Dagblaðið - 08.07.1981, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981.
„Fer mérekki að kenna heilræði,
ég hef aldrei haldið þau sjálfn
—segir Guðrún Snorradóttir sem verður 101 árs í dag
„Þegar ég var á fyrsta ári fékk ég
kighósta og var vart hugað llf. En ég
hjarði. Ég hef alla tið verið veil og
heilsulítil,” segir Guðrún Snorradóttir
sem 1 dag verður 101 árs gömul.
Guðrún fæddist hinn 8. dag. júlí-
mánaðar 1880, dóttir hjónanna Snorra
Þorvaldssonar og Hólmfriðar
Baldvinsdóttur. Nú dvelst Guðrún á
Reykjalundi og þangað heimsóttum við
hana i gær.
„Ég er næstelzt sjö systkina. Við
vorum sex systurnar og svo bróðir
minn. Ein systir mfn er enn á lífi, hún
er 93 ára en dálítið heilsulitil. Nei, ég
held ekki að langlifi sé ættgengt. Þó
urðu ömmur minar i föðurætt fjör-
gamlar.”
Mosfellingurinn
vikur fyrir
Dalamanninum
Ég ólst upp í Mýrarsýslu i Sanddals-
tungu. Það er á bak við Hvamm. En ég
hef alla tíð talið mig vera úr Dölunum
þvi þangað flutti ég tveggja ára.
Bærinn sem við fluttum til heitir Erps-
staðir og er í Miðdölunum. Að vfsu var
ég fyrsta árið eftir að við fluttum í
Dalina á bæ rétt hjá, en upp frá því átti
ég heima á Erpsstöðum. Móðir min var
úr Dölunum, en faðir minn er fæddurá
Helgafelli í Helgafellssveit. Hann ólst
upp í vestur-eyjum á Breiðafirði. Þær
hétu Rifgirðingar eyjarnar sem hann
var ættaður frá.
Undanfarin 60 ár hef ég síðan búið
hér í Mosfellssveitinni. Að ég telji mig
Mosfelling? Ætli Mosfellingurinn verði
ekki að víkja fyrir Dalamanninum. í
Reykjavík hef ég aldrei búið, nema
nokkra vetur i einu. Ég kann betur við
mig í sveit.
' Nei, ég held ekki að langlifi sé ættgengt.
Þó urðu ömmur minar 1 föðurætt
fjörgamlar.”
Stöflugra veflurfar
Mér er margt minnisstætt frá ævi
minni, en ekkert eitt ber þar hæst. Ég
man þá ég var fjögurra ára að sólin
skein á fjallið heima og litirnir voru
alveg ótrúlega fallegir. Svo þegar ég var
11—12 ára gömul að byrja að vinna 1
heyskapnum. Þá voru sumrin miklu
hlýrri en nú. Veturnir voru harðir og
við hlökkuðum til sumarsins. Þákomu
lfka almennileg sumur. En þá voru húsa-
kynni ekki eins góð og nú tiðkast. Nú
getur verið grimmdarfrost úti án þess
að við nokkuð verði við vart innan-
dyra. Veðurfarið hefur tekið miklum
breytingum frá því sem áður var. Það
er miklu stöðugra. Og svo er kannski
núna 11—12 stiga hiti f skammdeginu.
Það þekktist ekki áður.
Alþingishátíðin
minnisstœfl
Ég sá Hannes Hafstein einu sinni. Þá
hef ég verið svona 25 ára gömul og var
að vinna á verkstæði í Reykjavík. Mér
varð litið út um glugga og sá þá hvar
þau hjón gengu hjá. Hún var með
skaut á höfði og þau voru stórkostlega
virðuleg.
Alþingishátiðin 1930 er mér einnig
minnisstæð. Það var ekki skarkið þá og
lætin eins og núna. Mér fannst hátiðin
ákaflega skemmtileg og merkileg. Það
voru þarna stórar tjaldborgir, hver
kom með sitt tjald og tjaldaði þar sem
hann vildi. Allt fór vel fram og ég man
aðeins eftir einu slysi. Þá lenti dönsk
kona í bilslysi, en það var ekki mikið.
Annars eru breytingarnar svo miklar
frá því ég fæddist að það er alveg ótrú-
legt. Fólkið hefur þó ekki breytzt.
Unglingarnir sem alltaf er verið að
hnýta i eru margir beztu krakkar. Það
þarf bara að leiðbeina þeim betur og
byrja fyrr á því.
Hef asnazt í öllu
Hverju ég þakki mitt langlifi? Bara
góðum guði. Ég hef aldrei reynt að lifa
á neinn sérstakan hátt. Ég held ég hafi
asnazt i öllu sem hægt var frá því ég gat
hreyft hendur og fætur. Nei, ég held
það fari mér ekki að kenna heilræði,
ég hef ekki haldið þau sjálf.”
Þótt Guðrún Snorradóttir hafi einn
um öld er hún hress og sér enn og
heyrir. „Heyrnin hefur verið að versna
I sumar, en ég heyri þó enn. Ég get séð
skepnurnar í túninu hérna fyrir utan,
en lesiö get ég ekki nema stóru stafrna í
blöðunum,” segir Guðrún Snorradótt-
ir. Og þá er ekkert eftir nema
þakka fyrir sig og óska henni til ham-
ingjumeðafmæUð. -SA.
Guðrún Snorradóttir fæddist 8. júll 1880 og verður þvl 101 árs f dag.
DB-myndir: Sig. Þorri.
Benedikt Ólafsson, Lundarbrekku 4, K6p. tekjusk. 792.611 eignarsk. 0 útsvar 581.000 skattar alls 1.844.750
Bergsteinn Stefðnsson, Aratúni 14, Gbæ. (Linsan). 9.966.156 372.229 2.824.000 16.667.960
Egill G. Ingólfsson, Espigerði 2, R. (Gerlauv. Ingótfs S. Gíslas.) 0 0 442.000 109.635
Frank A. Cassata, Sóleyjarg. 29, R. (Fókus hf.,) 6.963.950 727200 2.044,000 10.113.030
Gunnar Guðjónsson, Espig. 18, R. (Gleraugnamiðst. hf.) 338.634 0 547.000 742.415
Helmout Kreidler, Suðurhólum 8 (Gleraugnabúðin). 1.223.110 2.084 721.000 2.684.303
Herbert Jósefsson, Miðtúni 80. (Optik sf.) 1.345.691 330.463 681.000 2.457.917
Jðhann Sófusson, Bergholti 12, Mos. (Gleraugnahúsið hf.). 715.799 15.343 567.000 1.220.347
Karl Davíðsson, Fannborg 3, Kóp. (Auglit) 701,972 0 632.000 1.316.108
Walter Lens, 7.636.169 Steinavör 2., Seltj. (Gleraugnaslan Laugav. 65.). 714.049 2.135.000 11.652.522
Skattar tíu gleraugnasala opinberaðir:
ÞRÍR TRÓNA
Á TOPPNUM
Skattar tíu gleraugnasala eru opin-
beraðir i dag. Allir reka mennimir
verzlanir með gleraugu og flestir með
sérmenntun í faginu, af einu eða öðru
tagi.
Þrír menn standa verulega upp úr
hópnum, þeir Bergsteinn Stefánsson
sem greiðir 16,6 milljónir gkr., Walter
Lenz sem greiðir 11,6 millj., gkr., og
Frank A. Cassata sem greiðir 10,1
milljón. gkr.
Bergsteinn er titlaður sjóntækja-
fræðingur og rekur gleraugnaverzl-
unina Linsuna i Aðalstræti. Stór hluti
skattgreiðslna hans eru tæpar tvær
milljónir gkr. i launaskatt.
Walter Lenz er gleraugnafræðingur
og rekur verzlun á Laugavegi 65.
Verzlunin Fókus í Lækjargötu, sem
Frank A. Cassata á ásamt konu sinni,
Áslaugu o.fl. selur ekki aðeins gleraugu
heldurogljósmyndavörur. -KMU.
Fundur norrænna dómsmálaráðherra:
Varnir gegn f íkniefnum
Friöjón Þórðarson dómsmálaráð-
herra sótti nýverið fund starfsbræðra
sinna á Norðurlöndum i fylgd með
Baldri MöUer ráðuneytisstjóra. Aðal-
lega var rætt um fikniefnamál. Sam-
vinna Norðurlandanna á því sviði hefur
verið góð, en þróunin er uggvænleg
vegna harðnandi ásóknar skipulagðra
fíkniefnasala. Þvi bæri nauðsyn til þess
að skipuleggja varnarstarfið betur.
Á fundinum var einnig rætt um vax-
andi áhyggjur af útbreiðslu myndefnis
með ofbeldisinnihaldi í skjóli örrar
þróunar á notkun myndsegulbanda.
Leitað verður samráðs saksóknara
landanna um úrlausn.