Dagblaðið - 08.07.1981, Side 7

Dagblaðið - 08.07.1981, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981. 7 i Erlent Erlent Erlent Erlent I REUTER i Reagan segist treysta Haig Xalsmaður Hvita hússins lýsti því yfir í gærkvöldi að Reagan forseti bæri fyllsta traust til Haigs, utanrikisráð- herra. Yfirlýsing þessi kemur i kjölfar fritta dagblaðsins Washington Post um að ráðgjafar forsetans teldu að hegðun utanrikisráðherrans skaðaði utanrikisstefnu Bandaríkjanna. Harmleikur í Bangalore á Indlandi: Eitrad brugg veldur miklu manntjóni A.m.k. 126 manns höfðu látið lífið f gærkvöldi og álíka stór hópur barðist við dauðann Læknar reyndu í morgun að bjarga lifi yfir hundrað manna, sem drukkið höfðu eitrað brugg. í gærkvöldi var vitað um 126 manns sem látið höfðu lífið af völdum bruggdrykkjunnar í borginni Bangalore á Suður-Indlandi að því er indverska fréttastofan PTI skýrðifrá. PTI sagði að a.m.k. hundrað manns berðust nú fyrir lífi sinu á einu sjúkrahúsi og auk þeirra hefðu aðrir verið fluttir á tvö önnur sjúkrahús i grenndinni. Ekki þykir ólíklegt að yfir 150 manns eigi eftir að láta lifið af völd- um bruggdrykkjunnar áður en yfir lýkur, sem þýddi að hér væri um að ræða mesta slys þessarar tegundar i Indlandi á síðari árum. PTI sagði að harmi slegnir ætt- ingjar hópuðust til sjúkrahúsanna þriggja i Bangalore og fórnarlömb bruggsins væru fiutt þangað á fárra minútna fresti. Fyrrgreind tala lát- inna nær aðeins yfir þá sem látizt höfðu á sjúkrahúsunum en óttazt er að einhverjir hafi látizt i heimahús- um. Lögreglan sagði að 50 manns hefðu verið handteknir fyrir að selja þennan eitraða mjöð, sem hafði greinilega verið seldur á mánudags- kvöld og hans einnig i fiestum tilfell- um neytt þá, þó hin hörmulegu áhrif drykkjunnar kæmu ekki fram fyrr en 1 gær. Næstum allir þeir sem neytt höfðu mjaðarins voru illa launaðir verkamenn, fiestir þeirra hafnar- verkamenn. Gundu Rao, ráðherra í Karnataka- héraði, sagði að stjórnin gripi nú til sinna ráða til að sporna við ólöglegri framieiðslu áfengis, sem væru algeng i héraðinu, einkum þó i borginni Bangalore. Ólögleg bruggun er einnig algeng í öðrum hlutum Indlands og það sem af er þessu ári er vitað um 92 menn aðra sem látið hafa lifið eftir að hafa drukkið ólöglega bruggað áfengi. Árið 1978 létu 150 námumenn lífið í Biharhéraði á Indiandi eftir að hafa drukkið ólöglegan bjór. FrúPeron fœrað faraúr landi Maria Estela Peron, fyrrum forseti Argentinu, hefur fengið leyfi stjórn- valda i Argentinu til að fiytjast-úr landi og er búizt við að hún notfæri sér það leyfi þegar á morgun og fijúgi þá til Spánar. Frú Peron, sem var látin laus i gær eftír fimm ára fangelsisvist, fékk í gær- kvöldi leyfi dómstóis til að halda til Spánar en forsetafrúin fyrrverandi á hús þar. Leyfi hennar er þó aðeins timabundiö, miðað við þrjá mánuði. Glemp fylgir stefnu Wyszynskis Jozef Glemp, hinn nýi yfirmaður kaþóisku kirkjunnar i Póllandi, til- nefndur af Jóhannesi Páli II. páfa i gær, segist munu fylgja stefnu fyrir- rennara síns Stefans Wyszynski, kard- ínála. Glemp sagðist ekki hafa haft minnstu hugmynd um að hann yrði eftírmaður Wyszynskis þar tíl hann hitti páfa að máU síöastíiðinn sunnu- dag. ,,Sú stefna sem Wyszynski kardínáli markaði er sú stefna sem við verðum að halda áfram,” sagði Jozef Glemp í gær. Jozef Glemp er náinn vinur hins pólska páfa og mun hafa verið sá maður sem Wyszynski óskaði eftir að tæki við starfi sinu sem yfirmaður kaþólsku kirkjunnar i Póilandi. Dóttir Gellis ákœrð fyrir njósnir Saksóknari Rómaborgar ákærði i gær Mariu Graziu Gelli, 25 ára gamla dóttur Licio GelU, stórmeistara frimúr- arastúkunnar P-2, fyrir póUtiskar og hernaðarlegar njósnir og glæpsamlegt samsæri. María Grazia GelU var handtekin á Flumicino-fiugveUinum í Róm siðast- liðinn laugardag. Lögreglan sagði að hún hefði reynt að smygla inn í landið skjölum sem hefðu mikla þýðingu varðandi rannsókn á máU frímúrara- reglunnar P-2, sem varð stjórn ítaliu að falli I síðasta mánuði þegar upp komst að þrir ráðherrar úr stjórninni voru fé- lagar í þessari leynireglu. Menachem Begin og Shimon Peres. Kosningabaráttan milli flokka þeirra var sú harðskeyttasta sem um getur i sögu ísraels- rikis. Þvi þarf ekki að koma á óvart þó þjóðstjórnarhugmyndin eigi ekki upp á pallborðið hjá leiðtogum flokka þeirra Begins ogPeresar. Peres vill ekki þjóðstjórn Israelski Verkamannaflokkurinn hafnaöi í gær tillögu um að hann gengi til liðs við Menachem Begin, forsætis- ráðherra, í þjóðstjórn. Shimon Peres, formaður Verka- mannafiokksins, sagði að flokksforyst- an hefði verið einhuga um að hafna þessari hugmynd. „Ágreiningur okkar og Likud-fiokksins er of mikill,” sagði hann. „Við eigum að reyna að mynda stjórn og Likud á lika að reyna að mynda stjórn. Likud-flokkurinn stendur betur, ég neita þvi ekki. En við erum einnig á uppleið,” sagði Peres. Hugmyndin um þjóðstjórn var sett fram af Þjóðlega trúarfiokknum en leiðtogar hans sögðu að stóru fiokkarn- ir tveir ættu að vinna saman vegna þess hversu mjótt varð á mununum í kosn- ingunum. Þjóðlegi trúarflokkurinn er einn þriggja trúarlegra stjórnmálafiokka sem Begin reynir nú að mynda stjórn með. Þannig hefði stjórn hans tveggja þingsæta meirihluta. Einangraöar bílskúrshuröir úr valinni furu FYRIRLIGGJANDI: Stærð:breidd2,70m, hæð2,20 m. Comp/ettmeð hurðarjárnum og /æsingum kr. 3400,00. Drifbúnaður með og ún fjarstýr- ingar fyrir allar gerðir hurða. Verð frá kr. 2600,00. Komið og skoðið uppsetta hurð hjá okkur. VERKSTÆÐISHURÐIR 0G SKEMMUHURÐIR ÚR STÁLi Afgreiðslufrestur 6—8 vikur. Dæmium verð: Óeinangreðer kr. 12.500 Stærð: breidd 5 m, hæð 4,30 m. Einengmðar kr. 19.700 Verð complett með járnum, læsingum og þéttiköntum SÉRFRÆÐINGAR í HURÐABÚNAÐI ASTRA Síðumúla 32 - Simi 86544.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.