Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 6
Óeirðimar færðust frá Liverpool til Londpn: Verdanr rænd-■ ar og lögreglu- þjóriar grýttir Óeirðir héldu áfram í Bretiandi í gærkvöldi, fimmta kvöldið í röð. Nú færðust óeirðirnar frá Liverpool til London þar sem unglingar fóru ráns- hendi um Wood Oreen-hverfið og réðust gegn lögregluliði, sem sent var á vettvang, með flöskum, steinum og öðru lauslegu. Einn maður var skorinn á háls og annar stunginn með rýtingi. Hins vegar var ekki vitað til að neinn Iög- reglumaður hefði særzt í átökunum í gærkvöldi andstætt því sem varð i Liverpool þar sem um 250 lögreglu- þjónar særðust. Um fjörutíu verzlanir voru skemmdar og rændar. Óeirðirnar hófust siðla kvölds og þótti sumum sem þær hefðu verið fyrirfram undir- búnar. Um fjðrutiu manns voru handteknir áður en óeirðirnar fjör- uðu út um þremur klukkustundum eftir að þær hófust. Lögreglan segir að um 500 þeldökk ungmenni hafi tekið þátt i óeirðunum þegar þær stóðu sem hæst og hvítir unglingar létu einnig til sín taka þegar kom að þvi að ræna úr verzlunum. Enn var ólga í Toxteth-hverfinu i Liverpool í gærkvöldi þó ekki kæmi til neinna átaka í likingu við það sem var tvö kvöldin á undan. Ýmsir stjórnmálamenn, kirkjuleið- togar og aðrir hafa látið í ljós þá skoðun að hið mikla atvinnuleysi í Bretlandi sé höfuðorsök óeirðanna. Talið er að þrjár milljónir Breta muni vera atvinnulausar í sumar. ÁRANGURSLAUSIR MARAÞONSAMNINGA- FVNtXRÍPÓLLANU Pólverjar stóðu i morgun frammi fyrir fyrsta meiriháttar verkfallinu þar í landi I þrjá mánuði eftir að maraþon- samningaviðræður á milli stjórnvalda og hafnarverkamanna enduðu i nótt án þess að árangur næðist. Einnar klukkustundar verkfall pólskra hafnarverkamanna átti að koma til framkvæmda í öllum höfnum Póllands klukkan tiu í morgun að stað- artíma. Hafnarverkamennirnir krefjast sér- staks samnings þar sem meðal annars er farið fram á endurnýjun tækjabún- aðar, lengri fri og bætta félagslega að- stöðu. Stanislaw Bejger, aðalsamninga- maður stjórnarinnar, sagði að þó stjórnin reyndi að koma til móts við SKÓLAVÖRDUSTIG 41 - SÍMI20235. Þessi 4 tonna trilla er til sölu. Uppl. í síma 94- 1238 frá kl. 8—9 á kvöld- in. kröfur hafnarverkamanna þá gæti hún ekki gengið lengra en i samningum við verkamenn í skipasmíðastöðvum og hafnarverkamenn. Hafnarverkamenn hafa hótað allsherjarverkfalli ef stjórn- in verður ekki við kröfum þeirra. Sáttaboð falangista Falangistar i Libanon, aðal- flokkur kristinna hægri manna i landinu, hafa boðizt til að hafna allri aðstoð frá fsrael ef Sýriend- ingar heita þvi að verða á brott með 30 þúsund manna herlið sitt úr landinu. Sýrlendingar hafa lýst því yfir að ekki geti orðið um neinar samningaviðræður að ræða fyrr en falangistar hafa skorið á samband sitt við f srael. 15"JEPPADEKK Einstakt verð L.R. 78x15 radial-dekkin kana- disku varða vinsœlli með degi hverjum. Kostír: 1) Slitþol 50— 100% meira en venjuieg dekk. 2.1 Betra grip, styttír bremsu- vegalengd og eykur stöðug- leika i beygjum. 3) Óvenjulega mjúk radial-dekk, loftmagn á að vera það sama og i venju- legum dekkjum. Haft orðrótt eftír viðskiptavini um dekkin. „Bíllinn breyttíst úr jeppa i fólksbil." Gúmmívinnustofa Skiphottl 35. Sími 31055. Illlllllfp mm Þrjú af fórnarlömbunum i kaþólsku trúboðsstöðinni í Uganda: Móðir ásamt tveimur barna sinna hefur fallið fyrir vopnum hermanna Uganda-stjórnar. Hermennimir skutu líka á komabömin sænskur Ijósmyndari vitni að fjöidamorðum hermanna Uganda-stjómar í kaþólskri kristniboðsstöð íUganda Lars Aström, ljósmyndari og upplýs- ingafulltrúi hjá Rauða krossinum, varð vitni að fjöldamorðum hermanna Ug- anda-stjórnar i kaþólskri trúboðsstöð í norðvesturhluta landsins f lok síðasta mánaðar. Eins og áður hefur komið fram í fréttum létu a.m.k. 55 manns lifið í árás hermannanna á trúboðsstöð- ina. f þeim hópi voru bæði konur og komabörn. Auk þess særðust yfir hundrað manns í árásinni. Um tiu þúsund manns voru í eða við kaþólsku stöðina þegar árásin var gerð. „Hermennirnir hreinsuðu staðinn al- gjörlega,” sagði Lars Aström er hann lýsti atburöinum á fundi með frétta- mönnum i Stokkhólmi í siðustu viku. Hann sagði að stjórnarhermennirnir hefðu átt í útistöðum við skæruliða í héraðinu. Særðir skæruliðar höfðu verið fiuttir til trúboðsstöðvarinnar en þeir höfðu verið fiuttir þaðan þegar stjórnarhermennirnir réðust á stöðina frá þremur hliðum. „Hópur flóttamanna, mest stúikur og börn, hafði leitað verndar í dálitlu skjóli. Hermennirnir skutu þar inn í hópinn. 22 létu lifið og margir særðust,” sagði Aström. STRÍDSGLÆPAMAÐUR DÆMDUR í HOLLANDI rýmingarbúðimar í Auschwitz. Bulder gekk sjálfviljugur til liðs við þýzka herinn árið 1941. Eftir stríðið flúði hann til Suður-Afríku þar sem hann bjó undir dulnefni þar til hann sneri aftur til Haag árið 1969. Bulder var handtekinn á Schiphol-flugvellin- um í Amsterdam i janúarmánuði sið- astliðnum er hann var að koma heim frá frii áSpáni. 67 ára gamall Hollendingur var i gær dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir glæpi er hann framdi í þjónustu nasista í Hollandi árið 1944. Sækjandinn hafði krafizt fjögurra ára fangelsis fyrir Jan Bulder, fyrrum íbúa Suður-Afriku. Rétturinn fann hann sekan um að hafa aðstoðað SS- sveitir nasista við að hafa uppi á 20 gyðingum sem síðar voru sendir í út-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.