Dagblaðið - 08.07.1981, Page 13

Dagblaðið - 08.07.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981. \ f— Kjallarinn Jón Ásgeir Sigurðsson aö vopnabúr Bandaríkjanna skyldi miðað við staðbundln kjarnorku- strið. Maður getur trúað því að stórveld- in vilji ógjarnan sjálf verða fyrir kjarnorkuvopnaárás, og að þau hyggist þvi ota fram staðgenglum. Eitthvað i þessum dúr: „Heyrðu vinur og bandamaður, haltu rétt aðeins á byssunni fyrirmig.” Fyrir nokkrum vikum birtist I vest- ur-þýska timaritinu „Stern” viðtal við Alfred Mechtersheimer, sem er liðsforingi í vestur-þýska flughernum og meðlimur ihaldsflokksins i Bæjaralandi. Viðtalið er athyglisverð úttekt á vígbúnaðarstefnu stórveld- anna og Mechtersheimer skefur ekki utan af hlutunum: „Slökun er orðin að blótsyrði. Hingað til hefur slökunarviðleitni, einkennt samskipti stórveldanna, en sú afstaða getur ekki staðist lengur vegna þess að nú er hægt að nota kjarnorkuvopn í striði. í þessum efnum hefur orðið bylting.” Hann rekur síðan lfkt og hér á undan hvernig ógnarjafnvægið hélt aftur af kjarnorkuvopnaríkjunum. „Möguleikinn á að báöir gjör- eyddu allri mannabyggð hélt aftur af báðum. En núna eru eldflaugarnar svo markvissar að hægt er að miða beint á hernaðarlega mikilvæg skot- mörk, og geiga i mesta lagi um fá- eina metra. Þessi ógnarsýn blasir því við báðum: annar gerir árás og hinn stendur uppi varnarlaus. Þar með stöndum við frammi fyrir þeirri stað- reynd að hægt er að sigra með þessum vopnum, — ef maður er á undan.” Ástæða stórefldrar andstöðu i Evrópu gegn vigbúnaði og kjarn- orkuvopnum er einmitt þessi aukna hætta á stríði. Svo virðist sem ógnar- jafnvægið sé ekki lengur fyrir hendi, Bandaríkin hafa opinskátt lýst yfir að þau undirbúi staðbundið kjarnorku- stríð. Auglýst eftir staðgenglum Andóf gegn staðsetningu kjarn- orkuvopna í Evrópu hefur stóraukist vegna þess að Evrópubúar vilja ekki gerast staðgenglar fyrir stórveldin í takmörkuðu eða staðbundnu striði. Sömuleiðis taka nú æ fleiri Norður- landabúar, þeirra á meðal margir stjórnmálaleiðtogar, undir kröfuna um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönnd. Sumir islenskir stjórnmálamenn vilja halda íslandi utan þessa kjarn- orkuvopnalausa svæðis — þessir NATO-sinnar vilja semja um ísland gegn vighreiðri Sovétrikjanna á Kola- skaga. Söfhu menn segja að á fslandi séu engin kjarnorkuvopn. Spyr sá sem ekki veit: hvernig getur verið hægt að semja um fsland sem sagt er kjarnorkuvopnalaust og Kolaskaga sem er eitt helsta víghreiður Sovét? Alveg eins og önnur Evrópuriki, eigum við aö hafna því að gegna hlut- verki staðgengils Bandaríkjanna i stríði. fsland verður að vera með á fyrsta kjarnorkuvopnalausa svæðinu — það er sérstaklega brýnt, vegna þess að nú tala ýmsir ráðamenn i Evrópu um að flytja kjarnorkuvopn- in út á sjó. Þeir segja að strið á sjónum sé ekki eins hættulegt, þar búisvofáir. Best færi að fsland yrði algerlega vopnalaust svæði eins og Álands- eyjar. Jón Ásgeir Sigurðsson blaðamaður. 13 LEIÐARAHOFUNDAR, FYLGIST MALUM f forystugrein Dagblaðsins 3. júlí s.l. segir höfundur, að viðskiptaráð- herra lofi nú bót og betrun í mál- efnum iðnaðarins, þar sem deilt sé á hann i sambandi við aðlögunar- gjaldið svonefnda. Þann 18. mars 1981 flutti ég ræðu á ársþingi félags íslenskra iðnrek- enda. Hluti ræðunnar var svohljóðandi: „Iðnaðurinn og skattamálin Þegar við gengum í EFTA þá voru skiptar skoðanir um hversu langan aðlögunartima við þyrftum. Ég og minn flokkur töldum þá að 15 ár væru lágmarkstfmi. Niðurstaðan varð 10 ár. En hvað sem aðlögunar- tima liður er ljóst, að ætlum við (slenskum iðnaði að eflast og þróast við harða samkeppni þá verður að búa þannig að iðnaðinum að hann geti haldið velli. Þessvegna álit ég að lækka verði eða afnema skatta af iðnaðinum til jafns við t.d. sjávarút- veginn, þegar af þeirri ástæðu aö gengisskráningin hefur yfirleitt miðast við afkomu hans. í þessu sam- bandi hefl ég sérstaklega f huga aðstööugjaldið og launaskattinn. Aðstöðugjaldið á iðnaðinum nemur 2.326.533 g.kr., en hann er einnig lagður á aðrar atvinnugreinar. Fyrir árið 1979 hefur verið greidd- ur launaskattur samtals að upphæð 15.239 millj. gkr. Launaskatturinn er 3,5% af greiddum launum. Laun greidd í sjávarútvegi (nema fisk- iðnaði) og landbúnaði eru undan- þegin launaskatti. Ef engar undan- þágur yrðu gerðar, mætti lækka skattinn niður i um 3% aö þvi áætlað er, án þess að tekjur af skattinum minnkuðu. Auðvitaö skapar afnám þessara skatta vandamál, en þau verður að leysa með öðrum hætti. Það er óviturlegt að kæfa undir- stöðuna þvi að það vex ekki mikill gróður úr slíkum jarðvegi. E.t.v. mætti afnema þessi gjöld i áföngum? Hinsvegar er skylt að geta þess, að nýju skattalögin eru til hagsbóta fyrir iðnaðinn, sérstaklega að því er varðar afskriftarreglur.” Þrátt fyrir þessa ræðu mína 18. mars sl. segir Haukur Helgason i forystugrein, að ég sé nú að gefa undir fótinn um önnur úrræði til hjálpar iðnaðinum. Hvort leggja á aðlögunargjald á iðnaðarvörur er svo allt annað mál. Ég hefi sótt það ákveðið, að EFTA og EBE samþykki það. Þeir telja það brot á samningnum við bandalögin. En fríverslunarsamningarnir eru Kjallarinn Tómas Árnason gífurlega þýðingarmiklir fyrir íslend- inga. Þeir spöruðu útflutningnum allt að 15 milljörðum gamalia króna á s.l. ári. Þessi mál verða rædd frekar áður enákvörðun verðurtekin. Tómas Árnason viðskiptaráðherra. Ráðning Amþrúðar hindruð Kjallarinn Guðný Þ. Magnúsdóttir Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um þá ákvörðun út- varpsráðs að mæla með Arnþrúði Karlsdóttur rannsóknarlögreglu- manni í stöðu afleysingafréttamanns hjá Sjónvarpinu. Eins og kunnugt er, féllu atkvæði útvarpsráðsmanna á þann veg að Arnþrúður fékk 4 at- kvæði en Bolli Héðinsson 3. Þaö á við um þetta mál, eins og flest önnur, að sitt sýnist hverjum og er það eðli- legt. En það er f hæsta máta „undar- legt” að í þessu tilfelli er þaö einungis annar þessara umsækjenda sem hefur óverðskuldað orðið fyrir barðinu á rætnum blaðaskrifum. Hér á ég vita- skuld við Arnþrúði Karlsdóttur. Það fer ekki hjá því að sá grunur læðist að manni að hér sé um skipuleg skrif að ræða og að baki þeim hljóti að standa einhverjir sem tengdir séu Bolla Héðinssyni böndum, og það skyldi þó aldrei vera aö þau bönd væru pólitisk? Yfirlýsingar Bolla um „framsóknarmennsku” sína hafa án efa komið mörgum til að brosa i kampinn og gaman verður að fylgjast með framvindu „sameiningarmáls” hans, stofnun „stórs krataflokks”, sbr. viðtal í Visi þ. 29. júni sl. Menntahroki Það er lágkúruíeg'aðrerð að koma í veg fyrir ráöningu Arnþrúðar meö þvi að benda á „menntunarskort” hennar. Menntun er afstætt hugtak og mér virðist að i þessu tilfelU sé fremur hæpið að láta ráðningu f stöðu þessa velta á „menntun og/eða menntunarskorti” þessara tveggja umsækjenda. Að hafa stundað nám eða stunda nám nú er annað en að hafa lokið prófi. Einnig hefur það gleymst i þessari umræðu allri að einn umsækjandinn, Þorsteinn Broddason, er háskólamenntaður og það sem meira er, hann hefur lokið prófum sinum. Það er rétt sem fram hefur komið i flestum blöðum að Amþrúður Karls- dóttir er útskrifuð úr Kvennaskólan- um. Menn skyidu ekki gera lítið úr þvi, það er staðreynd aö þaðan hafa komið margar mætar konur. En i staö þess aö ganga hina heföbundnu leið til stúdentsprófs gerðist Arn- þrúður brautryðjandi. Hún var ein af fyrstu konunum sem hóf störf við löggæslu. Segir það ekki eitthvað um persónuleika umræddrar konu? Það þarf kjark og þor til að ganga inn f hin hefðbundnu störf karlmanna. Og gaman þætti mér að vita hvort ..Sandkornsfrúin” á Visi metur brautryðjendastörf kvenna á öðrum sviðum jafn litils. Það urðu mér mikil vonbrigði að sjá þar háðska klausu, skrifaða af konu, þvi að mín trú er sú að ein leið okkar kvenna til aukins jafnréttis sé sú að standa saman. Það kastar þó fyrst tólfunum við lestur greinar í Alþýðublaðinu þann 24. júni sl. Mér er spurn: Er engin virðing borin fyrir tilfinningum fólks? Hvað hefur Arnþrúður Karls- dóttir til saka unnið að þurfa að þola slik skrif? Hefur hún gert eitthvað 0 „I stað þess að ganga hina hefðbundnu leið til stúdentsprófs gerðist Arnþrúður brautryðjandi. Hún var ein af fyrstu konunum, sem hóf störf við löggæslu.” Arnþrúður Karlsdóttir. annað en að sækja um starf sem auglýst var til umsóknar? f greininni segir m.a. að hér sé um að ræða „litt skólagengna lögreglukonu”. Þessi setning sem og öU greinin ber með sér menntahroka. Og menntahroki er engum til sóma, e.t.v. síst alþingis- manninum Eiði Guðnasyni, sem lætur Ijós sitt skina f lok greinarinn- ar. En „alþingismaöur alþýðunnar” er þó heppinn að biaðiö er ekki út- breiddara en raun ber vitni. Þó býst ég við að kjósendur hans fylgist með þvi sem frá honum kemur. En svo við vikjum aftur að „lítt skólagengnu lögreglukonunni” þá stundaði hún, eins og áður segir, nám í Kvennaskólanum og siðar i Lög- regluskólanum í 2 ár. Seinna hóf hún nám i öldungadeild Hamrahliðar- skóla og á nú stutt eftir i stúdents- próf. Geri aðrir betur, að vera i fuUu menntaskólanámi með heiisdags- vinnu, og það jafn krefjandi starfi og rannsóknarlögreglustarfið er, auk Bolli Héðinsson. þess að vera húsmóðir. Mér er sem ég sæi suma karlmenn leika þetta eftir. Umrædd grein er í alla staði niður- lægjandi fyrir Arnþrúði, hlutdræg og einkennist af röngum upplýsingum (t.d. lögreglustarf í 5 ár, rétt er 7 ár) og eru þessi skrif engum blaöamanni til sóma (hvaö þá alþingismanni). En lömbin sin verður að ala vel og meö þessum skrifum m.a. tókst að koma i veg fyrir ráðningu Arnþrúðar og vita- skuid var það ætlunin. Ekki satt? Og að lokum fáein orð til Bolla Héðinssonar: Ég óska þér hjartan- lega tU hamingju með nýja starfið þitt. Gættu þin einungis á þvi, að vegna þess sem á undan er gengið, og á ég þá sérstakiega við skrif velunn- ara þinna um Arnþrúði Karlsdóttur, verður vænst af þér mun meira en ella hefði verið og hafðu ætfð hugfast að hver uppsker eins og hann sáir. Guðný Þ. Magnúsdóttir, Hafnarflrðl.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.