaðsverði. í sumar verður lokað á laugardögum. Á föstu- dögum er opið til kl. 22 í matvörumarkaði, Rafdeild og fatadeild, — Allar aðrar deildir opnartil kl. 19. Athugið! Á fimmtudögum eru allar deiidir opnar til kl.22 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121, sími 10600.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.